Morgunblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1937, Blaðsíða 4
Kvenfjelagið Osk (ísafirði) 30 ára. Mörg kvenfjelög kjer á landi liafa verið furðn stórvirk með f jelagsstarfsemi sína. Þótt þau hafi bundið hana mest við mann- úðar- og menningarmál hafa þau látið meira verk eftir sig en marg- ur eða flestur almennur fjelags- skapur karlmanna. I>að er eins og konurnar sjeu f jelagslyndari; gangi betur að vinna saman. En fá fjelög hjerlendis munu hafa skilað jafn miklu starfi og kvenfjelagið Ósk á Isafirði, sem varð 30 ára 6. þ. m. Var fjelagið stofnað 6. febr. 1907 og var frú Camilla Torfason (Stefánsdóttir Bjarnasonar sýslu- manns) aðalforgöngukona að stofnun fjelagsins, og fyrsta for- stöðukona þess. Var fjelagið þeg- ar í öndverðu ágætum kröftum skipað, enda ljet það strax tölu- vert til sín taka um menningar- og mannúðarmál bæjarins. í 17 ár hjelt Ósk jólatrjesskemtanir fyrir fátæk börn. Hefir hlúð að fátækum sængurkonum og veitt þeim og mörgum bágstöddum margvíslega hjálp. Hefir Ósk lát- ið af hendi rakna í þessu skyni um 20 þús. kr.; þar af 1 þús. kr. í röntgensjóð sjúkrahússins 1927, þegar fjelagið var 20 ára. En stærsta verkefnið, sem Ósk hefir haft er mentun kvenna. Á fýtstu árunutti kom fjelagið á fót saumaskóla fyrir telpur 8—14 ára. Var hann vel sóttur. Fjelagskon- ur aðstoðuðu við kensluna til skiftis. Kent var 2 tíma á dag, 5 daga í viku. Þessi skóli varð vísir Húsmæðraskólans. Voru fyrst haldin matreiðslunámskeið, en 1912 stofnaður fastur Húsmæðra- skóli. Hefir hann starfað síðan, nema árin 1917—1923, sem ókleift var sökum afleiðinga heimsstyrj- aldarinnar að halda honum uppi. Forstöðukonur skólans hafa ver- ið: Frú Fjóla Fjeldsted í Rvík (frá 1912—1916; frk. Gyða Marí- asdóttir frá 1924—1936 (að hún andaðist eftir stutta legu), og frk. Dagbjört Jónsdóttir yfirstandandi skólaár. Allar þessar forstöðukon- ur fengu besta orð nemenda; en frk. Gyða, sem starfaði lengst, átti mestan þátt í mótun skólans eins og hann er nú, og aflaði hon- um orðstírs og álits. Frá fyrstu tíð hefir þröngur og óhentugur húsakostur bagað starfsemi skólans. Nú mun Ósk taka upp nýja sókn í því að skól- inn fái eigið húsnæði og njóti jafn rjettis um starfrækslu alla við aðra húsmæðraskóla landsins, en á það hefir skort til þessa. Skólanefnd Húsmæðraskólans skipa nú,- Frú Kristín Sigurðar- dóttir form., frú Sigríður Jóns- dóttir gjaldkeri og frú Anna Björnsdóttir meðstjórnandi. Bók- haldari skólans er frk. Emma Ólafsdóttir. Á liðnum 30 árum hefir Ósk haldið 240 fjelagsfundi, auk marg- háttaðra nefndarstarfa. 1927 gekst fjelagið fyrir iðnsýningu hjer, sem var fjölbreytt og fjelaginu til mikils sóma. Þá hefir fjelagið líka gengist fyrir hátíðahöldum 17. júní, í samstarfi við önnur fjelög í bænum. Rann ágóði af þessum skemtunum eftir 1926 til 193þ til þess að kaupa áhöld og iAnan- stokksmuni í nýja sjúkrahúsið. Mun hafa safnast á þennan hátt um 14 þús. kr. Fyrstu stjórn Óskar skipuðu þessar konur: Frú Camilla Torfa- son form., frú Þórunn Thorsteins- son, frú Kristjana Jónsdóttir (f'rá Gautlöndum), frú Steinunn Thord arsen og frú Helga Jónsdótir. Núverandi stjórn skipa: Frú Sigrún Júlíusdóttir form., frú Bergþóra Árnadóttir ritari, frú Málfríður Jónsdóttir fjehirðir, frú Ástríður Jónsdóttir varaformaður, frk. María Jónsdóttir meðstjórn- andi. Á liðnum 30 árum hafa þessar verið forstöðukonur fjelagsins: Frú Camilla Torfason, frú Mar- grjet Jónsdóttir Auðuns, frú Kristín Sigurðardóttir, frú Andrea Filippusdóttir, frú Helga Tómas- dóttir og frú Sigrún Júlíusdóttir. 30 ára afmælið hjelt fjelagið hátíðlegt með myndarlegu sam- sæti. Gaf þá fjelagið 1 þús. kr. til stofnunar dagheimilis fyrir börn á ísafirði. Heiðursfjelagar voru þá kjörn- ar: Frú Ástríður Ebenesersdóttir, ,frú Helg?. Tómasdóttir, frú Kristín Sigurðardóttir og frú Símonía Kristjánsdóttir. Eru þær einar lífs af hinum fyrstu stofnendum fjelagsins, og hafa allar int af höndum mikil og merkileg störf fyrir fjelagið. Þetta eru aðaldrættir liðna tím- ans. En hvað er framundan? Meiri störf, stærri verkefni, því Ósk á enn kvennaval til starfa og bar- áttu fyrir fjelagsmálunum — og öllum þeim menningar- og mann- úðar-málum, sem getur stækkað og aukið hróður ísafjarðar. Arngr. Fr. Bjamason. MC RGUNiiLAt li/ Fimtudagur 4. mars 1937, Sí ða fyrir bókavini. Gráskinna: „Með allra bestu tijóðsagnasðfnum". I.—IV. Útgefendur Sigurð- ur Nordal og Þórbergur Þórðarson. Akureyri. Bóka- verslun Þorsteins M. Jóns- sonar 1928—1936. Margir þjóðsagnavinir hafa beð- ið þess með óþreyju að fá síðasta hefti Gráskinnu, svo að bindinu yrði lokið, og hafa menn nú fengið þá ósk sína uppfylta. Eru þá kom- in út fjögur hefti hæfileg í eitt myndarlegt bindi. Fylgir því ítar- leg skrá yfir mannanöfn og staða, ásamt flokkun sagnanna í bind- inu. Er stærð ritsins alls 26 arkir eða 416 blaðsíður. Það er ekki að efa, að í heild sinni er Gráskinna með allra bestu þjóðsagnasöfnum, er út hafa kom- ið af sambærilegri stærð eða minni. Það er nær öllum sögunum sameiginlegt, að þær eru prýðis- vel skrásettar, í góðum þjóðsagna- stíl, mál vel vandað og heimildir samviskusamlega tilgreinar, eins og sjálfsagt er. Langflestar eru sögurnar skráð- ar af útgeföndunum sjálfum, en þeir eru báðir hinir onðhögpstu og ritfærustu menn, eins og alþjóð manna er kunnugt. Heimildar- menn eru auðvitað margir að sög- unum, en meðal þeirra ber einkum að nefna Ólínu Andrjesdóttur, sem margar sögur hefir lagt til, svo og Herdísi, systur hennar. Einnig er ástæða til að nefna Ögmund Sig- urðsson fyrrum skólastjóra í FIen4borg, þótt ekki sjeu margar sögur frá honum í Gráskinnu. En þær, sem þar eru, bera þess vott, að þar er maður, sem kann að segja þjóðsögur. Enn fremur hafa m. a. þau Theódóra, Thoroddsen, Kristleifur á Kroppi og Guðmund- ur Hagalín skrásett sögur í Grá- skinnu, Skúli Skúlason ritstjóri hefir skráð söguna af Grími á Nesjavöllum í 3. heftinu, og er það býsna eftirminnileg saga. Þá má loks ekki gleyma frásögninni af skiptapanum á Hjallasandi, sem að mestu er eftir sögu Snæbjarnar í Hergilsey og síðar kom út í æfi- sögu hans, og sagnakveri síra Ein- ars Þórðarsonar. Þar í er m. a. sagan um franska sjalið, sem mörgum mun þykja harla ein- kennileg og merkileg. Fyrir ým- issa hluta sakir tel jeg söguna af vjelstjóranum frá Aberdeen með merkustu sögum í Gráskinnu. Hún er skráð eftir frásögn Axels Tul- inius og gerðist, er hann var sýslu- inaður í Norður-Múlasýslu. Þeir, sem neita með öllu , að tilveran nái lengra en vjer fáum alment skynjað, ættu að lesa þá sögu og athuga, hvaða skýring þeim finn- ist Jíklegust á henni. Enginn mun leyfa sjer að væna sögumanninn um það, að hann fari með fleipur. Sama á þó auðvitað við um aðrar sögurnar flestar. Þær eru bygðar á persónulegri reynslu, og ekki verður sjeð, hvers . vegna sú reynsla æti að vera óraunhæfari en önnur reynsla manna. Með þessum orðum á jeg við það, að jeg vil einungis vara menn við því að fullyrða eitt eða annað í þess- um efnum. Miklu skynsamlegra er hitt, að játa og kannast hrein- skilnislega við síáR fáfræði. Vjer erum öll börn gagnvart því stóra og eilífa. Auk þeirra sagna, er nú hefir verið getið, skal jeg aðeins nefna fáeinar til þess að gefa nokkura hugmynd um efni Gráskinnu. 1 1. hefti: Erlendur (frá honum er einnig sagt nokkuð í 3. hefti) og Goggur; eru meðal annars góð draugslýsing, Jón í Skjalda- bjarnarvík, Áheit á Strandar- kirkju, Jón tíkargjóla. I 2. hefti: Sögur frá Höfn við Bakkafjörð, Um mannabein á Loftsstöðum, Sýnir Gísla Sigurðssonar, Hjalti og einhendi draugurinn, Stúlkan á Þrastarhóli. í 3. hefti: Svipirnir hjá Hallbjarnarvörðum, Ferð að fjallabaki, Hestatjónið á Jörfa, Skuggarnir á Kili. 1 4. hefti: Þátt- ur Árna, Guðbjargar og Ingi- mundar, Keyptirðu þetta á Bakk- anum, Draugur leysir hnút og Bæjadraugurinn, sem er lengsti þátturinn í allri bókinni. Tvö æf- intýri eru í bókinni: Himin- bjargar saga og Sagan »f Allra- best. Um alment gildi þjóðsagna þarf ekki að ræða hjer; það er fyrir löngu viðurkent. Og ánægjunni af lestri vel sltráðra og skemtilegra þjóðsagna ætla jeg* ekki að lýsa. Vinsældir slíkra safna sannast best á því, hve mikið þau eru keypt og lesin, jafnharðan og þau koma út. En ýmis þjóðsagnakver, stærri og minni, hafa komið út hvert á fætur öðru á seinni árum. Sigurður Nordal hefir ritað for- mál fyrir Gráskinnu, einkar snjall- an, og lýst þar skilningi sínum á þjóðsagnasöfnun og gildi hennar. Vil jeg ráða mönnum til þess að lesa hann með athygli. Aðeins nið- urlagsorðin vil jeg tilfæra hjer: „Sú mun verða raunin á, að þjóð- sögur og munnmæli og allskonar alþýðlegur fróðleikur, sem nú er óðum að fyrnast, mun verða því meira metinn sem lengri tímar líða, og þegar margt annað í bók- mentunum, sem nú lætur meira yfir sjer, er með öllu lir gildi gengið.“. Safnendur og útgefendur Grá- skinnu mega hafa sóma og þökk fyrir sögurnar. Þær eru rnikil og merkileg viðbót við íslenskar þjóð- sögur. Guðni Jónsson. Ferðasaga frá Suðurhafseyjum Walkabout, by Lord Moyne, A Journey in Lands be- tween the Pacific & Indian Oceans, with 108 Plates of native life & scenery. XXI. + 366. Höfundur bókar þesarar segir hjer ferðasögu sína og gesta sinna, þá er þeir fóru á skemtiskipi hans, Rosaura, snemma á síðastliðnu ári og könnuðu eyjaklasa þann, hinn mikla, sem verður millum Kyrra- hafs og Indlandshafs, svo sem tit- ill bókarinnar segir. Var för þessi all-fræg og margt frá henni sagt í breskum blöðum, og er talið þar að hún hafi auðgað þekkingn manna drjúgum á ýmsum þjóð- flokkum þeim, sem eyjar þessar byggja og lítt eða ekki voru kunn- ir áður; hefir og bókin hlotið mjög lofsamlega dóma í breskum blöðum og tímaritum. Inngang að bókinni hefir Dr. A. C. Haddon F./R. S. skrifað, en Dr. A. J. E. Cave hefir ritað langa grein, sem birtist aftasr í bókinni um þýðingu þá sem leiðangurinn hefir haft fyrir mannfræðina. Því að auk hinna mörgu dýra, bæði dauðra og lifandi og hinna þrjú hundruð fásjeðu gripa, sem lá- varðurinn keypti af hinum marg- víslegu þjóðflokkum, sem hann komst í kynni við í ferðinni, gjörði hann margskonar mæling- ar á ýmsum þeirra og hafði heim með sjer all-mikið af mannabein- um og þykir mannfræðingum breskum hinn mesti fengur í hvoru tveggja. En alt það, sem safnast hafði í ferðinni hefir nú Lord Moyne gefið breskum söfn- um. Þá er leiðangursfólkið kom til Nýju Guinea fór það á tveim mót- orbátum 150 mílur upp ána Ramu; var ferð sú all-erfið og ekki með öllu háskalaus. Áin er ill umferð- ar, sökum sandgrynninga og við- arbuðlunga, sem fult er af í henní, en á bökkum hennar eru myrkir frumskógar og kviksyndis mýrar- flóar, sem gjöra alla umferð tor- sótta mjög. Báðir bátarnir strönd- uðu og varð þá flolckurinn að bíða í heila viku, þar til hjálp kom frá skipinu Rosaura og bát- arnir komust aftur á flot. Sumir þjóðflokkarnir voru vinveittir, en aðrir sýndust líklegir til árása og veitti þá eklci af hvoru tveggja í senn, varúð og dirfsku. Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.