Morgunblaðið - 27.05.1937, Síða 2

Morgunblaðið - 27.05.1937, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. maí 1937. Franco skytur á franska farþegaflugvjel. Þrír konungar Norðurlanúa. í Khöfn. Prá hægri Hákon Noregskonungur, öústay Svíakonungur og Kristján Danakonungur. — ——4 þús. óttasiegin------------------------------- Bilbao-börn i Englandi. FRÁ FRJETTARITARA VORUMi KAUPMANNAHÖFN I GÆE. Þjáningum barnanna, sem flutt hafa verið frá Bilbao, er lýst af frjettarit. danska blað sins Nationaltidende, sem heim sótt hefir tjaldbúðir hálægt Sputhampton, þar sem 4 þúsund börnum hefir verið komið fyrir til bráðabirgða. J Börnin verða í tjaldbúðunum þar til búið er að koma þeim fyrir á breskum heimilum. „Mörg börnin bjuggu í kjöllurum í Bilbao, þar sem þau vor ókult fyrir sprengjuárásum flugvjelanna, og höfðu ekki sjeð dagsins Ijós vikum saman“. „Sum þeirra höfðu sjeð ógnir sprengjuárásar og flúið úr húsum, sem hrundu að baki þelm. Mörg þeirra hafa ekki hugmynd nm hvar foreldrar þeirra eru. Ef bömin heyra í vjel —- fyrstu dagana eftir að þau komu til Southampton kom það stundum fyrir að flugvjelar fóru yfir tjaldbúðum þeirra — þá hrökkva þan í kút. — Þau reyna þá að leita sjer hælis, af því að þau halda að loftárás sje yfirvofandi. Þegar bömin komu til Southampton voru þau snoðklipt af heilbrigðisástæðum. Urðu þau þá dauðskelkuð, og stúlk- urnar andmælttu því hástöfum, að hárið væri klipt af þeim. „Hvenær sem ókunnlr menn koma í tjaldbúðirnar“, — þannig lýkur frjettárítarinn lýsingu sinni — „reyna stúlkum- ar feimnislega að leýtsa géistina því, að þær eru snoðkliptar". Heimsókn Westergaards hjá Hfálpræðishernuni. Flugvjelin nauðlendir hjá Bilbao. Flugmaöurinn særður. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. lugvjelar uppreisn- armanna skutu í dag á franska farþegaflug- vjel, sem er í ferðum milli Biarritz í Frakk- landi og Bilbao. Flugvjelin varð að nauðlenda o g særðist flugmaðurinn hættulega en farþegana, sem voru fjórir, sakaði ekki. Franska flugfjelagið Air Pyrenese stofnaði til dag- Iegs jáætlunarflugs frá Frakklandi til Bilbao í ap- ríl *.l. er hafnbann Francos við Norður-Spán var í al- gleymingi. Hefir þessum flugferðum með farþega og póst verið haldið áfram síðan. ÁRÁSIN Ein af flugvjelum flugfje- lagsins var í dag komin nálægt Bilbao er nokkrar Heinkel-flug- vjelar uppreisnarmanna hófu vjelbyssuskothríð á hana. Flugmaðurinn nauðlenti ca. 15 km. frá Bilbao. Var hann þá sjálfur særður og flugvjelin mikið skemd. FÖNGUM GEFIÐ FRELSI London í gær. FTJ I dag var tilkynt í útvarp- inu í Salamanca að Fran- co hefði ákveðið að láta lausa alla þá menn úr út- lendingasveitum stjórnar- arhersins, er hann hefir tekið til fanga, og sem eru hafðir í Salamanca. Er búist við að þeir verði fluttir til landamæranna á næstunni. I gærkvöldi var feldur dauðadómur yfir þýskum flugmanni í Bilbao, og er það þriðji Þjóðverjinn sem þar er dreginn fyrir rjett og dæmdur tii lífláts. Uppreisnarmenn tilkynna í dag að þeir hafi náð á vald sitt mikilsverðum stöðum á leiðinni milli Durango og Bilbao. Uppreisnarmenn hafa komið upp gaddavírsgirðingum á norðurhluta vígstöðvanna í Baskahjeruðunum. Það er litið á þetta sem merki þess, að þarna ætli þeir að vera viðbún- ir að berjast, en ætli sjer aftur á móti að sækja á sunnar á víg- línunni. Egypfar teknir í Þjóðabandalagið. London í gær. FÚ. gyptum var í dag veitt upptaka í Þjóðabandalagið. Allir fulltrúarnir, 48, greiddu atkvæði með upptöku þeirra. Þegar fundur þjóðabanda- lagsþingsins hófst í morg- un vakti fulltrúi Póllands máls á því að Abyssiníu- menn gætu ekki lengur tal ist eiga sæti í Þjóðbanda- laginu. Kvaðst hann óska þess ,að bókað yrði að þingið teldi spurs- málið um það, hvort Abyssiníu- menn ættu rjett á fulltrúa í þjóðabandalagsþinginu, úr sög- unni. Vakti þetta undrun þar sem Abyssiníukeisari hafði engan fulltrúa sent á þingið. Forseti Mexikó-ríkis sagðist vilja lýsa yfir ákveðinni og al- gerðri mótstöðu sinni gegn því, að nokkurt spor yrði stigið í þá átt að útiloka Abyssiníu frá þátttöku í störfum þjóðabanda- lagsins. Hamar, blað Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, er nú farið að koma út aftur. í 1. tölublaði þessa árgangs, sem út kom s.l. laugar- dag, er þetta m. a.: Baráttumál- in, forytsugrein eftir Bjarna Snæ- björnsson lækni, frambjóðanda Sjálfstæðisfl. í Hafnarfirði. Loft- ur Bjarnason ritar um sósíalista og sjávarútveginn, Rannveig Vig- fúsdóttir ritar grein sem heitir „Hræðsla jafnaðarmanna við fylk ing Sjálfstæðiskvenna í Hafnar- firði“. Þorl. Jónsson skrifar: „Hafnfirðingar! Valið er vanda- laust“. Sjálfstæðismenn ættu að kaupa þetta blað og lesa, en sjer- staklega á það erindi til allra Hafnfirðinga. Á sunnudaginn kl. 4 e. h. held- ur kommandör Westergaard (leiðtogi Hjálpræðishersins í Nor- egi og á íslandi) fyrirlestnr sinn: „Bænir, sem ekki' hlutu hæn- heyrslu“, í dómkirkjunni. .. Kommandörinn hefir haldið þenna fyrirlestur í þrjátíu kirkj- um í Noregi, þar á meðal í dóm- kirkjunum í Hamar, Stavanger og Þrándheimi, ennfremur í „Vor Frelsers Kirke“ í Osló, og voru þá til staðar 1900 manns. Fyrirlesturinn svarar spurn- ingu, sem oft hvílir þungt á mönn unum: „Hversvegna svarar Guð ekki bænum mínum?“ Kommandör Westergaard heim sðtti fsland fy*ir 25 árum, og tal- aði þá eínnig í dómkirkjunni. í siimbíindi við þessa heimsókn mnn kómmaiiáörinh, Sem er danskur, ásfimt frú sinni stjórna hinu ís- lenska ársþingi. Allar ræður kommandörsins verða þýddar, nema fyrirlesturinn í dómkirkj- unni. E-listinn er listi Siálfstæð- isflokksins. A 89 41 norðlægrar breiddar. Rússneskrar flugvjelar saknað. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN 1 GÆR. f þremur flugvjelum sem lögðu af stað frá . Rudolfseyju . með vistir og verkfæri til rússnesku leiðangurs- mannanna við Norður- heimskautið komust 2 leiðar sinnar í dag. Frá þriðju flugvjelinni hefir ekkert frjest. Þegar flugvjelarnar tvær lentu var ísjakinn, sem dr. Schmidt og fjelagar hans hafast við á, á 89 gráðu 41. mínútu norðlægrar breiddar. Jakinn þokast vestur á bóg- inn með hálfrar mílu (enskrar) hraða á klukkustund. KVIKMYNDIN FRÁ HEIMSKAUTINU Loridon í gær. FÚ. t gærkvöldi frjettist ekkert frá ieiðangursmönnunum, en í dag, var sagt í skeyti frá flug- vélunum, að loftskeytastengur leiðangursins hefðu fokið niður í gær. Það var sagt að leiðangurs- mönnum liði öllum vel. Nokkrar kvikmyndir hafa þegar verið tekpar, og verða sendar ,með flugvjelunum. GÓÐAR HORFUR UM VINNUFRIÐ. London í gær. FÚ Góðar horfur eru nú taldar á því, að takast megi að koma í veg fyrir allsherjar verkfall kolanámumanna í Englandi. — Verkfallið hefir verið boðað 28. þ. m. í dag náðist samkomulag á fulltrúafundi í aðalatriðum um samsteypu hinna tveggja fje- lagsdeilda í Harewilth námun- um. Verkfalli ökumanna við al- menningsbifreiðir í London lýk- ur á föstudaginn. Vinna hófst í fyrradag við bygg ingu síldarbræðslnstöðvarinnar nýju á Ilúsavík. Sjálfstæðismenn, sem vita af flokksmönnum er eiga kosningar- rjett í öðrum kjördæmum en þeir dvelja í nú eða koma til að dvelja í fyrir kjördag, eru ámintir um að láta kosningaskrifstofu Sjálf- stæðisflokksins í Varðarhúsinu vita sem fyrst. Símar 2339 og 2907

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.