Morgunblaðið - 24.07.1937, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.07.1937, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ í"'. Laugardagur 24. júlí 1937. Anihony Eden gef§t upp ¥ið að §æ(ta Itall og Frakka. Horfur bjartari i Kfna. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Horfúr eru nú sagðar bjartari í Austur-As- íu og í skeyti frá Shanghai til The Times segir, að Soong hershöfðingi í Norður-Kina hafi samið frið við Japani í blóra við Nankingstjórn- ina. Hersveitir Kínverja og Japana dragá: 9f‘g nú til baka úr hjerúðum umhverf- is Peking. -■ Það er þó enn erfitt að átta »ig á því hvort deila Kínverja og Japana sje þar með leyst að sinni, þar sem Nanking-st jórnin •ápfir engar upplýsingar getað fengið lim efni frið- arsamningsins, sem Soong gerði við Jaípana, þrátt fyr- ir ítrekaðar fyrirspurnir. EFNI SAMN- INGSINS Efni samningsiná er haldið leyndu til þess að æsa ekki hugi Kínverja. Það er alment talið, að Japanir hafi dregið úr kröfum sínum til þess að komast hjá ófriði. I samningnum mun þó vera ákvæði um 1) sameigin- lega baráttu gegn kommún- isma (Nanking stjórnin hefir lýst yfir því, að hún muni ekki geta gengið að neinum samn- ingum, sem hafi inni að halda ákvæði um þetta 2) um upp lausn fjelaga, sem hafi að markmiði baráttu gegn Japön- um í Norður-Kína. Margir telja að Japanir muni ætla að halda úti miklum her í Norður-Kína, er eigi að hafa það hlutverk að leggja Norður- Kína undir japönsk yfirráð smátt og smátt og án þess að til þess dragi að Nanking- stjórnin geri gagnráðstafanir. ÓEIRÐIR í SINGAPORE. í Singapore hafa í dag orðið óeirðir milli Kínverja og Japana. í Singapore eru 400 þús. Kínverjar, en 4 þúsundir Japana. Stjórnin í Singapore hefir lýst yfir því, að hún muni taka mjög hart á öllum tilraunum til að rjúfa friðinn í Singapore. Ekkert samkomu- lag í hlutleysis- nefudinni. Bretar og Frakkar istanda saman. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Areiðanlegar fregnir frá London herma, að Bretum hafi ekki tekist að finna neina leið til þess að umræður um tillög- ur beirra í hlutleysisnefndinni geti haldið áfram. Italir halda fast við þá kröfu, að fyrst verði rætt um veiting hernaðarrjettinda til ófriðarað- jilja á Spáni, áður en brottflutningur erlendra sjálfboðaliða verður tekinn fyrir. Samkomulag virðist vera útilokað. Engin ákvörðun hefir verið tekin um það enn þá, hvenær undirnefnd hlutleysisnefnd- arinnar skuli koma saman. Þeir sem nærstaddir eru bresku stjórninni, láta í veðri vaka að svo geti farið að stjórnin falli frá tillögum sínum og taki til nýrrar yfirvegunar þá hlutleysisstefnu, sem hún hefir fylgt frá því fyrsta. Sá skilningur er lagður í þetta, að stjórnin. muni einskis ætla að láta ófreistað til þess að knýja ítali til þess að hverfa ofan af þeirri stefnu, sem þeir hafa tekið upp. En takist þetta ekki, er hlutleysisnefndin í London úr sög- unni. w.L' < ■ í I Anthony Eden. Sendiherra Frakka í Lon- j don, Mr. Corbin fór í dag á fund Anthony Edens til þess að ræða við hann hið nýja viðhorf, sem skapast hefir í Spánarmálunum. Um svipað leyti. lagði sendi- herra Frakka í Berlín, Fran- cois-Poncet fram harðorð mót- mæli við stjórnina, gegn árásum þýskra blaða á Frakka og full- yrðingum blaðanna um hlut- leysisbrot af þeirra hálfu. Benti ráðh. á að fullyrðingar þess- ar væru birtar, þrátt fyrir yfir- J lýsingar frönsku stjórnarinnar, þar sem sýnt væri fram á að þær væri rangar. Signor Gayda ritar í blað sitt grein í dag (skv. Lunduna- fregn FÚ), þar sem hann á- sakar Frakka um óheilindi í starfi þeirra í hlutleysisnefnd- inni. Hann segir að framkoma þeirra þar eigi að breiða yfir stórkostlegar bersendingar frá Frakklandi og nýlendum þess til Spánar. Margir telja að árásir þýskra og ítalskra blaða á Frakka og einnig Rússa í sambandi við Spánarmálin, sje skipulögð tilraun til t*ess að draga samkomulag innan hlutleysisnefndar- innar á langinn. Er talið að um þetta hafi þeir rætt Mr. Corbin og Ant- hony Eden í dag. Roosewelt. Hæstarjettar- löggjög Roose- velts úr söganni. Oldungadeild Bandaríkja- þings samþykti í gaer ; með 70 atkv. gegn 20, að end- \ ursenda frumvarp Roosevelts forseta um endurskipulagningu dómstólanna til dómsmála- nefndar og fela henni að semjá nýtt frumvarp innan 10 daga. Flestir flokksmenn Roosvelts greiddu atkv. á móti frumvarpi hans. I hinu nýja frumvarpi verður ekkert minst á hæstarjett held- ur aðeins hina lægri dómstóla. (Skv. FÚ.). Skotið á breskt skip með 2500 flóttamenn. FRA FRJETTARJTARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Ættingjar 2500 flótta- manna, kvenna og barna, sem flutt voru með breska skipinu McGregor frá Santander áleiðis til Frakk- lands, horfðu á það með skelfingu skömmu eftir að skipið Ijet úr höfn í gær að spánska, beitiskipið „Almir- ante Cerveres“ nálgaðist og hóf á það skothríð. Var skotið yfir stefm skips- ins. Skipið hjelt þó áfram ferð sinni, og þegar það var komið út fyrir þriggja mílna land- helgislínuna, var þar fyrir breskt herskip sem fylgdi því til Frakklands. Spánska herskipið gerði þá ekki frekari tilraun til að hindra för þess. STÓRSKOTALIÐS- ÁRÁS Á MADRID. London í gær. FÚ. Majdrid varð fyrir stór- kostlegri stórkotaliðsárás seint í gærkvöldi og aft- ur í níörgún. í gærkvöidi' Var fallbyssu- kúlum skotið yfir miðbik* borg- arinnar og urðu þær tíu mönn- um að bana en tuttugu særð- ust. Vestan við Madrid halda miklir bardaga áfram. Aðstaða stjórnarsinna við Brunette, þar Hagsmunir Frakka við Miðjarðarhaf í hættu. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Iskeyti frá París til Ðaily Telegraph (í London) segir í dag, að Delbos utanríkismálaráðh. Frakka og franski ný- lendumálaráðherrann hafi í gærkvöldi ræðst við um áhrif ihlutunar ítala og Þjóðverja í spönsku styrj- öldina á hagsmuni Frakka við Miðjarðarhafið. Rannsóknir sem nýlega h^fa verið gerðar, hafa leitt í Ijós 1) að Þjóðverjar hafa komið sjer upp árásar bækistöðvum við Ceúta, Melilla (í spönsku Mar- okko) í Rio de Oro, spánskri nýlendu á vest- urströnd Afríku og á AI- hucemavatni, handan viS spönsku Marokko. Á flest- um stöðum hafa Þjóðverj- ar bygt herskipalægi, látið reisa forðabúr (þ. á. m. fyrir olíu) og flugstöðvar. Er talið að nýlenduyfirráð- um Frakka í N.-Afríku sje hætta búin af þessum viðbúnaði, Þjóðverja. 2) sjerstaklega er þó hættuleg Frökkum yfirráð ítala á Baleareynni Mall- orca, sem er á mikilvægri siglingaleið Frakka til ný- lendnanna í Norður-Af- ríku. Daily Express segir að Mallorca sje nú orðlnn að ítölsku vígi. NÝR LANDVARNA- SKATTUR í ÞÝSKA- LANDI. London í gær. FÚ. Idag voru gefin út ný H>g í Þýskalandi, er skylda alla vopnfæra karlmenn, se» ekki gegna herþjónustu, til þess að greiða sjerstakan land- varnaskatt frá 1. sept. næst- komandi að telja. Skattinn greiða allir sem hafa 50 RM. tekjur eða meira. Eru þeir skattskyldir til 45 ára aldurs. HITLER VAR EKKI VIÐ NOREG. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Oslo í gær. Fregn frá Álasundi hermir, að þýsk tundurspilladeild sje komin til Álasund og dveljist þar og í fjörðunum á Sunnmæri í heimsóknar skyni dagana 23. —27. júlí. Fregn um að Hitler ríkisleið- togi væri á einu skipinu reynd- ist ekki hafa við neitt að styðj- ast. (NRP—FÚ).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.