Morgunblaðið - 25.03.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1937, Blaðsíða 2
2 M 0 R G U N B L A Ð1Ð Fimtudaffur 25. mars 1937. ' 1 1 ^lorðttuHaíiíö Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Rltstjórar: Jón Kjartansson og Valtýr Stefánsson — á.byrgt5arma8ur. Rítstjérn og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Sfmi 1*00. Heimasfmar: J^ i Kjartansson, nr. 3742 . aitýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánuBi. í lausasölu: 16 aura eintakiS. 25 aura meö Lesbök. Erlendar frjettir í stuttu máli. Þingrof? Útvarp.sumræður þær sem fram fóru af Alþingi í gær í sambandi við frumvarp sósíalista um gjald- þrot Kveldúlfs, voru að því leyti merkilegar, að þær gefa fylstu á- stæðu 'til að álykta, að þingrof staHdi íu'f fyrir dyrum, og kosn- ingaÉ næsta vori. Ræðuménu stjórnarflokkanna gáfu þetta fyllilega í skyn. Fyrst Hjeðinn Valdimarsson, þar sem hann lýsti yfir því f. h. Alþýðu- flokksins, að flokkurinn myndi ékki sætta sig við þá lausn á Kveldúlfsmálinu, sem bankarnir hafa aaiaþykt. Síðan kom sú yfir- lýsin^ E^steins Jónssonar fjár- máláraðherra f. h. Framsóknar- flokksips, að flokkurinn væri and- vígur; frumvarpi sósíalista, um gjaldþrof. . Kveld úlfs, og er frum- ýarpið þar með dauðadæmt. | Eftir þessar yfirlýsingar þeirra ij&anna, sem töluðu f. h. beggja at,jórriarflokkanna, kom svo for- sjætisráðherrann og gaf fylliléga: í spynrhvað í voándum mýndi vera. Að vísu fpigði forsætisráðherra, að ekkert lægi enn fyrir um það formlega frá Alþýðuflokknum, að ágreiníngúfinn í þessu máli myndi valda sa,mvinnuslitum. „En það virðist vera nokkur ástæða til að hahía^, sagði ráðherrann, „að á- greiningújrinn muni valda sam- vinnusíitum og þá að sjálfsögðu nýjum kosningúm næsta sumar“. {(Sjálfstæðisflokkurinn fagnar fyrir sitt leyti hvaða tilefni sem verður til þess, að kosningar nmgi, fram fara. Það ætti að gefa — ekki aðeins voit ^ heldur vissu fyrir þyí, að það óheillaástand sem nikt hefir að undanförnu í stjórn laJtnlsins sje senn á enda, og því bjartari tímar framundan. Sjálfstæðisflokkurinn veit, að þjóðin er fyrir löngu fullsödd af stjórn ráuðu flokkanna. Og það eru ekki aðeins andstæðingar nú- verandi stjórnarflokka sem þrá hréytingar, heldur er óánægjan eiúnig mjög mikil meðal kjósenda stjórnarflókkanna. Það eru hin sViknu loforð, sém hafa Valdið þeirri óánægjú. FRÁ FR.JETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. Mussolini ræðst heiftarlega á Breta. Vináttu Breta og ítala er nú meira hætt en nokkru sinni fyr síðan Bretar sendu herskipaflota til Miðjarðarhafsins meðan á Abyss- iníustyrjöldinni stóð. Á 18 ára afmælisdegi fascistaflokksins í gær helt Mussolini harð- orða ræðu í garð Breta og sjerstaklega beindi hann orðum sínum til bresku prestastjettarinnar, sem hann kallaði móðursjúka kjaftaska. Um ensku prestastjettina sagði Mussolini ennfremur, „að hún sæi flís- ina í auga náungans en ekki bjálkann, sem í aldaraðir hefir verið í þeirra eigin augum“. Mussolini beinir hjer orðum sínum til erkibiskupsins af Kantara- borg, en í ræðu sem erkibiskupinn helt nýlelga í lávarðadeild breska þingsins, ásakaði hann ítali harðlega fyrir manndráp þau, sem fóru fram í Addis Abeba, eftir að Graziani marskálk var sýnt banatilræði. Ræðu sína endaði Mussolini með þessum orðum: „Við biðum 1 40 ár til að hefna ósigursins við Adua. Við gleymum aldrei, en erum jafnan viðbúnir“. Á ræðu Mussolinis er svo litið að hún sje hrein og bein hótun við Breta. Ameríska blaðið „New York Times“ segir að Mussolini hafi svarið að hefna fyrir refsiaðgerðirnar, sem Bretar stóðu fyrir. Bretar sjálfir segja að ræðan sje spegilmynd af þeim mörgu erfið- leikum, sem einvaldurinn eigi við að stríða. Reiði Mussolinis í garð Breta stafar af því hvernig Bretar hafa tekið fjöldamorðunum í Addis Abeba. Margir af helstu mönnum í Englandi, þar ámeðal Lloyd George og Robert Cecil hafa skrifað til „The Times“, þar sem þeir láta í ljós andstygð sína á atferli ítala í Abyssiníu. Lloyd George hefir látið í ljós þá skoðun, að framkoma ítala í Abyssiníu rýri álit hvítra manna meðal Afríkubúa. Önnur aðal-ástæðan fyrir reiði Mussolinis er talin ósigrar ítala við Madrid. Ensk blöð segja að 3 þúsund ítalir hafi fallið og særst á Guadala- j ara-vígstöðvunum og að eitt þúsund ítalir hafi verið teknir til fanga, Þá segja ensk blöð einnig, að ósjgrar ítala við Madrid hafi vakið *'mikla óánægju á ítalíu. Sjerstaklega vegna þess, að margir þeirra ífölsku hermanna, sem fallið hafi á Spáni, hafi verið sagðir sendir til Abyssiníu. Miklar umræður urðu á fundi hlutleysisnefndarinnar í gær. Full- trúi ítalíu þvertók fyrir að ítalskir sjálfboðaliðar á Spáni yrðu látnir hverfa heim. Er búist við að þetta þýði að Mussolini hafi í hyggju að auka mjög stuðning sinn við Franco á næstunni til að vinna upp þann TÍ.lf í útvarpsumræðunum frá Al- þingi í gær töluðu af hálfu Sjálf- stæðisflokksins þeir Ólafur Thors, Pjetur Ottesen og Pjetur Hall- dórsson, af hálfu Alþýðuflokksins Hjeðinn Valdimarsson, Stefán Jó- hann og Haraldur Guðmundsson, af hálfu Framsóknarflokksins Ey- steinn Jónsson og Hermann Jón- asson og af hálfu Bændaflokksins Hannes Jónsson. álitshnekki, sem ítalski herinn hefir hlotið öldinni. í spönsku borgarastyrj- í Londou, hefir tilkynt Belgir muni ekki gera Hlutleysi Belgíu trygt. Leopold Belgíukonungur, sem nú dvelur Eden utanríkismálaráðherra Breta, að hernagarbandalag við neina þjóð. Lundúnablaðið „Morning Post“ býst við að þetta hafi eftirfarandi iáhrif á samninga milli Breta og Frakka: 1) að Belgar verði leystir frá skuldbindingu sinni um að hjálpa Frökkum í árásarstríði, og 2) að Bretar og Frakkar ábyrgist hlutleysi Belgíu. Franco treystir aðstöðu sína við Madrid. Ifrjett frá Madrid er sagt, að stjómarherinn búi nú um sig á stöðvum þeim sem hann hefir náð úr höndum uppreisnar- manna milli Guadalajara og Siguenza, og að uppreisnarhernum berist nú aftur liðsauki. Á síðustu 24 klst. segir stjórnin að flugvjelar hennar hafi kástað sprengjum yfir herstöðvar uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn segjast hafa hrundið tveimur áhlaupum stjóraarhersins á þessum slóðum. (F.Ú.). Oxford sigrar Cambridge í róðrarkepni. xford háskóli vann kappróðurinn milli Oxford og Cam- (^) bridge í gær, og er það í fyrsta skifti, sem ræðarar hans fara sigrandi af hólmi síðan árið 1923. (F.Ú.). Enskir jafnaðarmenn vilja engin mök við kommúnista. » m iðstjórn breska jafnaðarmannaflokksins ákvaS í gær að |y| gera ræka úr flokknum alla meðlimi Socialist Leaque, vegna stuðnings þess fjelagsskapar við samfylkingu kommún- ista og óháða verkamannaflokksins. Enn fremur ákvað flokkurinn að leyfa engum meðlimi í. Socialist Leaque upptöku í flokk jafnaðarmanna eftir 1. júní næstkomandi. (FÚ.). 1 Búnaðarþingið einhuga að varðveita sjálfstæði Búnaðarfjelags fslands Hermann Jónasson landhúnaðarráðherra lofar að beita sjer fyrir nauðsynlegum breytingum Jarðræktarlaganna. Búnaðarþingi var slitið í gær. Merkasta málið sem fyrir þinginu lá var vitanlega jarð- ræktarlögin nýju, enda hefir mikill aðdragandi verið að því máli, sem kunnugt er, þar sem m. a. að efnt var til atkvæða- greiðslu í öllum hreppa-búnað- arfjelögum um það, hvort bændur vildu að Búnaðarfje- lag íslands sætti sig við lögin eins og frá þeim var gengið á síðasta Alþingi eða eigi, en þau skertu mjög sjálfstjórn og sjálfs forræði Búnaðarfjelagsins. Én þó stjórnarflokkarnir hafi hingað til staðið allfast í ístað- inu með hinum nýju jarðrækt- arlögum, þá urðu þau endalok á Búnaðarþingi, sem allir velunn- arar búnaðarfjelagsskaparins fagna, að fult samkomulag náð- ist á þinginu um tillögur til breytinga á jarðræktarlög- unum, þar sem feld yrðu burtu öll ákvæði laganna er skerði eða takmarki sjálfstæði og sjálfs- foryæði fjelagsins. í tillögum Búnaðarþings, sem samþyktar voru með öllum at- kvæðum, er lagt til, að felt sje niður það ákvæði jarðræktar- laganna, að landbúnaðarráð- herra samþykki val búnaðar- málastjóra svo og öll ákvæði laganna er benda til sérstakra yfirráða ríkisstjórnarinnar yfir Búnaðarfjelagi Islands, svo fje- lagið haldi fullum yfii*ráðum yfir öllum sínum málum. Lagt er og til að fella burtu það á- greiningsatriði í 6. grein lag- anna, um að menn þurfi að greiða árstillag til Búnaðarfje- lags íslands, til þess að geta notið jarðabótastyrks, svo og ákvæði 7. greinar um kosn- ingarjett og kjörgengi til Bún- aðarþings. Nú kemur til kasta Alþingis, að gera þær breytingar á jarð- ræktarlögunum, sem Búnaðar- þing hefir einróma farið fram á, að gerðar yrði. Hefir Hermann Jónasson lýst því yfir á fundi í Búnað-ar- þingi, þar sem mál þetta var til meðferðar, að hann myndi beita sjer fyrir því, að breytingar þessar á jarðræktarlögunum næðu samþykki Alþingis. Breytingar á lögum Búnaðarf jelagsins. En samtímis hefir Búnaðar- þingið gengið frá breytingum á lögum Búnaðarf jelags Islands, sem þó eru því skilyrði háðar, að þær komi ekki til fram- kvæmda, nema breytingamar á jarðræktarlögunum nái fram að ganga á Alþingi. Stjórnarandstæðingar á Bún- aðarþingi báru fram frumvarp til breytinga á lögum fjelags- ins, er náð höfðu samþykki við 1. umræðu á þinginu, áður en kom til samkomulegs um breyt- ingartillögur við jarðræktarlög- in. Aðalatriðin í breytingum þessum voru þau, að fulltrúum Búnaðarþings yrði fjölgað úr 14 í 24, og viðhöfð yrði hlut- fallskosning við kosning full- trúa hreppabúnaðarf jelaga á fundi búnaðarsambandanna og við kosningu búnaðarþingsfull- trúa, sem samkv. tillögum þess- um áttu að fara fram á fundum búnaðarsambandanna. En til þess að stjórnarsinnar á Búnaðarþingi fengjust til þess að standa með breytingartillög- unum við jarðræktarlögin, sem tryggja sjálfsforræði Búnaðar- fjelags íslands, óskuðu þeir eft ir að fá þessu fyrirkomulagi breytt þannig,að fulltrúar á bún aðarþing sjeu kosnir í hreppa- búnaðarfjelögunum, tala full- trúa ekki fastákveðin, en full- trúar geta samkv. tillögunum orðið 27. Enfremur er það heim- ilt, að kjósendur sjálfir beri fram lista við kosningar til bún- aðarþings. Er gert ráð fyrir, að reglan verði sú, að kjörlistar til kosninga búnaðarþingsfull- trúa verði bornir fram á aðal- fundum búnaðarsambandanna, og þarf V4, fulltrúa á sam- bandsfundi til að bera fram lista. Jarðránsákvæðið falli burt. Þá hefir meirihluti Búnaðar- þings samið gagngerðar breyt- ingartillögur á 2. kafla jarð- ræktarlaganna, þar sem lagt er til, að hin illræmda 17. grein falli burt. Þar eru og gerðar nokkrar breytingar á ákvæð- unum um jarðabótastyrkinn, t. d. gerður greinarmunur á því hvernig nýrækt fer fram, þeim mun hærri styrkur greiddur, sem ræktunin er vandaðri, á- kvæðunum um hámarksstyrk breytt mjög, ákveðið að stofna sjerstakt skipulagt eftirlit með tilraunastarfseminni í landinu o. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.