Morgunblaðið - 31.12.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1936, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 31. des. 1936. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson — ábyrg?5arma?5ur. Ritstjórn og afgreibsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: J6n Kjartansson, nr. 3742 yaltýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuði. t lausasölu: 15 aura elntaklb. 25 aura me.1S Besbók Hitler og Eden kepp- ast um stuðning Mussolinis. 150 sjálfboðaliðar frá Bretlandi til Madrid. Frakkland: 200 þús. málmiOnaðarmenn kretjast launahækkunar. Ný verkfallsalda vofir yfir. Aramót, Amerískar flugvjelar til stjórnarhersins ? FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KHÖFN í GÆR. Styrjöldin á Spáni heldur áfram og á með- an er beðið eftir svari Hitlers við til- mælum Frakka og Breta um bann gegn flutningi sjálfboðaliða til Spánar. Það er ekki búist við að svar Hitlers komi fyrst um sinn. Þungamiðja hins stórpólitíska undirróðurs virðist nú alt í einu vera flutt til Rómaborgar. Það er fullyrt að Mussolini hafi gefið Bretum vil- yrði fyrir því, að sjálfboðaliðsflutningar frá Italíu skyldu verða bannaðir. En í skeyti frá Róm í morgun segir að sjálfboðaliðabannið muni efla aðstöðu kommúnistanna. Hitler og Eden keppast hver í kapp við annan um að vinna stuðning Mussolinis. Þetta hefir haft þær afleiðigar að bresk-ítalska samkomulagið mun tefjast enn um stund. Musso- lini er að bíða eftir hvorir bjóði betur, Bretar eða Þjóðverjar. Ætli að til sje annað land í heiminum, þar sem hugmyndir íbúanna um gæðj sinnar eigin fósturjarðar hafi tekið jafn gagngerum stakkaskiftum og hugmyndir Islendinga um ís- land? Hugsum okkur það, að um þær mundir, sem Reykjayík hlaut kaupstaðarskírn var tal- að um það í fullri alvöru, að sfnala íslendingum eins og fjen- aði og flytja alt safnið suður á Jótlandsheiðar. Eða hitt, að allan síðasta fjórðung 19. ald- arinnar og fram á þessa öld, var óslitinn fólksstraumur til Vesturheims. Þriðjungur ís- lensku þjóðarinnar sneri baki við ættjörðu sinni. í hugum fjölda manna var landið ,,út- sker eitt“, og íbúarnir sem veð- urteptir strandmenn á því út- skeri. Þessi hugsun er kveðin niður fyrir fult og alt. Athafnamenn þjóðarinnar til lands og sjávar hafa veitt henni nábjargirnar og urðað hana. Gæði landsins hafa verið könnuð og sannpróf- uð. Sjórinn var gjöfulli en menn vissu áður og moldin frjósamari. Með hverju ári verður fjölbreytni sjávarfangs- ins augljósari. Með hverju ári vex uppskera nytjajurta, korns og grænmetis og jafnvel á- vaxta. Hvort sem litið er út á hafið eða upp til landsins, bíða við- fangsefnin. ísland skortir ekki skilyrði til bjargvænlegrar af- komu, það skortir hendur til að hagnýta sjer þau skilyrði. Ný auðæfi blasa við í fallvötn- um landsins og jarðhitasvæð- um. Það er eins og náttúran sjáif sje að kalla á framtakið, ögra þjóðinni til athafna og dáða. Landnámið bíður. í slíku landi er atvinnuleysi! I slíku landi er fjöldi manna dæmdur til að teyga að sjer lífs beiskju athafnaleysisins. Svo langt getur óstjórn og skamm- sýni náð! Síðustu mannsaldrana hafa Islendingar brotist um eins og jötnar og lyft hverju grettis- takinu af öðru. En svo koma stjórnarvöld, sem bannfæra at- hafnaþrána og hneppa fram- takið í dróma. Hjer verðá að gerast snögg skifti. Islendingar hafa látið hendur standa fram úr ermum. Athafnafrelsið verður að ná aftur viðurkenningu og rjetti. Þá mun bjartsýni og dáð dafna með þjóð vorri. Þá — og fyr ekki — mun upprenna Gleðilegt nýár! Á meðan streyma sjálf- boðaliðarnir til Spánar — jafnvel frá Bretlandi. Á nýársdag ætla 150 sjálf- boðaliðar að fara frá Glásgow til Spánar, til: þess að berjast í liði stjórnarinnar. Hættan frá Banda- ríkjunum. —Þeir fá— vín ef þeir gerast hermenn! London 30. des. F.Ú. Sú tilkynning var gefin út í París í dag, að á næstkom- andi ári ætti hver hermaður í franska hernum að fá hálf- an lítra af víni á dag, og enn fremur yrði þeim lagður til matur, þótt þeir ættu nokk- urra daga frí. Þá steðjar ný ógnun að frið- arstarfi hlutleysisnefndarinnar og kemur að þessu sinni frá Bandaríkjunum.' Madridstjórn- in hefir pantað flugvjelar í Ameríku fyrir tólf miljónir króna. Pöntun þessa er þó ekki unt að afgreiða fyr en eftir tvo mánuði og gera menn sjer von- ir um, að Roosevelt muni tak- ast að fá þingið í Bandaríkjun- um til þess að veita sjer heim- ild til að banna útflutning á vopnum til þjóða sem eiga í innbyrðisstyrjöld, fyrir þann tima. Pittmann, öldungaráðsmaður hefir tilkynt, að 6. jan. er þing kemur saman, muni hann leggja fram frumvarp er banni allan hergagnaflutning til þjóða, sem eigi í innbyrðis ó- friði, og Roosevelt forseti lýsti því yfir í gær, á blaðamanna- fundi, að hann væri því hlynt- ur, að forsetanum yrði gefin Víðtækari heimild til þess að banna útflutning til landa, sem eiga í ófriði, og að heim- ildin nái einnig til landa, sem eiga í innbyrðis ófriði. (Skv. FÚ). I I pöntun Madridstjórnarinn- ar eru 16 notaðar flugvjelar, sem umboðsmenn hinna spönsku FRAMH. AF FYRRA DÁLKI. jkaupenda segja, að ekki sje ;hægt að breyta í hernaðarflug- jvjelar, ennfremur 411 flug- vjelahreyflar, samansettir, og rvjelahlutar, selm jafngilda 150 iflugvjelahreyflum. Kjarkur stjórnarliðs- ins kann að bila. I skeyti frá Madrid til breska sósíalistablaðsins „Daily Her- ald“ segir að hernaðaraðstaða stjórnarinnar við Madrid sje góð. En það er óttast að kjark- urinn kunni að bila, eink- um þar sem matarskort- urinn er mikill. Stór hluti íbúanna sveltur bókstaf- lega. Sjúkrahús eru öll troðfull af sjúkum mönnum og særðum. Nauðsynlegustu læknislyf vanta, þ. á m. joð og deyfing- arlyf. Eru gerðir stórvægilegir holskurðir án deyfingarlyfa. StundarverKfall: Nýjasta verkfallsaðferðin. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN I GM. Ný verkfallsalda vofir yfir Frakklandi. Tvö hundruð þúsund verkamenn úr málmiðnaðinum hafa í hótunum að leggja niður vinnu ef þeir fá ekki 15% launa- hækkun. Þeir segja að launahækkunin, sem þeir fengu í vor hafi verið uppetin af aukinni dýrtíð. í gær hófu starfsmenn við opinber fyrirtæki í Frakklandi verkfali með nýju sniði, svonefnt stundarverkfall. Atvinnugreinarnar gerðu verkfall á víxl fram eftir öllum degi og stóð verkfall hverrar atvinnugreinar fyrir sig yfir í eina klukkustund. Þetta verkfall kostaði franska ríkið alt að því miljón franca (fjórðung miljón króna). I gærkvöldi fóru starfsmenn Parísarborgar kröfugöngu til ráðhúss borgarinnar og tókst þeim að kqmast til ráðhússins (áður en lögreglan og riddara- lögregluliðið kom á vettvang, (segir í Lundúnafregn FÚ). Sendinefnd kröfugöngu- manna var veitt móttaka af embættismönnum borgarinnar, og því lofað, að kröfur þeirra skyldu teknar til greina. Dreyfðist þá mannfjöldinn sjálfkrafa, en áður hafði kom- ið til riskinga; einn maður úr riddaraliði lögreglunnar hafði dottið af hestbaki og beðið bana, en 6 menn særst. Þrengingar alþýðu- fylkingarinnar. Alvarlegra en verkfall starfsmanna hinna opin- beru fyrirtækja er verk- fallsógnun málmiðnaðar- manna. Þessi ógnun leiðir í ljós að gengishækkunin í Frakklandi hefir ekki hepnast eins vel og í öðrum löndum, eins og t. d. í Englandi 1931. Gegn launahækkunarkröfu verkamanna, sem bygð er á aukinni dýrtíð, halda at- vinnurekendur því fram, að launahækkunin sem veitt var í vor hafi þurkað út hagnað þann, sem hefði mátt hafa af gengislækk- uninni, sem þá var fram- kvæmd. Síðan í vor, segja þeir, hefir framleiðslukostnaður í Frakk- landi aukist um 40%. Prentarasamningar. í gærkvöldi, er blaðið fór í prentun, var samn- ingnm ekki lokið, er staðið hafa yfir undanfarið milli Hins ísl. prentarafjelags og Fjelags ísl. prentsmiðjueigenda um kaupkjör o. fl. fyrir næsta ár, en samning- ar þeir sem nú gilda renna út í kvöld. Heilsu Piusar páfa hrakar. Sjúkdómur Páfans ágerðist í gærkvöldi. Samkvæmt tilkynn- ingu sem gefin Var út í Páfa- garði í gærkvöldi, leið Páfinn miklar þrautir vegna blóð- storku sem myndast hafði út frá æðahnútum á fótum hans. I morgun var tilkynt að hon- um liði betur, þar sem blóð- storkunni hefði verið rutt úi vegi. (Samkv. einkask. og FÚ.) Chiang Kai-Shek hlýtur trausts- . yfirlýsingu. LONDON í gær. FÚ. Chiang Kai Shek hefir í dag beðið um lausn frá embættí í ann- að sinn, og hefir miðstjórn Kuom- itang aftur neitað að taka lausn- arbeiðni hans til greina. Hefir bann með því fengið hina hæstu viðurkenningu og mestu trausts- yfirlýsingu, sem hlotnast hefir nokkrum kínverskum stjórnmála- marmi. Spánn: Ráðstafanir til þess að kom í veg fyrir drepsóttir. LONDON í gær. FÚ. Heilbrigðismálanefnd á vegum Þjóðabandalagsins er komin til Valeneia til þess að ræða við spönsku stjórnina um ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir drep- sóttir vegna styrjaldarinnar. 1 nefndinni eru pólskir og franskir læknar úr heilbrigðis- máladeild Þjóðabandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.