Morgunblaðið - 29.01.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.01.1937, Blaðsíða 3
Föstudagrur 29. jan. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 Bílanotkun starfs- manna bæjarins kostar um 40 til 50 þús. kr. á ári. Verkfalls- óeirðir í Bandaríkj- unum. Ijagarf li ótsbrúin csr ófær farartækj- um og gangandi mönnuin. Alyktanir bæjarstjórnar. Ymsir bæjarbúar hafa veitt því athygli, að það virðist vera orðin föst venja í sambandi við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar bæjarins, að samþykkja tillögu um bíla- notkun starfsmanna bæjarins. Þegar fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1936 var afgreidd var samþykt svohljóðandi til- laga um bílanotkunina: Verkfallsverðir fyrir utan verksmiðjubyggingu „General Mo- tors“ (sjá skeyti bls. 7). Þegar Lyra bjargaOi 6 manns úr sjðvarháska. Frásögn Lunds skipstjóra. Lyra bjargaði 6 sænskum fiskimönnum í Norðursjónum er hún var á leið til ís- lands í síðustu ferð sinni, eins og get- ið hefir verið um hjer í blaðinu. I gærmorgun kom Lyra hingað, þremur dögum á eftir áætlun, og átti blaðamaður frá Morgunblaðinu tal við Lund skipstjóra skömmu eftir komu skipsins. ,,Það er eHki v(?gna óveðurs sem ,,Lyra“ er á eftir áætlun í þetta sinn“, sagði Lund skipstjóri, „Lyra er ávalt heppin með veður og ekki brá út af því nú“. „Bæjarstjórn felur borgar- stjóra og bæjarráði að gera hið fyrsta ráðstafanir til að lækka verulega kostnað bæjarsjóðs af fólksbílanotkun starfsmanna bæjarins og bæjarstofnana, og í þessu skyni er heimilað að fella niður fasta styrki til bif- reiðahalds einstakra starfs- manna, sem áætlaðir eru á fjár- hagsáætlun bæjarins og bæjar- stofnana“. Þegar fjárhagsáætlunin fyr- ir árið 1937 var afgreidd nú fyrir síðustu áramót, var enn samþykt svohljóðandi tillaga um bílanotkun starfsmanna bæjarins: „Bæjarstjórnin felur borgar- etjóra og bæjarráði að fylgjast sem best með kostnaði bæjar- sjóðs af fólksbílanotkun starfs- manna bæjarins og bæjarstofn- ana, og í þessu skyni er heimil- að að fella niður eða lækka til muna fasta styrki til bifreiða- halds einstakra starfsmanna bæjarins eða bæjarstofnana“. Eins og menn sjá, ganga báðar þessar tillögur mjög í sömu átt, og 'er það næsta óvið- feldið, að samskonar tillaga skuli þannig koma árlega. Fólksbílanotkun starfsmanna bæjarins er orðin stór út- gjaldaliður á reikningum bæj- arins, eða um 50 þús. krónur á ári. Þar er hæsti liðurinn til lögreglunnar, eða um 20 þús. kr. Nú hefir bærinn ákveðið að kaupa á þessu ári tvo nýja bíla handa logreglunni. Þegar þeir bílar eru komnir, ætti það að nægja lögreglunni, og bær- inn um leið að losna við þá handahófsgreiðslu fyrir bíla- notkun til lögreglunnar sem nú á sjer stað. Um leið og lög- reglan hefir sjálf fengið nægi- legan bílakost á bæjarsjóður ekki lengur að þurfa að greiða annað eða meira- en rekstur sinna eigin bíla, enda verður um leið að sjá um að bílar lögreglunnar sjeu ekki notaðir til annars en í þágu lögreglu- starfans. Það er t. d. ekki skylda Reykjavíkurbæjar að kosta bíl til þess að smala mönnum til yfirheyrslu í opin berum málum, eins og nú mun mjög tíðkast. Það er ríkisins en ekki bæjarsjóðs að kosta slíkt bílahald. 1 ályktun bæjarstjórnar er einnig talað um „fasta styrki til bifréiðahalds einstakra manna“ og jafnframt skorað á borgar- stjóra og bæjarráð að fella niður eða lækka þessa styrki. Nú mun það vera þannig, að nokkrir starfsmanna bæjarins hafi mjög ríflegan styrk til fólksbílahalds, eða 2000 kr. á árí hver. Þessir starfsmenn eru að sögn: Bæjarverkfræðingur, byggingarfulltrúar, umsjónar- maður hjá Rafmagnsveitunni og stöðvarstjórinn við Eliiða- ár. Enda þótt því verði ekki neitað, að sumir þessara starfs- manna, eins og t. d. bæjar- verkfræðingur og e. t. v. bygg- ingafulltrúar þurfi á bíl að halda í sínu starfi, virðist það ekki ná neinni átt að bærinn greiði þessum mönnum 2000 kr. árlega fyrir bílahald. Miklu hagkvæmara væri fyrir bæinn að eiga einn bíl og ætti bann vissulega að nægja þessum starfsmönnum og vafalaust fleirum, ef vel væri á haldið. Bílastyrkurinn til hinna tveggja starfsmannanna, um- sjónarmanns Rafmagnsveitunn- ar og stöðvarstjórans við Ell- iðaárstöðina virðist beinlínis gjöf til þessara manna, enda getur styrkurinn (2000 kr. á ári) ekki verið í neinu samræmi við bílanotkunina í þágu þeirra starfa. Borgarar bæjarins ætlast nú til þess, að ekki þurfi að koma til þess, að fleiri ályktanir verði samþyktar í bæjarstjórn um fólksbílanotkun fastra starfsmanna. Þeir ætlast til að borgarstjóri og bæjarráð taki nú þegar í taumana, og sjái um að ekki sje meir misnotað fje bæjarsjóðs á þenna hátt. HEILSUFAR PÁFA. London 28. jan. FtJ. í opinberri tilkynningu sem gefin var út í Páfagarði í dag, var sagt, að Píus Páfi hefði notið allgóðrar hvíldar undan- farnar nætur og honum liði sæmilega. „En ýmsra hluta vegna gát- um við ekki farið frá Bergen fyr en á laugardagsmorgun, í stað fimtudagskvölds, eins og venja er og auk þess lágum við í lYs sólarhring í Tbors- havn i Kæreyjum vegna veð- urs. Þar var veðrið svo vont, að við gátum ekki komist út úr höfninni. SVÍUNUM BJARGAÐ Á SÍÐUSTU STUNDU. Lund skipstjóri á „Lyra“ er yfirlætislaus maður og þegar vjer spurðum hann um björg- un hinna 6 sænsku fiskimanna, vildi hann sem allra minst úr því gera. — Það er ekkert um björgun ina að segja. Við rákumst á sænskan kútter, sem var í sjávarháska, af tilviljun. Björg unin gekk vel og greiðlega, það er alt og sumt. SVlARNIR VORU ÖR- MAGNA OG KÚTTER- INN HRIPLEKUR. Eftir því sem samtalið bein- ist meira að björgun Svíanna, verður ljóst að þarna hefir blátt áfram kraftaverk skeð. Lyra hafði breytt örlítið út af venjulegri stefnu á laugar- dagsmorgun, til þess, ásamt gufuskipinu „Leda“ frá Berg- enska fjelaginu, að reyna að verða gufuskipinu „Karmt“ til aðstoðar, en Karmt var að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Lengsta brú á íslandi. T ag-arfljótsbrúin er nú *** ófær öllum farar- tækjum og jafnvel gang andi mönnum. Vegna aðstöðu verður aðgerð á brúnni ekki lokið fyr en lækkar í fljótinu, en gangfært verður yfir mjög fljótlega (segir í tilkynningu frá vega- málastjóra). Það var austasti stauraok-- inn undir brúnni, sem brotnaði á föstudagsnóttíóvenju miklum vatnavöxtum og ísreki og fjell þá niður í fljótið annar end- inn á gólfpallipum á austasta opinu, en hinn endinn situr á landstöplinum. Fljótið er þarna grynnst og venjulega þur farvegurinn, og þfissi oki er 'sáigeini, sem ekki er varinn með sterkum ísbrjót. Hefir það ekki komið að sök þau fúll 30 ár, sem brúin hefir staðið. Aðgerð er þegar byrjuð. Þarf að setja nýja staura í ok- ann, losa pallinn í sundur og koma honum aftur á. * Lagarfljótsbrúin er lengsta brú hjer á landi, 300 m. löng. Hún var bygð 1905. — Brúin stendur á 29 stauraokum, auk landstöplanna,, sem eru hlaðnir úr grjóti, eru tveir gildir staur- ar í flestum okunum, en þrír í sumum og reknir djúpt, því botninn var mjög gljúpur. 1 Hvert op er þ^nnig 10 m. á vídd. Yfir hvert op eru lagðir tveir gildir járnbitar, og liggja endarnir á þverbitum úr járni„ sem festa um leið saman sjt^ura okana efst. Á járnbitana er festur gólfpallurinn, sem dr ,úr timbri, en ofan á hann er fest handrið úr járni. KEMUR EKKI TIL REYKJAVÍKUR. Berlín 28. jan. FÚ. Þýska rannsóknaskipið Meteor mun í febrúar leggja af stað í nýja rannsóknarför til suður At- lantsliafsins. Er gert ráð fyrir, að leiðangur- inn taki þi-já mánuði og mun verða rannsakað ýmislegt, sem ekki fjekst full lausn á í síðustu rannsóknarför skipsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.