Morgunblaðið - 17.08.1937, Page 2

Morgunblaðið - 17.08.1937, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. ágúst 1937. LATLAUSAR LOFTARASIR Á SHANGHAI Flugvjelar sendar að leita að Norður- heimsskauts flugmanninum Levanefsky. Levanefsky. FRÁ FRJETTAHITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. Levanefski, „Lindbergh“ Rússa og fjelagar hans þrír, sem voru komnir yfir Norðurheimsskautið á leið til Fairbanks í Alaska eru enn ekki komnir fram. Hefir ekkert til þeirra spurst síðan fyrir helgi. Það er álitið, að þeir hafi orðið að nauðlenda ein- hversstaðar milli Norðurheimskautsins og Alaska í Rússlandi eru menn nú farnir að óttast um afdrif þeirra. Þrjár af hinum stóru Norðuríshafsflugvjelum Rússa eru nú komnar til Moskva, og er nú verið að út- búa þær til þess að leggja af stað í leitarleiðangur. Hinn frægi ísbrjótur Rússa „Krassin“ verður einnig notaður við leitina. Er gert ráð fyrir að hann verði aðal- bækistöð rússnesku flugvjelanna. Jimmy Mattern, einn frægasti flugmaður Banda- ríkjanna, er kominn til Alaska og ætlar að taka þátt í leitinni að rússneskju flugmönnunum. Mattern tapaðist eitt sinn í Norður-Síberíu, og var það Levanefsky sem þá bjargaði honum. (FÚ). Japanska flaggskipið flýr undan árásum kinverskra flugvjela. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Hundruð þúsundir manna eru húsnæð- islausir í Shanghai eftir orustur und- anfarna daga. Orustur eru aðallega háðar í loftinu. Jap- anir leggja aðaláhersluna á það, að varpa sprengjum yfir flugvelli Kínverja bæði í Shang- hai og Nanking og í Hankow. Kínverjar hafa aftur á móti leitast við að hindra að Japanir settu lið í land við Shanghai. Kínverjar hafa einnig haldið uppi látlausri árás á herskip Japana í Wangpoo ánni, og hafa þessar árásir borið þann árangur, að japanska flaggskipið Izumo, sem lá aðeins 200 m. frá bresku ræðismannsskrifstofunni, ljetti akkerum í dag og færði sig neðar í Wangpoo fljótið. Óviðráðanlegar orsahir“. London í gær F.Ú. Nanking stjórnin hefir nú íýst því yfir, að sprengjufallið sem olli hinu mikla manntjóni í alþjóðahverfinu í Shanghai á laugardaginn, hafi stafað af óviðráðanlegum orsökum. Hún segir, að það hafi komið í ljós við rannsókn á atburð- um laugardagskvöldsins, að sprengjukörfur kínversku flugvjel- anna hafi verið svo mikið skemdar af fallbyssukúlum Japana, að þær hafi ekki haldið sprengikúlunum, enda hinir kínversku flugmenn svo sárir, að þeir hafi ekki haft fult vald á flug- vjelunum. Fgfettir ■ stutln máli Kafbátar halda áfram að sökkva skipum f Miðjarðarhafi. rásir á flutningaskip í Mið- jarðarhafi halda áfram. BRETAR OG FRANCO. Alla leið austur í Dardanella- sundi hefir skipi verið sökt. Spönsku flutningaskipi var sökt þar í dag, en skipshöfnin komst í bátana. Skipstjórinn á skipinu segir að kafbátur sem borið hafi fána Francos hafi skotið skipið í kaf. Til Tunis er komin skipshöfn af olíuskipinu Geo Knight. Skothríð var gerð á skipið í Miðjarðarhafi. Skipsmenn segja, að þrír ít- alskir tundurspillari hafi farið í humáttina á eftir skipinu all- an laugardaginn, en um kvöld- ið hefði kafbátur komið á vett- vang og skotið á það úr 400 metra fjarlægð um 20 fall- byssuskotum. Um fimm af skipsmönnum særðust. Skipið stendur í björtu báli og rekur í áttina til Cap. Bon. (NRP— FB). Breska stjornm þykist sann- færð um að það hafi verið flug- vjelar Francos sem gerðu loft- árás á breska skipið „British Corporal“ þrátt fyrir yfirlýs- ingu yfirvaldanna í Palma (Mallorca), um að svo hafi ekki verið. Tekur breska stjórnin það fram, að sjer hafi engin yfir- lýsing borist um þetta frá Sala- manca aðalbækistöð Francos. STJÓRNARBYLTINGIN í PARAGUAY. London í gær F.Ú. Rafael Franco, ofursti hefir nú verið steypt af forsetastóli í Paraguay í Suður-Ameríku eft- ir byltinguna, sem þar var gerð á föstudaginn. Herinn hefir út- nefnt Felix Paiva sem forseta lýðveldisins. Stjórnin lætur í ljós hrygð sína yfir atburðinum, og sam- hrygð með þeim, sem urðu fyrir óvæntum ástvinamissi og öðr- um er biðu tjón á einn eða ann an hátt, við sprengjufallið. (Það voru fjörutíu kínversk- ar flugvjelar, sem ollu hinu mikla tjóni í alþjóðahverfinu á laugardagskvöldið. Ein sprengjan, sem ætluð var hin- um japönsku herskipum, lenti á Nanking Road, aðalgötu al- þjóðahverfisins og fjörutíu manns fórust. Önnur sprengjan fell á hóp manna fyrir utan skemtistað í franska borgar- hlutanum og þar fórust þúsund manns. Voru þetta aðallega Kínverjar, sem flúið höfðu inn í alþjóðahverfið undan kúlna- regni Japana). AÐVÖRUN STJÓRNARINNAR. Kínverska stjórnin hefir boðið hersveitum sínum að varast svo sem unt er allan hernað innan þess hluta al- þjóðahverfisins, sem Japanir ekki byggja. Hinsvegar kveðst kínverka stjórnin ekki geta gefið grið þeim sem búa í japanska hverf- inu, á meðan Japanir noti það sem bækistöð sína og herji það- an á Kínverja. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. r Utlendingar flýja frá Shanghai. London í gær F.Ú. tarfsmenn við sendisveit Japana í Nanking eru nú að búa sig til brottferðar þaðan Sendiherrann verður þó eft- ir, þar sem Japanir hafa ekki slitið stjórnmálalegu sambandi við Kína. I LONDON: Fulltrúar hermálaráðuneyt isins breska, utanríkismála- ráðuneytisins og stjórnarinn- ar komu saman á fund í London í gær til þess að ræða um ástandið í Kína, með tilliti til þeirra atburða sem gerðust í Shanghai á laugardaginn. Útlendingar hafa nú byrjað á að flytja burtu úr alþjóða- hverfinu í Shanghai. Hver þjóð gerir sínar eigin ráðstafanir. I morgun hófst skrásetning þeirra, sem vilja fá fararkost, og var á stuttri stundu búið að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. — Shangtiai —n Hörmungar fólksins FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN í GÆR. Skelfingu lostnir Kínverjar, konur og börn, ráfa um götm- borgarinnar og leita sjer húsa- skjóls og einhvers til að leggja sjer til munns, símar blaðamað- ur frá Shanghai. Mæður selja böra sín fyrir tvo dollara. Shanghai-búar eiga nú við ýmsa örðugleika að etja, í við- bót við þá hættu, sem þeiaa stafar af sprengjum og fail- byssukúlum, (segir í Lundúna- fregn FÚ). Gasleiðslumar eru bilaðar, það fæst hvorki olía til ljósa eða eldunar, nje ís til kæk geymslu. Þrengslin eru ógurleg og mat væli af skomum skamti. §ókn Francos við Santander London í gær F.Ú. Uppreisnarmenn hófu á ný sókn sína í átt- ina til Santander um helgina. Samkvæmt fregn frá Salamanea hafa þeir þegar sótt tal® vert fram. Sóknin hófst með fallbyssu- árás og loftárás, en síðan ték fótgöngulið við, og segja upp- reisnarmenn að stjórnarherÍMM hafi veitt þeim mjög lítið vSS- nám. Segjast þeir nú vera komwir inn í Santanderhjeraðið, og alt að bænum Reinosa, en hann er um sextíu og fjóra kílómetra fyrir sunnan Santanderborg. í einni frjett er sagt, aS Reinosa sje fallin í hendur uppreisnarmönnum. Um fjögur þúsund maHna her stjórnarinnar er sagður eiga á hættu að verða króaðor inni í fjöllunum milli Reinosa og Santander. GÓÐ VEIÐI. Osló í gær. Skútan Altenfjord frá Ham- merfest kom til Tromsö í gær úr Norðuríshafsleiðangri með bestu veiði ársins: 9 lifandi ís- birni og 44 skotna, 70 tunnur af kópakjöti, 75 seli, 285 „stór- kópa“ og 200 tn. af sg ki. Bjarndýraveiðin er hin besta, sem um er að ræða um mörg ár. Skipstjórinn sagði sjó að ka'la íslausan. (NRP— FB). Knattspyrnumót III. fl. hófst á sunnudaginn. Valur sigraði Fram 1:0 (fjörugur leikur og nokkuS jafn) og K. R. sigraði Víking 11:0. Síðari leikurinn var mjög ójafia, eins og mörkin sýna, enda mættu ekki allir Víkingar til leibs. Keptu aðeins 9 manns í liði Vík- ings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.