Morgunblaðið - 18.09.1937, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.09.1937, Qupperneq 5
Itaugardagur 18. sept. 1937, MORGUNBLAÐIÐ ___________JHcrrjgtftiMaftiö '..................... Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjörar: Jön Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarnaatiur). Auglýsingar: Árni Óla. Ri'tstjörn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstrœtl í. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuSi. í íausasölu: 16 aura eintakiB — 25 aura meB Lesbök. HVERJUM TIL GAGNS? Af öllum boðorðum sósíalist- anna hefir eitt verið .seðst, bóðorðið um verkfalls- a’jettinn. Ef verkamenn vilji •ekki hlíta þeim kjörum, sem ,}>eir eiga við að búa, þá megi þeir leggja niður vinnu. Og usjeu einhverjir aðrir, sem vilja framkvæma þá vinnu, í óþökk Mnna óánægðu verkamanna, þá megi þeir óánægðu hindra framkvæmd vinnunnar. Þetta mál var ofur einfalt, emeðan atvinnulíf landsmanna var í blóma, fjármagn nægi- legt, til að hrinda nýjum og nýj um fyrirtækjum í fram- kvæmd. Samtök verkamanna 'jniðuðu að því, að vinna þeirra .yrði seld sem hæstu verði. Atvinnan óx í landinu. Og hagur verkamanna fór batn- andi — með því móti að tíma- !kaup eða dagkaup hækkaði. Nú er öldin önnur. Nú er það •ekki mesta áhugamál verka- ananna, að tímakaup eða dag- kaup sje skráð sem hæst. Nú «er það fjöldi vinnudaganna, sem er aðalatriðið, sem ákveð- oir hverjar árstekjurnar verða. Þessi einföldu sannindi hafa rsósíalistabroddarnir hvorki vilj- .að sjá nje viðurkenna, þó hver einasti daglaunamaður á öllu Islandi hafi þessi sannindi dag- Jega fyrir augum. Það er vinnu- dagafjöldinn sem er þeim aðal- atriðið. Þeir, sem hafa ekki bjarg- fasta trú á ósjerplægni og hug- Æjónum sósíalistabroddanna, Játa sjer detta í hug, að þessi sljóleiki fyrir staðreyndum viðvíkjandi vinnukjörum al- mennings, eigi ef til vill rót sína að rekja til þess, að olíu- salar, bankastjórar og alþing- ismenn, með rífleg bein úr rík- issjóði, þurfa ekki að hugsa <um vinnudagafjöldann. Þeir hafa sín laun á þurru landi. * En svo undarlega bregður ”við, að sósíalistabroddarnir með hæstu launin eru farnir að ■draga sig í hlje í vinnudeilum. Það er ekki lengur Hjeðinn ol- iusali, sem göslar eftir hafnar- bakkanum til að „skipuleggja verkföll", nje neinn af þeim hæstlaunuðu. Það eru annars fldkks foringjar, Guðmundur ’Ó., Kristínus Arndal og slíkir. Það er rjett eins og hinir fínu 'broddar telji sig of góða til þess að vera daglegir leiðtogar í verkfallsmálum, skynjandi það, sem er, að öll stjórn þessara mála, í höndum Alþýðuflokks- ins, er orðin fullkomin fjar- stæða — hinn hörmulegasti skrípa- og loddaraleikur. * Eins og allir menn í landinu sjá, er högum verkamanna þannig háttað, að þeir hugsa tfyrst og fremst um að fá sem stöðugusta og tryggasta at- vinnu. En hvernig ferst Dagsbrúnar- formauninum að skilja „nýja tímann“ í þessu efni? Hann heimtar að daglauna- menn við höfnina afsali sjer atvinnu, fleygi frá sjer vinnu- dögum, til þess að nokkrir menn inni í gasstöð fái hærra, fast kaup en hafnarvcrkamenn nokkurntíma geta fengið upp úr sinni lausa vinnu. Þegar Dagsbrúnarfovmaður- inn takur upp þessa öfugugga baráttu sína, þykist hann tala eins og sá, sem vald hefir, vegna þess, að hans vilji sje vilji verkalýðsins, og það sem hann aðhafist, það geri hann í fullu umboði allra þeirra, sem í Dagsbrún eru, og jaínvel verkalýðsfjelagsskaparins í heild sinni. En hvar hefir hann fengið þetta umboð? Enginn fundur hefir verið haldinn í fjelagi hans um mál- ið. Ekkert hefir verið talað við fulltrúaráð fjelagsins. Ekkert orð heyrst frá Alþýðusamband- inu. Og fulltrúar Alþýðu- og Kommúnistaflokksins í bæjar- stjórn treysta sjer ekki til þess með einu orði að mæla fram- komu Guðmundar bót. Og hvað er þá orðið um verkfallsrjettinn, þetta alls- herjar boðorð sósíalistanna? Hvaða verkamenn eru það, sem í þetta sinn heimta kjara- bætur? Því er fljótsvarað. Það eru ekki hafnarverkamennirnir, sem undir stjórn Guðmundar Jónssonar verkstjóra, áttu að fá vinnu við kolaskipið ,Grana‘ og sjá nú að kolakraninn vinn- ur það verk, sem bæjarstjórn ætlaði þeim. Það eru ekki mennirnir, sem hafa haft vinnu hjá Kol & Salt, en sem nú hafa beðið um lögregluvernd til þess að fá að vinna þar í friði fyrir Guðmundi Ó. skrifstofuþjóni hjá British Petroleum. Mennirnir, sem samkvæmt kenningum Alþýðuflokksins hafa rjett til þess að leggja niður vinnu, það eru kyndar- arnir í gasstöðinni, sem hafa þar fast kaup, sumarfrí, eftir- laun o. s. frv. Því nota þeir ekki þann „rjett“, sem sósíalistar hafa prjedikað um hjer í 20 ár? — Því leggja þeir ekki frá sjer kolarekurnar, kveðja kóng og prest og fara? Er það kannske af því, að þeim finnist að það kunni að vera æðimarg- ir hafnarverkamenn og aðrir hjer í bænum, sem gjarna vildu skifta á sínum kjörum og þeirra, vinna það verk, sem þeir vinna, þó óþrifalegt sje, held- ur en þurfa að lifa á snöpum stopullar tímavinnu niður við höfn? Atvinnudeild Háskólans vígð í /\ tvinnudeild Háskóla ís- *■ lands verður ví.e:ð í dae:. Hún hefir aðsetur í nýju húsi, sem reist hefir verið á lóð Háskólans hjer suður á Melum. Atvinnudeildin var stofnuð með lögum nr. 97, 3. maí 1935 og er heiti þeirra: „Lög um rannsókn- arstofnun í þarfir atvinnuveganna við Iláskóla íslands“. Nafnið er ekki viðfeldið. Atvinnudeildin er fyrst og fremst rannsóknastofnun. Hiin skiftist í þrjár deildir: Fiskideild, iðnaðardeild og búnaðardeild. Forstöðumaður stofnunarinnar er Trausti Olafsson, efnafræðingnr. Fiskideildin hefir aðsetur á efstu liæð hússins. Forstöðumaður hennar er Arni Friðriksson, fiski- fræðingur. Aðstoðarmðaur hans er dr. Finnur Guðmundsson, sem er sjerfræðingur í svifrannsóknum. Fiskideildin hefir með höndum rannsóknir á síldar- og fiskigöng- um, svif- og áturannsóknir, haf- og' vatnarannsóknir svo og hvers- konar fiskirannsóknir. — Hvernig kunnið þjer við yð- ur hjer ?, spurði tíðindamaður Morgunblaðsins Árna Friðriksson, sem var að hreiðra um sig í nýju h eimkynnunum. — Ágætlega. Vinnuskilyrði eru lijer ágæt. Hjer er skapaður sá rammi um fiskirannsóknirnar, sem ekki verður annað sjeð en að nægi til margra ára. Enn vauta þó tilfinnanlega margskonar áhöld. Þau kosta mikið fje og verða því ekki keypt öll í einu, heldur sinám saman. I bráðina verðum við að láta okkur nægja það allra nauð- synlegasta. Iðnaðardeildin hefir aðsetur á miðhæð hússins. Þar er mjög stór rannsóknastofa og margar smærri. Hjer hafa þeir aðsetur Trausti Olafsson og aðstoðarmaður hans Bjarni Jósefsson. Þeir hafa hing- að til orðið að kúldast í ljelegum og ófullkomnum liúsakynnum. Þeir fást við almenna efnagrein- ingu. Iðnaðardeildinni er ætlað að hafa á hendi efnarannsóknir fyrir matvælaeftirlit ríkisins. Mun dr. Jón Vestdal verða ráð- inn starfsmaður deildarinnar með sjerstöku tilliti til matvælarann- sóknanna. Á þessari sömu hæð er einnig verið að hreiðra um dr. Sigurð Pjetursson, sem vinnur að al- dag. mennum gerlarannsóknum, mjólk- urrannsóknum o. fl. — Hvernig líst yður á vinnu- skilyrðin hjer? spurði tíðindamað- ur Morgunblaðsins Trausta Ól- afsson. — Mjög vel, svarar Trausti. Jeg er mjög ánægður með þau bættu skilyrði, sem við höfum hjer fengið til efnarannsóknanna. Með þeim ættu að vera opnaðar nýjar leiðir, til þess að vinna í samræmi við tilgang stofnunar- innar. Við, sem að rannsóknunum vinnum, leggjum sjerstaka á- herslu á, að stofnunin geti skap- að eitthvað nýtt í okkar atvinnu- lífi, á sem flestum sviðum. Enn- þá vantar okkur ýms nauðsyn- leg tæki og áhöld, til þess að stofnunin verði fullkomlega starf- hæf. En á næstunni verður úr þessu bætt. Búnaðardeildin á að hafa aðset- ur á neðstu hæð, en ekki er búið að koma henni fyrir ennþá. Þórir Guðmundsson var skipað- ur forstöðumaður búnaðardeildar, en hann er nú látinn. Hefir Stein- grímur Steinþórsson verið ráðinn forstöðumaður deildarinnar til bráðabirgða. Búist er við, að þeir Ingólfur Davíðsson mag. og Há- kon Bjarnason skógræktarstjóri verði ráðnir starfsmenn deildar- innar. Á öllum deildunum er aðstoðar- fólk og gert ráð fyrir að alls komi til að vinna 18—20 fast starfsfólk í stofnuninni. I húsinu eru tvær kenslustofur, á efstu hæð. Þar á að fara fram kensla í efnafræði fyrir lækna- stúdenta. Á öllum hæðum hússins eru einnig einkaskrifstofur forstöðu- manna og yfirmanna deildanna. En aðalskrifstofa stofnunarinnar verður á neðstu hæð. * Húsið kostar upp komið 215 þús. krónur og hefir Háskólinn lagt fram 200 þús. kr. af stofn- kostnaðinum, en upp í það fær Háskólinn helminginn af þeim 20%, sem ríkissjóði ber af á- góða Ilappdrættisins. Reksturskostnaður stofnunar- innar verður að sjálfsögðu dýr og hefir hann verið áætlaður 130 þús. kr. á ári. Ymislegt kemur upp í þenna kostnað. Þannig er áætlað að gjöld fyrir matvæla- og mjólkurrann- Trausti Ólafsson. sóknir gefi 55 þús. kr. tekjur á ári. Gamla rannsóknastofa ríkis- ins rennur inn í þessa stofnun, en hún kostaði um 20 þús. kr. Þá liafa á fjárlögum verið veittar 5000 kr. til jarðvegsrannsókna, sem fellui' nú undir búnaðardeild Atvinnudeildar. Laun Árna Frið- rikssonar hjá Fiskifjelaginu falla nú niður. Loks fellur til rekstrar stofnunarinnar 10% af reksturs- hagnaði Happdrættisins, sem áður rann í ríkissjóð. Sennilega þarf ríkið að greiða 25—30 þús. kr. til reksturs stofnunarinnar, fvrst um sinn — hvað sem síðar verður. Fimm manna nefnd á, í sam- ráði við deildarstjóra, að ákveða hvaða verkefni skulu tekin til meðferðar á liverjum tíma. Nefiulina skipa: Yilmundur Jónsson landlæknir (formaður) og auk hans þessir, tilnefndir af eft- irtöldum stofnunum: Dr. Þórður Þorbjarnarson (Fiskif jelagið), Magnús Þorláksson (Bún- aðarfjelag Islands), Helgi Her- mann Eiríksson (Landssamband iðnaðarmanna) og Sig. Ein. Hlíð- ar (Dýralæknafjelag íslands). # Oft hafa komið fram raddir í Háskólanum um nauðsyn þess, að starfsvið Háskólans vrði víkkað. Þegar prófessor Ólafur Lárus- son var háskólarektor 1921—1922 benti hann við setning Háskólans á nauðsyn þess, að náttúruvísindin fengju innhlaup í Háskólann. En fyrstu hugmyndina um stofn un Atvinnudeildar við Háskólann átti prófessor Guðmundud Hann- esson. Það var haustið 1924. Hann var þá háskólarektor. í ræðu, sem G. II. flutti þá við setning Há- skólans, sagði hann m. a.: „En hvernig á þá Iláskólinn að geta verið Ijós á vegum allra ungra stúdenta, hve margir sem þeir verða, og hvernig á hann að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.