Morgunblaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 5
Eiaugardagur 1. maí 1937.
MORGUNBL A<Ð IÐ
5
.
C'tgef.: H.f. Árvakur, lieykjavlk.
ltitst.j«Vrar: J6n Kjartansson Valtýr Stefá,n«»on (6t;Tr>cT'HrinaTMir).
A.uglýNÍng:irt Árni óla.
ítitst.jóru, nuglýMingnr og afgrcifiNlt: AuaturatræU 8. — Sísni 16v0.
ÁslT'vftnrgjald: kr. 3.00 á mánutli.
t l^nsasölu: 15 aura eintakiTJ — 25 aura meB JLe«bók.
1. MAI.
LOUIS PASTEUR
Ifáum löndurn. álfunnar tóku
kjör almennings skjótari
breytingum til batnaðar en hjer
• á Islandi á fyrstu áratugum þess
arar aldar. Þetta vita allir og
viðurkenna. Með vaxandi sjálf-
stjórn óx atvinnuvegunum fisk-
ur um hrygg. Öll alþýða manna
lifði við stórum batnandi kjör.
En það er ekki þarmeð sagt,
að náðst hafi neitt lokatakmark
í því efni. Langt í frá. Hver
þjóð, sem hefir lífsþrótt, gerir
þær kröfur til sjálfrar sín, að
kjör hennar batni. Á þeim óskum
byggist framfarahugur og fram-
farir þjóðanna.
Nokkur hluti alþýðu manna
hefir síðustu 20 árin talið, að
sósíalistar myndu vera þess
anegnugir, framar öðrum, að
"bæta hag aknennings í landinu.
Markmið þessara manna hefir
verið, að sósíalistar fengju yfir-
ráðin yfir atviiinumálum þjóðar
innar. Því marki var náð fyrir
3 árum síðan, er Alþýðuflokks-
maðurinn Haraldur Guðmunds-
son settist I atvinnumálaráð-
iherrasætið. Síðan þetta var hafa
verkalýðsfjelögin, sem og aðrir
landsmenn, borið fram óskir sín
ar til stjðrnarvaldanna um bætt
kjör almennings í landinu. Sós-
íalistar hafa ekki þurft að leita
út fyrir flökkinn með kröfur sín
ar. Þeir hafa getað beint þeim
til ráðherra síns. Þar hafa verið
hæg heimatökin. Það er altaf
betra hjá sjálfum sjer að taka,
en sinn br.óður að biðja, segir
máltækið.
*
Aður en Haraldur Guðmunds-
son settist í ráðherrastólinn, lof-
aði hann því og flokkurinn hans,
að gera í skyndi mjög stórfeldar
umbætur á kjörum allrar alþýðu
manna. Þá hafði um skeið venð
nokkuð tilfinnanlegt atvinnu-
leysi í kaupstöðum landsins. Ef
Alþýðuflokkurinn fengi völdin,
Æetlaði hann m. a. að afnema at-
mnnuleysið, og koma „skipulagi“
.á alt athafnahf landsmanna.
Til þess voru sósíalistar kosn-
ír á þing, og Haraldur Guð-
mumlsson gerður að atvinnumála
ráðherra.
*
í dag kveðja sósíalistar fylg-
ísmenn sína til kröfugöngu um
kjarabætur.
Áður en mejm leggja af stað
,er eðlilegt að þeir leggi þá
spurningu fyrir sig: „Hvað er nú
orðið Alþýðuflokksius starf í 3
,ár? Hefir hann leitt okkur til
góðs? Eru kjörin bætt síðan
1934?“
Atvinnuleysið, sem átti að af-
nema, hefir aukist. Örbirgð, sem
átti að hverfa, hef'ir vaxið. Fjár-
hagur almennings, sem átti að
batna, hefir versnað.
Þetta er hinn sorglegi sann-
leikur. Þetta vita verkamenn og
sjómenn og allur landslýður. Svo
mjög hefir ástandið farið versn-
andi, að sjálf ríkisstjórnin þorði
ekki að draga kosningar fram til
•vorsins 1938.
*
En þegar minst er á atvinnu
og atvinnuleysi í sambandi við
sósíalista, er ekki hægt að kom-
ast hjá því, að minnast nokkr-
um orðum á burgeisa Alþýðu-
flokksins, þingmenn þeirra, hina
hálaunuðu brodda, sem feimnis-
laust hafa undanfarin ár raðað
sjer á ríkissjóðsjötuna.
í þeirra hóp hefir atvinnuleys
ið verið skipulega afnumið. At-
vinna þeirra hefir stórum aukist,
laun þeirra hækkað, laun, sem
þeir hafa tekið og taka alveg á-
hættulaust á þuru landi.
Hefir nokkurntíma heyrst að
nokkur íslenskur sósíalistabur-
geis hafi lagt nokkuð af launum
sínum í nokkui't það fyrirtæki,
sem hafi miðað að því að auka at
vinnuna í landinu að nokkru
verulégu leytj?
Gagnvart verkamönnum, sjó-
mönnum og allri alþýðu þessa
lands hafa loforðin frá vorinu
1934 reynst svik.
Gagnvart burgeisum Alþýðu-
flokksins liefir ekki staðið á efnd
um um bætt kjör, hækkað kaup
og umbætur á öllum sviðum. Er
þetta jafnaðarmenska?
*
í dag köma sósíalistar saman
á Austurvelli. Sennilega verða
þar gerðar ýmsar kröfur um
bætt kjör til handa alþýðu lands
ins. Formaður Alþýðusambands-
ins, forseti sameinaðs þings, Jón
Baldvinsson, er ekki viðlátinn.
Hann er nýfarinn úr bænum.
Það kann að vera, að honum
hefði ekki þótt sjerlega skemti-
legt að líta yfir þessi 3 stjórn-
arár flokksins, og bera fram
fieiri kröfur en þegar eru born-
ar fram til atvinnuinálaráðherra
þeirra sósíalista.
Atvimiumálaráðherrann Har-
aldur Guðmundsson þurfti líka
að skjótast burt úr bænum rjett
fyrir þemian hátíðisdag. ,
Var hann að komast hjá því
að sjá lcröfur flokksmanna sinna
um bætt kjör alþýðumiar •—
kröfur, sem hann liefir ekki
reynst maður tii að uppfylla?
Frosið kjðt
af fullorðnu á 50 aura
í frampörtum og 60
aura ,í lærum pr. x/2 kg.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíff 2. Sími 4131
Barátta
hans við
bakterfrurnar.
17 in mikilfenglegasta
^ kvikmynd, sem tek-
in hefir verið, verður
sýnd í Nýja Bíó í kvöld.
Það er myndin um Löuis
Pasteur, manninn, sem
uppgötvaði að bakteríur
væru hættulegar.
Almenningi er Louis
Pasteur kunnastur fyrir
að hafa fundið upp
pasteuriserings aðferð-
ina.
Paul Muni, leikarinn, sem fer
með hlutverk Pasteurs, gerir
það af svo frábærri list, að
hann hefir hlotið fyrir gullme-
dalíu frá Motion Pictures Arts
and Sciencers, sem viðurkenn-
ingu fyrir besta leik ársinsl936.
*
Louis Pasteur var uppi á 19.
öldinni. Hann er fæddur 1822
og dó 1895. Um tvo aldar-
fjórðunga háði Pasteur lát-
lausa baráttu gegn sjúkdómum,
— sjúkdómum í dýrum og
mönnum — og opnaði í þessari
baráttu "læknavísindunum,
heilsufræðinni, efnafræðinni og
fleiri vísindagreinum nýja
heima.
Hann bjargaði með gerla-
rannsóknum sínum vínuppskeru
bændanna í Ph-akklandi, hjálp-
aði þeim til að fá heilbrigða
silkiorma, hann fann upp bólu-
efni gegn miltisbruna og vann
svo stærsta afrek sitt, er hann
sýndi læknavísindunum hvern-
ig hægt væri að iækna hunda-
æði.
*
Kvikmyndin sýnir aðallega
baráttuna, sem Pasteur háði
gegn miltisbrunanum og.hunda
æðinu. Þegar Pasteur hafði
fundið upp bóluefni gegn milt-
isbruna, trúðu menn honum
ekki og til þess að afsanna með
öllu að bóluefni hans væri til
nokkurs nýtilegt, skoraði ein-
hver helsti maðurinn úr hópi
hrossalækna á Pasteur að gera
eftirfarandi tilraun:
Keyptar voru 48 sauðkindur,
tvær geitur og nokkrar kýr og
\ar helmingur þeirra bólusettur
með bóluefni Pasteurs. Síðan
var banvænum miltisbrunagerl-
um sprautað inn í allar skepn-
urnar. Hrossalæknarnir vildu
halda því fram, að þær myndu
allar drepast.
Og Pasteur gekk á hólminn
— og sigraði. Kindurnar, sem
bólusettar höfðu verið „átu og
ljeku sjer rjett eins og þær
hefðu aldrei á æfi sinni komið
nálægt miltisbrunasýklum“.
,,En hinar veslings skepnurnar,
sem ekki höfðu verið bólusettar
lágu þarna í ömurlegri röð, tutt
ugu og tvær af þeim tuttugu
og fjórum, sem ekki hafði ver-
ið fengist við — og allar voru
þær steindauðar, en tvær voru
enn á rjátli, titrandi og óstyrk-
ar á beinunum og voru að berj-
ast við þann hinn miskunar-
lausa óvin, sem ætíð ber sigúr
úr býtum og alt sem lifir verð-
ur að lokum að lúta“-------.
*
Þegar Pasteur hafði fundið
upp bóluefnið gegn hundaæði,
en reynt það aðeins á dýrum
en ekki mönnum, vildi svo til
að móðir — frú Meister — kom
til hans með drenginn sinn níu
ára gamlan, Jósep, sem óður
hundur hafði sært fjórtán dög-
um áður.
„Bjargið þjer barninu mínu,
Pasteur“, sagði konan í bænar-
róm. Lækningin var í því fólk-
in að sprauta í sjúklinginn
hundaæðissýklum, fyrst hálf-
dauðum og máttlausum sýklum
og síðan æ sterkari skamti, þar
til líkami dýrsins eða mannsins
yfirbugaði sjúkdóminn. En bólu
efnið hafði aðeins verið reynt á
dýrum.
„Pasteur bað konuna að koma
aftur klukkan fimm um kvöld-
ið, en sjálfur fór hann þegar
á fund Vulpians og Granchers,
sem unnið höfðu í tilraunastofu
hans og þeir gengu með honum
um kvöldið til þess að athuga
drenginn, og þegar Vulpian sá
ljót og þrútin sárin hvatti hann
Pasteur til þess að byrja bólu-
setninguna þegar í stað: „Tak-
ið þ.jer til starfa“, sagði Vul-
pian. „Ef þjer hafist ekkert að,
er lítili vai'i á því að drengur-
inn deyr“.
Drengurinn fór heim aftur
til Alsace, og fekk aldrei síðan
aðkenningu af þessum hræði-
lega sjúkdómi.
Þessa tvo sigra Pasteurs sýn-
ir kvikmyndin.
Innanum þá er fijettað hugð-
næmt efni og dregin upp mynd
af öllu lífi Pasteurs frá því, að
starf hans hófst.
*
Myndin sýnir að lokum þeg-
ar Louis Pasteur er heiðraður í
háskólanum í Sorbonne, sjötug-
ur að aldri.
Þar flytur Pasteur ræðu, sem
er lofsöngur til vonarinnar. Það
eru stúdentarnir, drengirnir úr
æðri skólanum, sem hann á-
varpar:
„-----Látið ekki spillast að
neikvæðri og ófrjórri efagirni.
Látið ekki hugfallast, af þeim
döpru tímum, sem ganga yfir
þjóðirnar. Lifið í friði og heið-
ríkju bókasafna og tilrauna-
stöðva. Spyrjið sjálfa yður þess
fyrst af öllu: „Hvað hefi jeg
látið koma í staðinn fyrir ment-
un þá, sem jeg hefi hlotið?“
Og er ykkur vex þroski, kemur
næsta spurningin: „Hvað hefi
jeg gert fyrir þjóðina?“ Og
svo kann að renna upp sú mikla
sælustund, er þjer getið með
rjettu sagt, að þjer hafið að ein-
hverju leyti stutt að velferð og
framförum mannkynsins“.
*
Pasteur studdi að velferð og
framförum mannkynsins, jafn-
mikið og flestir aðrir. Þeir sem
ekki þekkja sögu hans geta
kynst henni með því að sjá kvik
myndina um Pasteur.
Það er góð mynd, skemtileg
mynd — heillandi mynd.
(Tilvitnanir teknar úr „Bakt-
eríuveiðar“ eftir Paul de Kruif)
Kiöl
af fullorðnu fje.
Kindabjúgu
Miðdegispylsur
Hvítkál — Gulrófur
BURFEU,
Laugaveg 48. Sími 1505.