Morgunblaðið - 14.07.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1937, Blaðsíða 2
MÓRGUN t’LAÐIÐ Miðvikudagur 14. júlí 1937. Alþj óðaráðstefna til að af- stýra kínversk-japanskri styrjöld? Líkur j afn miklar fyrir friði og o • r o • :?*• tyrir otnði. Tokioskeyti til „The Times“. Miklir bardagar við Peking. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Astandið í Norður-Kína var aðalumræðu- efni stjórnmálamanna í höfuðborgum Evrópu í dag. Anthony Eden kallaði sendiherra Kínverja og Japana í London á fund sinn í morgun og gaf þeim til kynna ,,að breska stjórnin ljeti sjer mjög umhugað um hvernig fram úr þessu deilumáli rættist“, (skv. Lundúnafregn F. 0.) Cordell Hull utanríkismálaráðherra Banda- ríkjanna lýsti yfir því í dag, að sjer hefði borist orðsending frá Mr. Anthony Eden um ástandið í Norður-Kína. Er þess getið til að í orðsendingu þessari hafi Bretar stungið upp á því að kölluð yrði saman alþjóðaráðstefna til þess að ræða Kínamálin. Þegar spurning um þetta var lögð fyrir Cordell Hull sagði hann að ráðstafanir sem Bandaríkjamenn kynnu að gera, myndu þeir gera upp á eigin spýtur. 1 skeyti frá TOKIO til „The Times“ segir að líkurnar fyr- ir styrjöld og friði í Norður- Kína sjeu jafn-miklar. Stjórn- in í lapan hefir neitað að ræða frekar um mótmælaskjal Nan- kingstjórnarinnar og vill ekki semja við aðra en fylkisstjór- ana í Norður-Kína. Japanska utanríkismálaráðu- neytið hefir lýst yfir því, að framkoma Nankingstjórnarinn- ar væri þannig, að það væri augljóst ,,að taka þyrfti fastar á til þess að kenna Kínverjum og kínversku stjórninni hvernig ætti að koma fram við Jap- ani“ (skv. FÚ). Stærstu stjórnmálaflokkar Japana styðja stefnu þá, sem Konoye stjórnin hefir tekið upp. Tokioblaðið ,,Asahishimbun“ segir „að hinar nýju ráðstafanir Japana í Kína sjeu ekki bygð- ar á samningsbundnum rjetti þeirra, heldur gerðar í sjálfs- varnarskyni gegn hinni and-japönsku stjórnmálastefnu Kín- verja“. Japanski herinn við öllu búinn. Fulltrúi japanska hersins hefir látið svo um mælt, að herinn væri viðbúinn öllu því, sem að hendi kann að bera. Þrjú þúsund manna liðsauki er nú kominn til Tientsin frá Manschukuo. Á járnbrautarstöðinni í Tientsin er nú umhorfs eins og í japanskri hermannatjaldbúð. Talið er að 10 þúsund manna her sje á leiðinni til Tientsin til Manschúkuo. Einnig er sendingu sprengjuflugvjela frá Man- schukuo, Koreu og Japan til vígstöðvanna í Norður-Kína hraðað. Sumar fregnir herma að Japanir hafi þegar dregið saman 20 þúsund manna her við Peking. FRAIffH. Á SJÖTTU SÍÐU. Afstaðan í Austur-Asíu. Dregur sundur með Bretum og Frökkum. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN f G-ÆR. Það er búist við að Anthony Eden utanrík- ismálaráðherra Breta, kalli saman fund í hlutleysisnefndinni næstkom- andi fimtudag eða föstudag. í dag kallaði hann á fund sinn fulltrúa Frakka, ítala, Þjóðverja og Rússa, og birti þeim tillögur þær, sem Bret- ar ætla að leggja fram til þess að starf hlutleysisnefnd- arinnar geti haldið áfram. Tillögur þessar hafa ekki verið birtar ennþá. En margír öttast að kapp- ið, sem Eden leggur á það, að eitthvert samkomulag náist, leiði til örðugleika í sambúð Breta og Frakka. Er óttast að Eden kunni að mæla með ráðstöfunum, sem Frökkum muni reynast ókleift að fallast á. Vinstri blöðin í Englandi vara Eden við tilraunum af hendi Þjóðverja til þess að einangra Frakka. LANDAMÆRA- GÆSLAN Landamæragæslan í Pyre- næaf jöllum var lögð niður í dag. Eftirlitsmenn hlut- leysisnefndarinnar, þ. á. m. Lunn ofursti, eru komnir til Bayonne og biða þar átekta. ítölsk blöð ráðast í dag ákaft á Frakka og kalla afnám landa mæraeftirlitsins á spönsk- frönsku landamærunum stjórn- málalega bófa aðferð af hendi Frakka. Signor Gayda segir í blaði sínu „Giornale d’Italia“, að hann hafi persónulega fengið upplýsingar um það að landamæraeftirlitið á spánsk-portúgölsku landa- mærunum muni bráðlega verða tekið upp aftur. STYRJÖLD VAR YFIRVOFANDI London í gær. FÚ. Á þingi franskra jafnaðar- manna í Marseille sagðist Le- on Blum í ræðu í dag, taka á þegar sá tími kæmi að birta mætti skjöl, sem nú væru og yrðu að vera leynd myndi þjóð- in og þá ekki síður verkamenn sjá hve hurð hefði skollið nærri hælum um það að Frakkland hefði borist inn í styrjöld þvert ofan í vilja almennings í Frakk landi. 16þAs.hafafallið af rauðliðum. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KIJÖFN í GÆR. Loftorusta var háð í dag yfir borginni Brunette á Madridvíg- stöðvunum og halda uppreisnarmenn því fram að þeir hafi skotið niður 8 flugvjelar rauð- liða. Uppreisnarmenn segja að rauðliðar hafi mist 16 þús. manns í orustunum vest- an við Madrid undanfarna daga. Fleiri Márar. London í gær. FÚ. Frá Gibraltar kemur fregn um það að uppreisnarmenn hafi nýlega flutt tvö þúsund Mára yfir til Spánar og hafi þeir verið sendir til vígstöðv- anna við Madrid. Hátíðisdagur hjá Franco. Uppreisnarmenn hjeldu mik- inn hátíðisdag í dag. Aðal- hátíðin er haldin í tilefni af því að í dag er ár liðið frá því að fascistaforingann Sotelo var drepinn, en sá atburður varð í orði kveðnu tilefni til þess að orgarastyrjöldin var hafin. Til viðbótar við þetta hafa uppreisnarmenn á Spáni graf- ið upp ýmsar sögur eða at- burði sem þjóðinni eru minnis- stæðír og tengja þá við þessi hátíðahöld. Belgiskan prinstitil í brúðargjöf. Elsa von Rosen. Sextugsafmæli á í dag Ragn- hildur Teitsdóttir, Holtsgötu 10. Carl prins. Þann 6. júlí voru gefin saman Carl prins, bróðir Ástríðar Belga- drotningar (sem ljest í bílslysi fyrir nokkrum árum), og Blsa von Rosen greifafrú. Carl prins misti rjettinn til að bera sænskan prins- titil er hann geltk að eiga konu af lægri stigum, en hann fekk í brúðargjöf frá mági sínum, Leo- pold Belgakonungi, belgiskan prinstitil. Bls.a von Rosen er 7 ár- um eldri en Carl prins. Hún hefir verið gift áður, von Rosen greifa. 3 milj, króna salt- fisksúttlutningur Dana til Itallu. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖPN í GÆR. Iverslunarsamningi, sem Danir hafa ný lokið við að gera við ítali og gildir til nýárs, er ákvæði sem heimila Dönum að flytja saltfisk til I- talíu fyrir þrjár miljónir króna. Með samningnum er Dönum heimilað að selja fyrir 11 milj. króna samtals til Ítalíu. Landkjörstjórn kemur saman í dag kl. 2 í Alþingishúsinú til að úthluta uppbótarþingsætum flokk- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.