Morgunblaðið - 27.05.1937, Síða 4

Morgunblaðið - 27.05.1937, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. maí 1937. Fjandskapur rauðliða gegn hitaveitunni. «gur bor og fáanlegur var í Svíþjóð. NÝI BORINN Þegar nýi borinn kom, var strax hafist handa í að koma honum fyrir að Reykjum, og síðan farið að bora með honum. Hann borar 8 þumlunga víðar holur, eða helmingi víðara þvermál en gamli borinn. Þegar farið var að reyna bor- inn komu í ljós gallar á honum. Verksmiðjan hefir viðurkent gallana, sem í ljós hafa komið, og bar því við, að hjer hefði verið um nýsmíði að ræða, sem ekki hefði verið unt að prófa nægilega. Sendi svo verksmiðj- an ný stykki í borinn. FYRSTA HOLAN Holurnar frá nýja bornum eiga að geta gefið 5—6 sinnum meira vatn en holur gamla borsins. Þar ^em t. d. gamli borinn gaf 15 lítra, ætti sá nýi að geta gefið 75—90 lítra. —- Þetta sýnir hve mikils virði það var að fá stærri bor, og einnig hitt hve mikið tjón stjórnar- flokkarnir hafa bakað með þrjósku sinni við að leyfa kaup ú hentugum bor. Nýi borinn er enn með fyrstu borholuna, og er komið 100 m. niður. Á 25 metra dýpi gaf þessi hola 8 lítra af heitu vatni, og er það hrein viðbót, því eng- in rýrnun varð í gömlu holun- um. Aldrei var búist við veruleg- um árangri úr þessari holu fyr en komið væri 100—200 metra niður. En þar sem nú er komið niður í 100 metra, má hvað úr þessu fara að búast við ár- angri. TAFSAMT VERK Almenningur gerir sjer vafa- laust ekki ljóst hve tafsamt verk það er, að bora eftir heitu vatni. Með gamla bornum var, þeg- ar best gekk komist alt að 13 metra niður á dag. Með nýja bornum hefir enn ekki tekist að komast nema 5—6 metra niður á dag, en þetta smáeykst með hverjum degi. Stundum koma við boranirn- ar fyrir óhöpp, sem tafið geta í marga daga. NÆGILEGT VATN Stjórnarbölðin hafa undan- farið verið að skýra lesendum sínum frá því, að úr því sje skorið til fulls, að ekki fáist frá Reykjum nema helmingur þess vatns sem þarf til að hita upp Reykjavíkurbæ. Og það er ekki laust við að gleðihreimur sje í frásögn stjórnarblaðanna, er þau eru að segja þessi tíðindi. Þar kemur enn í ljós fjand- skapurinn við hitaveituna. En, sem betur fer, eru skrif stjórnarblaðanna um þetta ekki á neinum rökum bygð. Þau eru aðeins órökstudd fullyrð- ing út í bláinn. Sannleikurinn er sá, að alt bendir til þess að til sje á Reykjum nægilega mikið af heitu vatni til þess að hita upp alla Reykjavík. Sú reynsla, sem fengist hefir með gamla bornum, bendir ó- tvírætt til þessa. Og þegar búið verður að bora tvær holur með nýja bornum, fæst væntanlega enn betur úr þessu skorið. Gæfu þær holur hlutfallslega eins góðan árangur og hinar, ætti úr þeim að fást 70—80 lítrar, og þá er bersýnilegt, að vatnið verður nóg. FRAMKVÆMD- IRNAR En hvenær verður hafist handa um framkvæmdir?, spyrja menn. Vonandi verður ekki langt að bíða þess. Ráðgert er að hafa tvær píp- ur frá Reykjum til bæjarins. Það er gert vegna öryggisins. Búið er að mæla út hvar leiðsl- an verður lögð, og allur undir- búningur þar langt á veg kom- in. Þegar komið er nægilegt vatn á Reykjum í aðra pípuna, sem myndi nægja til að hita upp hálfan bæinn, má byrja á fram- kvæmdum. Yrði þá önnur pípan fyrst lögð og henni komið í sam band við bæinn, eins fljótt og unt er. Á þann hátt getur hita- veitan farið að gefa peninga í aðra hönd, áður en fullnaðar- virkjun er lokið. Að sjálfsögðu yrði haldið á- fram borun meðan á þessum framkvæmdum stæði. Er ekki ósennilegt að nóg vatn væri fengið í síðari pípuna, þegar búið væri að koma hinni fyrir í samband, og þá mætti strax hefjast handa með iagning hennar. Væri þá virkjuninni brátt lokið, og heitt, rennandi vatn komið í hvert einasta hús í bænum. STÓRT MÁL Áætlað hefir verið hvað Reykjavíkurbær ver árlega miklu fje til kolakaupa. Eftir því sem næst verður komist, nemur andvirði kolanna, sem bæjarbúar kaupa árlega 1.2 milj. króna, miðað við 40 kr. verði á toan. Ekki hefir enn verið gerð fullnaðar áætiun urn stofnkostn- að hitaveitunnar frá Reykjum. En samkvæmt lausiegri áætlun er gert ráð fyrir ao hún muní kosta nál. 5 milj. króna. Af þessu má sjá hve stórkost- legt fjárhagsmál hitaveitan er. Þess utan eru svo heilbrigðis- og hollustuhættir sem eru sam- fara hitaveitunni, sem eru ó- metanlegir. STJÓRNAR- BLÖÐIN Gegn þessu stórkostlega fjár- hags- og menningarmáli Reykja víkurbæjar, hafa stjórnarflokk- arnir fjandskapast frá því fyrsta að málið komst á dag- skrá. Og nú síðustu dagana hafa stjórnarblöðin hafið nýja herferð gegn málinu. Efsti maðurinn á lista Fram- sóknarflokksins hefir nú tekið forystuna f. h. flokks síns í rógsherferðinni gegn hitaveit- unni. Skyldi veslings maðurinn halda, að hann fái atkvæði hjá Reykvíkingum fyrir sín heimsku legu skrif um þetta mál? I Alþýðublaðinu er það sjálf rit- stjórnin sem stýrir herferðinni. Bæði stjórnarblöðin virðast s&mmála um að hætta alveg við hitaveituna frá Reykjum. Hitt er svo ekki fyllilega Ijóst, hvað blöðin vilja að gert verði. Stundum minnast blöðin á Hengiiinn, og vitna þá til til- lögu þeirrar er fram kom um árið frá Gísla Halldórssyni. En um þá tillögu er í skemstu máli það að segja, að verkfræðingar munu sammála um að hún sje tóm endileysa, eins og frá henni var gengið frá G. H. Stundum minnast stjórnar- blöðin á Krýsuvík, og vilja fara að rannsaka hverina þar, eða einhversstaðar á landinu, bara ekki á Reykjum!! Stundum snýst heift stjórnar- blaðanna til málsins í rógsskrif um þann verkfræðing bæjar- ins, Helga Sigurðsson, sem stjórnar rannsóknunum á Reykjum; telja hann óreyndan ungling, sem nýkominn sje frá prófborðinu! Þessi verkfræðingur hefir þó verið í 8 ár í þjónustu bæjar- ins, og getið sjer hið besta orð í sínu starfi. Og það mun sýna sig þegar farið verður að virkja á Reykjum, að stórfje mun sparast á hitaveitunni, auk full komnara öryggis, einmitt fyrir aðgerðir og rannsóknir verk- fræðings hitaveitupnar. En fjandskapur stjórnarblað- anna til hitaveitunnar er svo rót gróinn, að þau láta sjer ekki nægja það eitt, að hefja rógs- herferð gegn sjálfu málinu, heldur þurfa þau einnig að rægja þá menn persónulega, sem mest og best hafa unnið að þessu mikla velferðarmáli Reykjavíkurbæjar. Kaupmenn! I er nii komið. Þetr, sem pantað ftiafa, hringfl flfll olikar. H. Benediktsson & Co. Hessian, porflúgalskfl, Bflndflgarn Sanmgarn fyrirliggfandi. Ólafur Gíslason & Co. h.f. Síml 1370. ilöfu I I mikiö úrval af pergament- og silki-skermum, Georgette, Silki o. fl. til Skermagerðar. Skermar saumaðir eftir pöntun. Skermabúðin. Laugaveg 15. Fyrirliggjandi: Hænsnafóður blandað. Mais heill. Mais kurlaður. Sig. Þ. Sltfaldberg. (Heildsalan). Steindórs bifreiðar bestar. Síml 1580 - 4 línur. bðnlr lll v> STEINDÓRSPRENT HF Slml TT71 Pðnfe&B 36S 'str <6tl 4 - Nýorpin egg. Verðið lækkað. Varsl, Visir. Sími 3555.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.