Morgunblaðið - 17.11.1936, Side 8

Morgunblaðið - 17.11.1936, Side 8
8 M O R G U N B L A Ð I Ö Þriðjudagur 17. nóv. 1936. Ullarlitur og kaldur litur. Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Nýjar innihurðir til sölu, mjög ódýrt. Uplýsingar í síma 2896 og 3309. „Freia“-fiskfars, fiskbúðing- ur og fiskibollur, daglega til. Pantið tímanlega. Freia, Lauf- ásveg 2. Sími 4745. Frímerkjabækur fyrir íslensk frímerki, selur Gísli Sigurbjörns son, Lækjartorgi 1. Opið 1—5 síðd. KLaupi gull hæsta verði. Arni ðjörnsson, Lækjartorgi. Kaupi íslenak frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sigur- björnsson. Lækjartorgi 1. — Opið 1—5. Vjelareimar fást bestar hjá ' ^oulsen, Klapparstíg 29. Borðlampar og standlampar mjög ódýrir. Hatta & Skerma búðin, Austurstræti 8. Skermagrindur seljast fyrir hálfvirði. Hatta & Skermabúð- in, Austurstræti 8. Hanskar tilbúnir og sniðnir. Hanskagerðin, Tjarnargötu 10 Sími 4848. dúlisaumur Lokastíg 5. Heimðallur heldpr funcl í kvöld, þriðjudag, kl. 814 í Varðarhúsinu. FUNDAREFNI: 1. Umræður um hina nýju starfsskrá sósíalista. Frum- mælandi Gunnar Thoroddsen. 2. Fjelagsmál. Fjelagar! Fjölmennið, og mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Fyrst og síðast: Fatabúðin Friggbónið fína, er bæjarin® ^esta bón. Kaupi gamlan kopar. Vald, Poulsen, Klapparstíg 29. Öraviðgerðir afgreiddar fljótí og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn- artorgi. Kaupi gull og silfur hæsta Mælingar. Teikningar. Tek að mjer ýms verkfræðingsstörf, aðallega mælingar og teikning- ar. Fljót afgreiðsla. Sanngjarnt verð. Sigurður Thoroddsen, Frí- kirkjuveg 3, sími 3227, kl. 12 —1 og 7—8. arstræti 4. Kaupi Kreppulánasjóðsbrjef og Veðdeildarbrjef. Sími 3652, kl. 8—9 síðd. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björns- •yni, Lækjartorgi. Silkiskermar í loft og á borð- lampa, ennfremur alskonar luktir úr silki og pergament, seljast fyrir hálfvirði. Hatta & Skermabúðin, Austurstræti 8. Allskonar kvenna- og barna- fátnað saumar ódýrt, Sauma- stofan, Bergþórugötu 29. Otto B. Amar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, gerir við lykkjuföll, stopp- ar sokka, dúka o. fl., fljótt, vel, ódýrt. Sími 3699. EGGERT CLAESSEN, hæstarjettarmálaflntningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. (Inrtgangur um austurdyr). Kvörtun um rottugang i, i húsum er veitt viðtaka á skrifstofu minni við Vegamóta- stíg 4 dagana 16.—21. þ. m., kl. 10—12 og 2—7. Sími 3210. Reykjavík, 16. nóv. 1936. HEILBRIGÐISFULLTRÚINN. Kartöfiuinjíll. Sig.^P. Skjalöberg. (heildsalan). Refabú í grend við Reykjavík höfum við verið beðnir að selja. t Slgurður Olafsson Conditori — Bakari. Lauga- veg 5. Rjómatertur. Is. Fro- mage. Trifles. Afmæliskringlur.. Kransakökur. Kransakökuhom. ó. Thorberg Jónsson. Sími 3873: Minningarspjöld Elliheimilis- ins fást á eftirtöldum stöðum: Verslunin Björn Kristjánsson,- Vesturgötu. Versl. Blóm & Ávextir, Hafnarstræti. Skrif- stofu Jes Zimsen. Bókav. Þór. B. Þorlákssonar, Bankastræti og á Skrifstofu Elliheimilisins. I.O.G.T. Skrifstofa Stórstúk- unnar Hafnarstræti 10—12 Ed- kiborg. Þar fást ódýr bindindis- Bit og ýmiskonar fræðslurit unv ! áfengi. Samuðarspjöld Minning— arsjóðs Sig. Eiríkssonar. I.O-G- T. hnappar og nælur. Tekið á móti ársgjöldum „Æskunnar“r og nýjum áskrifendum. Og Egill Sigurgeirsion, lögfræðingar. - Austurstræti 3. - Skrifstofutími kl. 11—12 og 2—6. - Spirella lífstykki fara best. Upplýsingar á Bergstaðastrætí 14, 3. hæð. Sími 4151. í dag: Kjötfars 1.20 kg. Miðdags- pylsur 1.70 kg. Garðastr. 17. Sími 3548. Leifsgötu 32. Sími 3416. EUBY M. AYRES: LlFIÐ KALLAR. 30. livar jeg vérð“, sagði hún við Maisie, „en þú verður að sverja að segja Martin það ekki“. Maisie flýtti sjer að þurka sjer um augun. „Kæra Helena, jeg sver að jeg skal gera alt, sem þú biður mig um, ef þú aðeins vilt flýta þjer að taka ákvörðun og vera einlæg. Jeg þoli ekki að horfa á þig svona fola og vansæla. Auðvitað er það Georg, sem liefir valdið þjer hugarangri, og mig undrar það ekki. Hann er nógu laglegur, til þess að hafa áhrif á kven- fólk. Jeg verð að játa, að jeg varð hissa, þegar jeg sá hann í gærkvöldi. Hann er alt öðruvísi en jeg hjelt“. Helena léit undan. „•feg þekti hann varla fyrir sama mann“, sagði hún betskjulega. „Aldrei hefi jeg sjeð hann í kjólfötum fvr“. Maisie heyrði strax á hreimnum í rödd Helenu, að liún var afbrýðissöm, og bljes að glóðinni með því að segja: „Það er kannske vegna stúlkunnar, sem hann var með. Hver var það, Helena? Hefurðu aldrei sjeð hana fvr t“ „Aldrei. Við höfum aldrei umgengist svona glæsilegt fólk“. Maisie klappaði henni á kinnina. „Kannske það verði als ekki erfitt að fá skilnað. Þú mátt ekki missa kjarkinn!“ Hún kysti hana aftur og stóð í dyrunum, uns Helena var horfin inn í lyftuna. Orð Maisie hljómuðu stöðugt fyrir eyrum hennar, á leiðinni niður á Paddington-stöðina. Þan særðn hana dýpra en hún vildi viðurkenna. Hver var þessi stúlka, sem Georg hafði verið með ? Hún hefði augsýnilega getað sparað sjer að kenna í brjósti um hann — og henni gramdist að hafa úthelt tárum yfir því að hafa gleymt að festa einn hnapp í frakkann hans. Margt manna var á járnbrautarstöðinni — æruverð hjón, mæður með hörn og ungir elskendur. Helena horfði á þá — bara að Martin hefði verið með henni. — Hún hrinti þeirri hugsun frá sjer. Hún varð að gfeyma Martin — um stundarsakir. Unglings : úlka, sem leiddi mann undir hend, rakst á hana í þrönginni og sneri sjer brosandi við, til þess að biðjast afsökunar. Hún var með spánýja ferðatösku í hendinni, og Helena heyrði hana segja við förunaut sinn, er hún sneri sjer aftur að honum: „Þú verður hrifinn af Newquay, við vorum þar oft- astnær í sumarleyfi, þegar jeg- var barn“. Newquay! Helena vissi, að það var niður við strönd- ina og ákvað að fara þangað líka. Hún hafði ekki hugmynd um, hvernig þar var umhorfs, en eins og á stóð, var henni nokkurnveginn sama, hvar hún var. Hún keypti sjer farmiða og fekk að vita, að lestin færi eftir stundarfjórðung. Helena var því fegin, að hún var ekki ein í klefan- um, og neyddist til þess að stilla sig. Ein af samferða- fólkinu, ung stúlka, að henni sýndist, bauð henni blað að lesa. Heleiia þákkaði henni fyrir, og þær fóru að tala saman. A þann hátt fekk hún annað að hugsa um en sjálfa sig. „Ætlið þjer til Newquay?“, spurði stúlkan. „Já“, svaraði Helena. „En þjer?“ „Jeg fer þangað mjer til heilsubótar. Það er mjög fallegt þar“. Hún leit á baughring- Helenu, og bætti við dapurlega. „Jeg misti manninn minn fyrir ári“. „Jeg samhryggist yður“, sagði Helena innilega. „Það er sorglegt fyrir yður“. Sú hugsun flaug í gegnum huga hennar, hvernig henni myndi vera innanbrjósts ef Georg væri dáinn, eða hún frjetti, að hann lægi fyrir dauðanum. „Það var miklu sorglegra að sjá hann líða, meðan hann lá veikur“, svaraði konan með titrandi röddu. „Hann • tók út miklar kvalir — hann dó úr tæringu. Hann var á skrifstofu í City, en húsbóndi hans, Mr. Latimer, var honnm mjög góður. Annars veit jeg ekki, hvernig við hefðum komist af“. „Mr. Latimer!“, sagði Helena spyrjandi. „Það er maðuriun, sem hann vann hjá. Hann borgaði' honum kaup allan tímann, sem hann lá veikur, og eftir dauða hans fæ jeg helminginn af þeim launum, sem hann Iiafði. Það hefðu ekki allir gert“. „Nei“. Helena neri saman höndunum. Eftir nokkra; stund sagði hún: „Jeg þekki mann, sem heitir Latimer- — mjer þætti gaman að vita — nei, það getnr ekki. verið hann“, bætti hún við beiskjulega, er hún mundi. eftir, hve sparsamur Georg var. „Skrifstofan er í Lothbury nr. 19“, sagði konan. „EfT til vill kannist þjer við það?“ „Nei“, svaraði Helena, og það var satt. Hún hafðií aldrei komið á skrifstofu mannsins síns. Hann sagðL jafnan, að kvenfólk ætti ekkert erindi í City. „Og- hann borgar yður stöðugt peningana?“ „Já, annars hefði jeg ekki getað farið til Newquay núna. Jeg hefi ekkert annað að lifa á, hefi enga heilsu* til þess að vinna fyrir mjer“. Helena fór að blaða í dagblaðinu. Reyndar gat hún ekki lesið orð, sem þar stóð, en hún var alt of ringluð ■ og hissa, til þess að geta haldið samtalinu áfram. Aldrei hafði hún heyrt Georg minnast á, að Iiann hefði gert góðverk. Hún gaut hornauga til hinnar ungu konu, sem sat andspænis henni. Hún var veikindaleg og sorgmædd á svipinn, ein*. og' lífið hefði engan tilgang fyrir hana lengur. Helena hallaði sjer upp í horn og lokaði augunum. Orlögin höfðu látið þessa konu verða á leið hennar, hugsaði hún — og það voru sjálfsagt örlögin líka, sem höfðu leitt hana og Georg saman þetta kvöld á veit- ingastaðnnm. Þá mundi hún eftir stúlkunni, sem hann hafði verið með. Hana hafði ekki rent grun í, að Georg ætti svona „fína“ kunningja. Og sjálfur hafði hann verið í kjól- fötúm! En hvað þau fóru honum vel, og hvað hann var laglegur þetta kvöld! Hún sá alt í einu fyrir sjer hrygðarsvipinn í augum Martins, er hann virti hana fyrir sjer, og tárin fóru að hrynja niður kinnar hennar,..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.