Morgunblaðið - 17.11.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1936, Blaðsíða 5
5 3>riðjudagur 17. nóv. 1936. MORGUNBLAÐIÐ íslenskur söngvari í Yesturheimi. Eyðileggið «kki gólfdúkana með lituð- vum gólfgljáa. Notið aðeins Ekki blandaður lit. Lyktar- laus, fljótvirkur og drjúgur. l»efir hioliH bestu meffmnueli Spilapeningar 100 st. 4.00 Sjálfblekungasett á 1.50 Sjálfblekungar á 1.25 Yo Yo á 0.65 og 1.25 Bílar, margar teg'., frá 0.85 Kubbakassar fallegir 2.25 Mublur, margar teg., frá 1.50 . Kertastjakar frá 0.50 Blýantslitir barna frá 0.35 og margt fleirá ódýrt. K. Einarsson & Björnssoii. Bankastræti 11. Gulrófur ágætar á 5.50 pokinn Verslunin Vfsir. Lifur 09 björtu. Bögglasmjör. Tólg. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Hundahreinsun Hundaeigendum í lögsagn- -arumdæmi Reykjavíkur ber að koma með hunda, sína til hreinsunar í dag (þriðjudag- inn 17. b. m.), kl. 10 f. h. til kl. 2 e. h., til hreinsunar- mannsins, Guðmundar Guð- mundssonar, Rauðarárstíg 13, hjer í bænum. Hundar, sem ekki eru færðir til hreinsunar, verða »drepnir. Heilbrigðisnefndin. Einn þeirra íslensku söngv- ara, sem farið hafa „út í hinn stóra heim“, til þess að ávaxta sitt pund, og leita sjer frægðar og frama, er Guðmundur Kristjánsson frá Borgarnesi. Fyrir rúmlega sex árum lagði Guðmundur leið sína til Vesturheims, eft- ir að hafa notið tilsagnar ýmissra frægra og vel met- inna söngkennara í Þýska- landi og á ítalfu. Hann kvæntist þar amerískri konu og settist að í Chicago. Þar stundar hann söng- kenslu, en tekur auk þess mikinn þátt í sönglífi borg- arinnar, og fara vinsældir hans sífelt vaxandi, enda hefir hann stöðugt haldið á- fram að fullkomna sig á sviði tóniistarinnar. Guð mundur hefir hlotið mikla viðurkenningu, bæði sem söngvari og kennari, eins og eftirfarandi ummæli bera vott um: * Ur „Musieal Leader“, Chicago, 23. nóv. 1935. Göta Ljuiigbjerg, hin glæsilega sópran Metropolitan og San Carlo óperanna, var stórhrifin af nem- aiida Gúðmundar Kristjánssonar, Mari Haiisen. Er hún hafði heyrt ungfrú Hansen syngja, ritaði Mme. Ljungbjerg á þessa leið: „Jeg hlustaði á sÖng hinnar ungu sænskn sópran, Mari Han- sen, með mikilli ánægju. Hún hef- ir yndisíagra rödd, ágætlega þroskaða á sviði miðtónanna, og glæsilega á efstn tónunum. Rödd hennar er sniðin fyrir óperur. En hún er einkanlega hugðnæm í sænsku 1 jóðsöngvunum, enda þótt söngkour.i) búi engu síður yfir því dramatíska valdi og þeim radd- kröftum, sem óperan krefst. Svíar í Chicago mega vera stoltir af þessari ungu mikilhæfu söng- konu“. „Mari Hansen kom fyrst opin- berlega fram á söngskemtun ásamt Guðmundi Kristjánssyni 4. apríl 1934. Síðan fór hún til Svíþjóðar, og átti þar miklum vinsældum að fagna, bæði fyrir söngskemtanir sínar og söng í útvarp. Hún syngur nú á opinberum skemtun- um í Chicago. Ungfrú Hansen hefir stundað nám hjá Guðmundi Kristjánssyni í síðastliðin 3 ár“. * Chicago Daily News, 7. apríl 1936, birtir viðtal við Guðmund Kristjánsson um ísland. Segir hann þar frá ýmsu er útlending- um þykir merkilegt um fsland, t. d. að Landsspítalinn í Reykjavík sje hitaður með. hveravatni; nm notkun feðranafnanna; að konan taki ekki nafni manns síns er hún giftist, eins og- tíðkast t. d. í Ameríku; o. fl. o. fl. Um Guðmund kemst blaðið m. a. að orði á þenna hátt: „Hann er ungur söngkennari í Chicago, er hefir síðustu árin bri- ið um sig í hjörtum amerískra söngelskenda, með sinni óvenju- legu tenor-rödd, og' söngvum heimalands síns“. * Guðmundur Kristjánsson hefir haldið fjölda hljómleika, sungið á vegum ýmissra fjelaga og stofn- ana, og tekið þátt í óperum í' Chicago. Oss hafa horist dagskrár ýmissra þessara skemtana, t. d. óperunnar er sniðin hefir verið upp úr „Merry Wives of Windsor" eftir Shákespeare, en þar söng Guðmundur hlutverk Pentone, og var eini íslenski þátttakandinn; og ennfremur óperunnár „Cavalleria Rusticana", og ljek Guðmundur þar hlutverk Turridu. * Dagskrár að söngskemtunum Guðmundar Kristjánssonar, og einnig þeirra söngskemtana sem hann liefir tekið þátt í með öðr- um, bera það nfeð sjer, að hann g'érir sjer far úm að kynna ís- lenska tónlist fyrir hlustendum sínum, og hefir hánn tekið upp þann sið, að láta preiitá á söng- skrárnar þýðingar af íslenskum textum við þá íslenska söngya er liann sjmgur, ýmist í bundnu máli, eða lauslegum þýðingum í 6- bundnti máli. Má þar t. d. sjá þýðingar á: „Vögguyísufb. við lag Páls ísóifssonar, „Rósin“, við lag Árna Thorsteinssóná?; „Heimir“, við lag Kaldalóns, „Góða veislu | gjöra skal“, „Máninn líður“ eftir Jóhann Jónsson, við lag eftir Jón Leifs, og „Prá liðnum dögum“ eft- ir Stefán frá Hvítadal. * Loks hafa oss borist nokkur blaðaummæli um söng Guðmundar Kristjánssonar, og- um manninn sjálfan. í sambandi við útgáfu- af plötum er Guðmundur hefir sung- ið inn á, hefir Columhia Grammo- phone fjelagið t. d. hirt eftirfar- andi ummæli: „Guðmundur Kristjánsson er dæmi þess, hverju má orka þegar einlægur vilji til að fullkomna sönghæfileikana, og meistaraleg tilsögn, haldast í hendur ...... Guðmundur er meistari í fram- sögn þeirra söngljóða, er hann fer með ......Hvar sem Guðmundur hefir farið, hefir túlkun hans á íslenskum þjóðsöngvum, og öðrum söngvum heimalands hans, vakið sjerstaka hrifningu“. Söngdómari blaðsins „New York Evening Post“ ritar: íslensku söngvarnir voru töfr- andi, og sama má segja um rödd hins íslenska tenorsöngvara, Guð- mundar Kristjánssonar. Rödd hans er sjerkennileg, eftirtektaverð og einkennilega laðandi, og vel til þess fallin, að skapa eiganda henn ar virðulegan sess meðal consert- söngvará". Blaðaummælum um söng Guð- mundar má skifta í tvo flokka: Um söng hans á þjóðsöngvnm og alþýðlegum söngvum, og meðferð hans á óperuhlutverkum. New Times segir: „Við hina lýrisku meðferð söngvarans og einlægni í túlkun, njóta bæði ljóð og lög sín !í fylsta mæli“. 1 Chicago American er Guðmundur kallaður „meistari í að byggja upp söngskrá sína“, og sagt að „i’ödd hans húi yfir miklum töfum og beri söngnr hans vott um smekkvísi og vand- virkni“. Fjöldi blaða hirta svip- aðar umsagnir, og er víða vikið að meðferð hans á skandinaviskum söngvum, en þó einkum íslensku söngvunum, með aðdáun. * Um hæfileika Guðmnndar sem óperusöngvara segir m. a. í Chica- go Dailv Tribune: „Rödd hans er með hetjublæ, og- nýtur sín einkar' vel í hinum dramatiskari söngv- um“. í öðru blaði er komist þann- jg' að orði um meðferð hans á lilutverki Turridu í Cavalleria Rusticana: „Guðmundur Kristjáns son ætti að eiga glæsilega framtíð sem óperusöngvari. Prá því er hann fyrst steig fram á leiksviðið í hlutverki Turridu og þar til tjaldið fjell, mistn áheyrendurnir aldrei sjónar á hinni dramatisku þróun ])essa meistaraverks“. En merkilegust eru nmmæli Lady Mahel Dunn, en hún er frægur tónlistargagnrýnandi, m. a. við Covent Garden óperuna í London, tónlistarhátíðirnar í Salz- burg, og víðar. Hún segir: „Jeg heyrði Gnðmund Kristjánsson syngja í Chicago. Hann hefir mjög fagra tenór-rödd, sem bann heitir aðdáanlega vel, og svo hugðnæmur er söngur hans, að jeg á von á því að ekki líði á löngu, þar til hann verður farinn að hrífa áheyr endur í sölum hinna stærri óperu- leikhúsa lieimsins". Orð þessi rit- aði Lady Mabel Dnnn á síðast- liðnum vetri, o^ er þau eru borin saman við eldri dóma um söng Guðmundar, virðast þan henda til þess, að hann sje á stöðugri fram- farabraut, og stefni að ákveðnu marki. A. B. J. Odýri kf öl af fullorðnu fje. Kjotverslunin Herðubreið, Fríkirkjuveg 7. Sími 4565. IWioisgtiiiiWaftid með morgunkaffinu. Nýir kaupendar fá blaðið ókeypla tftl nœstkomandl mánaðamófa. Hrlnglð í síma 1600 og g e r i s i kaupendur. E.s Es|a. vestur og norður fimtudag 19. nóv. kl. 9 síðd. Tekið á móti vörum í dag o.e; fram til hádegis á morg- un. Pantaðií’ farseðlar óskast sóttir á sama tíma. Statsanstalten for Livsforsikring Er það ekki skylda yðar að sjá konu yðar og börnurn farborða með góðri líftryggingu ? Allar tegundir líftrygginga fáið þjer með hagfeldum kjörum hjá Statsanstalten. Aðalumboðsm.: E. Claessen, lirnt. Vonarstræti 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.