Alþýðublaðið - 08.06.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xeli konaagnr. Eftir Upton Sinclair. l>eir l> sb | sl r *k a. r9 sem í ár vilja taka upp mó í landi bæjarins, gefi sig fram og borgi tvær krónur fyrir hverja kistu til hr. verkstjóra Magnúsar Vigfússonar, sem mælir mólandið út þessa daga: Miðvikudaginn 9. þ m., kl. 1—3 e. m., f Rauðarármýri; sama dag, kl. 4—5 e. m., í Lauganesmýri; fimtudaginn 10. þ. rn., kl. 2^—4 e. m., í Fossvogi. Aðra daga verður móland ekki mælt út. Borgarstjórinn í Reykjavík, 7. júní 1920. JE5H. Zimsen. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Haiiur var farinn að óttast um Keating, og þegar hann kom, hafði hann líka sögu að segja. Schuiman, verzlunarformaður G. F. C., hafði símað og sent boð um alt til þess, að ná í hann, og loksins hafði hann hitt hann á skrifstofu hans. Hafði hann notað öll ráð, reynt að tala um fyrir honum, ógnað honum og beðið hann, hvað á eftir öðru. Cart- wright hafði komið í símann og reynt að sannfæra Keating um, að hann hefði gert félaginu rangt til. Hann hafði sagt langa sögu um tiiraunir Halls til þess að neyða fé út úr félaginu. .Alveg af tilviijun-, sagði Keating, „bar hann yður líka á brýn, að þér hefðuð fíflað kvenmann einn í héraðinu". „Fíflað stúlkui" hrópaði Hallur og glápti á fréttaritarann. „Já, það sagði hann; rauðhærða, írska stúlka". „Bölvaður asninn!" Þögn. Svo fór Billy að hlæjal „Vertu ekki að glápa svona á mig. Ekki hefi eg sagt þetta". En Hallur hélt áfram að stara. „Fjandans óhræsið!“ hreytti hann úr sér. „Rólegur, drengur minn“, sagði feiti maðurinn sefandi. „Þetta er eins og vant erl Þegar þeim eru gerðar skráveifur, setja þeir ætíð kvenfólk í samband við það. Það er létt verk — því auðvitað er altaf um kvenmann að ræða. Eg býst við, að svo sé líka í þessu falli". „Algerlega heiðvirð stúlka — jál“ „En þér hafið verið vinur hennarf Þér hafið gengið með henni, svo fóik hefir séð ykkur samanf" Já“. „Já, þarna sjáið þér. Þeir hafa veitt yður. Þér getið ekkert sagt né gert —“ „Það skuluð þér nú sjá“, hvæsti Hallur. Hinn gaut augunum forvitnis- iega á unga námuverkamanninn, bálreiða. „Hvað ætlið þér að geraf Berjá hann til óbóta, að nætur- lagi?“ V erkamaðurinn svaraði ekki. „Þér segið, að hann hafi lýst ungu stúlkunnif" „Honum þóknaðist að kalla hana „fegurð“ og sagði, að hún hefði engann nema drykkfeldan föður sinn til þess að vernda sig. Henni hefir ekki verið auðvelt, að bjarga sér í kolahéraðinu. En heyrðu mér nú, drengur minn“, sagði fréttaritarinn, „þér gerið stúlkunni bara ógreiða með því, að gera hávaða út af þessu. Eng- inn trúir því, að stúlkurnar þarna upp frá eigi nokkuð það í fari sínu, sem heitir dygð — og Drottinn má vita, hvernig þær ættu að eiga hana, þar sem þær búa innan um aðra eins menn og þá, sem reka námurnar og sem hafa jafn mikið. vald og þeir hafaf“ Hallur horfði hvast á fréttarit- arann. „Trúið þér þvf, sem Cart- wright sagði?“ Bezta vopnið! í írlandi hefir borið á okri á lífsnauðsynjum, svo sem annars- staðar, Smjör hækkaði t. d. gífur- lega í verði, sökum útflutnings til Englands. En verkamenn neituðu að flytja smér út til Englands meðan það stæði í svo háu verði í írlandi. Fengu þeir því síðan framgcngt, að verðið yrði lækkað og leyfðu þá tafarlaust útflutning. Vald verkalýðsins er mikið, ef hann kann og vill beita því, og fyllilega rétt og sjálfsagt að beita þvf gegn okrurum og öðrum þjóð- félagsmeinhornum. Bezta vopnið, sem þjóðfélagið hefir til varnar gegn yfirgangi auðvaldsins, er öflug samtök verkamannanna. Til sölu ný laxveiðastöng ásamt mjög góðu hjóli og færi. Ennfremur nýleg veiðistíg- vél og beizii með nýsilfur- stöngum. — Til sýnis á afgreiðslu Alþýðublaðsins. Léreft. — Elunnel. — Tvisttan. Bomesie. — Lasting. Ermasliirting. Kjólatan. Pique. — Serge. — Moll. í verzlun Hannesar Jónssonar Laugaveg 34. Kafíistell.--Shocoladestell. Testell. — Matarstell. Pvottastell. í verzlun Hunnesar Jónssonar Laugaveg 28. Ætlið þér að láta leggja raf- magnslciðslur í húsið yðar? Sé svo, þá er yður best að tala við okkur, sem allra fyrst. Helst í dag. H.f. Rafmfél. Hiti & Ljós Vonarstræti 8. — Sími 830. Stofuhorð, stórt og vandað, er til sölu á Kárastfg 10 uppi. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. PrentsmiOjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.