Morgunblaðið - 18.09.1937, Qupperneq 7
Laugardagur 18. sept. 1937.
GAMLA BÍÓ:
Aðeins eina nótt
MORGUNBLAÐIÐ
QAMLA BÍÓ sýnir í kvöld í
fyrsta skifti kvikmyndina
„Aðeins eina nótt“, sem hlotið hef-
ir feikna vinsældir alstaðar í
heiminum, þar sem hún hefir ver-
ið sýnd.
Kvikmyndin hefst á hinum ör-
lagaríka degi 29. október 1929, er
hrunið mikla varð á kauphöllinni
í New York, þegar meira en
helmingur allra amerískra milj-
ónamæringa urðu öreigar á nokkr
um klukkutímum. Síðan er kom-
ið víða við og þykir kvikmyndin
lýsa ágætlega Ameríkumönnum
frá heimsstyrjöldinni og þar til
kroppan skall á.
Aðalhlutverkin hafa með hönd-
um 'John Boles, sem velþektur er
hjer frá mörgum kvikmyndum,
«g hin undurfagra Margaret
Sullivan.
naqbák.
Um trjágróður á íslandi o. fl.
Ibirtist ítarleg grein í „New York
Times“ þ. 18. ágúst s.l. Eins og
mafn greinarinnar („Trees of Ice-
land surprise Visitor") ber með
«jer, vakti það furðu greinarhöf.
(Alma Luise Olson), hversu mik-
111 trjágróður er hjer á landi, enda
er þáð ög kuiinara en frá þurfi
að segja, að fjöldi erlendra ferða-
manna hefir litla hugmynd um
trjágróður landsins. Greinarhöf-
undur kemur. víða við í grein
sinni. Hún ræðir um rafmagns-
notkun, hverahita og gróðurhús,
hitaveituna, sundhöllina, hjeraðs-
skólana í sveitunum, vinnuskóla
Lúðvígs Guðmundssonar o. fl. o.
fl. (FB)
Sltrónur,
Laukur,
Hvítkál
Gulrætur
Gulrófur
Agúrkur
Tómatar
Nýll
Kólsfjalla.
Niðursuðufflös
Rúgmjöl
Engifer heilt
Spánskur Pipar
Senneps korn
Vanillestengur.
Veðurútlit í Reykjavík í dag:
Hægviðri. Skýjað loft og lítils-
háttar rigning.
Veðrið í gær (föstud. kl. 17) :
Hægviðri um alt land, en tví-
átta. Suðvestan lands er hæg NV-
gola, en á Norður- og Austurl.
er hæg NA-átt. Dálítil rigning á
sunnanverðum Vestfjörðum, en
annars þurt veður um alt land.
Grunn lægð yfir vestanverðu
Grænlandshafi virðist vera á mjög
hægri hreyfingu austur eftir.
Næturlæknir er í nótt Jón Nor-
land, Bankastræti H. Sími 4348.
Næturvörður er í Ingólfs Apóteki
og Lyfjabúðinni Iðunn.
Massað í fríkirkjunni á morg-
un kl. 2, sr. Árni Sigurðsson.
Barnaguðsþjónusta í Hafnar-
firði á morgun kl. 11 f. h. Sr.
Garðar Þorsteinsson.
Drotningunni líður nú orðið svo
vel eftir uppskurðinn, segir í op-
inberri tilkynningu í gær, að frek-
ari tilkynningar um líðan hennar
verða ekki birtar fyr en eftir
nokkra daga.,
Sölubúðum verður lokað í dag
kl. 6 e. h. Og er það í fyrsta
skifti síðan nýja reglugerðin um
lokunartíma sölubúða gekk í
gildi, að sölubúðum er lokað svo
seint á laugardegi.
Skósmíðavinnustofum verður í
dag og eftirleiðis ekki lokað fyr
en kl. 6 síðd.
Sparisjóður Rcykjavíkur og ná
grennis verður framvegis opinn
kl. 10—12 f. hád. og kl. 3%—6
e. hád. og á föstudögum til kl. 7
e. hád.
íundur norrænna póstmanna
verður haldinn dagana 21. til 23.
september í Stokkhólmi. (FÚ)
K. R. Munið eftir innanfjelags-
móti drengja innan 16 ára aldurs
á íþróttavellinnm á morgun kl. 3.
Kvöldskemtun með dansi heldur
Stúkan Dröfn í G. T. húsinu í
kvöld og hefst skemtunin kl. 10.
Eimskip. Gullfoss kemur til
Kaupmannahafnar í dag. Goða-
foss er væntanlegur að vestan og
norðan snemma í dag. Brúarfoss
fer vestur og norður í kvöld
Dettifoss kom til Hull í gærmorg-
un. Lagarfoss er í Kaupmanna-
höfn. Selfoss fór frá Antwerpen
í fyrrakvöld, áleiðis til London
Ferðafjelag íslands ráðgerir að
fara skemtiferð til Þingvalla n.k
sunnudag. Mun þetta verða sein
asta skomíiförin á þessu ári og
væri því æskilegt, að fjelagsmenn
fjölmentu. Lagt af stað á sunnu
dagsmorgun kl. 9 og kl. 1 e. h
Til baka verður farið frá Þing
völlum kl. 6 og 10 á sunnudags
kvöldið. Til skemtunar; Gengið
á Hrafnabjörg eða annað fjall
nágrehninu, verði veður bjart
Farið um Þingvallavatn á m.b
„Grímur Geitskór“. Erindi flyt-
ur prófessor Ólafur Lárusson um
kl. 3. Dansað í stóra salnum
Valhöll frá kl. 6 til 10. Þá mun
mörgum hugleikið að fara
berjamó. Farmiða selur fjéfágið
á Steindórsstöð í dag frá kl. 4 til
7 og á sunnudagsmorgun.
Prestsvígsla. Á morgun vígir
dr. Jón þiskup Helgason Gísla
Brynjólfsson guðfræðikandídat
sem sóknarprest til Kirkjubæjar-
klausturs. Bróðir Gísla, sr. Eirík-
ur Brynjólfsson að Útskálum- lýs-
ir vígslu. Gísli verður settur prest-
ur þar eystra.
Farsóttir og manndauði vikuna
15.—21. ágúst (í svigum tölur
næstu viku á undan): Ilálsbólga
44 (34). Kvfesótt 137 (75). Iðra-
kvef 6 (7). Taksótt 1 (0). Skar-
latssótt 1 (1). Heimakoma 0 (1).
Mannslái 8 (1). ■— Landlæknis-
skrifstofan. (FB)
JTtvarpið:
Laugardagur 18. september.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Útvarþstríóið leikur.
20.00 Frjettir.
20.30 Frá útlöndum.
20.55 Hljóinplötur: Bókmentatón-
verk.
21.25 Útvarpshljómsveitin leikur.
21.50 Danslög (til kl. 24).
I
n
t
Þóra Jónsdóttir.
|
f
Y
Y
X
HJÁ AMERlSKUM
KVENSKÁTUM.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SIÐU.
Við dvöldum svo þarna í úti-
legunni í besta yfirlæti og ame-
rísku kvenskátarnir vildu alt fyrir
okkur gera.
Loks dvöldum við eina viku á
landsetri í Massachussetts, sem
Mrs. Storrow hefir gefið amerísk-
um kvenskátum og síðasta daginn
vorum við í boði hjá frú Storrow,
sem veitti af mikilli rausn og
prýði.
Við fórum svo heimleiðis 16
saman á Aquintania.
Að lokum gefur ungfrú Dísella
mjer ýmsar upplýsingar um ame-
ríska kvenskáta. Þær eru nú 400.
000 að tölu í Bandaríkjunum. —
Fjárhagslegan straum af boði er-
lendu kvenskátanna á 25 ára af
mælið stóð sjóður, er stofnaður
var til minningar um , stofnanda
kvenskátahreyfingarinnar í Banda
ríkjuhum, Mrs. Juliétte Low.
Ungfrú Dísella hefir mikið af
myndum og blaðaúrklippum, sem
sýnir að amerísk blöð hafa ritað
mikið um afmæli kvenskátanna.
Þar á meðal , liefir New York
Times birt heila myndasíðu af er-
lendu kvenskátunum.
Myndir frá afmælinu eru til
sýnis í glugga Morgunblaðsins.
KVÆNTUM FLUG-
MÖNNUM BANNAÐ
AÐ FLJÚGA!
Eftirleiðis verða engir kvæntir
flugmenn á farþegaflutningaflug
vjelum í Bandaríkjunum. Eitt af
stærstu flugfjelögum í U. S. A,
reið á vaðið með þessa nýbreytni
í sumar, og búist er við, að hún
verði tekin upp af öðrum flug
fjelögum.
Ástæðan er sögð sú, að kvænt
ir flugmenn sjeu ekki eins ábyggi
legir óg ókvæntír. Þeir hafi oft
ast hugann við lieimili sitt, en
flugmenn , á farþegaflugvjelum
verða að einbeita huganum að
stjórn vjelarinnar, vegna öryggis
farþeganna. Leynilögreglumenn
verða látnir hafa gætur á bví, að
flugmennirnir giftist ekki leyni
lega, og ef þeir gifta sig, missa
þeir tafarlaust stöðuna.
Innilega þakka jeg öllum, er auðsýndu mjer vinsemd á %
♦%
70 ára afmælisdegi mínum.
I i
Laukur
kom með e.s. „Goðafo»s“.
Sig. Þ. Skfaldberg.
(Heildsalan).
MorganblaBiO maB morgtinkaflinu
Kaupið spilin
i Sportvöruhúsinu.
Til Keflaríkur
GARÐS og SANDGERÐIS
alla daga tvisvar á dag.
Steindór
Sími 1580.
w
Bifreiðastöð Islands
Sími 1540 þrjár línur. l
NÝIR BÍLAR. SANNGJARNT VERÐ.
Sími 1380. LITLA BILSTOÐIN Er nokkuð atór
Opin allan sólarhringinn.
l«n
Hjartkær eiginmaður og faðir okkar,
sr. Jakob Óskar Lárusson,
andaðist 17rþ. m.
Sigríður Kjartansdóttir og börn.