Morgunblaðið - 16.03.1937, Page 8

Morgunblaðið - 16.03.1937, Page 8
8 MuHÖUNÖLAtíll' Þriðjudagur 16. mars 1937, Auglýsingasíml Morgunblaðsins er 1600. mtm mmmmam v. ■; '.íösjbk Galv. girði til sölu. Egill Arnason, sími 4310. Höfum fengið allar stærðir af hnappamótum. Vonarstræti 12. Fermingarkjóiaefni (hvít Og mislit), hvít undirföt og sokk- ar. Versl. Hólmfr. Kristjáns- dóttur, Bankastræti 4. Herbergi með húsgögnum óskast nú þegar fyrir Englend- ing. Tilboð sendist Fiskimála- nefnd. Ibúðarhús við tjörn eða mið- bæ, óskast keypt í vor eða baust. Tilboð: Tjörn—Miðbær, móttekur Morgunblað. Ðagbókarblöð Reykvíkings Til leigu herbergi, uppi á lofti, Ingólfsstræti 9. Sími 2442. Gluggatjaldaefni, Georgette (margir litir). Versl. Hólmfr. Kristjánsdóttur, Bankastr. 4. Lítið, vandað hljóðfæri — Harmóníum — óskast. Sími 2442 •________________________ Ljettur handvagn óskast til Nokkur pör af skinnhönskum leií=u eöa kaups strax. Baka- seljast með miklum afslætti. — ríið, Bergstaðastræti 29. Sími Hanskagerðin, Tjarnargötu 10. 3961. Húsmæður. Hvað er pönnu- fiskur? Kostar aðeins 50 aura. Bæjarins besta fiskfars 50 aura. Fiskpylsu- ogMatargerð- in, Laugaveg 58, sími 3827. Hraðfrystur fiskur, beinlaus og roðlaus, 50 aura kg. Pönt- unarfjelag Verkamanna. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. jX&áffnninýa® Friggbónið fína, er bæjarins besta bón. Kaupi gamlan kopar. Poulsen, Klapparstíg 29. _____ Piissering, húllsaumur og yf- Vald. irdektir hnappar í Vonarstræti 12. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjörnsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór úrsmiður, Hafn-, ^rstræti 4. Otto B. Arnar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft- netum. Fótsnyrting. Unnur dóttir, Nesi. Sími 4528. óla- Af inflúensu hafa veikst á síð- ustu öld meira en 2.000.000.- 000 manns, og af öllum þessum fjöldá dóu 50 miljónir. Og þó er sagt, að hægt sje að koma í veg fyrir inflúensu, ef inaður vill gera eitthvað til þess sjálfur. * Efnarannsóknasjerfræðingur og læknir hafa gefið vit bók í Eng landi ekki alls fyrir löngu og heit ir hún: „Hvernig á maður að var ast inflúensu og kvef“. # Þeir vara fólk við því að ganga of mikið klætt. Ráðleggja að borða mikið af hráum ávöxtum kvölds og morgna, og loks að anda að sjer iðulega einhverju sótthreinsandi lyfi. í * Hinn helgi hirðir, „Sankte“ Pjetur Lupu, sem um þessar mundir hef st við í Rúmeníu og gerir kraftaverk, hefir fært Carol konungi geit og þrjár gróf- gerðar náttskyrtur að gjöf. Mörg hundruð manns hafði safn ist saman fyrir utan konungshöll ina, til þess að sjá, er fundum hirðisins, sem er síðskeggjaður gamall maður, og lífvarðar kon- ungs bæri saman. Hirðirinn teymdi geitina á eft- ir sjer óg hjelt á skyrtunum und ir handleggnum. Hann krafðist þess að fá að afhenda sjálfum konunginum gjafirnar. Hann var leiddur inn í hallar- garðinn, og þar beið hann, með- an hans hátign lconunginum var tilkynt þetta. Að vörmu spori var hann leidd ur inn í móttökusal konungs, og þar tók konungur allra mildileg- ast við gjöfunum. Geitinni var komið fyrir í fjár- húsum konungs með hátíðlegri við höfn, en engar sögur fara af því, hvað konungur ætlar að gera við náttskyrturnar þrjár. * Krýningarskrúði Englands- drotningar er nú full teikn aður, og hafa teikningarnar verið lagðar fyrir drotninguna og ver- ið samþyktar af henni. * Kjóllinn verður úr hvítu „crepe satin“, saumaður gulli, og slóð- inn, sesn á að vera 8 metrar á lengd, verður úr purpuraflaueli, bryddur hermelin og ísaumaður gulli. Á miðjann slóðann verður veldissproti konungs saumaður og skjaldarmerki hinna ýmsu ríkja Bretaveldis. Konungshjónin eru bæði mjög dugleg að sauma út, og eru þau að sauma sessur, sem nota á við lcrýningarhátíðina. Sænskur ferðalangur, sem ferð ast hefir um allan heim, hef ir látið búa til jarðlíkan, til minn ingar um ferð sína. Kom hann heim með efni í þenna hnött, sem búinn er til úr mold, steinum og vatni víða að úr heiminum. Höfin og stórfljótin eru máluð með litum, sem blandaðir eru með vatni úr hinum ýmsu höfum ogr ám, Atlantshafið með sjó úr því„. Ganges með vatni úr Ganges- fljóti o. s. frv. Á hnettinum er upphleypt mynd af Himalaja- fjöllum úr steinum úr hinum-. mikla fjallgarði í Asíu, og Saha— ra er stráð sandi úr hinni iniklv eyðimörk. Margir fornmenjafræðingaí hafa þegar fengið augastað á þess um inerkilega hnetti,. með hinumi einkennilegu upphleyptu lands-> lagsmyndum. En liann er ekki tit sölu. Etnkennileg ástarsaga á sjer~ stað hjá refabúi eínu í af- skektu fjallahjaraði í Noregi, eft ir því sem refaræktarmennirnir segja frá. Þeir hafa hvað eftir annað orð.. ið varir við það, á morgmt >a, þeg ar þeir koma út að búinu, að vilt- ur refur stendur fýrir utan netið og gerir sjer dælt við einn kven- refina. Refirnir virðast báðir mjög hrifnir hvor af öðrum og fara eins nærri grindunum og þeir komast. Kvenrefurinn tekur þessa ó- happasælu ást sína svo nærri sjer, að hún vill ekki líta við karlref- unum í búinu. Eigendur refabúsins hafa gerfe ítrekaðar tilraunir til þess að n£ í refinn, en árangurslaust. En þeir geta ekki fengið af sjer a£ skjóta hann. I Sjerstaklega gúOar kartöflur f sekkjum og lausri vigt IBINÐI Simi 2393 - 49li ROBERT MILLER: SYNDIR FEÐRANNA. 60. „Nei, jeg hitti hana ekki. Enda vissi jeg, áður en jeg fór að heiman, að hún var nýlega farin til Afríku“. „Einmitt það“. Georg brann í skinninu eftir að vita, til hvaða fólks hún hefði þá farið, en honum skildist að Ameríkuför hennar ætti að vera eins og lokuð bók fyrir honum. Þegar þau gengu upp stigþrepin sem lágu frá ströndinni upp að brekku í garðinum, sá Elísabet nokkrar gular primúlur inn á milli runna, sem voru í brekkunni. Hún laut niður og tíndi lítinn vönd og færði hann upp að vörum sí»um, um leið og hún sagði, með angurblíðu brosi: „Því hefði jeg ekki trúað, að jeg ætti eftir að ganga hjer og tína fyrstu yndislegu prímúlur vorsins. Má jeg ekki gefa þjer blóm í hnappagatið, eins og í gamla daga, Georg?“ „Þakka þjer fyrir“, sagSi hann og nam staðar. Hann stóð sem töfraður á meðan hún festi blómin í hnappa- gat hans og þorði varla að draga andann. Gömlu mennirnir höfðu lokið við skák sína og voru að bíða eftir þeim til þess að drekka te með jieim, þegar þau komu. Þeir höfðú verið að tala um hinar fyrri ráðagerðir og Sir David hafði sagt í ang- urværum róm: „Þó að svo fari, eins og við báðir höfum óskað okk- ur, og óskum enn, þá er ekki víst að jeg fái að sjá það. Jeg hefi stundum á tilfinningunni, að dauðinn liggi í leyni fyrir mjer. En nú veit jeg að minsta kosti, að þjer viljið og getið, vinur minn, liðsint Elísa- betu. Og Miss Tylor á hún líka að. En látið hana aldrei fara eina síns liðs í ferðalag. Jeg hefði gaman af að segja yður frá öllu því, hræðilega, sem fyrir hana hefir komið þann tíma, sem hún hefir verið í burtu. En guði fyrir þakkandi slapp hún heil á húfi frá öllu saman“. Sir James var augsýnilega mjög forvitinn. „Góði, segið þjer mjer frá því“, sagði hann. Hann var líka hissa á því að Elísabet ljet sem hún væri ógift og ætlaði ekki aftur til Ameríku. Og hann furð- aði sig ennþá meira á því, að Sir David hafði talað um það, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að Elísa- bet og Georg gætu orðið hjón, eins og þeir höfðu talað um áður. Nú heyrðist til þeirra frammi í ganginum og litlu síðar komu þau inn. „Það var yndislegt niður við ströndina", sagði Elísa- bet. „Við fáum áreiðanlega gott ferðaveður á morgun, pabbi, veðrið er dásamlega vorlegt og milt‘ ‘. „Kannske, annars er aprílmánuður dutlungafullur eins og kona“, sagði Sir David glaðlega og leit horn- auga til Georgs og hennar, og reyndi að lesa úr svip þeirra, hvað þau hefðu verið að tala um. „Ó, ætli konurnar sjeu eins dutlungafullar að eðlis- fari og þið karlmennirnir viíjið vera láta“, sagði Elísa- bet og helti tei í bolla þeirra með þeim yndisþokka, sem hún hafði tamið sjer hjá Madame d’Espagone í Sviss. Eftir þessa athugasemd Elísabetar varð þvinguð þögn. Ef til vill datt þeim öllum í hug, að hún gæti síst af öllu leyft sjer að neita dutlungum kvenfólks- ins. Sjálf skildi hún, að hún hefði átt að láta þetta ósagt, en jafnframt sárnaði henni að þeir skyldu misskilja hana þannig, og hún hjelt áfram með á— kafa: „Konur eru ekki eins frjálsar og karlmenn,og stuná um er það ef til vill aðeins tillitssemi, sem virðist vera kviklyndi — eða þvinguð sjálfsvild“, bætti hún vi® beiskjulega. En svo mundi hún eftir því, að faðir hennar var veikur og þoldi ekki geðshræringu og flýtti sjer að bæta við um leið og hún strauk blíðlega hönd hans: „En það er ástríða hjá ykkur karlmönn- unum, að segja spakyrði um okkur kvenfólkið, og það væri synd að ræna ykkur trúnni á yfirburði ykkar“. Georg hafði tekið eftir því, að skugga brá fyrir á-. andliti Elísabetar, þegar hún nefndi þvingaða sjálfs- vild. Hann fór aftur að velta því fyrir sjer, hvernig á því gæti staðið, að Elísaþet hefði verið neydd til þess að trúlofast Walther. Margar nætur hafði hann legið svefnlaus og brotið heilann um þetta. Næsta morgun fóru Elísabet og Sir David til Lon- don, en þar átti að gera á honum hættulegan upp-- skurð. 8. KAPÍTULI. Miss Tylor var að koma úr heimsókn frá fátækri daglaunakonu, sem hafði dottið og fótbrotnað, þegar hún mætti sendisveini frá símanum í trjágöng- unum. „Voruð þjer að koma með símskeyti?“, spurði liún og var órótt innan brjósts. Nú höfðu þau feðginin verið í London í sex daga. Uppskurðurinn hafði hepn- ast vel og hún hafði fengið brjef frá Elísabetu ui* morguninn, þar sem hún skýrði frá líðan föður síns,. sem var í alla staði góð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.