Morgunblaðið - 17.08.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐXÐ Þriðjudagur 17. ágúst 1937. Vegma faröarfarar verða skrffstafnr vorar lokaðar i dag frá kl. 12 á hádegi. Heildverslun Ásgiirs Sigurðssonar Skrifstofur Edinborgar. Veiðarfærageri íslands. Vegna jarðarfarai Magnúsar Olafssonar Ijósmyndara, verður myndastofa mín lok- iið i dag. Ólafur Magnússon. Vegna jarðarfarar r Magnúsar Olafssonar Ijésmyndara, verða Ifósmyndastofur bæjarins lokaðar í dag (þriðfndag) kl. 12-4. Vegna jarðarfarar Magnúsar Ólafssonar, Ifós- myndara, verður skrifstof- mii ríkisfjeliirðis og ríkis- bókhalds lokað i dag. Magnús Ólafsson, Ijósmyndari, verður jarðsunginn í dag, þriðjudaginn 17. ágúst. Athöfnin fer fram frá Dómkirkjunni og hefst kl. iy2 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför Gunnars sonar okkar. Guðrún Magnúsdóttir. Sverrir Sverrisson. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför Elínbjargar Jóhönnu Bjarnadóttur. Einnig þökkum við hinum mörgu, er glöddu hana í hin- um erfiðu veikindum hennar. Sjerstaklega þökkum við frú Jónínu Guðmundsdóttur, Kirkjuveg 17, Hafnarfirði, fyrir alla þá miklu alúð og hjúkrun, sem hún naut á heimili hennar. Aðstandendur. Tillögur samþyktar á Þing- vallafundi um bindindismál. Eftirfarandi tillögur voru samþyktar á Þing- vallafundi um bindindismál yfir helgina: Frá löggjafarnefnd. I. Fundurinn skorar á næsta Alþingi, að samþykkja þegar í stað fullkomin hjeraðabönn, þ. e. að kaupstöðum og sveit- um landsins verði fenginn sjálfsákvörðunarrjettur um á- fengissölu og áfengisveitingar, og að gagngerðar breytingar verði að öðru leyti gerðar á á- fengislöggjöfinni um alt það, er máli skiftir að dómi Stórstúku íslands og bindindisfjelaga landsins. II. Fundurinn samþykkir að skipa 3ja manna nefnd, til þess ásamt fulltrúum frá Stór- stúku íslands, að koma fram gagnvart Alþingi og ríkisstjórn, út af ályktunum fundarins, um væntanlegar breytingar á á- fengislöggjöfinni. Frá fræðslumálanefnd. Fundurinn skorar á: a) Fræðslumálastjórn og kennarastj ett þjóðarinnar að beita sjer fyrir skipulagðri bindindisfræðslu í skólum lands ins. b) Fræðslumálastjórn ríkis- ins að útvega kennurum lands- ins góð fræðslutæki um áfengi og tóbak og aðrar skaðanautn- ir, t. d. kvikmyndavjelar og kvikmyndir. c) Fræðslumálastjórn ríkis- ins að gefa út ársfjórðungsrit, er fræði um áhrif áfengis og tóbaks og nýjustu rannsóknir um þau efni, svo og það, er varðar kenslu um þau mál. d) Útvarpsstjórn að láta mánaðarlega halda fræðandi fyrirlestra um áfengi og tóbak, flytja bindindisfrjettir og styðja bindindi á allan hátt. e) Heilbrigðisstjórn og lækna landsins að beita sjer fyrir að flutt verði af hjeraðslæknum í hverju læknishjeraði, að minsta kosti einn fyrirlestur á ári, um skaðsemi áfengis og tóbaks. Frá fjármálanefnd. I. Þar sem vitað er, að bindind- ismenn leggja árlega fram stór- ar fjárfúlgur til bindindis- og menningarstarfs í þágu alþjóð- ar auk persónulegs starfs, og þar sem áfengisneyslan í land- inu hefir aukist stórkostlega, þá telur fundurinn sjálfsagt að Alþingi auki verulega fjár- framlag til Stórstúku Islands og annarar bindindisstarfsemi í landinu frá því sem nú er. II. Með því að erlendur gjald- eyrir er ekki fyrir hendi til brýnustu nauðsynja, þá skorar fundurinn á þing og stjórn, að takmarka innflutning áfengis og tóbaks, að miklum mun. Frá menningar- og siðgæðismálanefnd. I. Þingvallafundur um bindind- ismál, 15. ágúst 1937, sam- þykkir að skipa 3ja manna nefnd til þess að undirbúa stofnun landssambands bind- indis- og menningarfjelaga, með því verkefni m. a., að auka menningarbrag í skemtana- og samkvæmislífi þjóðarinnar. II. Þingvallafundi um bindind- ismál, 15. ágúst 1937, er það ljóst, að atvinnuleysi og iðju- leysi unglinga er undirrót margskonar spillingar, eitur- nautna og afbrota. Þess vegna skorar fundurinn á Alþingi, að gera þegar á þessu ári rót- tækar ráðstafanir til þess, að allir unglingar í landinu eigi kost á nægilegu og þroska- vænlegu viðfangsefni. III. Þingvallafundur um bindind- ismál, 15. ágúst 1937, skorar á öll blöð landsins að beita á- hrifum sínum gegn neyslu á- fengis og tóbaks. IV. Þingvallafundur um bindind- ismál, 15. ágúst 1937, leggur áherslu á, að allir þeir, sem ekki hafa áfengi um hönd, eigi skilyrðislausan rjett á því, að lögregluvaldið verndi þá gegn hverskonar ónæði af hálfu ölv- aðra manna, og krefst þess, að lögum þar að lútandi sje stranglega framfylgt. V. Þingvallafundur um bindind- ismál, 15. ágúst 1937, álítur að margir af gisti- og veitinga- stöðum landsins sjeu þannig reknir, að ekki sje samboðið menningarþjóð, og beinir því eindregið til hlutaðeigandi yf- irvalda, að bæta úr þessu með strangri löggæslu. Ennfremur skorar fundurinn á almenning, að beita áhrifum sínum, sem viðskiftamenn þessara stofnana, til þess að útiloka þaðan á- fengisnautn og hverskonar ó- reglu. Frá skipulagsnefnd. , I. Fundurinn samþykkir, að skipuð verði 15 manna nefnd, er vinni að og undirbúi Þing- vallafund, til að ræða um á- fengismál og bindindisstarf- semi. Nefnd þessi beiti sjer fyrir því, að sveitar- og bæjarfjelög svo og önnur fjelög, er mál þetta vilja styðja, sendi full- trúa á fundinn. Aðalverkefni þessa fundar skal vera það, að stofna lands- samband, er vinni gegn áfeng- isböli. II. Fundurinn skorar á Alþingi, að veita á næstu fjárlögum fje til að setja á fót sjúkrahús eða deild til að taka drykkju- menn til meðferðar. III. Fundur bindindismanna og annara áhugamanna um varn- ir gegn áfengisnautn, haldinn á Þingvöllum dagana 14.—15. ágúst 1937, vill jafnframt því, sem hann vekur athygli alþjóð- ar á hver voði þjóðinni er búinn af þeirri geigvænlegu nautn á- fengra drykkja, sem við nú horfumst í augu við og drykkju skaparóreglu, sem siglir í kjöl- far hennar, skora alvarlega og eindregið á alla hugsandi menn og konur að beita sjer með al- huga og af alefli gegn áfengis- bölinu með því m. a.: 1. Að styðja og efla kröft- uglega og þróttmikla bindind- isstarfsemi innan Góðtemplara- reglunnar og gjöra hana áhrifa ríka í því að móta hugsunar- hátt einstaklinganna og alla setningu og meðferð ljöggjafar um áfengismál. 2. Að stuðla að því, að ung- mennafjelögin og önnur æsku- lýðsfjelög svo og íþróttafjelög- in taki upp öfluga baráttu gegn áfengisnautn og hverskonar drykkjuskaparóreglu. 3. Og síðast en ekki síst, að fá því til vegar komið, að í skólum landsins sje kostað kapps um að beita uppeldis- legum áhrifum á nemendurna til gagns og framdráttar bind- indishugsjóninni. Og að við val og skipun kennaranna sje höfð hliðsjón af því að þessum til- gangi verði náð. Frá nokkrum fundar- mönnum. Um leið og fundurinn viður- kennir og virðir hið háleita og blessunarríka starf, sem kirkjan vinnur með þjóð vorri, þakkar hann þann stuðning, sem hún hefir veitt bindindis- málinu, og með því að Reglan er bygð á kristilegum grund- velli, telur fundurinn eðlilegt og sjálfsagt að kirkjan, Regl- an og önnur bindindisf jelög sameinist um að beita sjer fyrir hverskonar siðbótar og menn- ingarmálum. Nefndarskipanir. Samkvæmt tillögu löggjafar- nefndar voru eftirtaldir 3 menn skipaðir í nefnd, til að koma fram gagnvart Alþingi og ríkisstjórn, ásamt fulltrúum frá Stórstúku ís- lands, út af ályktunum fundar- ins um væntanlegar breytingar á áfengislöggjöfinni: Björn Magnússon, dósent, Pjet- nr Zophóníasson, ættfræðingnr, Ingimar Jónsson, skólastjóri. Samkvæmt tillögu skipnlags- nefndar skipaði forseti fundarins eftirtalda 15 menn til að taka sæti í nefnd, til undirbúnings næsta Þingvallafundar og stofn- un landssambands, er vinni gegn áfengisböli: Þorleifur Guðmundsson, fyrv. alþm., Pjetur Zophóníasson, ætt- fræðingur, Imdvig C. Magnússon, skrifstofustjóri, Benedikt Waage, kaupm., Eiríkur Einarsson, alþm., Gunnar E. Benediktsson málafl.m., PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐTJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.