Morgunblaðið - 21.02.1937, Page 3
.Swmudagur 21. febr. 1987.
MORGUNBLAÐIÐ
8
—Hvað íá—
bændur í sinn hlut?
í gær birtu stjórnarblöðin
yfirlit yfir reikning Mjólkur-
samsölunnar, er sýnir rekst-
urságóða kr. 165.560.
Lofaður reksturságóði var
kr. 200.000. Vanefndir eru
l»ví nál. kr. 35.000, eða sem
svarar um 0.7 aurum á seld-
um, mjólkurlítra.
En ágóðinn, sem bændur
eiga að fá, samkvæmt reikn-
ingi Samsölunnar nemur 3,3
aurum á seldan mjólkurlítra
eða um 90 krónur á meðal
mjólkurbú.
ÁSur hefir Mjólkursamsal-
an sýnt reikningslegan ágóða.
En framleiðendur ekki orðið
hans varir í uppbót á mjólk-
wrverði til þeirra.
Nú er eftir að vita hvernig
þeim reynist það í þetta sinn.
ALÞINGI.
Málin fara
umræðulaust
til nefnda.
Pingfundir voru mjög
stuttir í báðum cleilcl-
um í gær.
í Ed. vav eitt mál á dagskrá,
bráðabirgðalögin um leigunáiix
mjólkurvinslustöðvar Mjólkursam
. lftgs Kjalaniesbings, Málið tor
umræðulaust tii 2. umr. og nefnd-
ar, végna þess að landbúuaðar-
ráðherra var ekki viðstaddur.
f Nd. voru :> mál á dagskrá,
tvö tollafrumvörp frá stjórninni,
sem fóru til 2. umr. og nefudar,
og svo gjaldeyrisfrumvarp Olafs
Tliors og Sig. Kristjánssonar.
Fjármáiaráðherra tók fruinvarp-
inu fremur kuldaiega, kvaðst ekki
mundn geta fvlgt því óbreyttu.
Frumvarpið fót- til 2. umr. og
nefndar.
Ný frumvörp.
Berklasjúklingar. Með Jögum
nr. 78, 19.26, um ríkisframfærslu
sjúkra manna og örkumla, er tals
verðum hluta af berklakostnaðin-
um velt yfir á bæjar- og sveitar-
fjelögiti. Þorst. Þorsteinssou og
Jón A. Jónsson flytja frv. um að
Ijetta af itæjar- og sveitarsjöðum
þeim 1/5 hiuta kostnaðar, sem
þeim .nú er skyit að greiða, ef
berklasjúkling brestui- getu til
greiðslunnar, og að ríkið greiði
allan kostnaðinn eins og áður var.
Verðlagsskrár. Jón Pálmasón,
Jón Sigurðsson og Jóh. -lósefsson
flytja frv. um landaura og vcrð-
lagsskrár. og er ]>að samhljóða
frumvarpi, or flutt var á síðasta
þingi.
Tvö ný stjórnarfrnmvörp eru
fram komin, um reiknings og
skuldaskil sparisjóðsins Gullfoss í
Hrunamannahreppi og um breyt-
ing á 10. gr. tilskipunar uin fjár-
forráð ómyndugra; bæði frum^
vörpin eru samkvæmt áður út
gefnnm bráðabirgðalögum.
Einnig erú fram lcómin 2 frum-
vörp frá Páli Þorbjörnssyni, um
talstöðvar og viðgerðir á ísl. slcip-
*
Þegar kirkjuböfðingfarnir voru í lieim-
sókn hjá Graziani berfshöföingfa.
Myndin er tekin þegar Graziáni kallaði kirkjuhöfðingjana á fund sinn, fyrst
var orðinn vísikonungur. f gær kallaði Iiahli kirkjuliöfðingjana á fund sinn aftur,
því verður tæpiega eins virðuieg.
eftir að hann
en myndin af
Sjálfstæðiskvenna-
fjelagið Hvöt stofnað
með 315 fjelegskonum
Konur fylkja sjer undir
merki Sjélfstæðisflokksins.'
Síðastliðið föstudagskvöld var end-
anlega gengið frá stofnun Sjálfstæðis-
kvennafjelagsins ,,Hvöt“, á fjölmenn-
um fundi kvenna í Oddfellowhúsinu.
Fyrstu tildrög þessa fjelagsskapar yoru þau, að nokkrar
áhugasamar Sjálfstæðiskonur áttu nýlega tal um það sín á milli,
að rjett væri að Sjálfstæðiskonur stofnuðu með s*jer fjelag, er
starfaði í anda Sjálfstæðisflokksins og ynnu að þ'eim þjóðþrifa-
málum, er hann hefir á stefnuskrá sinni.
Meiri sfld
(Seyðisfirði.
Verksmiðjan
tekur til starfa.
Seyðisfirði, laugardag.
Ur herpinótarkastinu á dögun-
um fengnst 4:>() túnnur smásíldar,
sem lagðar voru í þrær síldar-
bræðsluniiar.
í kvöld fekst annað síldarlcast,
álíka mikið. Mun síldarverksmiðj-
an nú hefja vinslu. Margir eru nú
byrjaðir uð veiða síld, og eru lílc-
iudi til að verlcsmiðjan geti hald-
ið áfram starfsemi.
Síldiu mun vera of smá til út-
flutnings.
Komu þær sjer saman um að
leita átekta um þetta, og voru
undirtektir svo góðar, að innan
örfárra daga höfðu yfir 100
konur skrifað sig á lista, og
sjáð sig fylgjandi stofnun fje-
lagsins.
FYRSTI
STOFNFUNDUR
Unnu nokkrar konur að því
að undirbúa fyrsta stofnfund-
inn, og var hann haldinn 15.
febrúar s.l. Komu þá þegar á
I þriðja hundrað kvenna á fund-
inn. Sýnir það best áhuga reyk-
vískra kvenna í sjálfstæðismál-
um þjóðarinnar.
Frú Guðrún Guðlaugsdóttir
hafði framsögu málsins á fund-
inum. Mælti hún skörulega með
stofnun fjelagsins og lýsti til-
högun þess.
Þá flutti og frú Guðrún Jón-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
---------Frjáls----------
samkepni.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN 1 GÆR,
f ræðu, sem Hitler flutti við
opnun alþjóðabifreiðasýningar
í Berlín í dag, sagði hann, að
framleiðendur bifreiðanna yrðu
að leysa það verkefni, að gera
bifreiðaiðnaðinn þýska óháðan
erlendum markaði. Þetta væri
einn liður 4 ára áætlunarinnar
um hráefni.
„Frjáls samkepni verður að
Ieysa þetta verkefni, eða að öðr
um kosti verður hún ekki frjáls
lengur“, sagði Hitler.
Tala bifreiða í Þýskalandi
hefir fjórfaldast síðast 1933.
Samvinna bænda
og sósíalista
I Noregi.
Khöfn í gær. FU.
1 umræðum uui fjárlögiu í
uorska stórþiuginu niælti formað
ui' bændaflokksins, Hundseid,
með því, að bændaflokkurinn og
verkamannaflokkuriUn tækju upp
með sjer skipulega samvinnu uni
lausn aðkallandi nauðsynjamála.
Virðist l>ar með vera útilokað,
að til stjórnarskifta lcomi í Nor-
egi, ef af þeirri sanivinnu verð-
ur. Ilundseid sagði ennfrenmr í
ræðu sinni, að svo mikið skipu-
lagsleýsi og glundroði rík-1 i í fisk-
sölumálum Noregs, að álit norsks
fiskjar í útlöndum væri af þeim
orsökmn i stór hættu.
9 matadóra í lomher felck frú
Sesseija Einarsdóttir, Laugaveg
15 í gærlcvöldi, og í gjöf. Mun
jietta mjög sjaldgæft.
Skákmeistari
íslands:
Fyrsta umferð
á skákþingi.
IT' epnin um skákmeist-
aratitil íslanck
stendur yfir þessa dag-
ana. Hófst skákþingið
í Oddfellowhúsinu 18.
þ. mán.
Skákstjóri er Pjetur Sigurðg-
son háskólaritari. Kept er í 3
flokkum, meistaraflokki, I. fl.
ög II. flokki.
I fyrstu umferð urðu úrsht
þessi: I Meistaraflokki vann
Engels Steingrím Guðmundsson,
Ásmundur Ásgeirsson vann
Árna Snævarr og Eggert Gil-
fer vann Benedikt Jóhannsson.
1 I. flokki: Jón Guðmundsson
vann Ingibert Helgason, Her-
sveinn Þorsteinsson vann Ingi-
mund Guðmundsson, en jafn-
tefli varð milli Kristjáns Syl-
veríussonar og Jóns Þorvalds-
sonar. t II. flokki vann Garð-
ar Norðfjörð Heíga Guðmunds-
son, Sæmundur Ólafsson vann
Pjetur Guðmundsson og .jafn-
tefli varð milli Gests Pálssonar
og Blomquists.
KEPPENDUR
Keppendur í Meistaraflokki
eru 9: Árni Snævarr, Benedikt
Jóhannsson, L. Engels, Stein-
grímur Guðmundsson, Eggert
Gilfer, Ásmundur Ásgeirsson,
Konráð Árnason, Baldur Möller
og Kristinn Júlíusson.
í I. flokki eru 7 keppendur:
Hersveinn Þorsteinsson, Jón
Þorvaldsson, Kristján Kristjáns-
son, Kristján Sylveríusson, Ingi-
mundur Guðmundsson, Ingi-
bjartur Helgason og -Jón Guð-
mundsson.
í II. flokki eru 8 keppendur:
Helgi Guðmundsson, >»Gestur
Pálsson, Garðar Norðfjörð, Sæ-
mundur Ólafsson, Guðmundur
Guðmundsson, Hermann Sig-
urðsson, Pjetur Guðmundsson
og E. Blomquist.
EGGERT—ENGELS
Skákþingið er með því fyrir-
komulagi að I. og II. flokkur
keppir á Skákþingi Reykjavík-
ur, en í Meistaraflokki er kept
um skákmeistaratitil íslands. —
Næsta urnferð verður í dag á
sama stáð, og hefst kl. 1 e. h.
Þá teflir meðal annars Eggert
Gilfer við Engels, og hefir
Eggé'rt hvítt.
Á þessu skákþingi verður
sennilega síðasta tækifæri til
að sjá Engels tefla, því að ráðn-
ingartími. hans hjá Skáksam-
bandinu er liðinn 1. mars.
Slökkviljðið var í gærkvöldi
lcvatt iiin á B-götu (á Norður-
mýrarbletti). Er þar htis í bygg-
ingu, og sá vegfa.randi eld þar
inni og kallaði á slökkviliðiS. En
þegar til kom var alt með feldu,
því verið var að brenna lcoksi þar
í ofni til að þurka húsið. Slökkvi-
liðið hafði þarna ekkert að gera.
um.