Morgunblaðið - 17.11.1936, Síða 6

Morgunblaðið - 17.11.1936, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1936, ÖíIiiq barátta gegn kGmmúnista-sam- fylkingunni fiafin í Árnessýsiu. For ing j ar áð V ar ð ar efndi til flokks- funda í fyrrad. á Eyrar- bakka og Stokkseyri. Fundasókn var með á- gætum, og tóku þessir til máls: Á Eyrarbakka: Árni Jónsson ítá Múla, Helgi Jónsson frá Bakka, Gunnar Thoroddsen, og af innanhjeraðsmönnum Sig- urður Kristjánsson oddviti og Friðrik á Gamla-Hrauni. Á Stokseyri: Guðm. Bene- diktsson, Bjarni Benediktsson, Jón N. Jónasson, Sólmundur Einarsson, Þorlákur Jónsson, og af innanhjeraðsmönnum Þor- geir Bjarnason, bóndi á Hær- iftgsstöðum, Ásgeir Eiríksson kaupmaður og Bjarni Júníus- son frá Syðra-Seli. Stokkseyrarfundinn sóttu um 80 manns, þrátt fyrir það að verkamannafjelagið hefði boð- að til fundar á sama tíma. Margir Sjálfstæðismenn voru því bundtiir á verkalýðsfund- inum. Hafa SjálfstæSismenn á Stokkseyri hafið öfluga baráttu gegn ofsa og yfir- gangi bolsanna í félaginu, og eru staðráðnir í því að brjota ofríki þéirra á bak aftur og ná völdum í fé- laginu. Á Eyrarbakka vakti það at- hygli, .nokkrir unglingar úr rauðu herbúðunum reyndu að hindra friðsamleg fundarstörf með skarkala og óhljóðum, riðu þeir húsum og lömdu þau utan og ráku upp óp mikil, en algjörlega án þess árangurs, sem til var ætlast, að eyðileggja fupdinn. Eru þessi spell og skrílshátt- ur Ijós vottur um uppeldisleg áhrif rauðu flokkanna á æsku- ]ýð þann, sem þeim hefir tekist að glepja til fylgis við sig. Eundirnir munu efla einingu Sjálfstæðismanna í „Árnessýslu Besfa hfálp húsfreyjunnar Kostnaður 600 þús. kr. Hafnargerð hefst á Sauðárkróki að vori. Hafnarbætur á Sauðár- króki hafa um langt skeið verið eitt af mestu áhugamálum Skagfirðinga. Samþykti Alþingi hafnarlög fyrir Sauðárkrók árið 1931 (sjá Hafnarlög) og hefir síðan árlega verið unnið að framgangi þessa nauðsynja- máls. Nokkra undanfarna dag hafa tveir menn úr hafnarnefnd Sauð- árkróks, þeir Priðrik Hansen odd- viti og Pjetur Hannesson spari- sjóðsformaður verið hjer í bænum til að vinna að undirbúningi máls- ins með það fyrir augum að byrj- að verði á hafnargerð á næsta ári. Er nú ákveðið að hefja hafn- argerðina á komandi vori og á- ætlað að bygging hafnargarðs- ins taki 2 ár. Byggingarkostnaður er áætlaður um 600 þús. krónur, Sauðárkrókur er nú orðinn all- fjölmennur bær og stendur hafn- arleysið útgerð á staðnum fyrir þrifum svo ríkt hefir í kauptún- inu mikið atvinnuleysi. Að Sauð- árkróki liggur ágætt landbúnaðar- hjerað og er þess að vænta að hafnarbætur á Sauðárkróki sjeu hið mesta hagsmunamál bæði fyrir kauptúnið og nærliggjandi sveitir. ♦ ♦ ♦--------------- V.b. Úlfur Uggason kominn fram. Vfelin bilaði og báí-; inn rak til bafs. Vjeíbáturinn „Úlfur Ugga- son“, sem sagt var frá hjer í blaðinu á sunnudag að óttast væri um, er kom- inn fram. Fanst hann með bilaða vjel um 5 sjómílur norðvestur af Strákum. Eins og sagt var frá í síðasta blaði íór „Úlfur Uggason“ frá Sauðárkróki s.l. fimtudagskvöld og var v.b. „Haraldur“ sendur út til að leita hans. Á laugardags- kvökl kom „Haraldur“ til Siglu- fjarðar án þess að hafa fundið „Ulf“. Skömmu síðar fór hann aft- ur að leita og fóru þá þrír aðrir bátar einnig að leita. Eftir stutta leit fundu þeir bátinn. Vjelin bilaði í „Úlf Uggasyni“ er hann var kominn að Málmey. Rak bátinn þá til hafs. Síðari hluta dags á föstudag fekk bátur- inn norðvestan leiði og sigldi þá upp undir land, en er hann kom upp undir land gekk til landáttar og var þá bátnum siglt aftur til liafs til að forðast landkreppu. Skipverjar á „Úlf Uggasyni“ urðu tvisvar varir við skipaferðir exi tókst ekki að komast í samband við þau. Bátverjum leið öllum vel er bát- urinn fanst. Bókasafnið Anglía er opið á þriðjudögnm og föstudögum frá kl. 3—4. Verðnr Jósefsdalur nefndur Ármannsdalur eftirleiðis? Vígsluhátíð í skíðaskála Ármenninga. SKÍÐASKÁLI Ármanns í Jósefsdal var vígður s. 1. sunnudag, og voru þar saman komnir á annað hundrað manns. Stjórn Ármanns hafði boðið nokki'um gesturn að vera við- stöddum vígsluna: forseta í. S. í „forsætisráðherra og lögreglu- stjóra, formönnum Skíðafjelags Reykjavíkur og Perðafjelags ís- lands, blaðamönnum o. fl. Auk þess var fjöldi af fjelögum úr Ái’- manni, körlum og konum. Lagt var af stað úr Reylcjavík kl. 1 e. h. og ekið í bílum upp fyr- ir Sandskeið, en þaðan var geng- ið í Jósefsdal. Er það um 40 mín. gangur. Margir voru með skíði, en snjór var lítill og færi slæmt, svo nokkrir kusu heldur að bera skíðin en ganga á þeim. Þegar komið var í skálann laust fyrir kl. 3, var þar fyrir hópur skíðafólks, sem hafði farið fyr um morguninn. Skíðaskáli Ái'menninga er liinn veglegasti og þeim til sóma. Hef- ir skálanum áður verið lýst hjer í blaðinu, og er litlu við að bæta, Ármenningar hafa sýnt dæma- fáan. áhuga og eftirbreytnislegt fjelagslyndi við að koma upp þessum skála. Á annað hundrað Ármenningar hafa tekið þátt, í byggingunni í frístumlum sínum. Og það voru ekki 9 eingöngu karlmennirnir, héldur stúlkurnar líka, sem báru sand og sement í steypuna lang- ar leiðir að. En ekkerf af þessu hefði þó korníht i verk, ef dugnaður eins einstaklings hefði ekki fengið að njóta sín. Gjaldkeri „Ármanns", Ólafur Þorsteinsson, á mestar þakkir skilið fyrir að skálinn skuli vera korninn upp. Dag og nótt síðan á -Jónsmessunótt í vor hefir hann verið sístarfándi fyrir skíðaskála- mál Ármenninga. En fleiri hafa og lagt mikið á sig til að sjá þennan draum Ármenninga ræt- ast. Er menn höfðu skoðað skálann og umhverfi, var boðið til kaffi- drykkju. Ólafur Þorsteinsson bauð fjelaga og gesti velkomna og síðan rak hver ræðan aðrg. Forseti í. S. í. afhenti skálanum að gjöf mynd af leikfimisflokki Ármanns ‘á Þingvöllum 1930 og í- þróttarit eitt erlent. Mintist for- setinn á þá miklu þýðingu, sem Glímufjelagið Ái-mann hefði haft í sýningunum á Alþingishátíðinni. Forsætisráðherra talaði um þjóð- söguna um Jósefsdal. L. H. Miill- er ái'naði Ármanni heilla með skál ann og bar kveðju Skíðafjelags Reykjavíkur. Einnig töluðu þeir Jón Eyþórsson, form. F. í., Guð- brandur Magnússon, Þorsteinn Bjarnason og Jens Guðbjörnsson, form. Ármanns. Ungfrú Rannveig Þorsteinsdóttir las upp kvæði eft- ir sjálfa sig um skála Ármanns, og var því tekið nieð dynjandi iófataki. Skúli Skúlason ritstj. sagði, að þjóðsagan um Jósef og dal þenn- ( an væri tómt rugl, og í rauninni myndi dalurinn heita Sauðadalur, j'en hefði vei’ið nefndur Jósefsdal- ur síðastl. 200 ár. Gerði hann það ; að tillögu siníii, að dalurinn yrði nefndur Ármannsdalur eftirleiðis. | Var tillögu þessari tekið með fá- dæma fögnuði, og er víst, að með- I * I al Ai'menninga verður Jósefsdal- | iu' ekki til lengur, en Ármanns- ^ dalur kominn í staðinn. Eftir að borð voru upp tekin | var dans stiginn og sungið af full | um hálsi. Rjett fyrir kl. 7 var bor ; ið fram smurt brauð og veitt af ■ sömu rausn og áður. er kaffið i var veitt. Fóru menn síðan að týgja sig til heimferðar. Var hald ið heim út dalinn með tvö blys í fararbroddi, en söngurinn kvað við um allan dalinn. Það var lireykin æska, sexn j vígði skála sinn í Ármannsdal á sunnudaginn, og það var glöð og ; ánægð æska, sem hjelt heimleiðis j á sunnudagskvöld. Hitler á fundi með ráðherrum sínum. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. inn, að Hitler kvaddi á fund sinn yfirmenn í öllum þremur deildum hersins (landhers, loft- hers og sjóflota). Það er álitið, að þeir hafi rætt um handtökur Þjóðverja í Rússlandi, og þær ráðstafanir, sem Þýskaland kynni að gera í því sambandi; einnig um þá liðveislu, sem þeir álíta að Rússar veiti spönsku stjórninni. Hitler sleit „siðasta hlekkinn“. Meðal þeirra ríkja, sem að Versalasamningnum standa, er mikil óánægja yfir því, á hvern hátt Hitler hefir farið að því, að „brjóta hinn síðasta hlekk Versala-fjötranna“, eins og komist var að orði í einu þýsku blaði. Er því haldið fram, að hann hefði auðveld- lega getað náð sama árangri með því að fara samningaleið- ina, þar sem að alþjóðlegt eftir- lit með siglingaleiðum um skip- gengar ár og skurði í Þýska- landi hefir síðari árin tæpast átt sjer stað nema í orði kveðnu, en í raun rjettri verið viðurkend sú grundvallarregla, sem Hitler hefir nú lýst yfir að gilda skuli, þ. e. gagnkvæm af- not siglingaleiða. (Samkv. einkask. og PÚ.). 70 áfa; Jóhann V. Danlelsson. Jóhann V. Daníelsson fyrv_ kaupm. á Eyrarbakka, er 70> ára í dag. Ilann er ennþá hinn ernasti, síkátur og skemtinn.. Fram á síðustu aldamótin dvaldi Jóhann í sveit — en fluttist til Stokkseyrar 1899 og stundaði verslun þar og á Eyr- arbakka tii ársins 1926 — en það ár settist hann að í Reykja- vík og er hann nú við verslun Sig. Skjaldberg. Jóhann á marga vini, enda er hann sjálfur trölltryggur. Jó- hann er greindur vel og sjálf- mentaður í besta lagi, enda hefir hann oft látið til sín heyra á mannamótum, og aldrei verið myrkur í máli. Hann hefir tekið pólitískum hnútuköstum þannig, að hann hefir vanalega endursent þau á viðeigandi hátt. ■ Vinir Jóhanns óska honum gleði og gæfu á óförnum árum. Vinur. Frá Spáni. Stríðið er nú fyrst að hefjast. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. með áhlaupi fótgönguliðsdeild- ar Márahersveita sinna, en síðan með skriðdrekasveitum,. og hafi stjórnarliðið eyðil.agt þrjá skriðdreka fyrir uppreisn- armönnum. Uppreisnarmenn halda því fram, að við frönsku brúna standi bardaginn ennþá yfir, og ennfremur, að barist sje í smá- þorpi á norðurjaðri lystigarðs- ins Casa de Campo. í frjett frá Valencia er sagt, að Caballero hafx látið svo um mælt, að borgarastyrjöldin á Spání væri nú aðeins að byrja,. (segir í LRP frjett F.Ú.). Enda þótt Madi'id kynni að falla, myndi styrjöldinni hald- ið áfram, eins lengi og stjórn- arsinnar hefðu nokkurn land- skæltil til að verja. Franco hershöfðingi hefir gefið út mótmæli gegn þeirri fregn, sem birt var víða um heim á dögunum, að hann hefði sagt að uppreisnarmenn myndu halda áfram að skjóta á Madrid þar til hún gæfist upp, og að eyðileggja yrði hana hverfi fyrir hverfi ef hún næð- ist ekki á annan hátt. „Þessi orð hefi jeg aldrei mælt“, segir Franco, „nje nokkuð í þá átt‘. (Samkv. einkask. og FÚ.)_

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.