Morgunblaðið - 17.08.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1937, Blaðsíða 5
l>riðjudagur 17. ágúst 1937. MORGUNBLAÐIÐ — JpldtgmtfelEtMd ~ ttirLi IX imkir, KtrUtTtt. fUtatJtrari J6n KJarttnnoa oc ValtjT ItiláiiNi íibrTdanalir). iiflýalaiar i Árnl öln. aitatjdrm, udýalacu •« ifgMlMii AmBtmrBtrutl I. — llal 1111. ÁakrVtarcJalit kr. 1.00 i kiulL I 'uuallii II aara alitakll — If atra taaO LaaMk. Arna-nefnd vill gefa út allar riddarasögurnar. HEFÐI HJEÐINN VERIÐ KOLASALI. að er lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru. Kolakaupmennirnir halda fram Æinni tegund og kaupfjelögin sinni. Engin reynsla er enn komin á hvor kolin reynast bet- r«r, því hinir mjög umtöluðu og margauglýstu kolafarmar eru ekki kom'nir. Þá fyrst er kolin eru tekin til notkunar, verður úr því skorið, hvor viðskiftin verða haganlegri. Þótt nokkur jhiti sje í umræðunum um kola- yerðið, þá nær sá hiti skamt til að kynda miðstöðvar eða elda graut. Kolastríðið verður ekki leitt til lykta í dagblöðunum. Mdavjelarnar og ofnarnir kveða þar upp úrslitadóminn. Taflið um kolin gekk fjörugt nokkra daga. Kolakaupmenn- irnir skákuðu seinast með 52 króna verði. Nú er orðið svo langt á milli leikjanna, að sum- iir eru farnir að óttast að kaup- fjelögin sjeu mát. * Stjórnarflokkarnir hafa tek- ið að sjer það þakkláta hlut- yerk, að vernda almenning •gegn óhæfilegu vöruverði. Þeir hafa raunar lengi haft þetta hlutverk með höndum, en reynslan er sú, að vöruverð er óvíða á bygðu bóli hærra en hjer. Nú var því yfirlýst fyrir kosningar af sumum frambjóð- endum stjórnarflokkanna, að kaupfjelögin rjeðu verðlaginu. Sú yfirlýsing dregur óþægilega úr þeim ásökunum, sem nú eru daglega hafðar í frammi um ,,kaupmannaokur“, hvort sem um er að ræða kol, eða aðrar ■vörutegundir. Það er mjög eftirtektarvert, •;að í öllum þeim mörgu grein- um, sem stj órnarblöðin birta um vöruverðið, er algerlega gengið fram hjá einni þeirri vörutegund, sem ekkert heimili getur án verið. Brauðaverðið hækkaði fyrir skemstu um alt að 40%, án þess að stjórnar- blöðin findu neina ástæðu til .að kvarta yfir ,,okri“ í því sambandi. Skýringin á þeirri tal^ndi þögn er sú, að bæði Alþýðubrauðgerðin og Kaup- fjelagsbrauðgerðin voru þátt- takendur í hækkuninni. Ef bak- arameistararnir hefðu verið einir um hituna, efast enginn um þær kveðjur, sem þeir hefðu fengið í stjórnarblöðunum. * En hitt stingur þó meira í augun en nokkuð annað, að í öllum þessum umræðum, hafa stjórnarblöðin ekki nefnt olí- una á nafn. Stjórnarflokkarnir hafa þó aldrei þreytst á að lýsa umhyggju sinni fyrir smá- bátaútgerðinni. En olían er eins .,og allir ,yita einn stærsti út- gjaldaliðurinn við þá útgerð. Hinn 15. september í fyrra haust sagði Alþýðublaðið: „Ol- íuverðið er 20% of hátt“. Það er fróðlegt, að bera saman olíu- verðið þá og nú. Fram til 15. mars s.l. var verð á hráolíu kr. 14,40 fyrir 100 kilo netto. Þetta verð var að dómi Alþýðublaðs- ins „20% of hátt“. Það hefði með öðrum orðum átt að vera kr. 11,52. Frá 1. mars til 1. júlí hækkar þessi olía úr kr. 14,40 netto upp í kr. 15,30 netto. En hvað er verðið nú? Eftir 1. júlí kostar þessi olía 19 —nítján krónur — 100 kilo. Alþýðublaðið taldi 15. septem- ber í fyrra, að 14,40 væri 20% of hátt. Verðið átti með öðr- um orðum að vera 11,52. Nú er það 19,00. Þetta er full 60% hækkun. En nú minnist Alþýðu- blaðið ekki einu orði á, að olíu- verðið sje of hátt. Hjer skal enginn dómur á það lagður, hvað veldur þessari geysihækkun á olíunni. Olíusal- arnir hafa vafalaust sama fyrir sig að bera og seljendur ann- ara vara. En dæmin um þögn stjórnar- blaðanna við brauðhækkuninni og olíuhækkuninn, sanna svo áþreifanlega, að ekki verður mótmælt, að árásir stjórnar- blaðanna út af dýrtíðinni, fara alveg eftir því hver í hlut á, í það og það skiftið. Brauð mega hækka eins og fara gerir, af því Alþýðubrauðgerðin og Kaupfjelagsbrauðgerðin eiga hlut að máli. Olíuverðið má vera ekki einungis 20%, heldur 60% „of hátt“ af því að Hjeð- inn Valdimarsson á jþar að svara til sakar. Ef Hjeðinn hefði verið kola- sali! i Hvað ætli kolaverðið hefði þá mátt vera hátt, án þess stjórnarblöðin hefðu fundið á- stæðu til að hafa orð á því? Síldveiði Norðmanna við Island. Foringinn á eftirlitsskipínu ,Frithjofi Nansen“ hefir gefið þær upplýsingar um síld- arafla Norðmanna við Island, að fimtánda þessa mánaðar, hafi ca. hundrað og fimtán herpinótaskip og ca. fimtíu reknetaskip, verið búin að afla alls: 66472 tunnur af matjessíld og 77020 af venjulegri saltsíld og sjerverkaðri síld og 13440 tunnur af kryddsíld. (Samkv. upplýsingum frá Fiskifjel. Isl.). Sigurður Nordal prófessor er nýkominn til bæjar- ins frá Höfn, þar sem hann sat fundi Árnanefndar, en þetta er í fyrsta skifti, sem hin nýja 11 manna Árna- nefnd hefir fullskipuð haldið fundi. Nefndin var skipuð í fyrra og hjelt þá fundi. Einn nefndarmanna, Hall- dór Hermannsson prófessor, gat ekki komið vestan um haf þá. Hann er að miklu leyti upphafsmaður að því að breytt var til um fyrirkomu- lag og starfshætti nefndar- innar. Þessvegna fannst samnefndarmönnum hans sjálfsagt að láta það drag- ast að gera mikilsverðar framtíðartillögur um nefnd- arstörfin, þangað til hann gæti setið nefndarfundi, enda var mjög naumur tími til undirbúnings fundanna í fyrrahaust. I Árnanefnd ern nú 5 íslending- ar, sem kunnugt er, og 6 Danir. Þessir íslendingar eru í nefndinni: Árni Pálsson próf., Einar Arnórs- son hæstarj.dómari, Ilalldór Her- mannsson prófessor, Jón Helgason prófessor og Sigurður Nordal pró- fessor. En Danir í nefndinni eru þessir: E. Arup prófessor, og er hann formaður nefndarinnar. Bröndum-Nielsen prófessor í nor- rænum fræðum, Axel Lindvald þjóðskjalavörður, dr. Ejnar Munksgaard bókaútgefandi, dr. Paul Nörlund þjóðminjavörður og dr. Carl S. Petersen yfirbókavörð- ur við kgl. bókasafnið. Morgunblaðið hefir liitt Sigurð Nordal að máli og spurt hann um nýafstaðna fundi Arnanefndar. Nefndin lijelt fundi frá 1.—20. júlí, segir Sigurður, og ræddi um ýmsar framkvæmdir næstu ára. En hvað iir þeim verður og hve greitt þær ganga er undir því kom ið, hve mikið fje nefndin fær til umráða. R-ætt, var um fyrirkomulag Árna Magniissonar safnsins, en safnið fær nú önnur og betri liúsakynni, en það hefir áður haft. Er verið að reisa stórt nýtt hús fyrir nátt- úrufræði- og læknisfræðisbækur Háskólabókasafnsins, en sjerstök áhersla hefir verið lögð á það und- anfarin ár, að byrgja Háskóla- bókasafnið sem best af þeim bók- um. Við þetta verður rýmra í gömlu byggingunni. Þá verður Árnasafni komið þar vel fyrir, og verður sjerstakur lestrarsalur fyr það safn. En hverjar voru helstu nýjung- ar, sem nefndin ræddi um á sviði bókaútgáfu ? Þær voru þessar helstar. Að gefa út nýja útgáfu af Fornaldarsög- um Norðurlanda, en heildarútgáf- unni, sem til er, er mjög ábóta- vant. Er það útgáfa sú sem Rafn annaðist árin 1829—30, og er ís- lenska titgáfan endurprentun af henni. Útgáfa þessi er nú alveg úrelt, sem von er, og auk þess Jonsbókareintak frá 1578 til Landsbókasafnsins! Frásögn Sigurðar Nordals úr utanfðr. Sigurður Nordal prófessor. mjög erfitt að fá hana. En aðeins fáar af þessum sögum hafa verið gefnar út sjerstaklega í vönduð- um útgáfum. Þegar lokið er útgáfunni af Fornaldarsögum er áformað að taka Riddarasögurnar og gera af þeim nákvæma útgáfu eftir öllum handritum. Ráðgert er, að formál- ar í útgáfum þessum verði ritaðir á ensku. Hafa Riddarasögurnar aldrei verið gefnar út í heild? Því fer fjarri. Margar af þeim, sem til eru í handritum, hafa yf- irleitt aldrei verið prentaðar, og sumar þeirra alls ekki lakari en hinar, sem prentaðar hafa verið. Þegar þær verða allar saman prent aðar, verður það miltið ritsafn. Ör fáar þeirra hafa verið gefnar út vísindalega. En alþýðuútgáfur hafa komið út af þeim alt frá því um miðja 19. öld og fram til þessa dags, og venjulega prentaðar eft- ir einu handriti. Riddarasögurnar hafa til skamms tíma verið í litl- um metum meðal fræðimanna. Þetta eru, sem kunnugt er, skáld- sögur, sem steyptar hafa verið upp úr allskonar brotasilfri. En á síðustu árum hafa ýmsir fræðimenn utan Norðurlanda far- ið að gefa þeim gaum og má búast við, að þær verði í framtíðinni mikið rannsóknarefni, þær varpa m. a. ýmiskonar ljósi yfir það, hvernig sögusagnir varðveitast og flytjast land úr landi — t. d. alla leið frá Austurlöndum til Islands. Merkileg bók um þetta efni kom út í New York fyrir nokkrum ár- um. Höfundur er Margaret Schlauch, en bókin heitir „Ro- mance in Iceland“. Þá var rætt um að efna til nýrr ar orðabókar, er tæki yfir öll ís- lensk rit til miðrar 16. aldar og norsk rit til 1300. Á orðabók þessi að koma í staðinn fyrir orðabók þeirra Cleasby og Guðbrands Vigfússonar og Fritzners-orðabók. Báðar þessar orðabækur eru nú orðnar lítt fáanlegar, enda full- nægja þær ekki þeim kröfum, sem nú eru gerðar til slíkra orðabóka. Orðabók þessi á að vera með ensk um þýðingum. Auk þess er fyrirhugað að styðja og gefa út rit um rann- sóknir á einstökum atriðum nor- rænna fræða. Að sjálfsögðu verð- ur haldið áfram útgáfu íslenskra miðaldakvæða, sem Jón Helgason prófessor byrjaði á í fyrra. Talið barst síðan að hinni miklu og merku íitgáfustarfsemi dr. Ejnars Munksgaard og skýrði Sigurður Nordal svo frá: Næsta bindi af safni ljósprent- aðra íslenskra handrita verður það ísl. handritið, sem frægast er allra, Konungsbók Sæmundar- eddu. Verður hún með formála eft ir Andreas Heusler prófessor. Hún kemur út innan skamms. Næsta bindi verður elsta og merkasta handrit íslenskra mið- aldarímna, Staðarliólsbók (A. M. 604, fjórblöðungur). Handrit þetta er 248 , blöð. Verður það eitt stærsta bindi safnsins. Þetta er fyrsta handrit- ið í þessu safni, sem hefir inni að halda rit, er aldrei hafa verið prentuð, m. a. Andrarímur hinar fornu. Formála þessa bindis skrif ar Sir William A. Craigie. Næsta bindi þessa safns verður sennilega Þiðreks saga, með for- mála eftir prófessor Jolivet í Par- ís. En í safninu af ljósprentuðum prentuðum bókum íslenskum er nú von á Vísnabók Guðbrands biskups mjög bráðlega, með for- mála Sigurðar Nordals. Áður samtalinu lauk skýrði Sigurður frá merkilegum bókar- fundi, ef svo mætti að orði kom- ast, þar sem dr. Ejnar Munks- gaard bókaútgefandi fann til kaups í Þýskalandi nýlega, og festi kaup á „Lögbók íslendinga" prentaðri á Hólum 1578. Eintak þetta er prentað á bók- fell og er það svonefndur „upp- skafningur“, þ. e. a. s. skrifað kef ir verið áður á bókfell það, sem prentað hefir verið á, en skrift- in skafin út, til þess bókfellið yrði notuð til prentunar. Hjer er það kaþólsk messubók, sem skaf- in hefir verið, og síðan prentað á hin „sköfnu“ blöð. Af þessari Jónsbókarátgáfu frá 1578 hefir áður þekst eitt öa- tak, sem prentað er á bókfell, er það í konungl. bókasafnin* í Höfn. En þessi tvö eintök eru ei»- ustu íslensku bækurnar, sem vit- PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.