Morgunblaðið - 22.05.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1937, Blaðsíða 6
6 f ‘nnm MORGUNI JLAÐIÐ Laugardagur 22. maí 1937. Iðnaðurinn: Samtal við Helga H. Eiríksson.; t’RAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU þýðir að tala hjer am að koma upþ ’fjðlþættiim' 'iðnaði og blómlepmn, rrieðári[ ýmsar tílrátlri- ir í þá átt éru' káffðar í faatjfhgii og 'viðleiðni ! sto|jvúð, með því áð nejta iðnaðiumn sim innfltitriing á efuivörum. jSíðftstJiðin 2—3 jtr hafa iðnfyr- h-Vítð ; e|túf | appáð,,orðið að loka tímunum saman vegna þess, að þeim hefir. verið neitað um innflutning á Qfni.vörum. í Aftur ha,fa cinnur fyrirtæki. orðið' að sæta þöim afarkostum að hverfa frá því að kduþa efnivörur sínar, þar sem þær fást bestar ög ódýr- astar, og orðið að hlíta fyrirmæl- um gjaldeyrisnefndar að kaupa vörurnar þar sem þær eru dýrari og verri. ;.(Qjjj(,þú sjepp,^tendur biða ýms iðnfyrirtæki eftir levfurn til þess að fá iiuiflutning á vjelum og efni til iðnþarfa. öjaldevri til iðnaðar ,þarf að ráðstafa á annán hátt en gert hef ir verið. Iðriáðármeön þurfa að gera áætlanir riin það, hve mikil innflutningsþörf þeirra er. Rjett- ast væri að iðnaðu rinn fengi sinn fulltrúa í innflutnings- og gjald- eyrisnefnd, og iðnaðurjnn fái á- kveðinn bluta af þeim gjaldeyri, sem til ráðstöfunar er, eri fulltrúi iðnaðarinssjái um, að úthlutun fari rjettlátlega fram. Lánsfjárþörf iðnaðarins. Eitt aðalviðfangsefrii iðnaðar- ins, segir H. H. ennfremur, ér að fá bætt úr lánsfjárþörfinni. Iðnlánasjóður sá, sem nú starf- ar, er alveg ófpllnægjandi. Hann er, sem kunnugt er, notaður til þess að styrkja líívænleg iðnfyr- irtæki til að kaupá vjelar og áhöld. Frumvarpið frá „Rauðku“ um iðnlánasjóð komst ekki nema stutt áleiðis í þinginu í vetur. Og hvernig afgreiðslu sem það frum- varp fær. þá þarf' þetta mál að leysast fijótlega á einhvern við- unandi hátt. í frumvarpi þessu er, sem kunnugt er, ætlast til þess, að ríkissjóður leggi frá % miljón króna í sjóðinn í upphafi og 50 þús. kr. árlega næstn 10 ár. Að lagður verði 1% tollur á inn- flutta iðnaðarvöru, sem renni í sjóðinn, uns hann er orðinn 8 milj., en seld verði vaxtabrjef til þess að afla sjóðnum viðbótar- fjár, og megi vaxtabrjefaupphæð- in nema tvöfaldri stofnfjárupp- hæð. — Eru önnur frumvörp við- komandi iðnaðinum, er lágu fyr- ir síðasta þingi? — Já. Meðal þeirra var frum- varpið um breytingu á skulda- skilasjóði vjelbátaeigenda, er náði fram að ganga, en ekki með þeim breytingum, er iðnaðurinn óskaði eftir. í lögnnum um skuldaskilasjóð þenna eru iðnaðarmenn settir jafnhliða öðrum almennum kröfu- höfum, og þeirra vinna því rjett- lægri en annara, sem við vjelbát- ana hafa unnið. Flestir iðnaðar- menn hafa ekki annað en vinnu sínu sjer til framfærslu. En skyld nr þéifrá við vjélbátáeigendur éru vitanlega að miklu leyti sumar frá því, að iðnaðarrnenn hafa lagt til efnivörur, auk vinnu sinnar. Ef, vinnulaunin eni undir þessum kringumstæðuin af þeim tekin með lögum, er óaðgengilegt . að veua , iðnaðarmaður. Ástæða væri til þess, segir Helgi Hefmanri að lokum, að minnast hjer nokkuð á fjelags- starfsemi iðnaðarmanna og Eandssambandið, sem verður 5 ára í næsta mánuði. Fram til þessa hefir Landssambandið haft mjög takmarkað starfsfje, og því tiltölulega litlu getað komið til lejðar af þeim mörgu og miklu verkefuum, sem fyrir hendi eru. Olympiumynd I. R. sýnú i kvöld. Olympíukvikmynd í. R. verður sýnd í kvöld í kvikmynda- sal Austurbæjarskólans. — Þessa stórfróðlegu íþróttakvikmynd ættu allir íþróttavinir að sjá. Á undan sýningunni flytur Jón Kaldal hlaupagarpur erindi um endurvakningu Olympíuleikanna og lýsir svo Olympíuleikunum í Berlín 1936. Myndin byrjar á því að sýna hlaupagarpa hinna ýmsu þjóða flytja hinn heilaga Olympíueld frá Grikklandi til Berlínar. Þá er sýnd skrúðganga íþróttamanna inn á Olympíuvöllinn, og er hæði glæsilegt og fróðlegt að sjá hinar ýmsu þjóðir ganga íylktu liði inn á völlinn Undir þjóðfánum sínum. Síðan hefjast íþróttirnar, og gefur þar að líta flesta hina bestu íþróttagarpa heimsins í flestum íþróttagreinum. Fjölda margir fslendingar kann- ast aðeins við Olympíuleikana að nafninu tíl, en með því að hlýða á erindi Kaldals og sjá þessa ' mynd fá menn glögg kynni af Olympíuleikunum. Allir íþrótta- unnendur ættu því að sjá þessa fróðlegn mynd, til að auka skiln- ing sinn á sannri líkamsmenningu og víkka sjóndeildarhringinn og dómgreind sína á íþróttum með því að sjá það sem best gefur að líta á á þessu sviði. íþróttavinur. Gljáir skóna afburða vel og gerir bá silki- mjúka og endingar- góða. Fraitihald af 2. §íður. AI þýðuf lokkur inn og Reykjavik. ið mest á lágum og miðlungs- tekjum. öegnir satt að segja furðu, að Alþýðublaðið skuli dirfast að minnast á tekjuskattinn, þar sem bver. einasti gjaldþegn þreifar á staðreyndunum. Það gagnar ekkert að vera að stagast á því, að heildartekjur ríkissjóðs af . tekjuskattinum standi riálega í stað, þrátt fyrir hina stórfeldu hækkun skattsins. Þetta sýnir aðeins að tekjur manna ganga stöðugt til þurðar, en það gefur valdhöfunum síður en svo góðan vitnisburð. Tollahækkanir stjórnarflokk- anna hafa skapað óbærilega dýr- tíð í landinu, og er þetta einnig staðreynd, sem hvert einasta heimili þreifar á daglega. Fátækr af ramf ærið. Með framfærslulögunum nýju, sem samþykt voru á þinginu 1935, var aðalbyrðinni af fátækrafram færinu vélt á kaupstaðina og-hin stærri káuptún, en fyrst og fremst bitnuðu þessi lög á Reykjavík. Fáeinar tölur sýna hvernig hjer er farið með Reykjavík. Árið 1930 var kostnaður Reykja víkurbæjar af fátækraframfærinu 516 þús. kr., árið 1932 775 þús., árið 1934 1.059 þús. og árið 1936 ca. 1.800 þús. kr. í þessum töl- um er ekki með talið það fje, sem hærinn leggur fram til atvinnn- bóta, sem nemur hundruðum þús- unda síðari árin. Fátækraframfærið í bænum hef- ir m. ö. o. vaxið um 1.300 þús. kr. síðan 1930. Mest hefir hækkunin orðið s.l. ár, eða eftiV að nýju framfærslulögin fóru að verka. Hvað kom á móti? Eitt af kosningaloforðum AJ- þýðuflokksins í „4 ára áætlun- inni“ var um það, að sjá bæjar- og sveitarf jelögum fyrir nýjum tekjustofnum. Hverjar hafa orðið efndir þessa loforðs? Þær, að á þrem síðustu þing- um hafa stjórnarflokkarair felt eða svæft allar tillögur, sem fram hafa komið í þessa átt. Og á þinginu í vetur var full- trúi sósíalista í allsherjarnefnd efri deildar, Sigurjón Á. Ólafsson kominn að þeirri skarplegu(!) niðurstöðu, að bæjar- og sveitar- fjelögin hefðu eigi neina þörf fyfir 'nýja tekjustofna, Hann seg ir í nefndaráliti (sjá þingskjal 318); „Um þörfina fyrir nýjan skattstofn handa bæjar- og sveit- arfjelögum má einnig deila; í því sambandi má benda á ráðstöfun Alþingis um Kreppulánasjóð bæjar- og sveitarfjelaga, sem öll bæjarfjelög og 82 sveitarfjelög hafa notið góðs af“. Sigurjón er sýnilega búinn að gleyma því, að hann og hans sam herjar á Alþingi höfðu -komið því þannig fyrir, að Reykjavíkurhær var eina bæjarfjelagið á landinu, sem ekki mátti fá kreppulán. En ummæli Sigurjóns verða | ekki skilin á annan veg en þann, ! að sósíaiistar sjeu nú alveg horfn ! ir frá því að sjá bæjar- og sveit- arfjelogum fyrir nýjum tek.ju- stofnum. Ljótar aðfarir? Aðferð stjórnarflokkanna hef- ir verið þessi: Fyrst ræna þeir bæjar- og sveitarfjelögin þeim eina tekjustofni, sem þau hafa. Síðan velta þeir þungum byrð- um (fátækraframfærinu) yfir á bæjarfjelögin, en svíkjast um að sjá þeim fyrir nýjum tekjustofn- um. Afleiðingin hefir svo vitanlega orðið sú, að skattabyrðin á al- menningi í kaupstöðunum er svo þung, að hann fær ekki undir ,ris- ið. Utsvörin eru sí-hækkandi, því að aðra tekjustofna sem teljandi eru, hafa bæjarfjelögin ekki. Enda er nú svo komið, að nokk ur bæjarfjelög, sem sósíalistaU stjórna, hafa ekki treyst sjer til að ná inn með útsvarsálagningu þeim tekjum, sem þau þurfa. Þau hafa því neyðst til að afgreiða fjárhagsáætlanir sínar með tekju- halla. Hjer í Reykjavík er enn reynt að ná inn nauðsynlegurii tekjum bæjarins með útsvörum. En hve lengi verður það gert? Hve lengi getur almenningur í bænum risið undir hinum háa tekjuskatti og sí-hækkandi útsvörum í ofan á lag? Síldarverksmiðjurnar. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. s'on skipaði þá sæti atvinnu- málaráðherra af hálfu Sjálf- stæðismanna. Framsóknarmenn og sósí- alistar skildu viS síldarút- veginn í fullkomnu öng- þveiti eftir ráðsmensku sína 1927—1931. Síldar- einkasalan var komin á höfuðið. Tapið á henni hafði orðið svo afskaplegt, að síðasta árið tap- aðist alt andvirði fersksíldar og meira en ein miljón króna að auki. — Samt Ijet Finnur Jóns- son kjósa sig, sern formann síld- areinkasölunnar, þegar tapið var komið í Ijós, og ætlaði að halda henni áfram, en Tryggvi Þórhallsson tók í taumana og afnam einkasöluna með bráða- birgðalögum. Síldarverksmiðjurnar voru að fara í sama kaldakol. Árið 1931 voru ekki reknar nema fimm verksmiðjur af átta. Verksmiðjurnar, sem störfuðu, unnu úr ca. 7000 málum á sói- arhring, en hinar, sem ekki voru reknar, hefðu getað unnið úr samtals 2500—3000 málum. Reynslan af stjórn Framsókn- ar og sósíalista fyr og síðar hef- ir verið dýrkeypt — en lær- dómsrík. Sveinn Benediktsson, Sjálfstæðismenn, sem vita af flokksmönnum er dvelja erlendis, eru beðnir að' gefa upplýsingar um það á kosBÍngaskrifstofu Sjálf stæðisflokksins í Varðarhúsinu. Símar 2339 og 2907. Delicious JarOepla- spænirnir eru breinasta iælgœtl, og um leið nærandi, liollir og auð- meltir. Jarðeplaspðnagerðin Hafnarfirði. Melis 55 aura kg. Strausykur 45 aura kg. Hveiti 50 aura kg. Haframjöl 50 aura kg. Hrísgrjón 50 aura kg. Smjörlíki 80 aura stykkið. Sparið peningana og verslið við ÖDÝRA BÚÐIN Ásvallagötu 1. Sími 2914. Gardínu- stangir nýkomnar. | Ludvfg Sforr Laugaveg 15. 1 Keramik kaffistellin koitiin i EDINBORG. ÍAFOSS NVIINEIr- C6 HMKUmWtlK Hafnarstræti 4. Sími 3040. Nýtt grænmeti: Agúrkur. Persille. Salatblöð. Laukur. Rauðrófur. Gulrófur. Lokað klukkan 1 e. h. Þýska. Kensla, brjefaskriftir, þýðingar. Bruno Kress. • Sími 2017.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.