Morgunblaðið - 23.01.1937, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaginn 23. jan. 1937.
Sápuefni Red Seal! Búið
sjálf til sápuna — leiðarvísir
á íslensku fylgir hverri dós.
Fæst í Þorsteinsbúð, Grundar-
stíg 12. Sími 3247.
Hveiti nr. 1 í 10 pd. pokum
á kr. 2.25 í Þorsteinsbúð. Sími
3247.
Ðagbókarblöð Reykvíkings
JC&riJjCct'
Þurkuð bláber — Aprikots
— Gráfíkjur. Einnig dr. Otkers
búðingar í Þorsteinsbúð. Sími
3247.
Freðýsa og ísl. bögglasmjöri
ódýrt í Þorsteinsbúð. Sí'mi 3247
Hænsnafóður, blandað og
kurlaður mais, í Þorsteinsbúð,
sími 3247.
Kaupi gull og silfur hæstaj
Verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-
arstræti 4.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kattpi gull hæsta verði. Árni
Björnsson, Lækjartorgi.
Trúlofunarhringana kaupa
menn helst hjá Áma B. Bjöms-
•yni, Lækjartorg..
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klappárstíg 29.
Huergi betri
kr. 1.Z5 aura máltíð
en á Hátel Hekia.
Inóvembermánuði árið 1649
kom Tyrkinn, Aka Mustafa
Raca, til Rómaborgar. Hann
vakti strax mikla eftirtekt, og
fólk keptist um að komast í sam-
kvæmi hans. Þar fengu Parísar-
búar að smakka drykk, sem þeir
höfðu aldrei sjeð fyr, og Tyrk-
inn nefndi „Khawa“.
*
Einn sniðugur náungi þar í
borg fjekk þá hugmynd, að þetta
væri framtíðardrykkur, og græða
mætti fje á honum. Hann breytti
nafninu og kallaði hann „cave“,
sem auðveldara var að bera fram.
Ur því varð seinna „cafi“, og
þaðan er runnið nafnið „café“ —
kaffihús — veitingahús.
H-
Maður þessi opnaði síðan veit-
ingahús og seldi þar þenna nýja
drykk. Það gafst vel. Parísarbú-
um þótti kaffisopinn góður.
Þetta fyrsta veitingahús París-
arborgar er nú búið að rífa fyr-
ir mörgum árum. En nafnið stend
ur enn þann dag í dag, og „Café
de la Regence“ á „Quai de
Louvre“ er eitt helsta veitinga-
hús í Vestur-Evrópu, þó að það
sje í raun og veru 300 ára gam-
alt.
*
Frá Vín kemur sú fregn, að
hertoginn af Windsor og
Mrs. Simpson verði gefin saman í
hjónaband í maímánuði í vor.
Hjónavígslan fer fram í mestu
kyrþey í ensku kirkjunni í Vínar-
borg, og enginn verður viðstadd-
ur, nema nánustu vinir brúðhjón-
anna.
#
I Washington hefir verið gefinn
rit listi yfir tekjuhæst fólk þar,
árið 1935.
Efstur á listanum var blaða-
kóngurinn Hearst, með 500.000
dollara.
Næst' var filmstjarnan Mae
West. Tekjur hennar voru 400.000
dollarar.
*
Oamall prestur, sem orðinn
var dálítið utan við sig,
var einu sinni að predika í kirkju
sinni, en hætti alt í einu í miðri
ræðu og tautaði fyrir munni sjer:
„Vissi jeg ekki, bankabygg“!
Eftir guðsþjónustuna var hann
spurður, hverju þetta sætti.
„JÚ“, sagði liann, er hann hafði
áttað sig á spurningunni, „það
skal jeg segja ykkur:
Jeg sje hana frú Jensen úti í
garðinum hjeðan úr prjedikunar-
stólnum, og í dag var hún ein-
mitt að taka npp kálhöfuð. Þá
datt mjer alt í einu í hug, að nú
myndi hún detta aftur fyrir sig,
þegar híin kipti upp næsta kál-
höfði.
Og viti menn, þetta reyndist
rjett!“
„Vissi jeg ekki, bankabygg!“
*
Danskt dagblað segir eftir-
farandi sögu frá þeim tím-
um, er þöglu kvikmyndirnar tíðk-
uðust:
Kvöld nokkurt kom maður þjót-
andi inn í kvikmyndaleikhús eitt,
með skammbyssu í hendinni og
staðnæmdist hjá aðgöngumiða-
sölunni.
„í kvöld skal það ske“, hrópaði
hann æstur. „Nú veit jeg með
hverjum konan mín er í bíó!“
Sölustúlkan varð dauðhrædd og
tilkynti forstjóranum, hvað í
vændum væri.
Forstjórinn ljet óðara hætta
sýningu, og tilkynti bíógestum, að
úti við aðaldyrnar biði óður mað-
1
ur eftir konu sinni, sem hann
vissi af þarna inni, með öðrum
karlmanni.
Mæltist hann til þess, að rjettir
hlutaðeigendur færu út um bak-
dyrnar, svo að ekkert slys hlytist
af eða hneyksli.
Síðan voru ljósin slökt, til þess
að sökudólgarnir kæmust út, svo
að sem minst bæri á.
Að tíu mínútum liðnum, var
aftur kveikt. Þá var nær helming-
ur bíógesta horfinn — hafði læðst
burt út um bakdyrnar!
Byrjum námseið 25. þ. m. að
sníða og sauma. Einnig flosa,.
stoppa og bródera á sauma-
vjelar. Saumastofa Ólínu og
Bjargar, Laugaveg 7 (Sími
1059).
Góð íbúð óskast strax, neð-
an Frakkastígs eða í Miðbæn-
um. Upplýsingar í síma 4042.
fifii
Fagrar framtíðarvonir.
Oskilahestur.
Laugardaginn 30. jan. næstk.
kl. 11 f. h. verður dökkjarpur ó-
skilahestur seldur í Kollafirði.
Mark: Biti aftan bæði eyru.
Hreppstjórinn í Kjalameshreppi.
Tek að mjer að prjóna og;
ganga frá allskonar smábarna-
fötum. Hefi einnig nokkuð af
tilbúnum fötum til sýnis og
sölu. Lóa Þórarinsdpttir, -—
Tryggvagötu 6.
Þvottahús Elliheimilisins
þvær vel og ódýrt. Þvotturinn
sóttur og sendur. Hringið í
síma 3187.
Oraviðgerðir afgreiddar fljótfc
og vel af úrvals fagmönnumi
hjá Árna B. Bjömssyni, Lækj,-
artorgi.
Fyrst og síðast: Fatabúðin
Friggbónið fína, er bæjarina.
besta bón.
Auglýsingasími Morgunblaðsins er 1600.
ROBERT MILLER:
SYNDIR FEÐRANNA.
4. kapítuli.
Á Fullerton var Amy gamla önnum kafin við aðal-
hreingemingar ársins. 1 fjórar vikur samfleytt hafði
hún haft heilan hóp af stúlkum og lireingerningarkon-
um í þjónustu sinni, hafði skipað fyrir með myndugri
röddu og verið alstaðar nálægt. Það var ekki sá krók-
nr eða kimi nje nokkur smáhlutur, sem ekki hafði
verið farið yfir. Alt átti að vera fágað og fínt, hreiut
og strokið. Hin djúpa rödd Amy, sem var þrekvaxin
kona og djarfleg á að líta, hafði hljómað um allar
stofurnar, þar sem gluggatjöld og þykkar gólfábreiður
drógu annars úr öllum hávaða.
Nú gekk Amy um alt húsið sigri hrósandi á svip.
Stofurnar voru nú komnár í vetrarbúning, klæddar
persneskum ábreiðum, með þykkum tjöldum fyrir
gluggunum. Milli hinna tvöföldu rúða stóðu hyacintu-
laukar í slípuðum glerglösum og í arninum skíðlog-
aði eldurinn og kastaði rauðleitum bjarma yfir hin
gömlu málverk á veggjunum og borðfæturnar, sem
voru úr skínandi mahogny. Alla þessa fallegu muni
hafði móðir Georgs haft meðferðis til Fullerton, ásamt
Amy, sem hafði verið herbergisþerna hennar og fylgdi
með þangað eins og einskonar meðgjöf. Eftir dauða
barónsfrúarinnar hafði hún tekið stjórn heimilisins í
sínar ákveðnu hendur. Og þegar Sir James sá, að henni
fórst stjórnin vel úr hendi og kunni vel að halda á því
fje, sem hann fól henni til heimilisþarf, hækkaði hann
kaup hennar og ljet hana vera áfram.
í dag var 15. nóvember, stextíu ára afmælisdagur
Sir James — að áliti Amy mesti hátíðisdagur ársins.
Sir James hafði í mörg ár reynt að koma í veg fyr-
ir það hreingerningaræði, sem greip Amy venjulega
um þetta leyti ársins. En þó að orð hans og óskir væru
annars sem heilög lög fyrir hana, sat hún fast við
sinn keip að þessu leyti.
Hún sagði, að hún vildi ekki gera „Mylady“ þá sorg
í gröfinni, að heimilinu væri ekki haldið í því horfi,
sem hún hefði fyrirskipað á banabeðnum. Og að það
skyldi jafnan vera þannig, að hvorki „Mylord“ nje
Georg þyrftu að skammast sín fyrir, þó að sjálfur
kóngurinn kæmi í heimsókn.
En það var mál, sem aðeins varðaði húsbóndan
sjálfan, að hann bauð aldrei neinum gestum, nema
nokkrum kunuingjum sínum frá Seatown, til þess að
spila l’hombre kvöld og kvöld. Og þeir gestir voru
elcki nándar nærri nógu tignir, til þess að umgangast
hann, að áliti Amy.
En á afmælisdegi hans var fjölskyldan frá Westend
vön að koma og óska honum til hamingju. Hún var
að vísu ekki boðin, en það var orðin gömul venja, að
þau borðuðu þar miðdegisverð um kvöldið, ásamt lækn-
inum og prestinum.
Nú heyrðist í bifreið sem gaf hljóðmerki, og Amy
flýtti sjerf fram, til j)ess að kalla á þjónustustúlku sjer
til hjálpar. Hún var sjálf ekki nógu ljett á sjer, til
þess að hjálpa gestunum úr yfirhöfnunum, en henni
fanst það ekki fyrir neðan virðingu sína að taka við
loðfeldunum og hengja þá upp.
Dyrnar inn í reykingarherbergi Sir James voru opn-
aðar og feðgarnir komu fram, Georg hár og spengileg-
ur í kjólfötum, og Sir James, glaður og ánægður á
svipinn yfir öllum hamingjuóskunum, sem streymdu
yfir liann.
„Kom ráðsmaðurinn ekki líka?“ spurði hann undr-
andi, er hann hafði heilsað öllum og boðið velkomin
með handabandi.
„Nei, en við áttum að bera yður kæra kveðju frá
honum. Hann var svo óheppinn að misstíga sig í gær“.
Georg hafði strax sjeð, að Walther var ekki með-
þeim. Nú heyrði Elísabet hann livísla í eyra sjer, um
leið og hann hjálpaði henni úr kápunni: — Hamingj-
unni sje lof!
Roði færðist í kinnar hennar, en hún ljet sem hún
heyrði það ekki.
Inni í dagstofunni stóð uppbúið teborð með alls-
konar kökum, sem Amy hafði bakað. Miss Tylor hristi
höfuðið yfir þessu óhófi, en gestirnir voru hinir ánægð-
ustu yfir krásunum og gæddu sjer á þeim, meðan fjör
ugar samræður fóru fram.
Þegar tedrykkjunni var lokið, sneri Georg sjer að
Elísabetu og sagði:
„Þú hefir vonandi tekið skautana þína með þjer,
Elísabet V‘
„Já, það gerði jeg“, sagði Elísabet. Hún bafði verið
í miklum vafa um, hvort hún ætti að gern það, fyrst
Walther kom ekki líka, því að húh vissi, að hann yrði
fokvondur, ef hann frjetti, að hún hefði verið ein með
Georg úti að renna sjer á skautum.
En löngunin til þess að Vera enn einu sinni ein með
Georg og fara á skautum með honum, eins og svo oft
áður, sigraði skyldurækni hennar,eoa, öllu heldur ótta.
Því að í seinni tíð var hún beinlínis farin að hafa beig
af Walther, og þegar hann var nálægt, var hún alt
öðruvísi en hún átti að sjer, og þorði ekki annað en
gera honum alt til geðs.
Faðir hennar var jafnvel orðinn kúgaður undir
vilja hans og beygður. Það hafði komið fyrir nokkr-
um sinnum, að þeir höfðu haft ólíkar skoðanir á ein-
hverju viðvíkjandi búrekstrinum. Þá hafði Walther
andmælt Longmore með svo miklu yfirlæti, að Miss
Tylor ofbauð. En gamli maðurinn hafði strax látið und- -
an og Walther fengið sínu framgengt.