Morgunblaðið - 03.02.1937, Page 4

Morgunblaðið - 03.02.1937, Page 4
4 Miðvikudagur 3. febr. 1937j MORGUNBLAÐIÐ Nýtt! Það tilkynnist hjermeð, að bakaríið, Bergstaðastræti 29, verður starfrækt eftirleiðis sem brauða- og kökugerð. Þar verður lögð aðaláhersla á að hafa æfinlega nýjar kökur og brauð. — Eingöngu notað besta fáaníegt efni. Sjerstök áhersla lögð á hreinlæti. Verðið eins lágt og unt er. — Reynið viðskiftin. Bakaríið Bergifaðastræti 29. Sími: 3961. --- Sími: 3961. ENGLISH. Conversation, reading, writing, business methods etc. I BAVE Three Evening Hours disengaged: — Tuesday, 9—10, Thursday and Friday, 8—9. HOWARD LITTLE, Laugaveg 3 B. Kaupum flöskur. Frá og með deginum í dag og til föstudags- kvölds kaupum við tómar flöskur, sömu gerðir og venjulega. Flöskunum er veitt móttaka í Nýborg kl. 9—12 og 1—5,30 daglega. Afengisverslun ríkisins. Sfðasti frestur ð greiðslu iðgjalda til Sjúkrasamlagsins. Það hefir verið ákveðið að veita enn frest til 10. þ. m. á greiðslu iðgjalda til Sjúkrasamlags Reykjavíkur fyr- ir hinn lögákveðna biðtíma, mánuðina júlí—desember f. á. Geta þannig þeir, sem enn eiga eitthvað ógreitt af þess- um iðgjöldum, öðlast rjettindi í samlaginu nú þegar án þess að greiða iðgjöld fyrir nýjan biðtíma, eins og lögin ákveða, ef þeir greiða áfallin iðgjöld innan þess tíma. En en^inn frekari gfald- frestur verðair veittur með þeim kjörnm. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Leikkvöld Mentaskólans: TVEGGJA ÞJÓNN. Leiksýningar Mentaskólans hafa frá fornu fari átt vin- sældum að fagna meðai bæjarbúa. Þar hafa komið fram ein tvö vin- sælustu leikrit þjóðarinnar, sem kunnugt er. En fleiri frumsamin ísl. leikrit hafa skólapiltar sýnt. Á síðari árum hafa nemendur ekki lagt út í það, að semja leik- ritin sjálfir fyrir sýningar sínar, enda hætt við, að leikritagerðin drægi of huga þeirra frá náminu. En þá verður leik-„tradition“ Mentaskólans fyrst fyllilega í heiðri höfð, er leikritaskáld innan skólans leggur fjelögum sínum til leikritið. * Iþetta sinn hafa Mentaskólanem endur tekið upp leikinn „Tveggja þjónn“ eftir ítalska skáldið Carlo Goldoni. Hefir Bjarni Guðmundsson leiðbeint þeim, og sett leikinn á svið. Er leikurinn mjög vel valinn, fjörug- ur og skemtilegur frá upphafi til enda, enda skemtu leikhúsgestir sjer hið hesta á frumsýningunni um daginn. * Efni leiksins er í stuttu máli það, að Speranza kaupmað- ur er að trúlofa dóttur sína Clementínu syni Lombardi mála- færslumanns Silvio, þegar „þjónn inn“ kemur að og segir að Rasponi frá Torino sje þar kominn, en honum hafði kaupmaður heitið stúlkunni. Þessi Rasponi fjell í einvígi við Florindo A.retusa, sem er unnusti systur hans, en syst- irin klæðist karlmannsfötum og segist vera hinn látni bróðir. Unn- ustinn kemur á sama gistihúsið óg „þjónninn“ ræður sig sem þjónn hans, en er þó jafnframt þjónn hinnar dulbúnu nnnustu. Ut úr þessu verður hin skringilegasta flækja, sem leikurinn fjallar um og greiðir úr að lokum. * Skúli Thoroddsen, sonur Guð- mundar prófessors, ljek aðal- persónuna, „tveggja þjóninn“. Hlutverk það er kátlegt mjög. En Skúli á sýnilega það æskufjör og gletni, sem til þarf til þess að notfæra sjer það þakkláta hlut- verk, sem honum er lagt í hend- nr. Það er verulega gaman að honum. Og þó hlutverkið sjálft Sjóválryggingarfjelag íslands li.f. hefir stofnseft nýfa deild fyrir bifreiðatryggingar Jafnframt annast fjelagið eldri bifreiða- fryggingar Váfryggingarfjciagsins Danske Lloyd og tfónauppgiör þeirra vegna. geti gefið tilefni til þess að óæfð- u?r leikari færi of langt í skringi- legum tilburðum, stilti hann jafn- an smekklega í hóf. * ór Guðjónsson leiku;' kaup- * manninn, og fer myndarlega úr hendi. Geirþrúður Sivertsen leikur Beatrice og Gísli Ólafsson leikur Florindo Aretusa og leika þau bæði rösklega. Minna verður úr hinum hlutverkunum. En þó taka menn sjerstaklega eftir skemtilegu gerfi og svipbrigðum Drífu Viðar er leikur Smeraldinu þernu Clementínu. Guðrún Gísla- dóttir leikur CÍementínu. En feðg- ana Lombardi og Silvio leika þeir Adolf Guðmundsson og Helgi Bergs. Árni Hafstað leikur gest- gjafa og Anna Magnúsdóttir hefir tvö smáhlutverk burðarkarls og þjóns og er svo skopleg, að hún þarf ekki annað en sýna sig til að koma fólki til að hlægja. Leikurinn verður endurtekinn í kvöld. Nýía Bíó. G-Menn. Nýja Bíó sýndi í fyrsta sinni í gærkvöldi ame- ríska kvikmynd, sem nefn- ist G-Men. Myndin segir frá baráttu amerísku ríkislög:- reglunnar við bófalýðinn í landinu. Ameríkumenn eru nú smátt og smátt að útrýma óaldarlýðnum, sem reis upp á bannárunum. Til þess að uppræta þessa bófaflokka var stofnuð sveit manna, svo nefndir G-Men, eða Government- Men. í lögregluliði þessu eru ein- göngu sjálfboðaliðar og valdir menn í alla staði. Áður en sjálfboðaliðarnir fá inngöngu í þessa lögreglusveit verða þeir að ganga í gegnum strangan skóla og langan reynslu- tíma. Allir, sem fá inngöngu í lið- ið, eru háskólaborgarar. Á það m. a. að tryggja, að þeir hafi ekki staðið í neinu sambandi við bófa flokka í iandinu og sjeu livað mentun snertir vel starfi sínn vaxnir. G-Men hafa fullkomið vald til að vinna upp á eigin spýtur og án þess að spyrja lögreglu t. d. viðkomandi ríkis nm hvað þeir megi gera. Þeim eru fengin öll þau vopn í hendur, sem nauðsyn- leg ern til að vinna bug á hófa- flokkunum, sem vel eru vopnum búnir og hafa marga æfða menn í þjónustu sinni. Kvikmyndin „G-Men“ segir frá ungum lögfræðingi (James Cagn- ey), sem gengur í lið G-mannanna og sem berst af hetjuskap á móti óaldarlýðnum. Kvikmyndin er afar spennandi frá upphafi til enda. Til Strandarkirkju frá Steina, Yestmannaeyjum 10 kr., H. S. 2 kr. S. S. 2 kr., N. N. 3 kr., Hafn- firðingi 50 kr. Skaðabótamálið. Húsmæðrafjelagið lætur I Ijósi undrun slna yfir dómi undir- rjettar. Húsmæðraf jelag Reykjavík- ur hjelt fund í Oddfell- owhúsinu í fyrrakvöld, fyrir fullu húsi. Fundinum stýrði formaður fjelagsins, frú Jónína Guð- mundsdóttir, en ritari var frú Kristín Sigurðardóttir. Aðalfundarefnið var hús- mæðrafræðslan. Hjelt frú Ragnhildur Pjetursdóttir fróð- legt erindi um húsmæðrafræðsl- una í Noregi, og gerði nokk- urn samanburð á fyrirkomulag- inu þar og hjer. Allmiklar umræður urðu um þetta mál, og tóku ýmsar kon- ur til máls. Á fundi Húsmæðrafjelagsins sem haldinn var nokkru fyrir jól, var kosin nefnd til að fara á fund fjármálaráðherra, með þá ósk að feldur yrði niður verðtollur á nýjum ávöxtum, svo að sem flest heimili í bæn- um gætu keypt nýja ávexti um jólin. Nefndin skýrði frá því á fundinum í fyrrakvöld, að hún hefði farið á fund ráðherra, en enga tilslökun fengið á tollin- um. Að lokum skýrði frú Guðrún Lárusd. frá dómi undirrjett- ar í mjólkurmálinu, þar sem 3 konur úr stjórn Húsmæðra- fjelagsins voru dæmdar til að greiða skaðabætur. Ljetu kon- ur í ljós undrun sína yfir þess- um dómi. Að síðustu var samþykt í einu hljóði svohljóðandi álykt- un: „Fjöllmennur fuindur Hús- mæSrafjelags Reykjavíkur læt- ur í ljós undrun sína yfir hin- um nýuppkveðna dómi í hinu svokallaða mjólkurmáli, og telur fundurinn æskilegt að fá úrskurð Hæstarjettar um það hvort húsmæðrum bæjarins sje nú ekki lengur frjálst að ráða matarkaupum. heimila sinna eða finna að skemdri neyslu- vöru, án þess að eiga á hættu málsókn og dóm“. Gjafir til Bálstofunnar. Bálfara- fjelaginu Jiafa borist 30 kr. frá Magnúsi Jónssyni járnsmið, Bar- ónsstíg 11 A, Rvík og 100 kr. frá frú S. J., Rvík. Garðyrkjumannafjelag íslands heldur stofnfund í Oddfellow- höllinni, sunnudaginn 14. febrúar kl. 8. Skorað er á alla garðyrkju- menn og konur að mæta. Laganefndin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.