Morgunblaðið - 13.12.1936, Side 1
I.
23. árg., 291. tbl. — Sunnudáginn 13. desember 1936.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Vikublað: ísafold.
BORNIN MIN
KOMIÐ ÞIÐ NÚ BLESSUÐ OG SÆL og
þakka ykkur fyrir móttökurnar. Það var ykkur
líkt að taka svona vel á móti gamla manninum.
Svona tóku líka foreldrar ykkar á móti mjer þeg-
ar að þau voru lítil börn, og einnig afi og lamma
ykkar þegar þau voru krakkar, líka langafi og
langamma, já, og svona mætti lengi telja næst-
um til Adams og Evu.
Mjer þótti leitt að geta ekki heilsað upp á
ykkur strax þegar skipið, sem flutti mig til ætt-
jarðar ykkar, lagðist að hafnarbakkanum, en jeg
var ekki fær um það vegna þess hve sjóveikur jeg
var á leiðinni. Það er ótugtarveiki þessi sjóveiki
því getið þið trúað. Jæja, ekki þýðir að fár-
ast yfir því hjeðan af, jeg er kominn til ykkar
aftur og þá er alt fengið. Margt gæti jeg nú sagt
ykkur af ferðalagi mínu, í góðu næði, sem ykk-
ur þætti bæði gaman og fróðlegt að heyra, en jeg
veit að þið eruð nú svo óþolinmóð eftir að sjá
hvað það er, sem jeg hefi flutt með mjer að þessu
sinni til þess að gleðja ykkur með, svo það er víst
best að taka til óspiltra málanna og byrja að sýna
ykkur eitthvað af öllum þeim aragrúa af gull-
fallegum gullum, sem felast í poka mínum. Það
var sannarlega þungt að bera þetta alt alla þessa
löngu og erfiðu leið, en launin fyrir það felast í
gleði og þakklæti ykkar góðu börn.
Annað eins úrval hafið þið aldrei sjeð á ykk-
ar lífsfæddri æfi, og nú vil jeg ráðleggja ykkur
að koma eins fljótt og þið getið, því ef að vanda
lætur, þá verður þetta fljótt að fara í Edinborg,
eins og líka raun varð á í fyrra. Því iværi best að
hafa fyrra fallið á því.
Kl. 6 og kl. ð
leggið leið yðar um
HAFNARSTRÆTI
1 Á JÓLASÖLU EDINBORGAR
{ KVÖLD
ætla jeg að heilsa upp á ykkur í Edinborgar-
glugganum.
eii á naorgun
lítið þið inn börnin mín.
Segið pabba ykkar og mömmu
að í Edinborg fái þau búsáhöldin skínandi fall-
egu. KRYSTAL og KERAMIK vörur allskonar.
Nýtísku matar- og kaffistell o. m. m. fl. til tæki-
færisgjafa.
1 VEFNAÐARVÖRUDEILDINNI fáið þið
falleg svuntuefni og slifsi, ullarkjólaefni og silki
í kjóla. Silkiklæðið pressekta. Morgunkjólatau.
Silkinærfatnað og Ilmvötn o. fl. o. fl.
Jóiaswe i «i n Ediiiborslair