Morgunblaðið - 21.02.1937, Side 8
8
Sumtudagur 21. febr. 1937.
MuilGUNÖÍiAÐÍi'
t^ínna
Dagbókarblöð Reykvíkings
Fótsnyrting. Unnur Óladótt-
ir, Nesi. Sími 4528.
Maður, vanur skepnuhirðingu
óskar eftir slíku starfi. Vitastíg
11.
í kvöld kl. 8V&:
Sálmur 145, 11.
överby & Nœrvik.
Horna- og strengja-
sveit.
Málverkasýning Jóns Þcrleifs-
sonar í vinnustofunni í Blátúni,
opin á sunnudögum frá 2—7.
Sími 4644.
Permanent hárliðun. Þrjár
mismunandi tegundir: Wella —
Eugen — Zotoz, sem er sjerlga
góð fyrir fínt og erfitt hár. —
Hárgreiðslustofa Lindís Hall-
dórsson, Tjarnargötu 11. Sími
3846.
Barnavagnar og kerrur ávalt
fyrirliggjandi. Notaðir teknir
til viðgerða. Verksmiðjan Vagn-
inn, Laufásveg 4.
FriggbóniS fína, er bæjarins
besta bón.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Frá því var sagt í Daily Mail,
að Hitler hafi skrifað Vil-
hjálmi fyrverandi keisara og bið-
ið honum að hverfa aftur heim til
Þýskalands. En Vilhjálmur hafi
svarað því til, að þangað kæmi
hann aldrei, nerna til þess eins að
taka við keisaratign.
*
Einn af lesendum blaðsins hefir
haft orð á því, að óviðkunnanlegt
væri að nota orðið „verðfellingu“
í merkingunni gengislækkun krón
unnar. Hefir á þessu nýyrði borið
upp á síðkastið, m. a. í útvarpi,
en virðist ástæðulaust að breyta
nafni þess hugtaks úr því sem
verið hefir. Gengi og gengislækk-
un hefir fengið hefð í málinu.
Breyting á þessu gerir ekki annað
en rugla fólk í því hvað við er
átt.
*
1 bænum Winmore í Canada
fæddi kona nýlega meybarn, sem
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loft-
netum.
Slysavamafjelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Geri við saumavjelar, skrár
og allskonar heimilisvjelar. H.
Sandholt, Klapparstíg 11.
var 7% kg. að þyngd, eða 31
mörk. Fimmburarnir frægu vógu
til samans 20 merkur.
*
Ung stúlka í Englandi, sem er
mjög hrifin af Georg VI. kon-
ungi hefir látið tatovera einkenn-
isstafi hans á bakið á sjer.
*
James Smith heitir Ameríku-
maður einn, sem um jólaleytið
lagði land undir fót og gekk 500
mílur til þess að hitta brúði sína
og ganga í heilagt hjónaband.
Hann er 86 ára, en lionan, sem
hann feldi ástarhug til er 76.
*
íðan Játvarður III. Englands-
konungur dó árið 1377, eftir
50 ára ríkisstjórn, hafa eftirmenn
hans með því nafni ekki borið
mikla giftu í hásæti Englands.
Játvarður IV. var að vísu kon-
ungur í 22 ár. En tíu fyrstu árin
geysaði borgarastyrjöld í landinu.
Játvarður V. var myrtur skömmu
eftir að liann tók við völdum.
Játvarður VI. fekk konungdóm
10 ára gamall, var veiklaður og
dó eftir 6 ár. Játvarður VII. ríkti
aðeins í 9 ár og síðasti Játvarð-
ur, sá áttundi með því nafni, er
lagði niður völd eftir tæplega eins
árs ríkisstjórn.
*
Stærsti vinningur, sem sögur
fara af á veðhlaupabraut, kom
fyrir við ensk veðhlaup í vetur.
Maður einn sem lagði einn penny
vann 18.942 sterlingspund. Að slík
býsn geta komið fyrir kemur m.
a. til af því hve þátttakan í veð-
málunum er geysimikil.
*
í ensku blaði er sagt frá því,
að maður einn hafi tekið sjer fyrir
hendur að rannsaka hvaðan orðið
„Chic“ stafi, sem komið er í al-
þjóðamál með ákveðinni merk-
ingu, og vart verður þýtt á ís-
lenska tungu svo vel sje.
Orðið „Chic“, segir hann, var
fyrst notað um „krínólínur"
kvenna, sem Parísarskraddari
einn bjó til. Hann var ættaður
frá Vínarborg. Hann hjet Schick,
og var orðlagður fyrir smekklega
kvenbúninga sína. Það sem frá‘
honum kom fekk nafn hans, var
kallað „chick“, en síðan færðist
merkingin yfir á smekklegan
klæðaburð yfirleitt.
Mig vantar íbúð, tvö herbergi
og eldhús, með uútíma þæg-
indum 14. maí. Þórður Geirs-
son, lögregluþjónn.
5—6 herbergja, íbúð eða hús
óskast til leigu 14. maí, á góð-
um stað. Alt fullorðið fólk,
skilvís greiðsla. Tilboð merkt:
„Fullorðið", sendist Morgun-
blaðinu.
Jáutfi&£&mue
Góður sumarfrakki (dömu)
!til sölu. Sími 2655.
Manchetskyrtur og bindi er
best að kaupa í Manchester,.
Aðalstræti 6.
Taft-silkin margeftirspurðu
1 eru nú komin. Manchester, Að-
alstræti 6.
Ljereft og flónel, hvít og
mislit, Manchester, Aðalstræti
6.
Húsmæður! Daglega nýr
fiskur til að sjóða, í fars og að
steikja. Fis-k & farsbúðin,
Þórsgötu 17. Sími 4781.
Kaupi gull og silfur hæsta
verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-
arstræti 4.
Kaupi íslensk frímerki hæsta.
verði og sel útlend. Gísli Sig-
urbjörnsson, Lækjartorgi 1. —
Opið 1—4.
Húsmæður. Hvað er pönnu-
fiskur? Kostar aðeins 50 aura.
Bæjarins besta fiskfars 50
aura. Fiskpylsu- ogMatargerð--
in, Laugaveg 58, sími 3827.
Rúgbrauð framleidd úr besta
danska rúgmjöli (ekki hinu.
sönduga, pólska rúgmjöli).
Kaupfjelagsbrauðgerðin.
Skíðahúfur. Hattasaumastofa.
Cristínar Brynjúlfsdóttur, Aust—
Seld minningarkort, tekið mótl
urstræti 17, uppi.
Auglýsingasími Morgunblaðsins er 1600.
ROBERT MILLER:
SYNDÍR FEÐRANNA.
hans höndina, og að hann virtist ófús á að sleppa
henni strax. Síðan sá hann Miss Grace kippa að sjer
hendinni og skjótast inn í næstu búð.
Mr. Blazer sneri við og gekk niðurlútur heim til sín.
Það var svo sem auðsjeð, hugsaði Carno, að þau
höfðu ekki hist af tilviljun. Hann hafði setið um hana,
og svo var eins og hún hefði gefið honum eitthvert
loforð, það var greinilegt, að hann hafði verið að
þakka henni.
Gott og vel — hún gat þá líklega eins verið vin-
gjarnleg við hann — Carno.
Hún var að minsta kosti ekki vönd í vali sínu,
frændi hafði ekkert við sig, nema peningana og ein-
feldni sína.
Hann beið þangað til hún kom út úr búðinni og
gekk þá rakleiðis til hennar. Hann tók ofan og spurði,
hvort hann mætti fylgja henni, í svo frekjulegum róm
að Elísabet varð steinhissa. Hann var alt öðruvísi í
framkomu nú en þegar þau höfðu hitst við borðið hjá
Blazer.
„Það er ekki ómaksins vert, Mr. Carno, því að jeg
bý hjerna í næstu götu“, sagði hún stutt í spuna.
„Við getum lengt okkur leið. Það lítur út fyrir að
ætli að fara að frysta, það verður stjörnubjartur
himinn og tunglsljós bráðum. Er þjer hafið ekki ann-
að betra að gera, væri mjer ánægja að því að þjer
borðuðuð kvöldverð með mjer einhversstaðar. Jeg veit
um stað á Sixt Avenue, þar sem er ágætis hljómsveit“.
„Þakka yður fyrir, Mr. Carno, en jeg fer aldrei út
á kvöldin".
„Það er ömurleg tilvera fyrir unga stúlku, það geng-
ur aldrei til lengdar. Lofið mjer að sýna yður Savoy
hótelið í kvöld. Það er ágætur staður og þangað kemur
gott fólk“.
„Samt sem áður afþakka jeg boðið, Mr. Camo“
sagði Elísabet í ákveðnum róm, sem útlokaði allar
frekari umræður um málið.
Carno, sem var mjóleitur í andliti með dökk augu
og mjög mjótt bil á milli augnanna, varð háðslegur
á svipinn. Hann gekk þegjandi við hlið hennar, þang-
að til Elísabet nam staðar við útidyrahurð sína og
sagði þurlega, án þess að rjetta honum höndina:
„Verið þjer sælir!“
Þá sagði hann ósvífinn á svipinn:
„Þjer ættuð ekki að vera svona kostbær. Það fer
yður ekki vel og kemur illa heim við hina innilegu
framkomu við frænda minn áðan. Jeg varð af tilviljun
sjónarvottur að stefnumóti ykkar niðri á Eleventli
Street“.
Elísabet blóðroðnaði af bræði. Hann stóð kyr og
varnaði henni inngöngu.
í sama vetfangi rak hún honum löðrung með krept-
um hnefa og hljóp inn. En hann tók við högginu án
þess að gefa nokkurt hljóð frá sjer og flýtti sjer í
burtu.
En hann náði ekki upp í nefið á sjer fyrir bræði
og var fullur af hefndarhug. Hann þóttist viss um, að
Elísabet hafði tekið frænda hans fram yfir sig. Hann
hafði nóg af peningum, en var ekki fátækur eins og
hann. Hann ákvað að hefna sín við fyrsta besta tæki-
færi.
Elísabet kastaði sjer grátandi á rúmið sitt, þegar
hún kom upp. Svona var það þá að vera fátækur,
hugsaði hún. Þá leyfði svona óhræsi sjer að móðga
mann.
Gat það verið að Mr. Blazer hefði líka ætlað að
móðga hana, þó að hann hefði verið svona vingjarn-
legur og hreinskilinn að sjá? Og hún hafði verið svo
grandalaus, að hún hafði lofað honum að koma til
hans, ef hún væri í vanda. Auðvitað hafði hann haft
ilt í huga. Og hún hafði ekki skilið það þrátt fyrir
þá reynslu, er hún hafði nærri lent í klóm hvítu þræla-
sölunnar.
Var þá ekki hægt að treysta nokkrum manni ? Júr
hún treysti Georg, og hún var líka sannfærð um, ’að
dr. Payne var heiðarlegur og góður maður.
Vilta var liðin og Elísabet hafði ekki haft aðra at-
vinnu en að sauma fyrir Mrs. Blazer. Hún hafðL
spurst fyrir í mörgum verslunum, sem höfðu sauma-
stofu, hvort enga atvinnu væri þar að fá, en alstaðar
árangurslaust.
Hún lifði í þeirri von, að Mrs. Patterson myndi geta,
útvegað henni atvinnu við að sauma í einhverjum af“
þeim húsum, sem hún kom í. Hún var mjög vingjarn-
leg við hana. Elísabet sá, að það borgaði sig að eiga
vináttu hennar og bauð henni stundum að drekka te-
hjá sjer á kvöldin og spilaði L’hombre við hana. En
Mrs. Patterson hafði mjög gaman af að spila.
Elísabet var ekki hrifin af því að eyða kvöldum með
þessari málugu konu og hlusta á tal hennar um ná-
ungann. En hún varð að sætta sig við það.
Kvöld eitt kom hún másandi og blásandi upp stig-
ann. Hún þjáðist af asma og varð altaf mjög æst,.
þegar hún komst í geðshræringu. ,
„Miss Grace“, sagði hún og kom þjótandi inn, áður
en Elísabet sagði „kom inn“. „Miss Grace, á föstudag-
inn eigið þjer að fara til Wolffs verkfræðings og:
sauma þar — þrjá kjóla og margt fleira — dóttir
þeirra ætlar að fara að gifta sig. Þetta verður atvinna
í margar vikur fyrir yður“. Hún var enn móð af á-
kafanum og Ijet sig að lokum falla þunglamalega nið-
ur á legubekkinn.
„En hvað mjer þykir vænt um það, Mrs. Patterson.
Þjer eruð minn góði verndárengill", sagði Elísabet
himinlifandi og greip hönd hennar.
„Já, en nú skuluð þjer heyra, Miss Grace. Húsbónd-
inn þarna er ekki eins vænn maður og Mr. Blazer. Og
konan hans er frámunalega afbrýðissöm. Þjer skiljið,
þjer megið ekki einu sinni líta í áttina til hans. Það
væri auðveldara fyrir yður að komast áfram, ef þjer
væruð ekki svona lagleg. En munið það, þjer megið
ekki líta við honum, þó að hann sendi yður hýrt
auga“.