Morgunblaðið - 18.09.1937, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18. sept. 1937.
Syni Stalins
—rænt! —
PEÁ FRJETTARITARA
VORUM.
KHÖFN í GÍBR.
Aidrei hafa andstæðingar
Staiins í Rússlandi
sýnt eins mikla bíræfni og
nú, er þeir í gær rændu
einkasyni einvaldsherrans,
Vasili. Piltur, sem er 12 ára
gamail, er augasteinn föður
síns, og hefir Stalin jafnan
haft um hanú strangan vörS.
í gær var hann á heimleið
úr skóla. Leynilögreglumað-
ur frá GPU fyigdi honiun.
Vopnaðir menn umkringdu
þá tvo og skutu ieynilög-
reglumanninn til bana.
Talið er víst, að það sjeu
Trotskysinnar, sem þarna
hafa verið að verki. Þeir haf i
rænt drengnum m. a. með
það fyrir augum, að þvinga
Stalin til þesss að láta ýmsa
skoðanabræður Trotsky
lausa, en margir þeirra gista
nú fangelsi Rússlands. Reyn-
ir nú á, hvort Stalin lætur
sjer segjast, þegar hann
sjálfur er, svo að segja, særð-
ur í hjartastað.
„Munkalietturnai“:
Nýr leýnifjelegs-
skapuri FraKklandi.
j ^mhá-ibrœl i •. /;
HafÖi skipulags-
bundið skemdar-
verk um alt landið
FRÁ fRJETTARITARA
VORUM.
- KHÖFN í GÆR.
Lögreglan ,í Frakklandi hef-
ir komið upp um leyni-
fjelagsskap, sem hafði á starfs-
skrá sinni skipulagsbundna
skemdarstarfsemi um alt land-
ið.
Leynifjelagsskapur þessi
nefnir sig „Munkahetturnar"
og hafði hann safnað að sjer
miklu af vopnum, sem lögregl-
unni hefir tekist að finna.
Fjórir af aðalleiðtogum
þessa fjelagsskápar hafa verið
handteknir.
Álitið er að þessi fjelags-
skapur sje geysifjölmennur og
að deildir úr honum sjeu stofn-
aðar um alt Rrakkland.
Fullyrt er að „Munkahett-
urnar“ hafi haft samband við
erlend'fjelög.
Lögreglán fáfínsakar mál
þetta ítarlega og gerir gang-
skör að því að fá að vita til-
gang fjelágssk:aparins.
Parísarblaðið ,iEcho de Par-
is“ heldur því frain, að það sjeu
fyrverandi meðlimir fascistafje-
lagsskapárins „Eldkrossinnt'v er
stofnað hafa þenna nýja fie-
lagsskap, en „Eldkrossfjeiög-
in“ vorú bönnuð í fyrravetur.
B.ý. Gyllir fór á veiðar í gær.
E.s. Esja fór í strandferð í
gærkvöldi.
OFRIÐURINN I KINA
Ogurlegasta orusta síðan
í heimsstyrjöldinni.
Ræður úrslitum
um örlög Kína.
Japanir sækja fra
FRÁ FRJETTARITARA VORUM.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
Mannskæðasta og stærsta orusta, sem
háð hefir verið síðan í heimsstyrj-
öldinni miklu, stendur nú yfir í
Norður-Kína, símar frjettaritari enska stórblaðs-
ins „Daily Telegraph“ í dag.
Orusta þessi er háð fyrir sunnan Peking og er
ætlað að alls taki þátt í henni frá báðum aðilum
um 400 þúsund manns. f orustu þessari nota Jap-
anir nýtísku hernaðartæki af fullkomnustu
gerð og enda þótt þeir hafi ekki eins mörgum
hermönnum á að skipa og Kínverjar, eru þeir
taldir vinna heldur á.
Fyrirætlanir Japana með orustu þessari eru sem
hjer segir:
1) Að leggja undir sig alt Norður-Kíná og einangra
þannig Mansjúríu frá Suður-Kína;
2) Að vinna hinar auðugu járn- og kolanámur í Norður-
Kína, sem eru Japönum svo nauðsynlegar — og
3) Brjótast áfram í suðvestur frá Kalgan, gegn um
Shansi-hjeraðið með fram 'Innri-Mongólíulandamær-
unum til þess að einangra Kína frá Rússlandi.
Hægri fylkingararmur japanska hersins hefir lagt undir sig
150 kílómetra langt svæði suð-vestur Við Kalgan. Vinstri fylk-
ingararmurinn hefir ruðst fram um 60 kílómetra fyrir sunnan
Tientsin. Miðfylkingin ræðst heiftarlega á varnarstöður Kínverja
með fram Peking-Hankow-járnbrautinni.
15 ÞÚSUND
kínverjar
INNIKRÓAÐIR
London í gær. FÚ.
Japanska herstjórnin til-
kynnir að 40 mílum fyrir sunn-
an Peiping hafi her hennar
króað inni 100 þúsund manna
kínverskan her. Frjettaritari
Reuters í Peiping segir, að 15
þúsund Kínverjar sjeu króaðir
inni á þessum slóðum.
Japanir hafa látið dreifa nið-
ur flugritum þar sem öllum
kínverskum hersveitum er ráð-
lagt að flytja sig suður fyrir
Gulafljót.
í frjett frá Peiping segir, að
þrátt fyrir harðvítugar árásir
Japana á Peiping-Hangkow-
jámbrautina, haldi Kínverjar
enn uppi ferðum um hana.
Kínverska herstjórnin safn-
ar nú miklu liði í Pao-Ting-fú,
en sú borg er 90 mílum fyrir
sunnan Peiping, á járnbraut-
inni til Kankow.
JAPÖNSKUM
TUNDURSPILLI
SÖKT
Ein af sprengjuflugvjelum
Kínverja sökti í dag japönskum
tundurspilli.
VONBRIQÐI
KÍNVERJA
Kínverski sendiherrann í
Washington hefir lýst yfir von-
brigðum Kínverja út af banni
Roosevelts forseta við því að
skip sem eru í eign Bandaríkja-
stjórnar flytji hergögrt til Kína
eða Japan. Segir hann, að með
þessu dragi Roosevelt raunveru-
lega taum Japana, þar sem
þeir standi miklu betur að vígi
,en Kínverjar með vopnafram-
leiðslu.
Cordell Hull hefir lýst yfir
því, að Bandaríkin ftiuni fús til
þess að eiga fulltrúa í nefnd
þeirri sem skipuð verði í Genf
til þess að ræða um deilumál
Kína og Japan.
TVÆR MIUÓNIR
MANNA FÁ LAUNA-
HÆKKUN, <i v
London í gær. ÚÚ.
Með ’nýjum atvinnusamning-
um, sem gerðir voru í Eng-
landi í síðasta mánuði, hlutu
rúmlega tvær miljónir manna
launahækkun og voru það ein}c-
anlega iðnaðarmenn. En laun
lækkuðu hjá rúmlega 300 þús.
mönnum aðallega námumönn-
um.
Atwinnudeild Háskólans.
Atvinnudeild Háskóla ísland s verður opnuð í dag. Hún hefir
aðsetur í nýju húsi, sem reist hef ir verið á lóð Háskólans hjer suð-
ur á Melum. Sjá grein á bls. 5.
Spánn:
w mmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmm •
Bretar og Frakkar hætta
við hlutleysisstefnuna.
London í gær. FÚ.
Stjórnir Frakklands og Bretlands til-
kyntu í dag, að þær myndu leggja nið-
ur gæslustarfið við Spánarstrendur,
sem þær hafa rekið á vegum hlutleysisnefndar-
innar.
Ástæðan til þessarar ákvörðunar er sú, að Bretar og Frakk-
ar telja að skip þeirra geti komið að betri notum við verndun
skipa gegn árásum sjóræningja. Aftur á móti leggja Bretar. og
Frakkar til að hlutlausir umsjónarmenn verði eftir sem áður
settir um borð í skip sem ætla til spánskra hafna.
Nyon-ráðstefnan kom saman
á ný í morgun. Síðdegis í dag
undirrituðu aðilar aukaákvæði,
um ráðstafanir gegn ofansjáv-
arskipum og flugvjelum, sem
ráðist að sjóræningjahætti á
kaupför. En ,,sjóræningjar“
skulu þau skip og flugvjelar
teljast, sem brjóta í bág við
alþjóðalög, eins og þau eru sett
fram í jflotamálasáttmálanum
sem kendur er við London.
ijríd li
HEFIR " '-’udatíLJ'
FRANCO KEYPT
KAFBÁTA?
Parísarblaðið ,,Populaire“
birtir í dag frjett eftir tímariti
sem ítalskir flóttamenn í París
gefa út, þar sem segir, að í-
talska stjórnin hafi selt upp-
reistarmönnum, ekki -4, heldur
12 kafbáta og afhent þá með
áhöfn og öllum nauðsynlegum
skotfærum.
í Róm er borið á móti þessari
frjett.
Franskt herskip fór í dag í
veg fyrir vopnaðan togara upp-
reisnarmanna út undan Algier-
strönd, er togarinn nálgaðist 3
frönsk kaupför, sem þar voru
á ferð. Franskur tundurspillir
lagði undir eins af stað frá
Algier.
Uppreisnarmenn segjast hafa
hrakið her stjórnarinnar á bak
aftur í Leonhjeraði. Segja þeir
að stjórnarliðar hafi kveilct í
þremur þorpum á leiðinni. —
Stjórnin í Valencia viðurkenn-
ir, að hersveitir hennar hafi
orðið að hopa á hæl á þessu
svæði fyrir uppreisnarmönnum.
NORÐMENN SEMJA
UM AUKNA FISKSÖLU
í ENGLANDI.
London í gær. FÚ
Sendinefnd • er nýfarin til
Bretlands frá Noregi til að
semja um aukinn fiskútflutn-
ing. Formaður nefndarinnar er
verslunarmálaráðherra Norð-
manna og auk hans margir
þingmenn og útgerðarmenn.
Norskir síldarkaupmenn hafa
ákveðið að koma upp síldar-
miðstöð í Rergen. (FÚ).