Morgunblaðið - 16.05.1937, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Simnudagur 16. maí 1937.
RIKISSTJORNARAFMÆLIÐ.
Frá ^pánl.
Caballero
biður um
lausn!
r-' Ijondon í gær. FÚ.
Caballero og ráðuneyti
hane hefir sagt af
®jer. Caballero hefir verið
forsœtisráðherra á Spáni
síðan í september í fyrra.
Enda þótt ýmsar breyting-
ar hafi verið gerðar á
stjórninni, hefir Caballero
þó altaf haft stjórnartaum-
Undanfarið hefir verið
nokkurt ósamkomulag
milli vinstri flokkanna,
sem mynda stjórnina, og
er það þetta sem leitt hefir
til þess, að hún hefir sagt
af sjer.
(í frjett frá Khöfn seg-
ir að Azana hafi falið Ca-
ballero að mynda stjórn
aftur).
Tl O'f
ENNÞÁ 22 KM. TIL
BILBAO.
Uppreiaíiarmenn á Spáni
aegjaat enn aækja fram á Baska
▼ígsföövunum. Þeir segjast riú
hafa iíað a' vald sitt öllum vest-
rary-4 I'l, r ;7i P -,/■
urhluta Selluhihæðanna, norð-
austan yið Bilbao, og vera nú
í aðeins 22 kílómetra fjarlægð
frá Bilbafi. (FÚ).
MERRXLL SETTI ÞRJÚ
NY MET.
■,< . J ; ■■■’r.j ....
London í gær. FU.
Með flugi sínu frá Englandi
tií Now York í gær, setti
Diek lierrill þrjú ný met: í fyrsta
lagi með því að Iiafa )>á flogið til
Hnglands og tií baka, innan fimm
sólarhringa; í Öðru lagi með því
að fljúga veflfur um haf á skemri
tíma éri þessi leið hefir áður ver-
ið flogin, og loks með því, að
hann hefir f^rstur manna flog-
ið þeasa íeíð tvívegis fram og til
b'akii.
Merrill váir 18 klst. frá London
til Nevr Foundland og kom í gær
kvöldi tíl Ne# York.
Btrmbnftmd aósíalista í Hafn-
arfirði, sew Alþýðublaðið gumar
»vo wijög af í gær., sóttu innan
við 100 manng. Haraldur Ghiðm-
undfísop sv<> hás, að hann
mátti varla mæla, enda sagðist
hanq véra þarna komínn frekar
af vilja en mætti. Talkórinn og
hljóðfærasláttúáiíiá ' hafa sjálf-
flagt bætt upp það, sem Haraldur
gat ekki í tje látið.
Yfir tvö hunciruð
þús. manns hylla
Kristján konung X
Frá PÁLI JÓNSSYNI
frjettaritara vorum í Khöfn.
Hátíðahöldin í Kaupmannahöfn í tilefni
af 25 ára ríkisstjórnarafmæli Kristj-
áns konungs X. náðu hámarki í kvöld
|i?r Jjúsundir stúdenta fóru blysför til Kristjáns-
borgarhallar og hyltu konung og Alexandrinu
drotningu hans.
Það er talið að 'á þriðja hundrað þúsund
manns hafi verið saman komnir á torgið fyrir
framan Kristjánsborgarhöll.
Þessi iðandi mannfjöldi, sem af öllu hjarta hylti kon-
ung sinn með söng og húrrahrópum mun í sögunni geym-
ast sem tákn um vinsældir Kristjáns konungs X.
Kaupmannahöfn var öll böðuð í ljósum. Nokkrar býggingar
voru „flóðlýstar“ (floodlighted), annars staðar loga bál á hús-
þökum, og jafnvel í gluggum var kveikt á kyndlum.
Það varð ekki til þess að draga úr hátíðaskapi Kaup-
mannahafnarbúa, að veðurspáin reyridist röng. í morgun var
úðarigning, en síðari hluta dags rofaði til og í kvöld er stjörnu-
bjartur himinn..
I allan dag hafa mörg
hundruð þúsund manns
verið á ferli um götur
Kaupmannahafnar.
Tólf hundruð lögreglumenn
hafa haldið uppi lögum og
reglu.
ÞRlR KÓNGAR
Konungur byrjaði daginn með
því að fara í reiðtúr að venju.
Skömmu eftir að hann var
kominn aftur til Amalienborg-
ar söfnuðust fyrir utan höll-
ina þúsundir manna.
Kom konungur þá fram á
svalir hallarinnar og var
hyltur af mannfjöldanum.
Hrópuðu menn nú „þrír
kóngar“, þareð þeir vildu fagna
konungi Svía og Norðmanna.
Er þáð í fyrsta sinn síðan 1914
að þessir þrír konungar, Há-
kon, Gustav og Kristján, hafa
komið saman í Kaupmanna-
höfn.
I kvöld, þegar mannfjöld-
inn var saman kominn fyr-
ír framan Kristjánsborgar-
höll endurtók þetta sig og
var hrópað á þrjá kon-
unga.
1 hæði skiftin komu hinir þrír
norrænu konungar fram á sval-
ir og voru hyltir af hinum fagn-
andi mannafjölda.
HÁTÍÐAHÖLDIN
Hin opinberu hátíðahöld hóf-
ust með því, að konungur og
drotning óku til kirkju.
Var það fögur sýn að sjá
hina skrautlegu konungsfylk-
ingu, fremstir einkennisklædd-
ir húsarar, þá konungshjónin í
opnum vagni, með fjórum hest-
um fyrir og þá fylgdarlið hús-
ara. Fyrir utan kirkju stóð líf-
vörður konungs fylktu liði.
í kirkjunni v.oru helstu virð-
ingamenn Norðurlanda í skraut
legum embættisbúningum, með
krossa . af öllum gráðum,, —
Nokkrir voru í samkvæmisföt-
um.
Konungshjónin sátu í, kirkju
milli Gustavs. Svíakonungs og
Hákonar Noregskonungs. —
Hlýddu þau á messu af hrærðu
hjarta.
Þegar konungshjónin
óku í vagni sínum um
Kaupmannahöfn, 6 km.
leið, sem öll var skreytt
fánum á báðar hliðar, ætl-
aði fögnuði hundruð þús-
undanna, sem safnast
höfðu með fram akbraut-
inni aldrei að linna.
Nokkur börn frá Suður-Jót-
landi voru meðal þeirra, sem
hyltu konungshjónin og feldi
konungur þá tár.
I RÍKISÞINGINU.
Kl. 11.25 var fundur í danska
ríkisþinginu, báðum deildum,
Þjóðþingi og Landsþingi sam-
an, og voru þar viðstödd kon-
ungur og drotning með fylgd-
arliði sínu.
Rasmuessen, forseti Þjóð-
þingsins, (úr flokki sósíalista)
ílutti hátíðaræðuna og mintist
sjerstaklega á grundvallarlögin,
sem samþykt voru 1915 og end-
urheimt Dana á Suður-Jótlandi
1920.
Rasmussen sagði m. a. „að
hann vildi einnig minnast þeirr-
ar löggjafar, sem á ríkisstjórn-
artíma konungsins hefir verið
sett um nýlendu okkar, Græn-
land. Þar sem byrjað hefir ver-
ið á því, að fá fólkinu í Græn-
landi sjálfu hlutdeild í stjórn
landsins. Það er metnaðarmál
Danmerkur að leiða Grænland
þannig fram á leið.
FRAMH. Á SJÖTTTJ SÍDU
Konungur á morgunreið sinni um götur Hafnar.
Afmælisins
hátlðlega minst
I Reykjavlk.
BÆRJNN, var flöggum skreytt
ur í gær í tilefni af ríkis-
Stjórnarafmælimi. Márgar versl-
anir höfðu skreytt glugga sína
ineð myndum áf konungshjónun-
um og íslenskum fánum.
Þrjú erlend herskip lágu lijer
í höfninni, danskt, enskt og
franskt, og voru þau skreytt há-
tíðafánum, en auk þess höfðu
þau íslenska fánann uppi á aftnr-
siglu.
Önnur skip í höfninni flögguðu
íTést með hátíðaflöggum.
Þrátt fyrir að veður væri dap-
urlegt vár' hátíðarblær á hænum.
Guðsþjónustuna í kirkjumri,
þar sem biskup prjedikaði, sóttu
ræðismenn erlendra ríkja, forsæt
isráðherra, borgarstjóri, aðrir em-
bættismenn o. fl.
Fjöldi manns kom í heimsókn
til sendiherra Dana og frúar hans
í gærmorgun, þar á meðal forsæt-
isráðherra, borgarstjóri, sendi-
herrar erlendra ríkja, foringjar
af erlendum herskipum og fleiri.
Þá kom fjöldi manns í heim-
sókn til forsætisráðherra, til að
bera fram hamingjuóskir konungi
til handa.
Mikill áhugi var meðal útvarps
hlustenda að fylgjast sem best
með hátíðahöldum, sem útrarpað
var, og tókst hið erlenda endnr-
varp vel, nema hvað útvarpiS frá
Ameríku heyrðist misjafnlega
vel.
Veisla hófst að Hótel Borg kl.
7, sem foraætisráðherra og horg-
arstjóri gengust fyrir. V isluna
sátu allir sendiherrar erlendra
ríkja, föringjar af eriendnm her-
skipum og fleiri. Pjetur Ha lórs
son borgarstjóri stýrði samsæt-
inn.
FRAMH. Á S.7ÖTTU SIÐU
Vestur-lslendingar og
ríkisstjornarafmæiið.
Leifur Magnússon, sonur Sig-
fúsar Magnússonar frá
Grenjaðai'stað í Suður-Þingeyj-
arsýslu og konu hans Guðrún-
ar Benediktsdóttur frá Múla í
sömu sýslu, flutti kveðjur ís-
lendinga í Vesturheimi tíl kon-
ungs í endurvarpinu frá New
York í gær.
Endurvarpið hófst kl. 18.30
með því að Lauritz Melchior,
danskur söngvari við Metropoli-
tan Operuna í New York, söng.
Þá talaði sendiherra Dana og
íslendinga í Washington, Otto
Wadsted, og flutti konungi
hamingjuóskir fyrir hönd Dana
og íslendinga í Vesturheimi.
Elsa Brems, söngkona við
Konunglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn, söng, en hún er nú
stödd í New York, þá talaði
fyrir hönd íslendinga Vestan-
hafs Leifur Magnússon, for-
stjóri verkamálaskrifstofunnar
í Washington.
Leifur er fæddur á Seyðis-
firði en fluttist vestur um haf
með foreldrum sínum er hann
var eins árs gamall. Leifur
heimsótti ísland fyrir 2 árum.
Leifur Magnússon flutti
kveðju konunginum og fulltrú-
um stjórna hinna tveggja sam-
bandsríkja, og mælti á enska
tungu. Kvað hann það mis-
skilning einn, að Danir og ís-
lendingar vestan hafs væru af-
huga átthögum sínum, þótt þeir
bygðu aðra heimsálfu, og
kvaðst sem fulltrúi íslendingay
geta borið um það, að þeir bæru
virðingu fyrir sínum þjóðararfi,
og vildu varðveita hann.
Hann mælti að lokum nokkur
orð á íslenska tungu.
Að lokinni ræðu Leifs Magn-
ússonar ljelc Axel Stjerne á pi-
I ano Intermezzo eftir Lange
j Múller, og því næst talaði sem
jfulltrúi Dana * Ameríku Benne-
rup ríkisstjöi i •Tebraska. (FÚ)