Morgunblaðið - 14.07.1937, Page 4

Morgunblaðið - 14.07.1937, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júK 1937. iðtiaður VERSLUM siQLinöflR Iðnfjelögin fylkja sjer i Lands- samband iðnaðarmanna. 46 fulltrúar sátu iðnþingið. Iðnþinginu, hinu fjórða í röðinni, var slitið aðfara- nótt 8. þ. m. og hafði það þá staðið í 7 daga. Þingið sátu 46 fulltrúar, 18 úr Reykjavík, 11 úr Hafnarfirði, 5 frá ísafirði, 5 frá Akureyri, 3 úr Vestm.- eyjum, 2 úr Keflavík og 2 af Akranesi. 11 iðnfjelög höfðu gengið í sambandið á liðnu starfsári, en eitt fjelag úr sambandinu. Morgunblaðið hefir áður getið ýmsra tillagna, er samþyktar voru á þinginu. Hjer verður enn nokkurra getið. „Þurð á ýmsum vörum“ árið sem leið. Skýrsla Landsbankans. Pó að innflutnings- og gjaldeyrishöftin hafi að forminu til haldist ó- hreytt á þessu ári, hefir þó í reyndinni enn verið tölu- vert hert á þeim, svo að á ár- inu hefir orðið vart við þurð á ýmsum vörum, er nóg var af áður“, segir í skýrslu Landsbankans 1936. Enn- fremur segir þar: Gagnkvæmu viðskiftareglunni hefir og orðið að beita jafnvel enn þá strangar en áður, þrátt fyrir annmarka hennar. 1 Suður- Evrópu hefir enn. þrengst um markaði fyrir saltfisk vorn. Auk þess að Spánarmarkaðurinn hefir nú því nær lokast, höfum vjer á árinu orðið að gera viðskifta- sámning við Ítalíu á grundvelli hreinna jafnaðarviðskifta. í öðr- um löndum hefir heldur rýmkast um viðskifti vor. Innflutningsleyf- ið fyrir freðnu kindakjöti til Eng- lands var hækkað nokkuð. Sömu- leiðis var hækkað innflutnings- leyfið fyrir ísaðan fisk til Þýska- lands. Við Pólland var og gerður nýr samningur, sem veitti aukið innflutningsleyfi fyrir sild og leyfi fýrir ísuðum fiski. Útfluttar vörur námu á síðasta ári 48,2 milj. kr., en aðfluttar vör- ur 41,6 milj. kr. Samanborið við bráðabirgðaskýrslurnar árið áður hefir útflutningurinn aukist um 4,3 milj. kr., eða 10%, en innflutn ingurinn minkað um 1,0 milj. kr., eða rúmlega 2%. Útflutningurinn er 6,6 milj. kr. meiri en innflutn- íngurinn, en þegar tekið er tillit til allra hinna annara þungu liða í greiðslujöfnuðinum, sem eru landinu í óhag, mun þó raunveru- lega ekki vera um að ræða skulda- afborgun á árinu svo nokkru nemi. Að vísu munu tölur þessar, bæði fyrir innflutning og útflutn- ing, hækka töluvert, þegar endan- legar, verslunarskýrslur koma, en hlutfallið mun þó ekki breytast verulega. Af útfluttum vörum voru sjávarafurðir 39,9 milj. kr. (1935: 37,9 milj. kr.), en land- búnaðarafurðir 7,3 milj. kr. <1935: 5,5 milj. kr.). Iðnsýningar. Svohljóðandi tillaga frá Jóni Halldórssyni var samþykt með samhljóða atkvæðum: „Fjórða iðnþing Islendinga skorar á formenn iðnaðarmanna- fjelaganna, að þeir sjái um að kosnar sjeu fastar sýninganefndir í hverju fjelagi, er svo hafi sam- band sín á milli. Ennfremur telur nefndin nauð- synlegt, að iðnaðarmönnum gefist kostur á að sækja iðnsýningar í- öðrum löndum og treystir því væntanlegum iðnsýninganefndum til þess að vinna að því, að skapa möguleika fyrir iðnaðarmenn til að sækja slíkar sýningar“. Skuldaskilasjóður vjelbátaeigenda. Svohljóðandi tillaga var sam- þykt: „Fjórða iðnþing Islendinga fel- ur stjórn Landssambands iðnað- armanna að skora á hið háa Al- þingi, að það með fjárveitingu á næstu fjárlögum eða með nýjum lögum bæti að fullu þann órjett, sem iðnaðarmenn voru beittir með lögum um Skuldaskilasjóð vjel- bátaeigenda, þar sem þeir voru sviptir þeim viðurkenda rjetti allra manna, að fá vinnu sína greidda. Ennfremur skorar iðnþingið á Landsambandsstjórnina að hún hlutist til um að hjúalögunum verði breytt þannig á næsta Al- þingi, að iðnaðarmenn, meistarar og sveinar, njóti sömu rjettinda og aðrir þeir menn, sem með nú- gildandi lögum hafa forgangs- rjett til vinnúlauna frá þrotabú- um og skuldaskilasjóðum". Fjárstyrkur til Sambandsins. Svo hljóðandi tillaga var sam- þykt: „Fjórða iðnþing íslendinga skor ar á Alþingi og ríkisstjórn að veita Landsambandi iðnaðar- manna árlegan styrk, ekki minna en 20 þúsund krónur, til upplýs- inga- og ráðunautsstarfsemi sinn- ar. Telur iðnþingið iðnað og iðju orðinn svo veigamikinn þátt í at- vinnulífi og efnalegri afkomu þjóðarinnar ,að það sje fjárhags- leg nauðsyn, að framangreind starfsemi verði aukin sem fyrst og gerð sem fullkomnust. Iðnþingið felur stjórn Landsam- bands iðnaðarmanna forgöngu þessa máls við Alþingi og ríkis- stjórn og skrifa með því ítarlega greinargerð um nauðsyn þess“. Tollamál. Samþykt var svohljóðandi til- laga: „Fjórða iðnþing íslendinga á- lyktar að fela stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna að hlutast til um við ríkisstjórn og löggjafar- vald að tollalöggjöfinni sje jafn- anhagað þannig,að verðtollur og vörutollur á tilbúnum iðnvarn- ingi, sem hægt er að framleiða í landinu, sje ætíð mun hærri en samskonar tollur á óunnu efni í tilsvarandi varning. Yill þingið benda iðnaðar- og iðjumönnum á að senda Landsambandinu um- kvartanir, er menn kynnu að hafa ástæðu til að gera í þessu efni. Ennfremur leggur þingið á- herslu á að Sambandsstjórnin beiti sjer fyrir því, að viðskiftagjald verði afnumið á vjelum og alls- konar efnivörum til iðnaðar“. Skýrslusöfnun. Svohljóðandi þingsályktunartil- laga var samþykt: „Fjórða iðnþing íslendinga fel- ur stjórn úandsambands iðnaðar- manna að gangast fyrri því, að á næstu tveim árum verði um land alt, safnað skýrslum um eftirfar- andi atriði: 1. Fjölda iðnaðar- manna í hverri iðngrein. 2. Fjölda nemenda í hverri iðn. 3. Atvinnu- daga iðnaðarmanna. Iðnráðum, iðnaðarmannafjelögum og trúnað- armönnum Landsambandsins sje falin skýrslusöfnunin. Sje þeim jafnframt falið að gera áætlun um, hve marga iðnaðarmenn þurfi í hverri iðngrein á hverjum stað, og gefa aðrar upplýsingar um af- komu iðnaðarmanna. Stjórn Land- sambandsins láti síðan gera heild- aryfirlit yfir þær upplýsingar, sem fást úr skýrslunum, og senda þær iðnráðum og iðnfjelögum til athugunar og umsagnar“. Viðskiftahorfur iieima og erlendis. Breytinpí sú til batnaðar á viðskiftaástandinu í heiminum, sem byrjuð var á undanfarandi ári, hefir á þessu ári eflst svo mjög, að nú mega víða heita upp- g'angstímar, bó að þeir hafi ekki enn fallið íslensku át- vinnulífi í skaut“, seprir í I skýrslu Landsbankans 1936. Ennfremur sepir bar: Vísitölur þær, sem sýna magn iðnframleiðslunnar, hafa yfirleitt hækkað töluvert, t. d. í Bretlandi úr 105,7 upp í 116,0, í Bandaríkj- mram úr 75,6 upp í 88,1 og í Þýskalandi úr 94,0 upp í 106,1. Tala atvinnuleysingja hefir og lækkað, t. d. tala algerðra at- vinnuleysingja í Englandi úr il3,5% í janúar 1936 niður í 11,2% í janúar 1937 og í Bandaríkjun- um úr 17,2% í janúar 1936 niður í 11,7% í janúar 1937. Yerðlagið hefir og farið hækkandi á árinu. 1 Bandaríkjunum var heildsölu- verðvísitalan fyrir janúar 84,6, fyrir júlí 84,5 og fyrir desember 88,4. í Englandi var heildsölu- verðvísitalan (Board of Trade) fyrir janúar 80,4, fyrir júlí 82,0 og fyrir desember 88,3, en smá- söluverðvísitalan (Ministry of La- hour) fyrir janúar 89,6, fyrir júlí 89,0 og fyrir desember 92,1. í Danmörku var heildsöluverðvísi- talan fyrir janúar 95,5, fyrir júlí 96,2 og fyrir desember 103,0, en vísitala framfærslukostnaðar fyrir mars 100,0, fyrir júní 100,0 og fyrir desember 100,9. í Frakk- landi, en það land rýrði gullgildi frankans á árinu, hefir verðhækk- unin orðið meiri. Var heildsölu- verðvísitalan í janúar 57,3, í júlí 62,4 og í desember 82,8. Vísitala heimsverslunarinnar miðað við gulldollara hefir á árinu hækkað úr 34,2, sem hún var árið áður, upp í 37,2 (1929: 100). Verðlagið innanlands. Um það segir í skýrslu Lands- bankans: Innanlands hefir verðlagið hækkað töluvert á árinu. Samkv. skýrslum Hagstofunnar um fram- færslukostnað í Reykjavík, miðað við 5 manna fjölskyldu með 1800 kr. útgjöldum fyrir stríðið, hafa verðlagsbreytingar síðari ára ver- ið á þessa leið (útgjöldin fyrir stríð talin = 100): 1920: 446 1934: 228 1926: 321 1935: 232 1930: 221 (252) 1936: 242 Framfærslukostnaður hefir því hækkað um rúmlega 4% á árinu. Frá 1. janúar 1936 til 1. janúar Reikningar Landsbankans. Reikningar Landsbanka íslands fyrir árið 1936 eru fyrir nokkru komnir út, op- verður hjer getið nokk- urra atriða úr beim. /■; Seðlabankinn. Aðalupphæð efna hagsreiknings seðlabankans var 30.24 milj. kr. Þessir liðir höfðu aðallega hækkað: Innlendir víxl- ar um 1.15 milj., innstæðufje í hlaupareikningi 0.8 milj., lán í hlaupareikningi um 1.6 milj., skuld bankans erlendis um 1.3 milj. — Seðlar í umferð hafa hækkað á árinu um 255 þús., en meðalseðla- velta ársins var um 69 þús. kr. lægri en árið áður. Tekjur seðlabankans námu alls á árinu kr. 1.647.630.14 að með- taldri vaxtayfirfærslu frá fyrra ári kr. 74.579.58. Gjöldin námu alls kr. 1.078.149.- 74. Tekjuafgangur kr. 569.480.40 og kr. 1.098.297.07 voru fluttar frá fyrra ári. Afskrifuð töp námu kr. 53.423.- 91. Húseignir bankans og áhöld var lækkað í verði um 25 þús.; vextir greiddir ríkissjóði af stofn- fje 180 þús. Óráðstafaður tekju- afgangur kr. 1.409.353.56 var fluttur til næsta árs. Seðlabankinn á í skuldabrjef- um Kreppulánasjóðs kr. 2.213.- 640.00. Sparisjóðsdeildin. Aðalupphæð efnahagsreiknings sparisjóðsdeild- ar með útibiúum var kr. 44.481.- 893.80. — Þessir liðir höfðu aðallega tek- ið breytingúm: Lán lækkað um 0.7 milj.• innlendir víxlar lækk- að um 0.7 milj.; innlend verð- brjef hækkað um 0.8 milj., inn- stæða á hlaupareikningi hækkað um 0.33 milj. og innstæða í spari- sjóði og gegn viðtökuskírteinum hækkað um 700 þris. kr. Tekjur sparisjóðsdeildar með útibúum námu alls kr. 2.690.541.- 56, að meðtaldri vaxtayfirfærslu frá fyrra ári kr. 120.960.29. Gjöld- in námu kr. 2.199.172.20. Tekjuafgangur kr. 491.369.36 og kr. 445.067.55 voru fluttar frá fyrra ári. Afskrifuð töp námu: Sparisjóðs deildar sjálfrar kr. 215.832.56; útibúsins á ísafirði kr. 157.313.53, þar af kr. 82.313.53 af tekjum úti- búsins sjálfs; útibúsins á Ak- ureyri kr. 10.643.99 af tekjum úti- búsins sjálfs; útibúsins á Eski- firði kr. 150.000.00; útibúsins á Selfossi kr. 261.70 af tekjum úti- búsins. Húsbúnaðurinn á ísafirði var lækkaður í verði um kr. 248.55. Óráðstafaður tekjuafgangur kr. 402.136.58 var fluttur til næsta árs. tTtibú bankans í Hafnarfirði var lagt niður á áramótum. Sparisjóðsdeild átti um áramót í skuldabrjefum Kreppulánasjóðs FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.