Morgunblaðið - 21.02.1937, Page 4
4
MORGUNBLALÍÍ:
Sunnudagnr 21. febr. 1937.
— H eijhiavíkurbrjef —
nsi 20. febrúar.
Þorskveiðarnar. m&mjmmrmystm®
Helst er útlit fyrir að spár
j'iskifræÖinga um tregan
;afla á þessu ári ætli að rætast.
Hefir afli verið svo rýr á verstöðv
unum undanfarna viku, segir
Fiskifjelag'ið, að ýmsir bátar hafa
ekki róið þó gefið hafi á sjó. Og
enn er ósjeð hve mörgum bátum
verður hrint á flot á þessari ver-
tíð. Standa ýmsir bátar enn ó-
lireyfðir.
Stafar það af fjárhagsörðug-
leikum eigenda, ásamt slæmu út-
liti með afkomu og veiðiskap.
Togarar stunda enn ísfiskveið-
ar. Bn markaðsverð í Englandi
hefir upp á síðkastið verið mjög
slæmt. Tveir togarar veiða upsa
á Selvogsbanka til herslu.
Fruravörp.
Meðal þeirra frumvarpa,
sem Sjálfstæðismenn leggja
nú fyrir þingið, er frumvarp um
afnám útflutningsgjalds af sjáv-
arafurðum. Br fróðlegt að vita
hvort stjórnarflokkarnir treysta
sjer til þess að sporna gegn því,
að sú kvöð falli niður af útgerð-
inni, eftir að vitað er, að þessi
höfuðatvinnuvegur landsmanna
hefir verið rekinn með tapi ár
eftir ár, og útflutningsgjald af
landbúnaðarvöru er numið úr lög-
um fyrir nokkru.
Þá er og fram komin frá Sjálf-
stæðismönnum að sjálfsögðu til-
laga um það, að sjómenn og út-
gerðarmenn fái uppbót á síldar-
verði því er síldarverksmiðjur rík-
isins greiddu í sumar. Voru greidd
ar kr. 5.30 fyrir síldarmálið. En
það verð fekst eftir langvint
þjark, því stjórnin ætlaði ekki að
greiða meira en kr. 4.00 eða 4.50.
í vor var það einróma krafa
Sjálfstæðismanna að sjómenn
fengju kr. 6.00 fyrir síldarmálið
og sú krafa studd með mjög sterk-
um líkum fyrir því, að afurða-
▼erðið yrði svo hátt, að verksmiðj-
urnar gætu mjög vel staðið sig við
að greiða þetta verð.
En nú hefir afurðaverðið orðið
mikið hærra en búist var við í
sumar. Ef stjórnarflokkarnir
greiða ekki þessa uppbót, 70 aura
á síldarmál, þá er það hreint arð-
rán sem þeir fremja á sjómönn-
um, er síldveiðar stunduðu s.l.
sumar. Verður því ekki trúað
fyrri en á reynir, að stjórnar-
flokkarnir treysti sjer til að sýna
sjómönnum þá óbilgirni að greiða
ekki þessa sjálfsögðu uppbót.
G j aldeyrismálin.
Pá hafa Rjálfstæðismenn borið
fram frumvarp um breyt-
ingar á gjaldeyrislögunum, þess
efnis að útgerðarmenn fái frjáls
umráð yfir þeim gjaldeyri afurða
sinna, sem þeir þurfa til þess að
greiða fyrir nauðsynlegan inn-
flutning á útgerðarvörum, veið-
arfærum og öðru, sem þarf til
rekstursins.
Á þenna hátt yrði útgerðinni
gert talsvert ljettara fyrir að
standa straum af nauðsynlegum
útgjöldum innanlands.
Að sjálfsögðu þurfa gjaldeyris-
lögin meiri endurbóta við, eins og
best sjest á síðustu skrifum
stjórnarblaðanna, sem nú hafa
beinlínis viðurkent hlutdrægni og
ranglæti stjórnarvaldanna í inn-
flutnings- og gjaldeyrismálum.
Það er sannað og viðurkent, að
í úthlutun innflutnings- og gjald-
eyrisleyfa á hið óskaplegasta mis-
rjetti sjer stað. Fjelög og ein-
staklingar sem njóta skjóls og
velvildar stjórnarvaldanna, fá þar
stórfeld hlunnindi á kostnað ann-
ara. Eru þessi rangindi nú framin
fullkomlega fyrir opnum tjöldum.
Ef núverandi þingmeirihluti
hefði snefil af tilhneigingu til þess
að láta landsmenn njóta lýðræðis
og' jafnrjettis, gæti slík ósvinna í
verslunarmálum ekki átt sjer stað
stundinni lengur.
Flokksfundur
Tlmamamia.
Pá er flokksfundi Tímamanna
lokið, og segir ekki af því,
sem þar gerðist innan veggja.
Málgagn Alþýðuflokksins hefir
verið undur blíðmált í garð
„bændanna“ þessa daga,rjett eins
og þeir sósíalistar teldu, að þagga
þyrfti niður einliverjar óánægju-
öldur er rísa kynnu í „flatsæng-
inni“ við þetta tækifæri.
f gær birtist í Tíma-dagblaðinu
yfirlýsing um afstöðu Framsókn-
arflokksins til annara stjórnmála-
flokka, og á hún sennilega að
vera einskonar kjarni úr „hinum
andlegu störfum“ fundarmanna.
Þar er m. a. komist þannig að
orði, að stefna Framsóknarflokks-
ins sje sú, að „hver einstaklingur
eigi afkomu sína undir því, hversu
vegnar um framleiðsluna“.
Það þarf vafalaust talsvert
mikla andlega áreynslu til þess
að geta barið saman svona „stefnu
skrá“. Því hvar skyldu þeir Tíma-
menn grafa uppi þá landsmenn,
eða þá stjórnmálaflokka, þar sem
þingið telur að þingræði og lýð-
ræði sjeu hyrningarsteinar undir
sjálfstæði og menningu þjóðarinn-
ar í nútíð og framtíð“.
Þetta er fallega sagt. Og vissu-
lega væri starf og stefna þeirra
Tímamanna öll önnur í fram-
kvæmd, ef sú hugsun sem hjer er
fest á pappír, væri látin stjórna
gerðum þeirra.
En það er hrein andstygð að
heyra menn eins og þá Tímamenn
hampa lýðræði með þjóð vorri í
orði, og telja það liyrningarsteina
menningar vorrar og sjálfstæðis,
meðan þessir sömu menn, á þingi
og utan þings leynt og ljóst grafa
undan „hyrningarsteinum“ þess-
um, er þeir kalla svo.
En hjer kemur sem oftar fram
hið óbilandi traust þeirra Tíma-
manna á gleymni og dómgreind-
arskorti kjósenda þeirra.
Dæmi.
Eigi verða í stuttu máli rakin
þau dæmi er sanna það, að
Framsóknarmenn hlífast aldrei
við því að svívirða og traðka
lýðræði, hvenær sem flokkur
þeirra eða einstakir flokksmenn
hafa af því stundarhag.
Menn muna til dæmis bráða-
birgðalögin er núverandi lands-
stjórn gaf út í fyrravor um stjórn
síldarverksmiðja ríkisins, daginn
eftir þingslit.
Þingið hafði felt þá tilhögun á
stjórn verksmiðjanna, sem bráða-
birgðalögin ákváðu. Stjórnin bein-
línis bíður eftir því, að þingi sje
slitið, þingmenn fari, til þess að
gefa iit lög, sem hún veit, að
meirihluti þings er mótfallinn!
Hvernig er þingræði og lýðræði
í landi þar sem slík stjórn situr
að völdum, sem gerir sig bera að
því, að hrinda vilja hins kjörna
þings, og gefa út lög, sem stríða
gegn þingviljanum?
Eftir svona framkomu og for-
dæmi, sem vitaskuld getur endur-
tekið sig hvenær sem er, með
þeirri óstjórn, sem nú er í land-
inu, ætti flokkur Hermanns Jón-
i assonar og Eysteins Jónssonar að
„einstaklingarnir“ eiga^ ekki af- j s_já sóma sinn j því að vi8urkenna
komu sína undir því hvernig ■ einræ8iskneigð sína og einræðis-
framleiðslunni vegnar?
Það væri þá helst ef þeir rækju
augun í hina breiðmöguðu sósíal-
istabrodda hjer í Reykjavík, og
hinn ábyrgðarsnauða kommúnista
lýð, en báðar þessar manntegund
ir eiga framfæri sitt undir verk-
föllum og vandræðum almenn-
ings.
brölt, og taka sjer ekki orðið „lýð-
ræði“ í munn.
Mjólkurstöðin.
Ekki einasta í framkomu sinni
gagnvart þinginu sýnir nú-
verandi landsstjórn fyrirlitning
sína á lýðræði í verki.
Tökum t. d. leigunám Mjólkur-
stöðvarinnar hjer, sem er eign
Framleiðendur sem
Jörðin Eyri
við Hvalf jörð í Kjósarsýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardög-
tun. Jörðin liggur við þjóðveg 40 km. frá Reykjavík. — Uppl. 1 síma
hjá eiganda og ábúanda jarðarinnar,
Pjetri Magnússyni.
Lýðræðið.
á stendur í þessari yfirlýs æn anna-
ingu Tímamanna: „Flokks- fraraleiða «f Þeirri mjólk, er
! stöðinni berst, neita því, að sætta
sig við sömu kjör og eigendur
stöðvarinnar fá, um meðferð
mjólkurinnar og neita því tilboði,
að mjólk þeirra verði hreinsuð
fyrir kostnaðarverð, en þeir út-
nefni sjálfir endurskoðendur, sem
segi til um hvort kostnaðarverð
sje rjett reiknað út.
Þessir fáu framleiðendur vissu
sem var, að í stjórn landsins sitja
menn, sem sitja á svikráðum við
alt jafnrjetti og lýðræði í landinu.
Þeir vita líka, að enda þótt land-
búnaðarráðherrann Hermann Jón-
asson hafi slysast upp í valda-
stólinn með tilstyrk þeirra inanna,
sem telja að samvinnufjelagsskap-
ur eigi að njóta sjerstakra rjett-
inda í landinu þá er hann boðinn
og búinn, að ráðast aftan að sam-
vinnufjelagi bænda ef hann getur
á þann hátt þjónað frekju sinni
og ofsólrnarlund.
Þessvegna sneru þessir fáu menn
sjer til landsstjórnarinnar, menn-
irnir, sem áttu 7% af vinsluvör-
unni, og báðu ráðherrann að
Svifta eigendur að 93% af vörunni
umráðarjetti yfir eign sinni,
mjólkurstöðinni. Þetta gerði ráð-
herrann með fúsu geði, og hefir
hælt sjer af síðan.
Hyrningar-
steinarnir.
Peir verða nokkuð valtir liyrn-
ingarsteinarnir, sem Fram-
sóknarmannafundurinn bendir á,
að bygt verði á sjálfstæði vort og
menning, ef þannig er að þeim
búið mörg árin enn.
Hver sannur íslendingur, sem
heyrir lýðræðisböðla þjóðarinnar
hafa þau orð um hönd, sem hjer
eru tilfærð úr ávarpi Tímamanna,
hlýtur að fá fullan viðbjóð á
hræsni þeirra.
Öfffaflokkarnir.
Iframhaldi af umtalinu um lýð-
ræðishyrningarsteinana, segir
í flokkssamþykt Tímamanna.
„Þess vegna lýsir það (flokks-
þingið) sig algerlega mótfallið
hverskonar öfgahreyfingum, er
kollvarpa vilja núverandi þjóð-
skipulagi með ofbeldi og bylting-
um.
Sjerstaklega álítur flokksþingið
slíka öfgaflokka skaðlega, þegar
þeir standa undir yfirráðum vald-
hafa í framandi ríkjum, sem á
þann hátt öðlast ábyrgðarlaust á-
hrifavald um íslensk málefni".
Þessu skeyti er sýnilega í orði
kveðnu beint til kommúnista.
Þetta er ein blekkingadulan í á-
varpi þessu, jafn gagnsæ og hinar.
Það er fullvíst, að Tímamenn á-
samt Alþýðuflokknum hugsa til
fullkominnar samvinnu og sam-
fylkingar við kommúnista við
næstu kosningar. Það er vitað, að
núverandi stjórnarflokkar gera
sjer það alveg Ijóst, að þeir hafa
tapað miklu fylgi víða um land,
síðan þeir komu til valda. Að
vonir þeirra um framhaldandi
valdaaðstöðu byggist á því, að
kommúnistar styðji þá. Þetta vita
kommúnistapiltar líka. Þeim er
sagt að sætta sig við smávegis
hnotabit frá Tímamönnum, sem
nota á til þess að binda fyrir
augu íslenskra bænda, meðan þeir
ganga samsíða að kjörborði með
öfgaflokki, sem „stendur undir yf
irráðum valdhafa í framandi ríkj-
um“, eins og í ávarpinu segir.
Beinn stuðningur.
Sjerkennilegur er hinn nýi
stuðningur sem þeir Fram-
sóknarmenn hafa ákveðið að veita
kommúnismanum hjer á landi, en
verður þó skiljanlegur, þegar at-
huguð er persónuleg reynsla Jón-
asar Jónssonar.
Á námsárum hans var honum
af þröngsýni yfirvalda bægt frá
því að komast í Mentaskólann
hjer í Reykjavík. Þetta sveið hon-
um sárt. Hann var þar beittur
rangindum, sem að vísu studdust
við gildandi reglur, en komu illa
og ómaklega við hann, sem ungan
námsmann. Þessi rangindi hafa
liaft mikil og varanleg áhrif á
starf hans og skapgerð. Hann veit
því manna best hvílík úlfúð og
hatur getur sprottið upp af því,
þegar ungum mönnum er hrint
út af þeirri skólabraut er þeir
hafa valið sjer.
Þegar ungmenni, sem orðið hafa
fyrir því óláni að fá frækorn
kommúnismans í huga sinn, mæta
slíkri harðhnjósku í skólagöngu
sinni, leiðir af því vaxandi úlf-
úð og fjandskapur þeirra í garð
þjóðfjelags þess, sem þannig leik-
ur þá. Má því búast við, að þessir
menn harðni í villukenningum
kommúnismans.
Með brottrekstri kommúnista úr
skólum er Jónas Jónsson og fylgi-
fiskar hans vitandi vits að styðja
kommúnismann meðal hinnar ís-
lensku skólaæsku.
En samtímis, til þess að breiða
yfir þetta tilræði þeirra við þjóð-
fjelagið, er flokksfundur Fram-
sóknar fenginn til að samþykkja
það álit, að kommúnistar sjeu,
sem rjett er, sjerstakir skaðræðis-
menn þjóðfjelagsins.
— „Altaf hefir þú nú lagað
gott kaffi, Stína mín, en þó hefi
jeg aldrei smakkað svona gott
kaffi.
— Jeg skal segja þjer, góða
mín, að jeg er farin að nota
„Stjörnu-kaffibætirinn“. Jeg hefði
aldeilis svarið fyrir, að hægt væri
að búa til svona góðan kaffibæt-
ir, en reynslan er ólýgnust, jeg
get bara helst ekki skilið könn-
una við mig allan daginn.
— Er það kaffibætirinn, sem
Mjólkurfjelagið hefir verið að
undirbúa tilbúning á í 2y2 ár?
— Já, það er sagt að það hafi-
tekið tvö og hálft ár, þeir hafa
ekki aldeilis ætlað að kasta hönd-
unum til þessarar framleiðslu,
enda skal jeg segja þjer, góða
mín, að konur bæjarins tala bara
ekki um annað meira nú til dags,
heldur en þetta fína góða kaffi,
sem maður fær nú svo víða, síð-
an farið var alment að nota
„St jörnu-kaffibætir“.
— Jeg þakka þjer fyrir sop-
ann, Stína mín, þú skalt svei mjer
fá
„Stjörnu-kaffi“
með
„Stjörnu-kaffibæti"
næst þegar þú lítur inn. Vertu
bless. — En meðal annara orða,
hvernig skyldu verðlaunavísurnar
verða, sem eiga að birtast um
næstu helgi?