Morgunblaðið - 16.03.1937, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. mars 1937.
KVENÞJOÐm OQ HElMILm
mcín
Andlitspúðnr
er sjerstaklega mjúkt og
hefir góðan ilm.
9
Fyrir þennan tíma árs
mælum við með
RACEL 1 og 2
•
Munið Amanti næst þegar
þjer kaupið andlitspúður.
gerir hvítan
fatnað
ennþá hvít-
ari. Mislitan
lithreinni.
M
%
Alt þvær Blits.
„KRlSTALÍf
blautsápan góða mcð
hinum mikla þvotta-
krafti fær lof allra
húsmæðra.
Enga Msraóöur
md vanta hið tgóða
ræstiduft.
Fínt,
rispar
ekki.
•x-x~x-x»<
1 ■ . :
V____rlai)JjVfúJi£*£JnJÍ.
Á inflúensutímum.
Nokkur gömul húsráð.
Inflúensa.
Með Ijettari tilfelli af inflúensu
er farið líkt og nefkvef og hósta:
Sjúklingmim gefið heitt að
drekka, hitaskamtar (asperin) eða
látinn svitna á annan hátt.
Góð svitaaðferð við inflúensu-
sjúklinga er þannig:
Bringa og liðamót eru npdduð
rösklega með 6 gr. blöndu af
hreinni kamfóru og 120 gr. af
alkohol. Síðan er sjúklingnum
gefið sjóðandi heitt te með rommi
út í.
Sje um alvarlegri inflúensutil-
felli að ræða, með háum hita og
særindum fyrir brjósti, verður að
sjálfsögðu að leita ráða hjá lækni.
Hósti.
Meðal þeirra mörgu ráða, sem
notuð eru við hósta mætti nefna:
Heitt vatn með sítrónusafa og
hunangi.
Heita mjólk og hunang.
Heita eplasaít með hunangi
saman við.
Safa úr lauk, hlandaðan brædd-
um knadíssykri.
Heitt vatn,með anísdropum út í
(1 bolli vatn, 15 dropar anís).
Heitt öl, emsersalt o. fl.
Við ljettu kvefi í barka reynist
oft vel að hafa heita bakstra.
En að sjálfsögðu ber að leita
læknisráða ef um alvarleg tilfelli
er að ræða.
Nefkvef.
Nefkvef er bæði læknað á líkan
hátt og hósti, með sítrónusafa í
heitu vatni o. s. frv., og með því
að láta sjúklinginn anda að sjer
mentol- eða kamillutegufu.
Sje nefið aumt af kvefinu, er
gott að smyrja það utan og innan
með lanolin, vaselin eða glycerin.
Hæsi.
Stafi hæsin af því að of mikið
hefir verið reynt á raddböndin,
er gott að skola hálsinn með volgu
vatni blönduðu nokkrum dropum
af arnikutinktur.
Stafi hún af ofkælingu, er gott
að hafa heita bakstra við hálsinn.
Við hæsi með slímmyndun reyn-
ist vel að anda að sjer heitri gufu.
Nokkrum dropum af eukalyptus
olíu er helt í sjóðandi vatn og
búið til ,.kramarhús“, sem oddur-
inn er skorinn af. Breiðari endann
lætur maður vera yfir skálinni
með sjóðandi vatninu, en hefir
endann á kramarhúsinu í munnin-
um. A þenna hátt berst gufan
beina leið niður í háls.
Blóðnasir.
Venjulega hætta blóðnasir af
sjálfu sjer, ef maður leggur kalda
bakstra eða klút, vættan ediki, á
hnakkann, hallar höfðinu aftur og
stingur baðmullarhnoðra í nasirn-
ar, til þess að stöðva blóðrenslið.
Álún er gott meðal, jafnvel þó
að um miklar blóðnasir sje að
ræða. Hálf teskeið af álúnsdufti
nægir í eitt glas af köldu vatni,
sem sogað er upp í nefið.
Þeir, sem eru gjarnir á að fá
blóðnasir, ættu ávalt að hafa álún
við hendina.
Mataræði sjúklinga.
Meðan inflúensusjúklingar hafa
sótthita mun ráðlegt að borða sem
allra minst, og eingöngu ljetta
fæðu, eftir að hiti fer að
rjena og sjúklingnum er farið að
batna.
Til þess áð melting sje auðveld-
ari, en sjúklingurinn geti jafn-
framt safnað kröftum, er best að
borða lítið en oft.
Ljett fæða og jafnframt styrkj-
andi er: Hafraseyði með dálítilli
mjólk, saft eða rauðvíni; kjöt-
seyði, ýmist eintómt, eða með eggi
saman við; egg, hrært út í mjólk;
semulje-grjón, soðin í vatni eða
mjólk; soðið súkkulaði; soðnir á-
vextir; soðið nýtt grænmeti; Iin-
soðin egg.
Eftir því sein sjúklingurinn fer
að hressast má hann fá efnismeiri
kost, eins og fisk, og ljett kjöt,
fuglakjöt eða kálfakjöt.
Hjá sjúkling, sem farinn er að
hafa fótavist, er líðanin að jafnaði
lakari að kvöldinu. Verður að
gæta þess að borða þá sem minst,
einnig til þess að svefninn verði
rólegri. Sjúklingurinn á að sjálf-
sögðu að fara snemma að sofa, en
óþarfi er að hann sje lengur í
rúminu en 8—9 tíma. Meiri þýð-
ingu hefir að hann hvíli sig 1—2
tíma um miðjan dag.
Það hefir mikla þýðingu að melt
ingin sje í góðu lagi, og eftir því
sem sjúklingurinn hressist, hefir
hann betra af því að koma út
undir bert loft.
Smámunimir ráða miklu.
— Köflótt er tískulitur í ár. -
Fagurlitir kragar og belti á
einlitum kjólum.
Það tíðkast mjög nú að fagur-
litir kragar og belti eru notuð við
einlita kjóla, og er það hentugt,
því að við sama kjólinn má nota
margskonar kraga og gera hann
sem nýjan kjól í hvert skifti.
T. d. eru gyltir klútar og belti
notuð við brúnan kjól, kóralrauð-
ur kragi og belti við bláan kjól
o. s. frv.
Köflótt efni eru töluvert í tísku
í ár, og þau eru mikið notuð í
ýmsa smá tískumuni.
Ólíkar
litasamsetningar.
Fagurblátt vesti við svartan kjól.
Með svona nýtísku vesti, eins og
hjer er sýnt á myndinni, má lífga
upp gamlan, sljettan kjól.
Það er saumað úr mjúku ullar-
efni, með djúpum saumum, þannig
að það fellur þjett að mitti.
Sjálfsagt er að velja lit á vestið,
sem fer vel við fleiri kjóla eða
pils.
Það tíðkast nú að nota ólíkar
litasamsetningar saman.
Þetta vesti er blátt, en kjóllinn
svartur.
Prjónaðir munir.
Prjónauppskriftinni verður að
fylgja nákvæmlega.
Þegar farið er eftir prjónaupp-
skriftum, er það mikils vert, að
notaðir sjeu þeir prjónar og það
band, sem sagt er í uppskriftinni.
Sje frá því vikið, er hætt við að
árangurinn verði öðruvísi en gert
er ráð fyrir.
Prjónuð belti eru fest á
strengjaband.
Prjónuð belti halda sjer, án þess
að teygist á þau á lengd eða
breidd, ef þau eru saumuð á
strengjaband.
Prjónaðar sessur.
Prjónaðar sessur geta verið
mjög svo skrautlegar, ef maður
prjónar þær eftir fallegu gamal-
dags munstri með fleiri litum.
Myndin sýnir snotran klút og
rúmgóða tösku úr köflóttu efni,
sem fer vel við tweed-, sport- og
ferðaföt.
«r btusM -
hú*t Hetar
:era Simillom
5NYRTIV0RUR
SkOli jO HAMN lt BO M • co.
hárgreiðslustofa
Kirkjustræti 4. Sími 2274.
Hattabúð
Soffíu Pdlma
Laugaveg 12.
KRAGAR úr taft.
Georgette og crepe de chine.
Leðurbelti, spennur og
hnappar. HANSKAR og fL
Látið okkur gera upp gömlu
hattana fyrir páskana —
ÞAÐ BORGAR SIG.
Hárgreiðslustofan
NOLLYWOOD
Laugaveg 3.
Járnakrullur.
Vatnskrullur.
Franskar krullur.
Permanentkrullur.
SNYRTISTOFA
\
Laufeyjar Bjarnadóttur,
Austurstræti 20.
Pantanir í síma: 4823 & 4344
Notar aðeins 1. fl. nýtísku
áhöld, fegurðar og
SN YRTIVÖRUR