Morgunblaðið - 22.04.1937, Side 2

Morgunblaðið - 22.04.1937, Side 2
MORGUNBLABIÐ Fimtudagur 22. apríl 1937. óánægfa og ókyrð sögð í liði upprcisnarmanna Skipulagðar loft- árásir gerðar á Madrid. London í gær. FÚ. Frjettir frá Spáni í dag segja frá ókyrð og óánægju í liði uppreisnarmanna. Frá Bilbao kemur fregn um, að þrír liðsforingjar uppreisnarmanna hafi verið skotnir í Santander. í sambandi við aðra fregn, sem höfð er eftir Baska- stjórninni á þá leið, að Þjóðverjar í liði uppreisnar- manna í Vitoria — en þaðan er sókninni til Bilbao stjórnað — hafi gert uppreisn og neitað að fara til víg- stöðvanna, hefir talsmaður þýsku stjórnarinnar látið svo um mælt, að svona frjettir taki hún ekki alvarlega. Það er vitað, að nokkurt sundurlyndi hefir gert vart við sig milli þeirra flokka, sem styðja Franco, og það er talin á- stæðan fyrir því (segir í Lundúnafregn F.Ú.), að Franco hef- ir steypt þeim öllum saman í einn flokk. Líkja stjórnmálafræðingar þessu við þá ráðstöfun Hitlers, er hann innlimaði Stálhjálmafjelögin í Nazistaflokkinn. Tundurduflahættan við Ógurlegt verðhrun á kauphöll- inm iPrag. Orsðk: Óttinn við styrjðld. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í g»r. ttinn við styrjöld hef jr leitt til ógur- legrar verðbólgu með eftirfarandi verðhruni á kauphöllinni í Prag (Tjekkoslóvakíu). Meðal þeirra, sem orðið hafa fyrir tjóni eru fjöldi bænda og verkamanna og er því óttast að verðhrunið muni hafa í för með sjer alvarleg vandræði inn- anlands. Undanfarið hefir sá orðróm- ur flogið um Tjekkoslóvakíu að styrjöld væri óhjákvæmileg. Leiddi þetta til spákaup- mensku á kauphöllinni í Prag, í svo stórum stíl, að ^kki eru dæmi til slíks síðan í heims- styrjöldinni. Sumir menn eyddu öilu sparifje sínu til kaupa á hlutabrjefutni hergagna- iðnaðarins. Gat ekki hjá því farið, að of- an á hina gífurlegu géng;« hækkun, sem orðið hafði á hlutabrjefum, kæmi aftur- kippur. í gær byrjaði hrunið. Allir vildu nú selja, og af- leiðingin var ógurlegt verð- hrun , sem að meðaltali nam 20 hundraðshlutum. Tjón vegna gengishrunsins er metið á tvo miljarði tjekk- neskra króna. 34 refir hafa verið skotnir í vet- ur á Langanesi, 18 mórauðir og hvítir. Flesta refina (22) fengu .Fohann og Þorsteinn Jósefssynir. (FIT.). Keflavíkurbátar hafa róið und- anfarna daga og aflað 6—10 skpd. Islendingur á leiksviði í Danmörku. Khöfn í gær. FÚ. slendingurinn Lárus Pálsson leikm- tvö hlutverk í Hamlet, eftir Shakespeare, sem sýnt verður á konunglega leikhúsinu í Kaupmanna höfn næstkomandi laug- ardag. Hann á að segja fram for- mála (prolog) fyrir leikrit- inu, og þar að auki leikur hann annan grafara. Lárus Pálsson er nemandi frá Leiklistaskóla leikhússins og hefir öðru hvoru leikið ýmisleg hlutverk á Konunglega leik- húsinu síðan námi hans lauk og leyst þau af hendi, þannig, að dönsk blöð hafa farið um hann hinum lofsamlegustu orð- um. Vinnufriöur trygður í Noregi. Osló 21. apríl. Miðstjórn Fjelags atvinnu- rekenda í Noregi samþykti á fundi sínum í gær að fallast á málamiðlunartillögur sáttasemj- ara, vegna þess hversu mikil- vægt það sje fyrir atvinnulíf landsmanna, að vinnufriðurinn haldist. (NRP—FB). Þrátt fyrir þessar fregnir virðist nú gæta aukinna aðgerða uppreisnarmanna á vígstöðvunum á Spáni. Uppreisnarmenn virðast nú vera að búa sig undir að taka upp sókn sína til Bilbao á ný, og hefir talsverður liðsauki verið sendur til vígstöðvanna, bæði fluglið, stórskotalið og fótgöngulið. Loftárás á Madrid. I dag hafa uppreisnarmenn haldið uppi skipulagðri árás með fallbyssum sínum á Mad- ridborg. Fjöldi fallbyssukúlna hefir fallið um miðbik borgarinnar. Kúla, sem sprakk móts við Þjóðbankann, varð 5 mönnum að bana, en særði 23. Aðrar vígstöðvar. Samkvæmt fregnum frá upp- reisnarmönnum, hafa hersveit- ir þeirra unnið sigra á Aragoníu og Teruel vígstöðvunum og sótt fram á Baskavígstöðvunum. í orustu þar segjast þeir hafa tekið mikið herfang, og hafi 100 manns fallið í liði stjómar-’ innar en 250 særst. Stjómin segir, að herlið hennar til Toledo hafi valdið miklum skemdum á vopnaverk- smiðju, með fallbyssu-árás, og einnig skemt járnbrautarstöð- ina. Druknar við bryggju. í gær fjell Halldór Halldórsson frá Trjestöðum út af bryggju á Odd- eyri. Menn komu þar að í bát og náðu Halldóri. en hann var þá dáinn. Hjartað liafi hilað. Goðafoss tók í gær 500 smál. af saitfiski í Keflavík og flytur til Englands. Fiskurinn er á vegum S. í. F. Ennfremur 125 tn. af lýsi frá Bræðslufjelagi Keflavíkur. Bilbao er Anthony Eden. NorOmenn ffi.tr-. • hstta við að senda herskip til Soðnar. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. agerstrand, norska skipið, sem uppreisnármenn tóku, skamt fyrir utan Gibralt- ar, var með saltfarm til Islands. ,,Arbejderbladet“ í Osló skýrir frá því í dag, að norska stjórnin sje algerlega hætt við að senda herskipið Olav Trygvason til Spánar. I stað þess mun vera í ráði að Norðurlönd fari þess öll saman á leit við hlutleysisnefnd- ina í London, að eftirlitsskip .stórveldanna við strendur Spán- ^,ve^ði látin vernda skip hlut- lausra þjóða. Þetta var rætt á fundi utan- ríkismálaráðherra Norðurlanda í Helsingfors í dag. Til að undirbúa fund Hitlers og Mussolini London í gær. FIT. ffri regn frá. Berlín hermir, að llerman Göring og kona hans ætli í heimsókn til ítalíu. Þess er gétið, að Göring muni ætla að hitta Mussolini, . og ræða við hann um væntanlegan fund þeirra Mussolini og Hitl- ers. Mussolini og Ciano greifi, utanríkisráðherra hans, fóru í dag til Feneyja, til þess að taka á móti Sehussnigg Austur- ríkiskanslara og Schmidt utan- ríkisráðherra Austurríkis. Af veiðum komu til Ilafnar- fjarðar í gær Garðar.með 95 tunn- ur og Rán með 85 tunnur. mjögjkt. Breska stjórnin sætir vaxandi gagnrýni. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN I GÆR. ^tefna sú, sem breska stjórnin hefir tek- ið, að vara bresk skip við því að sigla til Ril- bao, sætir vaxandi gagn- rýni. Fjögur bresk skip hafa í þessari viku kom- ist heilu og höldnu frá Bilbao og segja skip- verjar að tundurdufla- hættan sje mjög ýkt. Nokkrir breskir skipaeigend- ur eru sagðir hafa veitt skip- um sínum leyfi til þess að sigla. til Bilbao, þar sem að skipinu „Seven seas Spray“ gekk ferðin þangað svo greiðlega, (segir í Lundúnafregn F.U.). Lagðir á flótta. London 21. apríl F.U. Breski flotamálaráðherrann ljet þess getið, að skipstjóran- um á „Blanche“, einu af skip- um breska flotans, hefði verið þökkuð aðstoð hans við „Thorp- hall“, er það var á leið til San- tander. Eitt af beitiskipum upp- reisnarmanna ætlaði að sigla í veg fyrir „Thorphall“. Stefndi þá „Blanche“ beint á skip upp- reisnarmanna, en það sneri und- an, og „Thorphall“ fór leiðar sinnar. Eden skýrði frá því á þingi í dag, að uppreisnarmenn hefðu lofast til að skila aftur farmi af spönsku skipi, er þeir tóku fyrir nokkrum vikum, en skip- ið var á vegum bresks útgerð- arfjelags. Sumarkveðjur sjómanna. FB. 21. apríl. Oskum öllum vinum og vanda- mönnum gleðilegs sumars og þökkum veturinn. Vetlíðan allra. Kærar kveðjur. Islendingar á b.v. Gatooma. Oleðilegt sumar! 1’inir og vandamenn. Þökkum veturinn. Skipverjar á Olafi. Óskum vinum og vanclamönnum gleðilegs sumars. Þöklcum fvrir veturinn. Skipshöfnin á Brimi. Óskum vinum og vandamönnum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Vellíðan allra. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Arinbirni hersi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.