Morgunblaðið - 24.07.1937, Page 5

Morgunblaðið - 24.07.1937, Page 5
]Laugardagur 24. júlí 1937. MORGUNBLAÐIÐ 5 zzzzz ~ trtret.i B.t. JLrrakur, Ktrkjarlk Altatjðrart Jön KJart&naaon o* Valtýr Btatknaaoa <BbjrrESarmaOur). K«(lýali(art Árnl Óla. ■Utatjðn, uslýalacu »K ■<l|r«lt»lai A«et«ratn>tl 4 — llni 1*8*. AaJtartft «raJalBI kr. 1.00 A atknuBL f >«waaaðlui II aura alntaklB — II amra neS ItMkoa HÁREISTIN FRÁ ARNARHVOLI, Halldór Þorsteinsson sextugur. EINN af öndvegismönnum íslenskrar útgerðar og framfara, Halldór Þorsteinsson skip- stjóri á sextugs afmæli í dag. Allir lands- menn kannast við manninn, og verða hjer ekki rakin æfi- atriði hans. En margt hefir drifið á daga Halldórs, og fleira en flestir hyggja, því útþrá og sú forna erfðakend til að leita sjer fjár og frama, var ríkari í Halldóri ung- um en alment gerist, þessvegna hafði hann „farið hálfan hnött í hring“, eins og í vísunni stendur, og „komið hing- að aftur“, þegar á unga aldri. Halldór Þorsteinsson. Komið getur fyrir að svo mikið ósamkomulag sje milli hjóna, að háreistin berist út af heimilinu. Er það jafnan talið til hneyksla, alveg án til- lits til þess hvort hjúin lifa í „leyfilegri sambúð“, eða ekki. lEn ástæðan til slíkrar háreisti er ekki ósjaldan að annaðhvort hjónanna eða bæði hafi gerst tortryggilegt um, að renna aug- unum í aðra átt. Þegar svona stendur á fara págrannarnir að stinga saman nefjum um að nú muni ,,þau bráðum fara að skilja“. Það getur líka komið fyrir að ófriðarfjölskyldurnar .sjeu „bornar út“, vegna kvart- ,ana um röskun á friði. Þessa dagana er slíkt ósam- komulag á stjórnarheimilinu, ;að menn komast ekki hjá að veita því athygli. Nú hefir úr- igkurður fallið um það frá fyr- verandi „æðsta verði siðgæðis- ins“ í voru landi, að um „leyfi- lega sambúð“ sje að ræða, svo að sjeð þykir fyrir hinni form- legu hlið sambúðarinnar. Það liggur heldur ekkert fyrir um trygðarof, þótt rent sje hýru auga sitt á hvað. En alt um það er framferðið því líkast, sem „þau ætluðu að skilja“. Um ,„útburð“ er víst ekki að tala, því stjórnarflokkarnir þykjast ihafa ráð á íbúðinni næstu fjög- <ur árin. * Nýlega hafa verið rifjuð upp hjer í blaðinu þau tíðindi, sem ;gerst hafa með stjórnarflokk- unum undanfarið, hvernig þeir slitu samvinnunni fyrir kosning- arnar, hvernig þjóðin „las þá í sundur“ við kosningarnar, og hvernig síðan var háttað ofan í hjóhasængina eftir kosning- . arnar. En það merkilega var, að áð- ur en gengið var til hvílu, hafði Madama Framsókn sjest brosa :í óvænta átt, og samstarfs- flokkurinn hafði auglýst eins- konar „hjónaband til vinstri“. Þótt lágt færi, er þessvegna á- kaflega hætt við, skapsmun- irnir hafi þegar verið komnir eitthvað úr skorðum, er ákvörð- unin var tekin um „áframhald- .andi samstarf“. Og það er skemst af því að segja, að síðan hefir samkomu- lagið farið dagversnandi. Her- mann er á góðri leið að verða „böðull verkamanna“ í Alþýðu blaðinu, vegna áfstöðunnar til vinnudeilunnar. Dagblað Tíma manna tekur upp hanskann fyr- ir ráðherra sinn, skopast að „5 aura stríðinu“ og ber það á Harald Guðmundsson, að hann hafi í fullkomnu leyfisleysi tekið fram fyrir hendurnar á „sjálfstæðum ríkisstofnunum“, svo sem Skipaútgerð ríkisins og iFiskimálanefnd. Þá hefir Alþýðublaðið hafið mikinn lofsöng um Pöntunar- fjelag Verkamanna, en kastað hnútum að S. í. S. og Jóni Árnasyni. Þessu jsvarar Tíma- dagblaðið í gær: „Hið sanna í þessu grobbi Alþýðublaðsins og kommúnista- blaðsins er það, að Pöntunar- fjelag verkamanna er algerlega eignalaust fjelag og hefði fyrir löngu verið dautt úr vesöld í höndum heildsalanna, ef Fram- sóknarmenn hefðu ekki haldið í því líftórunni með því að hjálpa því um innflutning sem vel var hægt að ráðstafa öðru vísi“ (leturbr. hjer). Þessi um- mæli gætu gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga, þótt ekki verði frekar um þau rætt að þessu sinni. Loks lætur Alþýðublaðið ekkert tækifæri ónotað til þess að úthúða formanni samstarfs- flokksins, Jónasi Jónssyni. Ber því alt að sama brunni um samkomulag á stjórnar- heimilinu. Óbrúanlegur ágrein- ingur um hin stærri mál svo sem þjóðnýtinguna. Andstæð sjónarmið í höfuðdeilumáli dagsins, verkfallinu, og sífeld- ar ýfingar og persónuleg á- reitni sitt á hvað. En móti þessu öllu vegur svo hið mikla sam- eiginlega áhugamál stjórnar- flokkanna: að hanga Við völd. Þessvegna er samstarfinu hald- ið áfram, þrátt fyrir yfirlýsing- ar, úrskurði og dóma, þótt há- reistin frá Arnarhvoli berist um allar jarðir. Flokksfundur og skemtun Sjálfstæðis- fjelaganna að Eiði. Sjálfstæðisfjelögin í Reykjavík og Hafnarfirði halda flokks- fund og skemtun að Eiði n. k. sunnudag. Ef vel viðrar má búast 'við því, að milrill mannfjöldi vilji komast á skemtistaðinn til þess að sjá og heyra, og njóta sjávar og sólar. Og má því tráast við, að flutninga- tækin hafi ekki við. Þeir, sem geta komið því við, ættu því að fara snemma. Bátar verða í förum eftir kl. 4 í dag og eftir kl. 10 á sunnudag- inn. Fargjöldin með sumum bát- unum eru 50 aurar hvora leið. Kristniboðsfjelögin fara skemti- ferð að Kaldárseli á morgun. Stræt isvagnar verða í förum úr Hafnar- firði frá því kl. 10Vfc árdegis. Esja fór í gærkvöldi kl. 8 áleið- is til Glasgow. En alt er hálf-sögn — nema sjálfs-sögn, og þess vegna hitti tíðindamaður blaðsins Halldór að máli í gær, og færði í tal ýmislegt, sem hann hefir starfað og upplifað um æfina. — Það gæti orðið sitt af hverju að segja frá, segir Halldór, ef mað- ur færi út í þá sálma, en jeg er aldrei fyrir það gefinn að fjölyrða um hlutina. — Þjer fóruð ungur að utan. Var ekki svo ? Já. Jeg var innan við tvítugt, er jeg fór í siglingar. Fanst of lítið að liafa fyrir stafni eins og þá var hjer heima ? Ónei. Jeg hugsaði ekki beint um það. En mig langaði til að sjá mig um í heiminum. Jeg hafði lokið námi á stýrimaunaskólamim og fanst jeg vera fær í flestan sjó. En það var erfitt að komast hjeð- an út í heim í þá daga. Millilandaskip komu þó hingað reglulega. Að vísu. En með þeim fóru embættismenn, kaupmenn og náms menn til Kaupmannahafnar, og helst ekki aðrir. Mjer og mínum líkum fanst ógerlegt að kosta upp á fargjald sem farþegi, enda var farareyrir af sltornum skamti. En svo var það, að hingað kom norsk- ur kolabarkur, sem eiginlega átti að liggja hjer á höfninni sem eins konar fljótandi kolapakkhús. En eigendunum datt í hug, haustið 1896, að láta hann sigla til út- landa. Þá greip jeg tækifærið og rjeði mig á barkinn til Leith. Og ferðin gekk vel? Ojá. Barkurinn fór að vísu á hliðina fyrir sunnan Reykjanes, ballestin hentist út í annað borð- ið, er skilrúm brotnaði í lestinni. Við vorum nærri því komnir yfir um. En okkur tókst að reira nóg af ballestinni með keðjum og kað- alspottum út í hærra borðið. Og til Leith komuinst við eftir 19 daga. Og hvert var svo ferðinni heitið, er þangað kom? Þegar jeg kom þangað, lágu fyr- ir mjer boð frá Geir Zoega um að koma heim sem skjótast og taka við skipstjórn á kútter Fríðu. En nú var jeg kominn af stað út í heiminn, og því hjelt jeg áfram. Jeg rjeði mig á fjórmastrað segl- skip, sem fór frá Englandi til San Francisko. Sú ferð gekk slysalaust. Þar lærði jeg ensku og sjómensku betur en nokkru sinni áður. Við vorum 143 daga á leiðinni og sá- um land einu sinni. Það var Horn á Suður-Ameríku (Eldlands)-odda. Hvert var erindi seglskipsins ? Við fórum með 2500 tonn af kol- um. En aðalerindið var að sækja korn þangað vestur. Það var siður í þá daga að flytja korn þessa leið til Evrópu. Og hvað tók við er þangað kom? Fyrst var að skoða sig um í San Francisko. Þar er fegurst höfn sem jeg hefi sjeð. Það var ekki óal- gengt í þá daga, að menn strykju af seglskipunum. Áhöfnin var um 30 manns. Við strukum flestir, er til San Francisko kom. Næstu 4 árin sigldi jeg um Kyrrahaf. Ýmist fór jeg nyrðri leiðina, um Alaska, Japan til Kína, ellegar sunnar, um Hawaii og Ilonolulu. Eitt sinn var jeg á stóru farþegaskipi, sem annaðist herflutninga fyrir Bandaríkja- stjórn í Filippseyja-ófriðnum. Á þeim árum, sá jeg marga fagra og merkilega staði. Eitt sinn ílengdist jeg í Alaska, við gullgröft. Það var tilbreyting frá siglingunum. Arðsöm atvinna? Við höfðum gott kaup, unnum í gullnámu, sem menn höfðu num- ið þar árinu áður. Við vorum 30 saman. Unnið var dag og nótt við að grafa gull og þvo það út úr sandinum. Við grófum svona álíka djúpt eins og menn grafa mógrafir hjer á landi. Eigendurnir fengu gull fyrir þetta 10—12.000 'dollara á hverri vakt. Hittuð þjer landa þarna vestra? Nei, aldrei öll þessi ár. Fáir landar voru á Kyrrahafsströnd á þeim árum. Hanson heitinn var þar einhvers staðar, en jeg hitti hann aldrei. Og eins frjetti jeg af ís- lenskum seglskipsstjóra. En mjer tókst aldrei að hitta hann. Höfðuð þjer ekki litlar frjettir að heiman á þessum árum? Jeg fekk altaf við og við brjef frá foreldrum mínum. Og svo fór mig að langa að koma snöggvast heim. Jeg kom liaustið 1902. En mjer datt ekki í hug, að jeg yrði hjer lengi. Mjer leiddist óskap- lega til að byrja með. Viðbrigðin voru svo mikil frá Kyrrahafs- ströndinni, þar sem er eilíft sum- ar að kalla. Hjer geysuðu útsynn- ingarnir það haust í algleymingi. Og Reykjavík var öll önnur en liún er nú. Þó ekki væri nema ó- lyktin upp iir skolpræsunum, sem menn tóku ekki eftir, er þeir höfðu vanist henni. En þegar jeg var kominn heim, tók Geir Zoega málið upp að nýju. Hann fekk mig til þess að taka við skipstjórn á kútternum Fríðu. Og upp úr því staðnæmdist jeg hjer heima. Og brátt hófst togaraútgerðin. Sú saga er alkunn. Og jeg ætla ekki að endurtaka hana. Við vor- um fjórir kúttera-skipstjórarnir á- samt Thor Jensen, sem stofnuðum Alliance með litlum efnum. Við áttum satt að segja ekkert nema lánstraustið. Og þegar við komum í Landsbankann og báðum um 16 þús. krónur, eða hvað það nú var, þá sagði hinn gætni gæslustjóri: „Þá peninga sjáum við aldrei aft- ur“. En Tryggvi gamli Gunnarsson vildi reyna í okkur þolrifin. Og þess vegna fengum við lánið. Enda sagði fjelagi okkar, Magnús Magn- ússon, við það tækifæri, er við vorum að fá fjeð til þess að kaupa fyrsta togara fjelagsins: „Þetta er í fyrsta sinni, sem ýtt verður myndarlega á flot á íslandi". Og það er sama hvað hver segir, það sem unnist liefir síðan, það sem bygt hefir verið upp í landinu, vegir, brýr og skólar og hvað sem nöfnum tjáir að nefna, það hefir fyrst og fremst komið úr troll- pokunum. Fyrsti togarin, sem þið keyptuð ? Var Jón Forseti. Hann var fylli- lega nýtískutogari á þeirra tíma vísu. En það var ekki nóg, að eiga togara. Við þurftum að læra að veiða með botnvörpu. Og það var yðar hlutverk að kenna það? Ekki vil jeg segja það. Bn jeg var einn af þeim, sem byrjuðu hjer. Jeg fór til Englands og hafði eftirlit með smíði skipsins. Og meðan á smíðinni stóð, rjeðst jeg sem háseti á enskann togara, til þess að kynnast botnvörpuveiðum. Hafði jeg að yísui ekki tækifæri til þess að læra af því eins mikið og jeg hefði viljað. Á hvaða togara voruð þjer? Skipstjórinn var íslenskur, Árni Byron nefndur. Hann hafði ungur komist í kynni við enska togara- menn. Það var á þeirn árum, er enskir togarar, sem veiddu hjer í Flóanum, hirtu ekki annað en flat fiskinn, en hentu hinu. Þá var það siður manna hjer á Nesinu að fara út í togarana og fá fisk þann fyr- ir lítið, sem annars var lient fyrir borð. í þeim ferðum var Árni Eyj- ólfsson, sem síðar nefndi sig By- ron. Hann var duglegur sjómaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.