Morgunblaðið - 22.08.1937, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.08.1937, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudágur 22. ágúst 1937. Melgrasið. | hinu fjölritaða ársriti Guðm. * Jónssonar á Hvanneyri, Bú- fræðingnum, eru margar mjög at- úyglisverðar greinar um búnað og annað sem skiftir máli fyrir bænd- ur landsins. í síðasta heftinu er m. a. grein um Melgrasið, sem vekur mann til umhugsunar um, að sjálfsagt sje að fá úr því .skorið fyr eða síðar, hvort ekki muni geta svarað kostnaði að rækta mel til þess að fá af honum kornuppskeru. Segir Guðmundur að velmetinn danskur tilraunastjóri, Prandsen að nafni, hafi haft orð á því við sig, að forfeður korntegundanna myndu síst hafa verið álitlegri en melgrasið. Samkvæmt efnagreiningum, er Guðmundur birti í greininni, sjest að melkornið er kjarnbetra til manneldis en bvgg. Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri, er allra íslend- inga kunnugastur melgrasinu, hefir sáð til þess og ræktað það í áratugi í sambandi við sand- græðsluna. Iíann hefir látið Bú- fræðingnum í tje umsögn um mel- inn. Hann segir, að óræktaður beri hann þroskað fræ nálega á hverju ári. En fræ ber hann ekki fyrri en 4 árum eftir sáningu, en stendur síðan í fullum blóma til 10 ára aldurs, að hann fer að ganga úr sjer. Eins og kann er nú, sem órækt- uð planta, þarf hann helst laus- ari jarðveg en venjulega túnajörð, segir G. Kr. og þolir ekki sama raka og er í deiglendum túnum. í rætnum seigum jarðvegi þrífst hann sennilega aldrei. En Guðmundur Jónsson vill vekja athygli á því með grein sinni, að vel komi til mála að at- huga hvort melurinn verður ekki kynbættur svo hann verði með- færileg nytjajurt til kornfram- leiðslu. Ekki vantar að hann er liarðger og nægjusamur með til- liti til næringarefna jarðvegs. Prentfrelsinu ógnað. Fyrir viku síðan fekk Morgun- blaðið skeyti um það frá frjettaritara blaðsins í Khöfn, að aðalpóstmeistari í Hull og þing- maður hefði ákveðið að leggja fram kæru til breska utanríkis- málaráðuneytisins, xit af því, að varðskipið Óðinn hefði stöðvað breskan togara með skotum, er var að veiðum utan landhelgi. Svo harður aðgangur hefði það verið, að hásetar hefðu þurft að leggjast á þilfar togarans til þess að verða ekki fyrir skotum varðskipsins. Varðskipstjórinn hefði síðan sann- færst um, að togarinn væri utan við landhelgislínu, og hefði því slept honum. Þegar Morgunblaðið birti þessa fregn telja Tímablöðin þetta vera xóg Morgunblaðsins í garð Ægis- skipstjórans, og víta það stórlega, að frá þessu sje sagt í íslensku blaði. Kærumál þetta er í sjálfu sjer eftirtektarvert. En ennþá eru ekki komnar nánari fregnir af því, á hverju kæran er bygð, hvenær þetta hafi átt að ske o. s. frv. og er því rjett að láta aðaiatriði málsins bíða frekari athugunar. En það vekur alveg sjerstaka eftirtekt, að Tímablöðin líta svo 21. ágúst. á, að ekki megi í íslenskum blöð- um segja frá ’því, ef einhver stjórn argæðingur íslenskur verður fyr- ir gagnrýni erlendis. Eru hjer al- Aæg greinilega á ferðinni tilhneig- ingar hjá Tímadótinu til ritskoð- unar, eins og hjá öllu fólki, sem sjer, að það þolir ekki að skýrt sje satt og rjett frá athæfi þess, kenningum og áformum. Getur enginn íslenskur stjórnmálaflokk- ur sokkið dýpra en sá, sem sýnir til þess fulla tilburði, að apa ritskoðun og skerðing á prent- frelsi eftir fascistaríkjum álfunn- ar. Dýrtíðin og okrið. uðbrandur Magnússon for- stjóri Áfengisverslunar rík- isins, og frambjóðandi Framsókn- arfiokksin-: hjer í bænum við kosningarnar í vor, gekk mjög rækilega fram í því í útvarpsum- ræðunum, að sýna kjósendum fram á, að kaupfjelögin rjeðu vöruverðinu í landinu. Svo mikið sagði haim að þau hefða undir höndum af innflutningi til lands- ins. Skýrslur, innflutnings og gjald- eyrisnefndar sýna hve heildversl- anir fá lítinu hluta af innflutn- ingnum. Innflutningurinn hefir með höft unum og ranglátri úthlutun inn- flutningsleyfanna, A'erið með hverju ári dreginn meira c'g meira úr höndum heild-ala. Kaupfjelögin ráða verðlagiuu, sagði Guðbrandur. En dýrtíðin í landinu stafar af okursálagningu heildsalanna, segir Tímadagblaðið. Þeir eiga sem sje að okra á vörunum eftir að búið er að taka verslunina úr höndum þeirra og þegar aðrir ráða verðlaginu(!) Það þarf þvkkskinnaða grautar- hausa til þess að bera slíkt á borð fyrir leSendur sína. En Tímamenn eru ekki vanir að gera sjer reliu út af því, þó staðreyud- irnar stangist ofurlítið í meðferð- inni (sbr. Egilstaðasamþyktina). Veðurspárnar. enn hafa verið að stinga saman nefjum um það, að veðurfræðingar vorir hafi verið fremur óheppnir með veðurspár sínar uppá síðkastið. Þetta kann að vera helber hugarburður, spárnar hafi verið þetta upp og niður eins og gengur. En þegar það kom fyrir hvað eftir annað þurkdagana síðustu að spáin hljóðaði uppá „dálitla rigningu", þá datt mjer í hug, að þetta gæti verið nokkuð sniðugt. I votA'iðrasömum sumrum væri t. d. hægt að hafa þessa spá að stað- aldri, dag eftir dag. Yeðurstofan myndi á þeni:a bátt reynast nokk- uð sannspá. Menn taka ekki svo milcið eftir I>ví Iivort það rignir mikið eða lítið. I ausandi rigningu myndi það talið nærri lagi að spá „dálítilli rigningu“. Og þegar ein- staka sinuum glaðnar til, þá hljóð- ar spáin þó ekki fjarri lagi. ,,í)á- lítil rigning" gæti nærri því þýtt hjerumbil sólskin. Ef spáin væri altaf sú sarea, jiá Aræri fyrirhafn- arminna að semja liana. Og svo þyrftu menn ekki heldur að hafa fyrir því að fara eftir henni. Mæðiveikin. Iviðtali, sem blaðið átti við Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóra nýlega, skýrði liann svo frá, að hann hefði því miður á ferðum sínum um fjársýkissvæðin í sumar orðið var við það, að ýms- ir menn gerðu sjer ekki enn ljóst hve stórkostleg hætta hjer er á ferðinni. Og einmitt þess vegna hafi það, að lians áliti, komið fyrir, að menn ljetu hjá líða, að gera alt ,sem í þeirra valdi stæði, til þess að liðsinna við vörslu þá og varnarráðstafanir, er gerðar hafa verið, til þess að reyna að hefta útbreiðslu veikinnar. Menn verða fyrst og fremst að hafa þetta hugfast: Það er blátt áfram engin vissa fyrir því, að það takist að .stöðva útbreiðslu veikinnar. Tilraun sú, sem gerð hefir verið á þessu sumri til þess, er vissulega mjög virðing- arverð. Talið er að hún kosti alt að því 500 þúsund krónur, Maður verður að vona að hún komi að haldi. En þá fyrst er veruleg von um árangur, ef allir leggjast á eitt til þess að hjálpast að við varn- irnar. Ein einasta kind, sem slepp- ur yfir varnarlínurnar, getur orð- ið til þess að sýkin breiðist á næsta ári yfir heil hjeruð, sem enn eru ósýkt. Eitt ólokað hlið, eða önnur vanræksla, getur kom- ið slíku stórtjóni til leiðar. Þeir menn, sem búa á jarðarsvæðum veikinnar, eru eins og í hervarnar- línu. Ef sú vörn biiar á einhverj- um stað, er voði búinn, ekki ein- asta fjárstofni þeirra, heldur fjölda annara, máske margra sveita. I því sambandi verða menn að muna, að þeir, sem mesta kynni hafa af veiki þessari, eru í engum efa um, að henni verður ekki út- rýmt á annan hátt en þann að skitaf algerlega um fjárstofn á hinum sýktu svæðum. Þar sem veikin á annað borð hefir náð út- breiðslu, verður engum öðrum vörnum við kornið, en almennum niðurskurði fjárstofnsins, svo ó- skemtileg sem sú tilhugsun er. Flugleiðin. Imörg ár hafa verið frammi hugleiðingar um það, að leggja flugleið hjer um ísland. Tilraunaflug hafa verið farin hvert eftir annað, eins og mönn- um er í fersku minni við og við alt frá því sumarið 1924. En einna lengst hefir þessu máli að vissu leyti miðað áleiðis, er ,,Pan American Airways“ fekk hjer leyfi til flugferða 1932 með sjer- stökum lögum, en lögin voru end- urnýjuð á síðasta þingi, eins og menn muna, fyrir milligongu Vil- hjálms Stefánssonar. Lögin eru heimildarlög fyrir stjórnina til þess að veita fjelaginu hjer flug- ferðaleyfi. Leyfið sjálft mun að vísu ekki vera gefið út enn, því svo er til ætlast að flugfjelagið taki þátt í að koma hjer upp flug- ferðum innanlands, og hefir staðið í samningum milli ríkisstjórnar- innar og fjelagsins hvernig þeirri hlutdeild skuli hagað. En lögin gera ráð fyrir, að hlutdeild fjeíagsins til innanlands- flugferða komi til framkvæmda á næsta ári. Aðrar leiðir. Alt frá því byrjað var að hug- leiða flugleiðina um ísland heyrðust raddir um það, að hjer myndi fara á svipaðan hátt eins og með símalagninguna um At- lantshaf. Um tíma treystu menn sjer ekki til þess að leggja sím- ann millistöðva laust: yfir þvert hafið, og ætluðu því að leggja aðalsímalínu milli Evrópu og Ame- ríku um ísland. En áður en síma- fjelögin lögðu þessa lykkju á leiðina tókst þeim að vinna bug á erfiðleikununi á því að leggja símann beint, og ísland varð að bíða símalaust hátt í hálfa öld eftir þetta. Nú eru Bretar og Bandaríkja- menn farnir að senda póst í lofti viðstöðulaust yfir hafið á milli sín. Og tilraunaflug eru byrjuð norð ur yfir þvert pólhaf milli Rúss- lands og Bandaríkjanna. Svo að mönnum kann að virðast frekar en áður, að saga símans ætli hjer að endúrtaka sig, að því er flugi við- víkur. Yilhjálmur Stefánsson sagði það fyrir í fyrra, að báðar þessar leiðir yrðu reyndar á þessu ári bæði fyr- ir sunnan og norðan Island. Samt taldi hann íslandsleiðina að vissu leyti þeim kostum búna að hún kæmi til greina eftir sem áður. En Vilhjálmur er manna kunnug- astur þessum málum, og hefir ein- beittan áhuga fyrir því, að fsland tengist flugleiðum við umheiminn. Saitminganefndin. Við og við skýrir Alþýðublaðið frá því, að nefnd sú, sem skipuð hefir verið, til þess að vinna að samruna Alþýðu- og Kommúnistaflokksins, hafi komið saman, og starfi að þessu núver- andi velferðarmáli sósíalistabrodd- anna. Finnbogi Rútur Valdemars- son var kosinn í nefndina í stað Vilmundar Jónssonar. Finnbogi Rútur var aðalútgef- andinn að flugritum þeim er Al- þýðuflokkurinn gaf út fyrir kosn- ingarnar í vor. í einu þessara flugrita, þar sem talað er um Kommúnistaflokkinn, er lýst afstöðu flokksins til ógnar- stjórnar Stalins. Þar er m. a. rifj- að upp, að „eftir málaferlin, eða rjettarfarsskrípaleikina í Moskva í ágúst 1936 og janúar 1937 liafa 29 meira og minna þektir og þrautreyndir kommúnistar verið afhentir böðlinum, en 4 sendir í margra ára fangelsi“. Hvaða afstöðu hefir Kommún- istaflokkurinn hjer tekið til þess- arar ógnarstjórnarsegir í flug- riti Rúts. Eitur ofbeldis- dýrkunarinnar. Deirri spurningu er svarað þannig: „Kommúnistaflokkurinn Iiefir aldrei sýnt eins átakanlega, hve viljalaust og hugsunarlaust verk- færi hann er orðinn í höndunum á alþjóðasambandi kommúnista í Moskva, og einræðisherrans gem stjórnar því eins og öllu öðru þar eystra. Þangað til sakborningarnir voru teknir fastir, og settir í dýflissur Stalins, voru þeir af kommúnist- um hjer heima, eins og úti nm allan heim, dýrkaðir eins og guðir, sem ekki mátti gagnrýna einu ein- asta orði, án þess að það væri í blöðum þeirra brennimerkt, sem árás á sovjetríkin og liðveiðsla við fascismann. En samstundis og vísbending kemur au.stan frá Moskva eru þessir sömu menn orðnir „svikar- ar“, „glæpamemJ', „landráða- menn“, „leigutól fascismans' og „rirhrök mannkynsins'. Blað Kommíinistaflokksins hjer, „Þjóðviljinn“, hefir bara eftir síð- ustu málaferli í Mo.skva í janúar í vetur, tekið við símskeytum fyr- ir alt að 20 þúsundir króna frá alþjóðasambandi kommíinista í Moskva, til þess að afsaka ógnar- stjórn Stalins, gylla ofbeldisverk hennar, og sá eitri ofbeldisdýrk- unarinnar í huga íslenskrar al- þýðu!“ Þetta var hljóðið í Alþýðublaðs- riturunum og sósíalistabroddunum fyrir 20. júní. Nú á að leiða Al- þýðuflokkinn og Framsóknarflokk inn undir þessi sömu þokkalegu áhrif og situr samninganefnd á rökstólum til að vinna að því. „Frelsi, lýðræði Off mannúð“. Enn segir í flugritinu: „Og slíkur floltkur (þ. e. Komm- únistaflokkurinn) ætlast til þess að verða tekinn alvarlega, þegar hann kemur fram fyrir íslenska kjósendur af alþýðustjett og býð- ur Alþýðuflokknum og Framsókn- arflokknum upp á „samfyllcingu" til verndar „frelsi, lýðræði og mannúð“ í landinu!“ Fyrir tveim mánuðum töluðn þeir sósíalistabroddar þannig. Nú eru það þeir, sem sækjast eftir samfylkingu, við þau úrhrök þjóðfjelagsins, er hafa tekið við 20 þús. króna skeytum til þess að „sá eitri ofbeldirdýrkunarinnar í huga íslenskrar alþýðu“, eins og í kosningapjesannm stendur. Hvernig getur heilbrigð íslensk alþýða tekið Alþýðuflokkinn al- varlega eftir þessa kúvendingu, eftir þessi svik við „frelsi, lýðræði og mannúð“ í landinu?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.