Morgunblaðið - 01.11.1936, Page 2

Morgunblaðið - 01.11.1936, Page 2
2 'Á' MOKGUNBLAÐIÖ Sunnudagur 1. nóv. 1936. FRANCO BYRJAR SOKN í KATALONÍU. 70 börn drepin í loftárás við Madrid. 2:1 með Roosevelt (3:1 í gær). Landon heldur ræðu. London í gær. FU. í New York standa veðmálin 2:1 í dag með Roosevelt. í gær stóðu þau 3:1 með Roosevelt. Forsetakosningin fer fram á þriðjudaginn. Er verkfall 27 þús. hafnarverkamanna á Kyrrahafsströnd talin vera aðalástæðan fyrir því, að líkur Roosevelts hafa versn- að. Það er álitið, að vegna verkfallsins kunni Roosevelt að tapa fylgi í Washington, Oregon og Californíu-ríkjum. General Johnson, sá er fyrstur veitti viðreisnarstarfinu forustu, hefir sagt, að samkvæmt trúnaðarskýrslu repubLicana- flokksins, sem hann hafi sjeð, búist republicanar jafnvel við því, að Roosevelt muni sigra í Kansas, en þaðan er Landon ættaður og í því ríki hefir hann gegnt ríkisstjóraembætti. Rússneskur her- foringi stjórnar vörninni í Madrid. í tilkynningu frá uppreisnarmönnum segir, að á suðurvígstöðvunum hafi fallið af stjórnarlið- inu 17 þús. manns, en ekki nema 2 þús. uppreisn- armenn síðan styrjöldin hófst. Á yfirráðasvæði stjórnarinnar hafa hundrað þúsund manns týnst, án þess að nokkur viti hvað af þeim hafi orðið. FRANCO hefir reynt að gera árás á Kata- lóníu af hafi og slíta sambandið milli hennar og Frakklands. Til þess að yfir- ráð hans á Spáni geti verið örugg, verður hann að leggja undir sig Katalóníu. Þrjú herflutningaskip uppreisnarmanna hafa reynt að setja hermenn á land við Rosasflóa, skamt fyrir norðan Barcelona, en ófrjett er hvort þetta hafi tekist (símar frjettaritari vor). Stjórnarlið hefir verið sent, í skyndi til strandarinnar þarna norðurfrá, en áður hafði verið komið fyrir þar stór- skotastöðvum víðsvegar meðfram ströndinni. Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Rltstjórar: Jðn Kjartansaon og Valtýr Stettinsson — ábyrgðarmaSur. Rltstiðrn og afgrelBsla: Austurstrætl 8. — Stml 1600. Auglýsingastjðrl: H. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Stmi 3700. Helmasfmar: Jðn ^jartansson, nr. 3742 Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskrlftagjald: kr. 3.00 á mánuBt. 1 lausasölu: 15 aura eintaklts. 25 aura meS Lesbðk. Varnarlínan rofin. Varnarlína stjórnarflokkanna er rofin. Þeir hafa báðir síðustu vikumar synjað þverlega fyrir alt samfylkingarmakkið. Tíma- menn lýstu því nýlega yfir af miklum þjósti að ekkert „sam- starfstilboð“ hefði komið frá komniúnistum og töldu alla samfylkingarsöguna tilhæfu- lausan uppspuna Morgunblaðs- ips. Alþýðublaðið tók alveg í sama strenginn. En svo koma „bölvaðar stað- reyndimar“. Á Alþýðuflokks- þingjnu,, sitja æði margir full- trúar, sem kosnir eru af sam- fylkingum út um land. Það var algerlega óhugsandi að halda því frgm t. d. við fulltrúana frá V^stmannaeyjum, að eng- ar samnpgaumleitanir hefðu átt sjer stað. Einn af þingmönnum Al- þýðuflokksins á þar hlut að máli, Hann hafði skuldbundið flokk sinn til að vinna „af al- Sfli“ að samfylkingu rauðu flokkanna, Sáttmálinn, sem hann undirskrifaði um þetta ejfni, hefir verið birtur opinber- lega. Það er óhrekjanlegt að Páll Þorbjörnsson hefir gert bandalag við „vandræðamenn“ og „ofbeldisflokk“. Engum dettur í hug, að hann hafi gert þetta án vilja og vitundar for- ráðamanna flokks síns hjer í Reykjavík, enda hefði hann verið gerÓur flokksrækur um- svifaláust, ef svo hefði ekki verið. Alþýðuflokknum var, eins og málum var komið, nauðugur eínn kostur, ,sá, að játa, — þvert ofan í fyrri synjanir — að „samstarfstilboð“ hefði komið. Og flokkurinn játar þetta ekki einungis fyrir sitt leyti, heldur og fyrir hönd Framsóknarflokksins. í grein- argerð þeirri, sem nú birist í Alþýðublaðinu stendur berum orðum að kommúnistar hafi boðist til að semja við stjórn- arflokk&na! Þannig er varnarlína stjórn- arflokkanna í '-iamfylkingar- málinu algerléga jofin. Stjórnarflokkarnir geta aldrei að eilífu hreinsað sig af hlut- deild sinni í sköpun samfylk- ingarinnar. Hitt er svo annað mál, hvort þeir ætlast til að þessi, pólitíski ávöxtur hins sumarlanga tilhugalífs rauðu flokkanna, vaxi upp eins og múnaðarleysingi. Það má vel vera, að eftir eigi að koma í Ijós, að rækt- arsemi stjórnarflokkanna sje álíka þroskuð og aðrar dygðir þeirra. v , 50 sjómenn frá Danmörku hafa farisf. 12 fiskiskíp vantar. í Danmörku er saknað tólf fiskiskúta, með samtals fimtíu manna áhöfn. Er talið að þær hafi farist í óveðrinu sem geis- aði í Norðursjónum og Eysfla- salti fyrir nokkrum dögum. Hafa flugvjelar og skip leit- að að skútunum undanfarna daga, en leitinni hefir verið hætt. Hafa leitarmenn ekki fundið ánnað en stýrishús einn- ar skútunnar í Norðursjónum. ,lslands Falk‘ er einnig kom- ið til Esbjerg eftir árangurs- lausa leit. (FÚ.) 17 manns brenna til bana 13 særast. í gær varð sprenging’ um borð í grísku olíuflutningaskipi, á höfn innifí Rotterdam í Hollandi. Var skipið þar til viðgerðar. Seytján manns brunnu til bana, en 13 særðust. Voru flestir þeirra, er fórust, af áhöfn skipsins, en einn- ig nokkrir verkamenn. Eldur kom upp í skipinu um leið og spreng- ingin varð, og var hitinn svo gíf- urlegur, að slökkviliðsmenn gátu hvergi nálægt komið. (FÚ.) Jim Mollison býst við að geta haldið áfram fluginu frá London til Höfðaborgar í kvöld. Hann býst við að geta flogið vegalengdina á 40 klst. Loftárásin 09 Gestave. f fyrradag gerðu uppreisn armenn í fyrsta skifti ákaf- lega loftárás á Madrid. — Vörpuðu þeir niður sprengj- um um miðhluta borgarinnar og voru 45 manns drepnir (menn, konur og böm), og 130 særðust hættulega. I Gestave, skamt fyrir ut- an Madrid var gerð önnur loftárás og lentu sprengjur uppreisnarmanna á skólahúsi þar og drápu 70 böm. Hefir þessi fregn verið staðfest af skoskri hjúkrun- arsveit. Hjúkrunarsveit þessi tók að sjer að líkna hinum sæm og deyjandi börnum. Tilgangur uppreisnar- manna, er þeir hæfðu skóla- húsið, mun hafa verið að hæfa flutningavagnales' Á vígstöðvunum suðvestan við Madrid hefir skoskur hjúkmnarvagn orðið fyrir miklum skemdum af shrap- nel-kúlum. Engin ljós eru kveikt í borg- unum við strendumar í Kata- lóníu, vegna ótta við loftárás. 1 Lundúnáfregn FÚ er sagt, að skotið hafi verið á land í gær úr fallbyssum eins af her- skipum uppreisnarmanna í Rosasflóa. Er áætlað að tilgangurinn hafi verið að skjóta Katalóníu- búum skelk í bringu. Á vígstöðvunum sunnan við Madrid segjast uppreisnarmenn hafa hrundið gagnsókn stjórn- arliðsins og að hersveitir Mona- sterios ofursta hafi aftur náð stöðvum þeim, við Aranjuez- Madrid járnbrautina, sem upp- reisnarmenn mistu í fyrradag, og hrakið stjórnarherinn aftur fyrir stöðvar þær, sem hann hefði hafið áhlaup sitt frá. Franska blaðið „Le Matin“ segir, að rússneski hershöfð- inginn Zoref stjórni vörn Mad- ridborgar. Líki Sir Edgar Brittaine, skip- stjóra á „Queen Mary“, var í gær sökt í sjóinn út á Ermarsundi, og var þar farið eftir ósk hans sjálfs. Norges Handels og Sjöfarts- tidende skýra frá því, að til Bergen sje nýkomin sending af íslensku dilkakjöti, og hafi þá verið sent þangað alt það kjöt- magn, sem Norðmenn kaupa frá íslandi á þessu ári. Verðið á kjötinu er nú 20—30% hærra en það var í fyrra og fer heldur hækkandi. (FÚ).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.