Morgunblaðið - 31.07.1937, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 31.07.1937, Qupperneq 5
JLaugardagur 31. júlí 1937. MORGUNBLAÐIÐ 5 zzizz JTlörsratMaöid ~ Et Ámkvr, SiTkltTtk. AltxtJArari Jön KJ&rtanaaon ojr Vnlttr BtatAiiMon (ákkTft»n»»»«r). Anclýnlncut Árnl Óln. BltrtjOn, •« aKnlMti A.nntnratriBti I. — Itn) ÍIM. ÁckrUtudiUi kr 1.00 4 ninnll t 'nuullii XI nnrn alntnklk — II nnm nnl LmMI. SUMARHÁTÍS VERSLUHARMANNA. PE S S A dagana halda versl- unarmenn í Reykjavík Mna árlegu sumarhátíð sína. Verður verslunarmannafrídag- urinn að vanda haldinn undir Mru lofti og fara aðalhátíða- höldin fram á mánudaginn á Mnum eftirsótta skemtistað 'Sjálfstæðismanna, Eiði. Verslunarstjettin er fjölmenn í þessum bæ, en þeir menn, ;sem verslunaratvinnu stunda, hvort sem um er að ræða vinnu veitendur eða starfsmenn, eiga |>að sammerkt, að starf þeirra er unnið í húsum inni allan ársins hring. Slíkum mönnum •«r þörf útivistar í hreinu og :góðu lofti, hvenær sem því verður við komið. Það hefir líka sýnt sig að verslunarfólk «r mjög ötult við ástundun úti- iáþrótta, hvort sem er að sumri •eða vetri. Skíðagöngur, fjall- göngur, útilegur. Allar þessar hollu greinar íþróttastarfsem- annar eiga suma áhugasömustu -dýrkendur sína einmitt meðal verslunarstjettarinnar. Það hefir legið í landi hjer, að verslunarstjettin hefir ekki ixotið viðurkenningar til móts við aðrar stjettir þjóðfjelagsins. Þetta er ekkert nema gamla sagan um fariseann, sem hefir horn í síðu tollheimtumanns- ins. En farisearnir okkar hafa xraunar þegið hleypidómana að erfðum. Er það dálítið skop- legt að einmitt þeir menn, sem •annars ganga á snið við flest það, sem er ,,gamalt og gott“, skuli leggja ástundun á það, sem er „gamalt og ilt“. Það er ef til vill of mikið sagt, að hinn gamli ímugustur íslendinga á verslunarstjettinni hafi verið rjettmætur. En hann -átti að minsta kosti sínar eðli- legu skýringar. Þegar þjóðar- vitund okkar vaknaði og sjálf- stæðisbaráttan hófst snerist sú barátta ekki síst um verslunar- "frelsið. Hinir erlendu kaup- menn, sem þá fóru með versl- <un landsins, vildu ekki missa forrjettindi sín. Þeir urðu því þröskuldur .í vegi frelsisbarátt- mnnar. Á þennan hátt skapað- ást eðlileg andúð á verslunar- stjett þeirrar tíðar. Nú er sú .andúð orðin tilefnislaus og hin- -ar „gömlu lummur" kaup- mannahatursins smátt og smátt að verða áð þeim hleypidóm- um, sem fáir vilja bera sjer í munn. Verslunarstjettin er yngsta stjettin í landinu. En þótt ung sje ber hún hita og þunga dags- ins ekki síður en aðrar stjettir þjóðfjelagsins. íslenskir kaup- sýslumenn hafa á skömmum tíma unnið það traust meðal erlendra þjóða að til afreka má telja. Þeir eru ekki Þrándur ií Götu íslenskrar sjálfstæðis- baráttu nú á dögum, heldur þvert á móti. Hin unga verslunarstjett hef- ir sýnt það, að hún viil mikið á sig leggja til þess að verða hlutverki sínu vaxin. Aðsókn- in að Verslunarskóla Islands er meiri en að nokkrum öðrum skóla landsins. Sá skóli hefir þá forustu, sem til fyrirmynd- ar er. Og það er svo komið að íslenskir verslunarmenn standa stjettarbræðrum sínum erlend- is yfirleitt ekki að baki hvað mentun snertir. Frídagur verslunarmanna er jafnt fyrir atvinnurekendur sem starfsfólk. Það er eftir- tektarvert að innan þessarar stjettar bólar ekkert á þeim háværu vinnudeilum, sem ann- ars þjaka þjóðfjelagið. Ástæð- an er vafalaust sú, að í þessari stjett greinast menn ekki í vinnuveitendur og verkamenn eins og í ýmsum öðrum at- vinnugreinum. Hjer eru allir samverkamenn. Á þennan hátt skapast náin kynni af högum aðiljanna hvors um sig, og þau nánu kynni koma í veg fyrir harða árekstra. Hvor um sig fær skilning á sameiginlegum hagsmunamálum beggja. Útiskemtanir eru mikið undir veðri komnar. Vonandi skín sólin á hina ungu og mann- vænlegu Verslunarstjett vora þessa hátíðisdaga. Hinn framliðni snýr aftur. Lindbergh flúgkappi hefir, á- samt Nobelsverðlaunamann- inum dr. Carrel, fundið upp áhald, sem getur haldið hinum ýmsu líf- færum mannsins, eða hluta af þeim, lifandi, þó þau sjeu slcorin frá líkamanum. Þetta „hjarta“ er þó engan xreg- inn liægt að nota í stað manns- lijarta til að lialda lieilum manns- líkama starfandi, eftir að hjarta líkamans er liætt að slá. En kvikmyndaframleiðendurna í IIollyAvood vantar ekki hug- myndaflug og nú hafa þeir gert kvikmynd, sem byggist á þessari uppfinningu Lindberghs. Þeir láta vísindamann \rekja menn upp frá dauðum, sem hefir verið tekinn af lífi í rafmagns- stólnum. Því ber ekki að neita að kvikmyndatökumönnum hefir tek- ist að búa til spennandi sögu með því að leggja þetta sem fyr er sagt til grundvallar. Hinu framliðna, sem snýr aftur, leikur enski leikarinn með rúss- neska naíninu, Boris Karloff. Ilann er hversdagslega ákaflega elsku- legur maður. En í þessari kvik- mynd farast allir óvinir hans' á voveiflegan hátt. B K.) E F VAXTASKATTU R: REYNSLA NORÐMANNA. Herra ritstjóri! I Nýja daþ'blaðinu 28. þ. m. * vekur hr. Jón Árnason, formaður bankaráðs Lands- bankans, máls á fjárhagsaf- komu ríkis og bæjarfjelaga. Beinir hann athygli manna að því, að ef ríkið eigi til fulls að g-reiða umsamdar afborg-anir af skuldum sín- um, þá vanti árlega alt að 1 milj. kr. til að útg-jöld og tekjur standist á. Greinar- höfundur víkur einnig: að fjárhagsafkomu bæjar- ov sveitarfjelag'a 0£ telur hann ástandið þar síst betra. Er mál þetta þegar orðið hið mesta vandamál, og verður ekki með góðu móti hjá kom- ist, að löggjafarvaldið geri því einhver skil áður en langt um líður. I áðurnefndri grein hr. Jóns Árnasonar koma fram tillögur um lausn þessa máls. Ganga þær í þá átt, að afla nýrra tekjustofna, auk þess sem vik- ið er að því, sem möguleika, að sumir eldri skattarnir verði hækkaðir, t. d. bensínskattur- inn. Um tillögurnar í heild verð- ur hjer ekki feldur neinn dóm- ur. En mig langar hinsvegar til að vekja athygli manna á því, að ein af nágrannaþjóðum okk- ar, Norðmenn, hefir þegar á síðasta ári fengið nokkura reynslu af notkun eins þeirra tekjustofna, sem hr. Jón Árna- son leggur til að notaður verði. Er hjer átt við skatt af vöxt- um sparisjóðsfjár. Skattur þessi var lagður á í Noregi í byrjun ársins 1936. Mjer er ekki kunn ugt um, hve hár hann var. Þó þykir mjer sennilegt, að hann hafi verið talsvert lægri en skattur sá, sem hr. J. Á. legg- ur til að verði komið á hjer á Jandi. Heimildir mínar fyrir reynslu Norðmanna af þessum skatti er ræða, sem hr. N. Rygg, aðal- bankastjóri Noregsbanka, flutti 15. febr. s.l. og birt er í skýrslu bankans fyrir árið 1936. í ræðu sinni víkur hr. Rygg að þessum skatti, aðallega til að skýra tvö fyrirbrigði í norskri bankastarfsemi á árinu 1936, eða nánar tiltekið seðla- umferðina og innistæður spari- fjáreigenda. En báðir þessir þættir bankastarfseminnar eru þá með einkennilegum hætti, og skal það nú skýrt lítillega. Seðlaumferðin eykst stórum. Á árinu 1935 eru að meðaltali kr. 322.8 milj. í umferð, en á árinu 1936 að meðaltali kr. 372 milj. En í lok ársins 1936 er seðlaumferðin kr. 80.7 milj. meiri en á sama tíma árið áð- ur. Hr. Rygg bendir nú að vísu á, að vegna örvunar viðskifta- lífsins hafi mátt búast við ein- hverri aukningu, en þá aukn- ingu, sem raunverulega átti sjer stað, telur hann óeðlilega, og álítur hana ekki geta staf- að af öðru en því, að einstakl- ingar hafi dregið seðla úr um- ferð og geymt þá sjálfir (hoar- ding). Þetta rökstyður hann með því að gera grein fyrir, hvaða seðlar fóru í hina auknu umferð. Hann upplýsir, að í þeim 80.7 milj. kr., sem seðla- umferðin jókst á árinu 1936, hafi 31.5 milj. kr. fallið á 1000 og 500 kr. seðla. Alls jókst seðlaumferðin á árinu 1936 um 23.13 af hundraði, en útgáfa hinna stóru seðla (1000 og 500 kr.) um 45.04 %. Útgáfa allra hinna smærri seðla jókst hinsvegar aðeins um 17.63 %. Telur hr. Rygg, að eftirspurn viðskiftamanna bankanna eftir hinum stóru seðlum hafi á ár- inu verið meiri en búist var við að nokkurntíma gæti mest orð- ið. Þá víkur hr. Rygg að inni- stæðum sparifjáreigenda. Áætl ar hann, að þær hafi lækkað á árinu um 141 milj. kr. Þessa lækkun telur hann hafa kom- ið mjög að óvörum. Á undan- förnum árum hækkaði þetta innistæðufje að heita má jafnt og þjett, og viðskiftaástandið í Noregi virtist síður en svo benda til, að sú þróun myndi ekki halda áfram á árinu 1936. Hr. Rygg bendir á, að úttekt innistæðufjárins hafi aðallega verið framkvæmd af hinum tryggari sparifjáreigendum, einmitt þeim, sem lítið geri af því að hreyfa innistæður sínar. Þessi hreyfing innistæðufjár- ins kom sj.er talsvert illa fyrir bankana. Ýmsir bankar urðu að grípa til þess að selja af verðbrjefaeign sinni til að geta mætt hinni óeðlilegu úttekt. En áhrif þessarar þróunar fyr- ir viðskiftalífið í heild er þó að dómi hr. Rygg enn alvai'- legri. Sparsemi þjóðarinnar líð- ur við þetta, og það er hið al- varlegasta atriði. Hr. Rygg bendir í ræðu sinni á eina orsök þessara tveggja fyrirbrigða, sem hjer hafa ver- ið gerð að umtalsefni. Orsök þeirra telur hann skatt þann, sem lagður var á vexti af inni- stæðufje í Noregi í byrjun árs- ins 1936. Sparif járeigendur þar í landi bregðast svo við þessum skatti, að þeir taka f je sitt úr bönkxmum, liggja me5' það „dautt", eða ráðstafa því sjálfir án milligöngu bankanna. Eins og jeg gat um í upp- hafi er með þessu, sem hjer; hefir verið sagt, ekki lagður neinn dómur á tillögur hr. Jóns Árnasonar í heild. En jeg hygg; þó, að löggjafinn verði að fara mjög varlega í að gera nokk- uð það, sem dregið getur úr fjársöfnun landsmanna. Til- laga hr. Jóns Árnasonar um vaxtaskatt þýðir, ef hún verð- ur framkvæmd, alt að 1 ,% vaxtalækkun fyrir allan þorra sparifjáreigenda. Er það mjög mikið, jafnvel þótt tekið sje tillit til þeirrar skattalækkun- ar á öðrum sviðum, sem tillaga hr. J. Á. gerir ráð fyrir. Fyrir bankana er 25% vaxta skattur einnig blátt áfram hættulegur. Eins og stendur munu engin vandkvæði á því að ávaxta fje utan bankanna fyrir alt að 7 %. Bankarnir bjóða nú 4—4y% %. Ef lækka á þessa innlánsvexti með sjer- stökum skatti um 1 % frá því sem nú er, þá fer ekki hjá því, að ýmsir hætti að telja það sjálfsagt að fela bönkunum að ávaxta sparifje sitt. Oddur Guðjónsson. * SKIPATJTGERÐ RÍKISINS. Hr. ritstj. að er öllum ljóst, af al- mennum frjettum í blöð- um og útvarpi, að á farþega- skipum þeim, er sigla frá og til landsins er alt farþegarúm full- skipað fyrirfram langt fram á haust, en þó er ein undantekn- ing með þetta, en það er E.s. Esja sem siglir til Glasgow í Skotlandi, en þar bregður svo undarlega við, að þeim ferðum er þannig hagað, að skipið kemur ekki við í Vestmanna- eyjum á uppleið, sem þó virt- ist sjálfsagt af skipum þess op- inbera, sjer í lagi, þegar erfið- leikar eru á því fyrir ferðafólk, að fá pláss á öðrum skipum til Reykjavíkur, frá Vestmanna- eyjum. Þeirri áskorun er því beint til forráðamanna Skipaútgerð- ar Ríkisins, að þessu verði breytt til batnaðar fyrir Vest- mannaeyingá, þannig, að E.s. Esja verði látin koma við í Vestmannaeyjum á uppleið frá Skotlandi, og veit jeg, að stjórn endum skipaútgerðarinnar er' FRAMH. Á SJÖ'ÍTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.