Morgunblaðið - 13.12.1936, Síða 3
Simnudagur 13. des. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
-U-
| Samtal við Jóhann Þ. Jósefsson alþm. ]
Hálfrar aldar minning
þýskra úlhafsreiða.
Stórfengleg sjómannahátfð
i Wesermflnde.
Dagana 23. til 26. október var í Weser-
miinde í Þýskalandi efnt til mikilla
hátíðahalda í minningu þess, að bá
voru liðin 50 ár frá því að fyrsta fiskiveiðagufu-
skipið var sent út frá Þýskalandi til úthafsveiða.
Jóhann Þ. Jósefsson alþm. og frú hans voru
meðal boðsgesta á hátíðahöldunum. . Var þeim
boðið af hátíðanefndinni f.h. þýskra útgerðar-
manna, en Jóhann hefir í 25 ár verið umboðsmað-
ur þýskra útgerðarmanna hjer á landi.
Tíðindamaður Morgunblaðsins hitti Jóh. Þ. Jósefsson að
máli og bað hann að segja lesendum blaðsins eitthvað frá þess-
um hátíðahöldum, og útgerðarmálum Þjóðverja. Varð hann
góðfúslega við þeim tilmælum, og fer hjer á eftir frásögn hans.
Kappsháhln
Engels og Gilfer
eigast við i dag
PRIÐJA umferð í Engels-
kappteflinu verður tefld
kl. 1 í dag, og þá teflir Eng-
els við Eggert Gilfer.
Fjórða umferð verður
einnig tefld í dag, og hefst
kl. 8 e. h., og teflir Engels há
við Konráð Árnason.
Leikar fóru þannig í 2. umferð
'í Engels-kappteflinu, að Engels
vánn Sturlu Pjetursson, Þráinn
Sigurðsson vann Bened. .Tóhanns-
son, Steingrímur Guðmnndsson
vann Asgrím Ágústsson, Magnús
G. Jónsson vann Einar Þorvalds-
son, Ásmundur Ásgeirsson gerði
jafntefli við Gúst. A. Ágústsson,
Eggert Gilfer gerði jafntefli við
Baldnr Möller, og Konráð Árna-
son vann Kristján Kristjánsson.
Jóhann Jóhannsson átti frí.
Minnismerki brautryðjanda þýskra úthafsveiða, Fr. Busse.
BRAUT-
RYÐJAND-
INN.
— Það var fiskkaupmaður í
Geestemiinde, Friederich Busse
að nafni, sem gerðist brautryðj-
andi á sviði þýskra úthafsveiða,
segir Jóh. Þ. Jósefsson. Fyrsta
skipið hjet Sagitta, lítill togari,
og fór hann í fyrstu veiðiförina
árið 1886.
Gamla Sagitta er fyrir löngu
liðin undir lok, og brautryðj-
andinn Fr., Busse er dáinn fyrir
mörgum árum. En firma hans,
F. Busse, stendur enn traustum
fótum og á marga togara, þ. á.
m. einn nýtísku togara, er ber
nafn gömlu Sagittu.
FRAM-
ÞRÓUNIN.
Á þessum 50 árum hafa orðið
geysimiklar framfarir í fiskveið-
um Þjóðverja. Togaraflotinn
telur nú um 360 skip, öll góð, og
fjölmörg svo að segja alveg ný.
Gamla Sagitta var 33 m. löng,
en nú eru skipin höfð nær 60 m. j
á lengd.
Fyrir stríð þótti hæfilegt, að
hver togari rúmaði 1300 vættir,
en nú þykir ekki of mikið að skip
taki 3500 vættir.
Vjelaaflið, sem í gömlu skip-
unum þótti nægilegt 250—300
hö. er nú í nýtísku skipum talið
óhæfilega lítið, ef það nær ekki
1000 hö., og sum skipin hafa um
1200 hö.; hraði skipanna þykir
nú ekki mega minni vera en 12 j
—13 mílur. Til þess að geta fisk- j
að á djúpmiðum, eru vindurnar j
hafðar svo stórar, að þær taki
1200 faðma af togvír.
Nýju skipin hafa einnig feng-
ið ailan þann útbúnað, sem nú-
tíminn heimtar og tæknin getur
í tje látið. íbúðir skipverja hafa
verið gerðar vistlegar; sjerstak-
ur borðsalur er ofan þilfars, sem
þektist ekki í gömlu skipunum,
aðgangur að baði og öðru slíku
til þæginda skipverja.
Á öllum þýskum togurum er
lifrin brædd um borð. Skipin eru
útbúin með loftskeytatækjum og
talstöðvum, og sumar jafnvel
svo sterkar, að þær geta látið til
pín heyra alla leið frá íslandi til
Þýskalands. Þá hafa skipin og
miðunartæki og dýptarmæla.
ÚTBREIÐSLU-
STARFSEMI.
Þjóðverjar eru að eðlisfari
miklu meir kjötætur en fiskæt-
ur, og hafa útvegsmenn löngum
kvartað yfir því, að erfitt væri
að fá fólk til þess að neyta fisks-
ins, svo nokkru næmi.
Hefir jafnan verið talsvert
unnið að því, að kenna fólki
fiskátið. Einkum hefir mikið
verið að þessu gert 3 síðustu ár-
in, enda fer fiskneyslan nú stór-
um vaxandi.
Nýtísku fiskbúðirnar í Þýska-
landi eru mjög fullkomnar. Alt
er þar svo hreinlegt og snyrti-
lega frá öllu gengið, að einung-
is það, að líta á fiskinn j búðun-
um vekur löngun fólks til að
neyta þessarar fæðu.
í Þýskalandi er nú hafið nýtt
framleiðslutímabil, sem nefnt er
4 ára áætlun. Þessi áætlun var
ekki hvað síst til fiskveiðanna,
vinslu fiskafurða o. þ. h. Er gert
ráð fýrir að fiskneyslan marg-
faldist á skömmum tíma. M. a.
er ráðgert að reisa 3000 nýtísku
búðir á næsta ári víðsvegar um
landið.
Starfsemi Vetrarhjálparinnar
þýsku eykur mjög fiskneysluna.
— Útgerðarmepn láta Vetrar-
hjálþinni í tje þúsundir tonna
af fiski við mjög vægu verði. Við
það vinst tvent: 1) Ljett er af
markaðnum þegar of mikið
hleðst á hann, og 2) þessi ódýri
fiskur dreifist út um alt landið,
og við það fá þúsundir tækifæri
til að neyta hans, sem myndu
ekki gera það ella.
Þessi fiskdreifing í sambandi
við Vetrarhjálpina verður þann-
ig að risavaxinni auglýsingu, og
Maður druknar
i Lagarlijóti.
Þ
að slys vildi til í fyrra-
kvöld, að Baldur Sigur-
björnsson frá Ekkjufelli drukn
aði í Lagarfljóti.
Varð það með þeim atvikum,
að Baldur og tveir mérifi’ a$nf,
Minnismerki druknaðra sjómanna. j Sigfús Kristjánsson frá Meðal-
.________Inesi og Jón Jónsson frá
Skeggjastöðum, ætluðu yfir
fljótið að Egilsstöðum.
Gengu þeir út á nýlagðan ál,
sem liggur upp með landinu,
en annars var góður ís á þess
um slóðum.
| Sigfús fjell fyrstur í vökina,
: en þá var svo mikil ferð á hin-
I um, að þeir gátu ekki stöðvað
sig, og hentust fram af skör-
inni. Jóni og Sigfúsi skaut þeg-
ar upp og komust þeir nauðu-
Jlega upp úr. Baldur sáu þeir
aldrei. Hans var leitað í fyrra-
kvöld árangurslaust, en íxgær
fanst lík hans. Baldur var 22
ára gamall. (FÚ)-
Hús brennur
i Hafnarfirði.
ELDUR kom upp í húsinu
við Vesturgötu 26 B í
Hafnarfirði í gærdag um
klukkan 4.
í húsinu, sem er eign Hans Sig-
urbjörnssonar, bjó sonur hans,
Sigurbjörn, með konu sinni og
einu barni þeirra hjóua.
Húsum . var þannig liagað, að
uppi á lofti voru tvö íþúðarlier-
bergi, svefnherbergi og stofa, en
eldhús niðri.
. ,r> v>£<>
Eldurinn kom upp í svefnher-
berginu og svaf barnið þar inni,
en móðir þess var við störf sín í
eldhúsinu.
Varð hún vör við reyk á loftinu
og hljóp upp á loft til að sækja
barnið. Var eldurinn þá orðinn
tölu-verður í svefnherberginu.
Flýtti hún sjer Tri'eð barnið í næsta
hús,* þar sem 'teng'daforeldrar
hennar búa, og kallaði síðan á
slökkviliðið.
Þegar slÖkkviliðið kom á vett-
vang, var eldurinn orðinn allmagn
aður og tókst ekki að kæfa
eldinn fyr en eftir tæpa tvo
klukkutíma, eða um klukkan 6.
Innanstokksmunir, sem voru ó-
vátrygðir, eyðilögðust að miklu
leyti af eldi og vatrii. Mestu varð
bjargað úr eldliúsi.
Hiisið var vátrygt.
Heimdallarfundur
annað kvöld.
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.
II EIMDALLUR heldur
** fund annað kvöld í
Varðarhúsinu.
Kristján Guðlaugssou, cand
jur., formaður S. Ú. S., hefur um-
ræður. Kristján ætlar að tala um
sjálfstæðisstefnu og sósíalisma.
Olafur Gunnarsson talar um
kommúnismann og æskuna og
leggur útaf leynilegu plaggi frá
kommúnistum, sem hann hefir
fengið tækifæri til að sjá.
Að lokum verða rædd fjelags-
mál, þar á meðal verður rætt um
fánaliðið, bókasafnsmálið o. fl.
Ungir Sjálfstæðismenn, fjöl
mennið á fundinn og takið með
ykkur nýja fjelaga.
6500 króna gjafir til
Slysavarnatjel. íslands
Slysavarnafjelagi íslands
hafa borist tvær stór-
gjafir, að upphæð 6500 krón-
ur samtals. önnur er frá
ónefndum manni, afhent
Sveini Björnssyni sendi-
herra í Khöfn, en hin er
árfur frá Gamalíel Jónssyni,
Stokkseyri, sem ljest síðast-
liðið sumar.
Formaður Slysavarnafjelagsins
hefir beðið Morgunblaðið fýrir
eftirfarandi þakkarávarp,
Sendiherra íslands í Ka,up-
mannahöfn, hr. Sveinn Björnsson,
hefir með hrjefi dags. 24, f. m.
ritað Slysavarnafjelagi Islands, að
ónafngreindur gefandi hafi afhent
honum ltr. 3000.00 — þrjú þúsund
krónur — sem gjöf og beðið hann
að ráðstafa þeirri nppliæð til að
bæta úr neyð eða þörf i sambandi
við slvs af sjávarháska við ísland.
Sendiherrann hefir að yfirveg-
uðu máli tálið rjett gagnvart til-
gangi gefandans að ráðstafa fjenu
til Slysavarnafjelagsins, og tilkynt
fjelaginu þetta. ,
Fyrir þessa stórhöfðinglegu og
eftirbreytnisverðugjöf hins óþekta
gefanda þakka jeg hjartanlega.
Og sendiherranuiu færi jeg mínar
bestu þakkir fvrir hins Iiappa-
sælu milligöngu og bio hann að
færa hinum óþekta gefanda hestu
þakkir fjelágs vors.
Önnur stórgjöf.
Sýslumaður Árnesinga hr. Ma gn
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Tvö blöð koma
út af Morgun-
blaðinu i dag auk
Lesbókar.