Alþýðublaðið - 08.06.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLA ÐIÐ / Æfgr*eiOssl^ blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingóifsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. IO, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. lagafrumvarp um skurð, er liggja skyldi þvert í gegn um Prússland, auk fjölda hliðarskurða. Þrátt fyrir þá fjárhagslegu erfið- leika, sem stafa af friðarkostum bandamanna, eru Þjóðverjar stað- ráðnir í að framkværaa þetta risa- fyrirtæki hið bráðasta; er aðaliega rætt um suður- og mið-skurðina. Skal hér, mönnum til fróðleiks, tekin lýsing í stórum dráttum á þeim skurðum, er líklegast þykir, að til framkvæmda komi. Geta menn er þeir Iesa lýsinguna haft landabréf til hliðsjónar. Suðurskurðurinn hefst við Duis- burghöfnina frá Rín Weser-skurð- inum, sker járnbrautina milli Hann- over og Berlín og liggur svo í austurátt í nánd viö Braunschweig, en tekur þar á sig stóran sveig í suðurátt; hann hggur í nánd við Wolfenbiittel og mætir Saxelfi (El- ben) skamt frá Magdenburg. Skyirð- urinn verður 153,2 km. Gert er ráð fyrir álmu úr skurðinum til Hildesheim og önnur á að ná til kalí- og saltnámanna við Stassfurt' Mið-skuiðurinn á að liggja rétt við bæina Peine og Braunschweig, hann verður 154,9 km. á lengd. Kostnaðurinn við skurðinn milli Weser og Saxelfar er áætlaður 226 miljónir marka, ef suðurskurð- urinn er grafinn hliðaálmulaus; miðskurðuriun aftur á móti 2x4 milj. marka. Með hliðarálmum myndu skurðirnir kosta 240 og 287 milj. marka. Þess má geta, að byrjað hefir verið á skurðgreftri á tveimur stöðum, eftir að stjórnbyltingin vaið, milli Misburg (rétt norðan við Hannover) og Peine og hlið- arálmunnar til Hildesheim. Hefir þetta verið gert til þess að hjálpa atvinnUlausum mönnum (nokkurs- konar dýrtíðarhjálp) og er verkinu enn haldið áfram. Spurningin bara hvor leiðin verður farin, suður- eða .miðleiðin*, þegar til Peine kemur. Fyrst um sinn eru skurðirnir gerðir færir 600 smálesta skipum, en gert er ráð fyrir, að með tím- anum megi sigla 1000 sinálesta skipum um alia skipaskurði Þýzka- lands. Það hefir geysimikla þýðingu fyrir aliar samgöngur Þjóðverja innaniands, að þeir bæti skipa- skurði sína sem mest, einkum nú, þegar bandamenn hafa tekið af þeim mikinn hluta járnbrautarvagna þeirra og járnbrautarefni. Enda er því haldið fram, að vatnaleiðin sé að mörgu leyti heppilegri en land- leiðin og tæplega viðhaldið eins kostnaðarsajnt. Auk þess, sem miklu meira er hægt að flytja í einu á skipum en járnbrautarvögn- um. Síðasta stórvirkið í þessutn efn- um, sem komið hefir til orða að framkvæma, er skurður frá Rín meðfram Main að Bamberg og þaðan um Nurnberg í Doná. Er ætlast til þess, að hann verði fær 1200 smálesta skipum. Áætlað er að þetta stórvirki mundi kosta, með 50 stíflum ?em gera þyrfti, 533 milj. marka (á friðartímuro). En þá væri líka hægt að fara á skipum þvert yfir Évrópu, frá Norðursjó suður í Svartahaf. Hve nær skyldu íslenzkir þing- mevn „hugsa" til þess að Iáta gera áætlanir um skurð roilli Gils- fjarðar og Bitrufjarðar? ; Meira ljós. í grein þeirri, sem Philharmo- nicus ritar í 89. tbl. Alþbl. þ. á,, er hann nefnir „Menning Reykja- víkur enn", beinir hann að mér spurningu um það, hvort eg telji það nægilegt til að draga upp heildarmynd af menningarástandi, að koma auga á það sem miður fer. Eg fæ ekki betur séð, en að heildarmynd af menningarástandi verði að dragast upp eftir því, sem miður fer, og jafnframt því, sem betur fer. Með öðrum orðum: Beri meira á því, sem miður fer og að ógagni kemur, virðist mér menningarleysi á ferðum. En beri aftur á móti meira á því, sem betur fer og heildinni kemur að gagni, lít eg svo á, að menning sé um að ræða. Þar sem Ph. segist skilja orðið menning svo, að það tákni starf- semi manna alla, félagslíf og hugs- unarhátt yfirleitt, erum við báðir' á sama máli. Ef nú þeir útlendingar, sem hingað hafa komið, hafa dæmt Reykvíkinga skrælingja eina, af því að þeir hafa rekið augun í ýmislegt sem miður fer, skilst mér að muni stafa af því, að hið mis- jafna hafi verið í meirihluta, fyrir augum þeirra. í sambandi við þetta vil eg biðja Ph. að athuga uppeldi og vana á börnunum í Rvík. Mér skilst að þar sé þungamiðja menn- iitgar jhennar, bæði nú og síðar. En þess má geta, að í þessu efni eiga ekki allir, sem að börnum stand, sama vitnisburð. Meira mætti segja um þetta atriði, en því skal slept, í þetta siran. Rætt hefir verið og ritað um það, að okur eigi sér stað hjá suraum kaupmönnum. Og ef um neyð væri að ræða meðal þeirra, ssm okurverði sæta, skilst mér súi frammistaða mega teljast með því, sem miður fer. Gengið hafa skuggalegar sagnir um starfsemi Sláturhússins. Og sennilega hafa þær komíð Ph. tii eyrna. Hvort þær eru sannar eða ósannar skal eg ekkert um segja. En hvað er það, sem ekki má ætla að geti orðið ofarlega á baugi á þessum óheilbrigðu tím-; um, sem nú eru. Hv^að á að segja urn þessar óvistlegu sagga- og kuldaíbúðir hér, sem surnt fátækt barnafólk er neytt til að nota ? Hvaða ávexti uppsker Rvík af slíku á ókomn- um tíma ? Þá mætti víkja orði að tildrinu og tepruskapnum, sem hér ríkir, einkum hjá kvenfóikinu. Ef maður mætir 3—4 konum á götum Rvík- ur, fer naumast hjá því að svo> líti út, sem þær séu sín úr hverri heimsálfu og hver klæði sig eftir sínum þjóðarsið. Þetta á að vera „fínt“, en það er misskilningur. Það er sprottið af gersýktum hugs- unarhætti. Fremur kann eg illa við þann sið af hálfu hinna svonefndu heldri manna, að ávarpa ekki verkamenn fremur en ferfætlinga, ef svo ber við að þeir eiga leið hjá þeim. Vel má segja, að hér séu heiðar- legar undantekningar. En hræddur er eg um, að nokkuð margir úr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.