Morgunblaðið - 03.02.1937, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.02.1937, Qupperneq 6
€ MORGUNBLAÐIÐ 25 ára gamalt íþrótta- fjelag I Seyðisfirðí. Seyðisfirði, mánudag. Iþróttafjelagið ,Huginn‘ varð 25 ára þann 25. jan. s.l. Mint- ist fjelagið afmælisins með samsæti á laugardagskvöld og bauð þangað bæjarstjórn og fleiri gestum. Fjelagið telur nú á annað hundrað meðlimi og heldur það árlega uppi ýmsum íþróttaiðk- unum. Hefir það valda íþrótta- kennara í þjónustu sinni. Ben. VERÐHÆKKUNIN Á NAUÐSYNJAVÖRUM ERLENDIS. „Kátir íjelagar“ syngja á fostudaginn. . v m W- <v Íf Í1 vf > £ *f • bi ' f f' ý 1 I | !■ í t 1« t í l-V «.• i i - w _• V f - « 1 1 ' : •sy •• '.■* f í FEAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. verið að guma af „hagstæðum“ verslunarjöfnuði árið sem leið. En ráðherrann einblíndi á töl- ur hagskýrslnanna; hann gleymdi alveg að líta á ástand- ið í landinu sjálfu. Þar er ástandið þannig nú, að almenn vöruþurð er í land- inu. Hinn „hagstæði“ verslunar- jöfnuður á pappírnum er þannig til kominn, að frestað var til þessa árs innkaupum á nauðsynjavöru, sem ómögulegt er að komast hjá að kaupa nú þegar. Kaupmenn fylgjast jafnan vel með öllum breytingum sem verða á vöruverði erlendis. — Þeim var það vel kunnugt seinni hluta, ársins sem leið, að stórfeld verðhækkun var í vændum. Þeir fóru því hvað eftir annað f.r^m á að mega gera innkaup meðan vöruverð- ið var lágt, en fengu jafnan neitun. FjáÝthálaráðherrann þurfti að sýna á pappírnum „hagstæðan“ verslunarjöfnuð! En nú er verðhækkunin skollin yfir eflendis. Flestar nauðsynjavörur hafa stórhækk að í verði. Algengu^tu teg. matvöru hafa stórhækkað; rúg- mjöl t. d. yfir 100%, hveiti nál. 60% o. s. frv. Alt bygg- ingarefni hefir stórhækkað, einnig girðingarefni. Þannig er umhorfs á erlenda markaðnum þegar fjármálaráð herrann leyfði að gera inn- kaup! Enginn veit ennþá hve stór- kostlegt verður tap þjóðarinn- ar af þessari heimskulegu ráðs mensku f jármálaráðherrans. En þjóðartapið skiftir miljón- um — mörgum, m.áske tugum miljóna króna. En hver verður svo afleið- ingin fyrir almenning? Sú, að alt vöruverð í landinu stór- hækkar, og dýrtíðin vex að sama skapi. Kátir fjelagar. Karlakórinn „Kátir fjelagar" ætla að hafa söngskemtun í Gamla Bió á föstudaginn. Þetta er einn yngsti kór bæjarins, en í honum eru með sumir bestu söng- kraftar, sem Reykjavík hefir á að skipa. Söngstjóri er Hallur Þorleifs- son. í kórnum eru 36 manns. Á föstudaginn ætlar kórinn m. a. að syngja lag eftir Sigfús Ein- arssón, prófessor, sem ekki hefir verið sungið áður — „Yfir tón- anna haf“. Annars eru á söng- skránni bæði íslensk lög og er- lend. Kátir fjelagar hjeldu fýrstu söngskemtun sína í fyrra og var þá ágætlega tekið af áheyrendum og söngdómurum blaðanna. SUNDMÓT I. S. í. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. sundi, og Ingi Sveinsson, meist- ári á 4ÍX) -hvótra sundi. Komu þeir jafnt að marki á 3 mín. 2,4 sek. Að lokum var kept í 100 metra sundi, frjáls aðferð fyrir karla, og varð Jónas Halldórsson fyrst- ur á 1 mín. 5,8 sek. og sefti þar með nýtt met. Islandsmetið er 1 mín. 8 sek. Þetta met Jónasar verður þó ekki staðfest, þar sem Sundlaugarnar hafa ekki löglega lengd, til þess að þar geti farið fram lögleg kepni. Eftir sundkepnina fór fram sundknattleiksýning og sýndu Olympíufararnir þar listir sínar. Einnig var sýnt nýtt bringu- sund, sem úefnt hefir verið á ís- lensku flugsund, og þótti mönn- um gaman að horfa á það. Sund þetta er fundið upp af Ameríku- manni og nefndi hann það „butterfly“, en einnig hefir það verið kallað froskasund. Sundkepnin var þátttakendun- um til hins mesta sóma, og sund- sýningarnar einnig. KI v í 8 k á 1 VaxandL óánægja meo ræðu Hitlers. London í gær. FÚ. Eftir því sem lengra líður frá ræðu Hitlers, og mönnum gefst tími til að íhuga hana betur, verða dómarnir um hana óvæg- ari, einkanlega í Frakklandi og Rússlandi. Frönsk blöð segja í dag, að Frakkar geti ekki gert sjer það að góðu, að ekki sje gengið frá málum Vestur-Evrópu, en Hitler hafi samtímis frjálsar hendur gagnvart Austur-Evrópu. Skora Frakkar á Breta að sam einast sjer um þá kröfu til Þjóð- verja, að þeir geri tafarlaust upp reikninga sína við Loearno-ríkin. í London hneigist hugur manna einnig í svipaða átt og í Frakk- landi. Þá hafa ummæli Hitlers um nýlendukröfur Þjóðverja vak- ið þar einna mesta eftirtekt, en málið ekki talið aðkallandi, þar sem ekki hefir verið vakið máls á því á formlegan hátt. Rússnesk blöð seg.ja, að það sj,e greinilegt, að Hitler geri sjer far um að hafa frjálsar hendur í Austur-Evrópu, en tryggja öryggi sitt í Vestur-Evrópu, óg skora þau á Breta og Frakka að vera á verði gegn fyrirætlunum hans, ef þeim sje alvara að hefta útbreiðslu fas- eismans. Ótti Frakka um \ öryggi sitt. Frakkar hafa aukið landamæra deild flugflotans um 37%, en skotfæraforða sinn um 50% á síð- astliðnum 6 mánuðum, að því er flugmálaráðherra Frakka upplýs- ir. Flugmálaráðh. sagði, að franski flotinn væri eins vel bú- inn og nokkur annar flugfloti í heimi, og ef til vill betur en nokk ur annar, að rússneska flugflot- anum undanteknum. Ný dýrtíð, ofan á þá, sem fyrir er, er nýársgjöfin f á f jár- málaráðhe'rranum til að- þrengds almennings. Listasafnið í Málmey hefir á svartlistarsýningunni i Charlott- enborg keypt tvö listaverk eftir Jón Engilberts og tvö eftir öunnlaug Scheving. (FÚ.) Rauðkál, Gulrætur, Rauðrófur, nýkomið. Verslunin Vfsir Laugaveg 1. Daladier hermálaráðh. sagði, að víggirðingarnar við austurlanda- mærin myndu verða framlengd- ar norður á bóginn alla leið til Dunkirque (meðfram landamær- um Belgíu) og suður á við til svissnesku landamæranna. Einnig myndi hið víggirta svæði verða breikkað. Miðvikudagur 3. febr. 1937 Frú Jóhanna Þórðardottir os: Emil Rokstad. Silfurbrúðkaup eiga þau í dag merkishjónin Jóhanna Þórðardótt ir og Emil Rokstad á Bjarma- landi. Emil Rokstad er einn af þeim mönnum, sem komið hafa tóm- hendir hingað til lands. En hann hefir unnið sig upp með dugnaði og fyrirhyggju. Heimili þeirra hjóna hefir jafnan verið fyrir- mynd um rausn og prúða híbýla- háttu. Eiga þau fjölda vina, sem munu innilega óska þeim í dag farsældar og gengis á ókomnum árum. PÍUSI PÁFA LÍÐUR „MIKLU BETUR“. London 2. febr. FÚ. Itilkynningu sem gefin var út í Páfagarði í dag, var sagt að Píusi páfa liði nú miklu betur en undanfarna daga, og að hann hefði tekið á móti all- mörgum heimsóknum í gær. Hann ætlar nú aftur 'að taka upp reglubundna viðtals- tíma daglega. EKKERTFRUMVARP UM GENGISLÆKKUN. Kalundborg 2. febr. FÚ. inska útvarpið birti í dag yfirlýsingu frá íslenska sendiráðinu í Khöfn þes efn- is að enginn fótur væri fyrir fregnum þeim sem ýms blöð á Norðurlöndum höfðu birt um það að íslenska ríkjsstjórnin hefði ákveðið að leggja fyrir alþingi frumvarp til laga um verðfellingu á ísl. krónunni. Ossietsky boðið til Noregs. Kalundborg 2. febr. FÚ. Fjelag Kvekara í Noregi og ýms friðarv1inafjelög þar í landj hafa áformað að bjóða Ossietsky heim og hafa þau snúið sjer til þýska sendiherr- ans í Oslo og mælst til þess að hann kæmi heimboði þessu á framfæri við þýsk yfirvöld. YFIRLÝSING FRÁ NEMENDUM KENN- ARASKÓLAN S. Með því að yfirlýsing sú, sem samþykt var á málfundi Kenn- araskólans laugardagmn 23. f. m. og send var dagblöðuin bæj- arins til birtingar, hefir komið af, stað flokkadrætti nokkrum innan skólans og auk þeSs valdið mis- skilningi utan skólans, hefir skól inn í heild á fundi í dag komið sjer saman um að láta getið op- inberlega eftirfarandi atriða: 1. Á fundi þeim, sem yfirlýs- inguna samþykti, voru ekki nema. tæpur helmingur skólafjelaga. Að henni stóðu samt nemendur úr ýmsum pólitískum flokkum, enda er tillagan ekki borin fram af flokkslegum ástæðum. 2. Ekki aðeins þeir, sem utan fundar voru, heldur emnig þeir, sem að yfirlýsingunni stóðu, lýsa að gefnu tilefni einróma óþökk sinni á því, að yfirlýsingin sje notuð sem málgagn á pólitískum vettvangi, þar sem það er skoð- un nemenda yfirleitt, til hvaða flokks sem þeir telja sig, að skoð anafrelsi eigi að ríkja í opinber- um skólum. 3. Enda þótt það sje einróma álit kennaraskólanemenda, að skoðanafrelsi eigi að ríkja í op- inberum skólum, líta þeir svo á, að það sje heppiíegast hverjum skóla, að nemendur fórðist af fremsta megni pólitískar deilur og áróður í fjelagsskap sínum inn an skólans. Yfirlýsing þessi var borin fram á almennum nemendafundi í skólanum 27. þ. m. og samþykt með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur. Seinasta hefti söngmálablaðsins „Heimir“ flytur meðal annars þessar greinar: Tónlist í tóm- stundum, eftir Helga Hallgríms- son; Söngmót og söngþing S Gautaborg, eftir S. Heiðar; Tón- skáldið, próf. Bjarni Þorsteinsson, eftir Baldur Andrjesson, o. fl. Xý bók: Sfeð og lifað Endurminningar Indriða Einarssonar. Verð kr. 15.00 heft, 20.00 í skinnbandi. Bókavcralun Si^fúsar Eymundssonar og BÓKABÚÐ AUSTl/RBÆJAR BSE, Laugaveg 34.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.