Morgunblaðið - 22.08.1937, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. ágúst 1937.
Miljarðahagsmunir Breta
í Shanghai í voða.
Ræða Mussolinis:
skilyrði fyrir friði
i Miðjarðarhafi.
FRÁ FRJETTARITARA VORVM.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
MUSSOLINI rjetti fram hendina til sátta
við Breta (og allar þjóðir, sem hags-
.muna hafa að gæta í Miðjarðarhafi)
íí ræðu þeirri, sem hann flutti í Palermo á Sik-
iley í gær, en 1 jet um leið fylgja nokkur höfuð-
skilyrði, sem utanríkismálastefna Itala byggist á,
en þau eru:
1) Að fá hið rómverska keisaraveldi (þ. e. yfirráðarjett
ítala í Abyssiníu) viðurkent. (Mussolini sagði: Vjer ætl-
umst ekki til að mennirnir í Genf skrásetji fæðingar, en
vjer ætlumst til, að þeir skrásetji skírn).
2) Samvinna Þjóðverja og ítala heldur áfram (þ. e. Ber-
lín—Róm öxullinn).
3) Italir munu aldrei leyfa, að bolsjevisminn fái fótfestu
við Miðjarðarhafið.
VARNAGLI SIGNORS GAYDA.
Signor Gayda skrifar í dag í Giornale d’Italia um þennan
þriðja lið, sennilega í tilefni af gagnrýni, sem þessi liður hefir
sætt í Bretlandi, að hann bæri ekki að skilja á þá leið, að ítalir
ætli að neyða fascisma upp á Miðjarðarhafsþjóðir, sem væru
andvígar fascisma.
„Daily Telepraph" hafði sagt í morgun, að Bretar myndu
aldrei fallast á, að ítalir hefðu rjett til þess að skipa fyrir um
stjórnmálasfefnu annara þjóða við Miðjarðarhafið.
„Hin ítalska yfirlýsing um frjálsan aðgang fyrir alla að
Miðjarðarhafi“, segir blaðið, „leyfir engar undantekningar, sem
bygðar eru á lífsskoðana-ágreiningi“.
UNDIRTEKTIR í EVRÓPU.
í Englandi er annars talað varlega um ræðuna.
Þjóðverjar leggja áherslu á yfirlýsingu Mussolinis um að
samvinna Þjóðverja og ítala haldi áfram.
Rússar ráðast ákaft á ræðuna, og benda á andstæðurnar
milli orða Mussolinis og ástandsins í Miðjarðarhafi, þar sem ít-
ölsk skip hafi undanfarið sökt fjölda skipa.
200 ÞÚS. MANNS HLÝDDU Á MUSSOLINI.
London í gær. FÚ.
Það er talið, að alt að því 200 þús. manns hafi hlýtt á ræðu
Mussolinis á torginu í Palermo. Mussolini lýsti því yfir, að Ítalía
væri reiðubúin til þess að standa að samvinnu um öll mál, er
varða stjórnmálalíf Evrópu.
I sambandi við ástandið á Spáni og styrjöldina komst hann
svo að orði: „Vjer lýstum því yfir svo afdráttarlaust sem verða
mátti, að vjer mundum aldrei þola neinn bolsjevisma við Mið-
arðarhafið, nje neitt, sem er í ætt við hann. Þurfa því bolsje-
vikkar á Spáni engrar miskunnar að vænta af vorri hendi“.
Hann sagði, að sambúðin við Frakkland skvldi af hálfu
Italíu verða miklu betri, ef að vissir flokkar í landinu gerðu sig
ekki bera að því, að óska þess að fasisminn liði undir lok og
hjeldi uppi fjandsamlegum áróðri gegn honum.
Loks kvaðst hann vilja taka það fram, að möndullinn, Róm-
Berlín, væri fullkominn veruleiki í stjórnmálum Evrópu, en
annars væri Italía nægilega sterk til þess að geta boðið byrginn,
ein og óstudd öllum f jandmönnum sínum.
Aðalorusturnar háðar 1 breska
hluta alþjððahveriisins.
Kínverjar þrengja
að Japönúm.
fflí
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
MESTU orusturnar í Shanghai hafa síð-
an í gær verið háðar í norðaustur
hluta alþjóðahverfisins. Færast har-
dagarnir nær miðhluta hverfisins......................
Bretar hafa lagt fram mótmæli bæði við kín-
versku og japönsku stjórnina og lýst yfir því, að
þeir muni gera þær ábyrgar fyrir alt það tjón,
sem unnið verði breskum hagsmunum á þessum
slóðum.
Það er álitið, að tjón það, sem þegar hefir verið unnið eign-
um breskra þegna, nemi 30—40 miljónum króna.
Alls er talið, að fjármagn það, sem liggi í eignum Breta í
norð-austurhluta alþjóðahverfisins, nemi tólf þús. milj. króna.
Þarna stan4a nú vörugeymslur, verksmiðjur, verslunarskrif-
stofur og klúbbhús í björtu báli.
_____________í_____________ Kínverjar reyna enn að kljúfa
Það var-
ekki dr. Göbbels.
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN I GÆR.
Það var álitið, að dr. Göb-
bels hefði stjórnað árásunum
í blaðinu „Angriff“ á erlenda
blaðamenn í Berlín.
Nú skýrir „Berlingske Ti.
dende“ (í Khöfn) frá því,
að dr. Göbbels ætli innan
skams að afsegja sjer allri
ábyrgð á því, sem skrifað er
í „Angriff“, og orsökin er
sögð vera einmitt árásirnar á
hina erlendu blaðamenn.
Fulltrúarnir úr utanríkismála-
ráðuneytum Norðurlanda, sem
fóru til Norðurlands í vikunni
sem leið, komu hingað með Lax-
fossi í gærkvöldi. Sveinn Björns-
son sendiherra fór með þeim norð
ur og hann kom einnig í gær-
kvöldi.
í Sundhöllinni standa nú yfir
sundnámskeið. Eru þau ekki að
fullu skipuð og geta nokkrir nem
endur enn komist að á hálft nám-
skeið. Allir ættu að læra að synda,
og þar sem nú er hægt að stunda
sund inni alt árið, ættu allir, sem
enn eru ekki byrjaðir að læra
sund, að byrja sem fyrst.
Franco 38 km.
frá Santander.
London í gær. FÚ.
FLÓTTAMENN, sem nýkomnir
eru til St. Jean de Luz,
segja að miklar loftorustur hafi
átt sjer stað í bardögunum um
Santander og að borgin muni falla
innan fárra daga.
í hernaðartilkvnningu uppreisn
armanna í dag segja þeir frá töku
þorps eins, sem er 38 km. frá.San-
tander.
Tyrkneska ráðuneytið kom sam
an á skyndiíund í dag til þess að
ræða um árásir óþektra kafbáta
á kaupför innan tyrkneskrar
landlielgi.
herdeildir Japana norðan Soo-
chow-fljótsins. Sækja þeir fram í
áttina til Whangpoo-fljótsins og
hrekja Japani stöðugt uær fljót-
inu. Berjast Japanir með „bakið
upp að fljótinu“.
Fregnir, sem áður liafa borist
um að Kínverjar væru komnir að
fljótinu, virðast því ekki hafa við
rök að stvðjast.
Fyrsta loftorustan.
London í gær. FÚ.
í dag var háð fyrsta loftorust-
an yfir Shanghai. Aður höfðu kín
verskar og japanskar flugyjelar
skifst á að gera árásir á bæki-
stöðvar hvors annars, án þess að
reyna að verjast á annan hátt en
með loftvarnabyssum.
í dag voru kínverskar flugvjel-
ar á leið til bækistöðva sinna og
viltist einn kínverskur flugforingi
frá fjelögum sínum og lenti einn
í orustu við japanskar flugvjelar.
Slrot kom í fíugvjel hans og
tók hún að hrapa, en hann bjarg-
aði sjer út úr flugvjelinni og
lenti heilu og höldnu í fallhlíf.
Japönum gefin sökin.
Bandaríkjamenn þvkjast nú
vera vissir um, að sprengikúlan,
sem lenti á ameríska herskipinu
Augusta í gær, hafi verið skotið
úr jápánskri lóftvarnabyssu, og
hefir herstjórn Bandaríkja-
manna þarna eystra tilkynt jap-
önsku stjórninni það. Herstjórn
Japana svarar á þá leið, að hjer
muni vera um að ræða brot úr
sprengikúlum úr kínverskri fall-
byssu og vill enga áhyrgð hera á
atburðinum.
- Fer MhssoIídí -
að heimsækja
Hitler?
FRÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN I GÆR.
Frjettin um, að Mussolini
muni innan skams heimsækja
Hitler, hefir stungið upp höfð
inu aftur. Fyrst var sagt, að
hann ætlaði til Þýskalands í
vor síðastl.
En að þessu sinni er frjett-
inni hvorki neitað í Berlín
nje Róm.
Það er búist við, að Musso-
lini verði gestur Hitlers á
binu mikla nazistaflokksþingi
Núrnberg í næsta mánuði,
eða heimsækji hann strax að
flokksþinginu loknu.
Hjálpræðisheriim. Helgunarsam-
koma kl. 11 f. h.
Lögfræðingamótið:
Tveggja íslendinga
minst.
Alögí'ræðingaþinginu í Hels-
ingfors flutti finnski for-
maðurinn, prófessor Grandfelt
ræðu um íslensku lögfræðing-
ana Lárus H. Bjarnason hæsta-
rjettardómara og Eggert Briem
hæstarjettardómara. Fór hann
miklum viðurkenningarorðum
um báða ’þessa íslensku fræði-
menn.
IJann sagði auk þess, að Lár-
us hefði verið öruggur bardaga-
maður fyrir rjettindum ættjarð-
ar sinnar í sjálfstæðisbarátt-
unni.
Sú tillaga, að halda næsta
mót norrænna lögfræðinga í
Reykjavík hefir fengið mik-
inn stuðning, og stendur ekki
á öðru, en að íslenskir lög-
fræðingar láti í Ijós ákveðn-
ar óskir um að svo verði
gert.
Hefir þegar verið ráðgert, ef
mótið yrði haldið í Reykjavík,
að þátttakendur af Norðurlönd-
um tækju sjer far með sjer-
stöku gufuskipi til íslands og
dveldu um borð í því á meðan
á mótinu ntæði. (FÚ)
STARFSMANNAFJELAG
REYKJAYÍKUR FER
FRAM Á LAUNA-
HÆKKUN.
Starfsmannaf ielag1 Reykja-
víkur hefir skrifað bæj-
arráði og farið fram á, að
laun allra fastra starfs-
manna bæjarins verði hækk-
uð.
Osk starfsmannafjelagsins er, að
launin verði liækkuð um 10% og
nái hækkunin 1 i 1 þessa árs. Til
vara fer fjelagið fram á, að launin
verði hækkuð um 15% frá 1. júlí
síðasti.
Laun allra fastra starfsmanna
bæjarins ög bæjarstoínana nema
samtals um 1 y2 miljón króna, svo
að launahæltkun sii, sem starfs-
mannafjelagið fer fram á myndi
nema fyrir bæjarsjóð um 150 þús.
krónum.