Morgunblaðið - 23.01.1937, Side 4

Morgunblaðið - 23.01.1937, Side 4
4 morgunblaðið Laugardaginn 23. jan. 1937. Á hverjum klukkutíma eigum við leið til yðar! Úrvals KARTÖFLUR í sekkjum. Ódýrir OSTAR. SMJÖR-------E G G. SÍTRÓNUR stórar,ódýrar. Hvað eigum við að færa yður í búrið í dag? WitVZldí LAUKUR SVESKJUR MACCARONI 8ími 1500 8ARDINUR fæst hjá Heildverslun Garðars Gíslasonar jSemi<k fatakrcasim eg titttM 54 <&•» 130» Jííjkja.ifc. Nú er besti tíminn til að fá gólfteppi sín hreinsuð. — Hjá okkur eruð þjer ávalt viss um að fá vönduðustu vinnuna. SÆKJUM. ------- SÍMI 1300. --- SENDUM. Besta hjálpin er heilbrigt atvinnulíf. Mannspillandi að alast upp við kröfur til annara. Eftir Pjetur Sigurðsson. ÞAÐ voru þeir tímar, er menn hræddust það, að þurfa að þiggja hjálp hins opinbera. Sú hræðsla var sprottin bæði af metnaði og eins af miskunnarleysi almenningsálitsins, en almenningsálit- ið er á hverjum tíma kraftmesti þátturinn í aga og upp- eldi, bæði til ills og góðs. — Þessir tímar eru nú liðnir. Menn eru nú ekki aðeins hættir að hræðast það að þiggja hjálp, heldur orðnir djarfir og frekir í kröfum sínurn. Altir hugsandi menn munu viðurkenna það, að stjórn hverrar þjóðar beri að hjálpa þegnum sínum sem best áfram og annast um góða líðan þeirra. Ef slík hjálp á ekki að verða til eyðileggingar, verður hún að koma þannig, að einstaklingurinn taki sem minst eft- ir henni. Ef menn eru spanaðir upp í þeim hugsunarhætti, að heimta hjálp og þiggja hjálp, beinlínis og skilyrðislaust, þá verð ur það siðspillandi og eyðileggj- andi fyrir hvern _einstakling, og þá auðvitað um leið fyrir fjelags- lífið. Þegar hugsun einstaklings- ins er leidd frá honum sjálfum, að einhverjum öðrum, sem beri skylda til að bjarga honum, þá Ör verið að grafa allan fastan grundvöll undan fótum einstak- lingsins. Hann hættir þá að gera kröfur til sín sjálfs, hættir að vaka yfir möguleikunum, hættir að efla sig til athafna, hættir að hafast að og hættir að bera ábyrgð á einu og öðru, en með ábyrgðar- leysinu eru í för margir illir and- ar því verri. Hin eðlilega þróun einstaklingslífsins er komin í þrot, maðurinn hættur að v-ixa, jafnvel þrífast, og hnignunin tekin við. Hann fer stöðugt minkandi. Ekk- ert er hættulegra og fremur sið- spillandi en þetta, að leiða athygli einstaklingsins frá honum sjálfum og skyldum hans og möguleikum, að öðrum sem hann eigi að heimta alt af . Það er viss vegur til úr- kynjunar og eyðileggingar. Það sem hin uppeldislegu áhrif allrar menningar verða þá fyrst og fremst að gera, er að magna einstaklinginn sem mest til sjálfs- bjargar, þroska hjá honum næma og sterka ábyrgðartilfinningu og árvaka hugsun og leit eftir úr- ræðum. Aðeins slíkir einstaklingar — athafnasamir og vaxandi menn — geta skapað heilbrigt þjóðfje- iag með vaxandi menningu og fjörugt athafnalíf. — En hjer er þó aðeins hálfsögð sagan. Slíkir einstaklingar þurfa að fá hjálp og eiga að fá hjálp, en þeir eiga ekki að þurfa að heimta hana, og hún á ekki að leiða athygli þeirra frá þeim sjálfum og að einhverjum öðrum, er beri þá, lata og dáð- lausa á örmum sjer. Hjálpin á að vera sjálfsögð og koma þannig, að sem minst beri á henni, og hún á að vera fólgin í þessu: Stjórn hverrar þjóðar á, af fremsta megni, að skapa heilbrigt og heppilegt viðskiftalíf, hag- kvæma og góða verslun bæði inn- lenda og útlenda og fjörugt at- vinnulíf með þjóðinni. Þar með er ekki sagt að stjórnin þurfi nauð- synlega að reka sjálf verslun eða atvinnufyrirtæki, en henni ber, með löggjöf og íhlutun, að sjá um, að þjóðin búi við hin bestu kjör í þessum sökum. Það er hin rjetta og heppilega hjálp, sem hún getur veitt einstaklingunum. Stjórnir eiga ekki að bjarga einstaklingn- um beinlínis, en þær eiga að gera honum það sem auðveldast að geta bjargast. Að eins það er uppeldi, sem leiðir til manndóms og þroska. En að fóðra menn aðgerða lausa og ábyrgðarlausa, er eyði- leggjandi fyrir báða aðilja. Því meir sem athygli mannsins er dregin að einliverjum, sem skyld- ugur sje til þess að hjálpa honum, og frá honum sjálfum, þeim mun vísari er hnignun mannsins og aft- urför. Þessu mega menn ekki gleyma, en því hafa þeir samt gleymt svo tilfinnanlega, að á- vextirnir leyna sjer nú ekki. Það er með uppeldi þjóðar líkt og uppeldi barnsins. Sumir venja börn sín á það að heimta alt og þurfa ekki að hafa neitt fyrir neinu. Slík börn verða oftast menn, sem heldur vilja láta aðra þjóna sjer en þjóna öðrum, og lifa á kostnað annara, hverjar sem af- leiðingarnar kunna að verða. Aðr- ir venja börn sín snemma á að bjarga sjer, en styðja börnin sem best þeir geta í allri góðri við- leitni og gera sitt ítrasta til að manna þau með þetta fyrir auga. Þannig hafa þjóðir eignast sína nýtustu menn. Nútíminn er örlát- ur á fræðslu og góð loforð, en uppeldi kynslóðarinnar er ekki altaf að sama skapi. Það er ekki nóg að umbótavilji manna hugsi aðeins um maga mannsins, því það er hægt að fara illa þó með fullan maga sje. Pjetur Sigurðsson. Næturlæknir er í nótt Alfred Gíslason, Ljósvallagötu 10, sími 3894. — Hamingja — fylgir fjðrburum. London í gær. FÚ. í Quebec-fylki í Kanada fæddust bónda einum og konu hans fjórburar í gær. Börnin voru þegar flutt í sjúkrahús. Á leiðinni rann sjúkravagúinn til á hálum veginum, og rakst á snjó- plóg. Allir sem í bifreiðinni og á snjóplógnum voru meiddust nema fjórburarnir, en þá virtist ekkert hafa sakað. Það eru nú liðin tæp þrjú ár síðan fimmburarnir fædd- ust í Kanada, en foreldrar þeirra eiga heima í Ontario, næsta fylki við Quebec. 70 sprengjum varpað yfir Madrid. Baráttan fyrir hlutleys- inu heldur áfram. London 22. jan. FÚ. lugvjelar uppreisnar- manna vörpuðu sjötíu spreng-jum yfir austur-hluta Madrid- borgar í gær. íbúarnir urðu skelfingu lostnir, en ekki er kunnugt hve miklu tjóni loftárásin olli. Sovjet-Rússland er ekki mótfallið því, að bannað verði að erlendir sjálf- boðaliðar gefi sig fram til herþjónustu á Spáni, að því er Litvinoff sagði í Genf í dag. En það krefst þess, að þá verði haft strangt eftirlit með því, að þau lög sem um það kunni að verða sett verði hald- in. . Nýjar fyrirætlanir. Hlutleysisnefndin ætlar nú að athuga hvort því verði ekki komið við að stofnuð sje liðs- foringjanefnd hlutlausra er- lendra ríkja, til þess að fram- kvæma eftirlit með því, að her- gögn sjeu ekki látin- í land á spönskum höfnum, eða flutt yf- ir landamæri Spánar og annara landa. Það er von á svörum Þýska- lands og Ítalíu við síðustu til- lögum hlutleysisnefndarinnar á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.