Morgunblaðið - 18.09.1937, Qupperneq 3
Laugardagur 18. sept. 1937.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Karlakör Reykja-
vlkur f sðngferð
til útlanda.
Skipstjórinn á „Grana“ spyr um
afstöQu AlbvOusambandsins.
Á heimleið
frá skáta-
hátíð.
Kolakraninn 09 kyndarar
Gasstöðvarinnar vlnna.
En verkamennirnir
ganga atvinnulausir.
UPPSKIPUN úr kolaskipi Gasstöðvar-
innar hjelt áfram í gær með kola-
krananum, en verkamennirnir fengu
ekki að koma nálægt vinnunni.
Engin breyting varð á verkfallinu hjá Kol &
Salt í gær. Verkamenn fengu þar ekkert að
vinna. En 80 tonn af kolum voru sett í flutninga-
skipið Eddu, og var kolakraninn látinn vinna
það verk.
Kyndarar Gasstöðvarinnar, sem komið hafa af stað öllu
þessu fargani, halda áfram vinnu og hirða sín föstu laun hjá
bænum. Þeir eru í Starfsmannafjelagi Reykjavíkur og er furðu-
legt, að það f jelag skuli ekki hafa tekið í taumana.'
Einsöngvari Stefán
Guðmundsson:
Fararstjófi Gunnar
GuLnarsson skáld.
Karlakór Reykjavíkur fer í
söngferð til útlanda 2.
nóvember næstkomandi. Fer
kórinn til Danmerkur, Þýska-
lands, Tjekkóslóvakíu og Aust-
urríkis og heldur söngskemt-
anir í ýmsum borgum; einnig
mun kórinn syngja í útvarp og
syngja inn á grammófónplötur.
Einsöngvari kórsins í þessari
ferð verður Stefán Guðmunds-
son óperusöngvari og farar-
stjóri að öllum líkindum Gunn-
ar Gunnarsson skáld.
Morgunblaðið hefir haft tal
af formanni Karlakórs Reykja-
víkur, Sveini G. Björnssyni, og
beðið hann að segja frá hinni
fyrirhuguðu för kórsins.
— Ákveðið er að fara hjeð-
an til Kaupmannahafnar, síð-
an til Berlín, Prag og Vínar-
borgar. Þaðan til Leipzig, Ber-
línar aftur og um Hamborg til
Kaupmannahafnar. Er ráðgert
að við verðum komnir þangað
23. nóvember.
Þá er ráðgert, segir Sveinn
ennfremur, að auk þess, sem
við höldum söngskemtanir,
munum við pyngja í útvarp,
bæði í Kaupmannahöfn, Berlín
og Hamborg. Einnig munum við
syngja inn á grammófónplötur
í Beriín.
— Hvað verðið þið margir?
— Við verðum 36, og er
það fullskipaður kór, að vísu
vorum við fleiri í förinni til
Norðurlanda um árið, þá vor-
um við 45.
Að lokum spyr jeg Svein
hvernig happdrættið hafi geng-
ið, sem kórinn stofnaði til
vegna þessarar fyrirhuguðu ut-
anfarar.
— Það verður dregið 15. n.
m. í happdrættinu. Óhætt er
að segja, að það hafi gengið
sæmilega, en við erum ekki
búnir að fá skýrslur utan af
landi um sölu þar. Munum við
nú leggja kapp á að selja happ
drættismiða þértn'a tíma, sem
eftir er, þar til dregið verður.
Borgarstjórakosning
i New York,
London í gær. FtJ.
í daga fara fram í New York
fyrri kosningar til borgarstjóra.
La Guardia borgarstjóri og
annar frambjóðandi sem einn-
ig hefir verið öflugur stuðnings
maður Roosevelts, hafa feng-
ið yfirgnæfandi meiri hluta at-
kvæða. Frambjóðendur þeir,
sem studdir eru af „Títmmany
Hall“ fara aftur á móti hall-
oka í kosningunum.
Annars var dagurinn í gær
viðburðalítill. Þegar byrjað var
að setja kolin út í Eddu, komu
á vettvang þeir Guðmundur Ó.
Guðmundsson og Kristínus
Arndal, ásamt nokkrum mönn-
um úr ,,árásar“-liðinu, en höfð-
ust ekkert að.
Fyrirspurn
til Alþýðusam-
bandsins.
Um kl. 10^2 árdegis í gær sendi
skipstjórinn á „Grana“ Alþýðu-
sambandi Islands svohljóðandi
símskeyti:
..Alþýðnsamband íslands,
Reykjavík.
Jeg bið yður sem aðalsamband
verkamanna hjer á íslandi og
sjerstaklega hafnarverkamanna
hjer í Reykjavík, að tilkynna
mjer í síðasta lagi fyrir kl. seX:
eftir hádegi í dag, hvort þjer
hafið viðurkent verkfall það, sem
nú stendur yfir við losun á skipi
mínu „Grana“ hjer t höfninni.
Ilafi jeg ekki innan hins tiltekna
tíma móttekið tilkynningu ýðar,
mun jeg álykta, að þjer hafið
ekki viðurkent verkfallið.
M. Abrahamsen,
skipstjóri s.s. „Grana“.
Skipstjórinn borgaði undir svar
skeyti, en kl. 8 í gærkvöldi var
svarið ókomið.
Brjefaskifti.
Laust fyrir hádegi í gær
sendi Vinnu\ eitendafjelagið
Verkamannafjelaginu eftirfar-
andi brjef:
Rvík 17. sept. 1937.
V erkamannaf j elagið
Dagsbrún,
Reykjavík,
Fjelagi vor, h.f. Kol & Salt,
hefir kært yfir því, að þjer
hafið gert verkfall í fyrradag
hjá fjelaginu, við affermingu
á kolafarmi úr e.s. Grana. Vjer
teljum þetta verkfall skýrt brot
á samningum vorum við yður,
dags. 24. júlí þ. á., og krefj-
umst þess, að þjer fellið þegar í
stað niður verkfall þetta, en
áskiljum oss fullan rjett til þess
að krefjast greiðslu skaðabóta
af hendi fjelags yðar fyrir tjón
það, sem hlotist hefir og hjer
eftir orsakast af verkfalli þessu
meðan það stendur.
Vjer æskjum svars yðar við-
víkjandi brjefi þessu fyrir kl.
5 e. h. í dag. Eftir þann tíma
munum vjer gera þær ráðstaf-
anir hjer að lútandi, sem vjer
teljum við burfa.
Eftirrit af brjefi þessu fylg-
ir og óskast oss afhent með á-
ritaðri kvittun yðar fyrir mót-
töku frumritsins.
Virðingarfylst,
Vinnuveitendafjelag íslands.
K. Thors. G. Vilhjálmsson.
Ben. Gröndal. H. Benediktsson.
H. Bergs.
Síðdegis í gær barst Vinnu-
veitendafjelaginu svohljóðandi
svar frá stjórn Dagsbrúnar:
Vinnuveitendafjelag íslands,
Reykj'avík.
Brjef yðar, dags. í dag er
móttekið. Útaf því viljum vjer
taka fram eftirfarandi:
Vjer mótmælum því eindreg-
ið að vðinnustöðvun sú hjá h.f.
Kol & Salt sem vjer höfum
neyðst til að framkvæma, snerti
að nokkru levti samning þann
frá 24. júlí s.l. sem gerður er
á milli vor og yðar. Verkfallið
er því alls ekki brot á þessum
samningí, og þjer getið ekki
haft nokkra rjettmæta ástæðu
til að halda slíku fram.
Verkfallið hjá h.f. Kol &
Salt heldur að sjálfsögðu áfram
uns samkomulag hefir náðst í
deilu þeirri er risið hefir við
Vjer mótmælum því mjög ein
dregið að h.f. Kol & Salt eigi
PRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Skátastúlkur á heimleið frá 25 ára afmæli ameríslíra ''kvenskáta.
Fulltrúi íslenskra kvenskáta á af mælishátíðinni, ungfrú Dísella
Steingríms, er næst yst til vinstri.
r f f--.;'1"-'
Islenskur kvenskáti
á skátahátíð í Ameríku.
Disella Steingrims segir frá 25 ára
afmælishátíð ameriskra kvenskáta
Amerískir kvenskátar heldu 25 ára afmæli sitt
hátíðlegt í sumar og buðu þá til * dín einni
skátastúlku úr hverju landi heims, þar sem
kvenskátar starfa. Mættu skátastúlkur frá 26 löndum, og
þar á meðal frá íslandi.
Fulltrúi íslenskra kvenskáta var ungfrú Dísella Steihgríms, dóttir
Steingríms Matthíassonar læknis. Er hún nýkomin heim úr Ameríku-
ferðinni. Jeg hitti ungfrú Díselln að máli í gær og bað hana að segja
lesendum Morgunblaðsins frá ferðalaginu og dvölinni vestra.
Hiin sagði svo frá:
— Tuttngu og fimm ára afmæli
amerískra kvenskáta var haldið
hátíðlegt dagana 9.—23. ágúst í
Camp Andree, sem er um 50 kíló-
metra frá New York, og á landar-
eign, sem amerískir kvenskát.ar
eiga í Massaehussettes.
í Englandi, heldur ungfrú Dís-
ella áfram, hittumst við 20 stúlk-
ur og urðum við samferða vestur
yfir Atlantshaf á risaskipinu
Queen Mary.
Amerísku skátastúlkurnar tóku
á móti okkur með fádæma gest-
risni og alúð og var vera okkar í
Ameríku hin ánægjulegasta í alla
staði.
Alls vorum við 26 erlendar
skátastúlkur og þar af ein frá
Kína og önnur frá Japan.
— Lenti þeim ekki saman? spyr
jeg í einfeldni minni.
— Nei, það var nú síðnr en svo.
Þær voru hinar bestu vinkonur
og urðu samferða yfir Kyrrahafið
til Ameríku.
— Á hátíðahöldunum mættu
tvær skátastúlkur frá hverju fylki
í Bandaríkjunum og urðum við
þannig alls 86, sem tókum þátt í
útilegunni í Camp Andree.
Fyrsta hátíðisdaginn klæddust
allar þ.jóðbúningi síns lands.
— Og þjer líka?
— Já, jeg var í upphlut. —
Prú Roosevelt, Bandárikjaforseta,
sem er heiðursfórseíi kvenskáta-
sambands U. S. A„ hélt ræðu fýrir
okkur þenna dag o’g talaði við
okknr margar sjerstaklega. Aðal-
forseti kvenskátasamhandsins er
frú Hoover, kona fyrverandi for-
seta.
i ae nun ■ 'i
FRAMH. Á SJÖUítóu SÍÐU.
Tennismót Islands
f dag.
■ 3 ,‘td s ■' ■
Tennismótin, sem fram áttu aS
fara um síðustu helgi, verða
haldin í dag og hefjast á f. R.-
völlunum kl. 3Y2.
Mótunum varð að fresta um
síðustu helgi vegna veðurs.
Enginn vafi er á því, að ef
veður verður hagstætt uranu þeir,
sem ánægju hafa af þessari fögru
íþrótt, fjölmenna á tennismótin í
dag og á morgun. En einnig þeir,
sem ekki hafa iðkað tennis, ættu
að koma snður eftir og sjá bestu
teuuisleikara okkar spreyta sig.