Morgunblaðið - 18.09.1937, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.09.1937, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. sept. 1937. Jfaujis/zafiui' Kaupi gamian kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Lítið timburhús til SÖlu. — Sími 26S4. Vjelareimar fást bestar hjá - I Smálúða, Rauðspetta, Ýsa, f>yr8klingur, beinlaus or roö- i*U3 fiskur. Daglega nýt.. Jf’iskj Poulsen, Klapparstíg 29. Farsbúðin, sími 4781. j c- ,, 71 7 j Fjallagros voru aður fyr mjög notuð í slátur. Nú fer sláturtíðin í hönd. Fjallagrös fást í næstu búð. Kartöflur 0.30 pr. kg. Gul- j Rabarbarhnausar og plöntur, rófur 0.25 pr. kg. Rúgmjöl, fæst á Suðurgötu 10. Sími 4881. j danskt 0.40 pr. kg. Blóðmörs- Grasabrauð borðar fólk) þar j garn og alt i slatrið odyrast i gem heiIsufarið er best j ]and.| Þorsteinsbúð, sími 3242. mu. Hattar og fleira nýkomið Karlmannahattabúðin. Hafnar- stræti 18. Isl. bögglasmjör 1.70 pr. 14 kg. Mysuostur. Reyktur rauð- magi. Freðýsa. Riklingur. — ódýrt i Þorsteinsbúð. Sími 3247 Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór, Hafnarstræti 4. Á Framnesveg 11 er til sölu: upphlutur, barnavagga, karl- mannsbuxur, lítið númer. Alt í ágætu standi. UHarklæðið er komið. Versl. Dyngja. Svart efni í pils, sjerstaklega gott, tekið upp í dag. Versl. Dyngja. Falleg afskorin garðblóm : fást á Suðurgötu 10. Sími 4881. Hafnfirskar húsmæður. — i Kaupið fisk og kjöt þar sem það er altaf til. Það er í Kjöt & j Fiskur. Sími 9125. Húsmæður, ! athugið að muna símanúmerið 9125! Undirrituð tekur að sjer að kenna Kontrakt-Bridge. Kristín Norðmann, Mímisveg 2. Sími 4645. Blúsu og kjólatau í fallegu og góðu úrvali. Versl. Dyngja. Leðurbelti á kápur og kjóla. Hvergi meira úrval af dömu- beltum. Versl. Dyngja. Orval af tilbúnum kven- blúsum, kjólum og pilsum. — Saumastofan Uppsölum, Aðal- stræti 18. Sími 2744. Enska. Kenni byrjendum nsku. Sími 2276 til kl. 6 síðd. og eftir kl. 6, sími 4586. Kaupi íslensk frímerki hæsta verði og sel útlend. Gísli Sig- urbjömsson, Lækjartorgi 1. — Opið 1—4. Vantar sólríka íbúð, sem næst höfninni, á neðstu hæð. Vís greiðsla. Tilboð merkt: „Sól“, sendist Morgunblaðinu. Stofa til leigu, fyrir tvo ef vill. Uppl. Miðstræti 8 B. Pað er kunnara en frá' þurfi að segja, að Norðmenn hafa löngum reynt að eigna sjer ís- lensk mikilmenni eins og t. d. Snorra Sturluson, Leif hepna Ei- ríksson og fleiri. Stundum hefir okkur Islendingum gramist þessi frekja frændþjóðarinnar og stund um látið hana sem vind um eyr- un þjóta. Við vitum sem er að sögulegar persónur verða ekki frá okkur teknar og sjálfsagt hefir margur hugsað sem svo, hví skyldu Norðmenn ekki mega gera sig hlægilega méð því að „stela“ íslendingum, sem löngu eru komn ir undir græna, torfu. * Þessu er nú samt ekki þannig varið. Lítil þjóð eins og íslend- ingar verður að halda öllu á lofti, sem vakið getur athygli umheims ins á henni. Við megum ekki láta neitt tækifæri ónotað til að láta það koma skýrt fram, að það var íslendingurinn Leifur Eiríksson, sem fann Améríku árið 1000, og að það var íslendingurinn Snorri Sturluson, sem skrifaði Eddu og Heimskringlu. * Það sem jeg ætlaði annars að segja frá var grein, sem jeg las í norska blaðinu „Aftenposten“ um þátttöku Norðmanna í heimssýn- ingunni 1939. Fyrirsögn greinar- innar er; „Frá Leifi Eiríkssyni til Sonju“ (Henie). Síðan er í grein- inni skýrt frá. að þáttaka Norð- manna í heimssýningunni í New York sje trygð og að Norðmenn verði að reisa heiðurshöll fyrir öll stórmeuni norsku þjóðai'innar frá Leifi Eirkssyni til Sonju (Henie, skautadrotningar). Vjelritun tekin. A. V. á. Tek að mjer eins og að und- anförnu loftþvotta og glugga— jU.,) hreinsun. Magnús Guðmunds- son, Framnesveg 11. Sími 380^f Otto B. Amar, löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 19. — Sími 2799. Uppsetning og vití- gerðir á útvarpstæk j um o& loftnetum. Munið matinn í Stefáns-café,, Laugaveg 44. Tek nokkra menn í fæði. Elísabet Guðmundsdóttir, Rán- argötu 13. Meulenberg heitir heims- meistarinn í hjólreiðum. Þessi mynd var tekin af honum ný- lega, er hann hafði hlotið lár- viðarsveig fyrir nýtt afrek í hjólreiðakepni. | Jeg liefi ekki heyrt einn ein- i asta mann mótmæla því að við ís- lendingar ættum að taka þátt í sýningunni í New York 1939. Og \ hafi einhver verið í vafa, getur hann sannfærst um nauðsyninga, ' með því að lesa samtal við Garðar Gíslason. stórkaupmanna, sem birt- ist hjer í blaðinu í gær. En sjeu enn til menn, sem ekki vilja að Islendingar noti þetta stórkostlega tækifæri, þá ætti fýr- nefnd grein í norska blaðinn „Aftenposten“ að sannfæra þá um, að Islendingar verða að taka . þátt í sýningunni. Friggbónið fína, er bæj arin© oesta bón. >>Wichmann« lálu, ocj iíftjyCiMolor (frá, Z tii 300 JjejJaflco) Öi^o\ 1A111 boijmctÍuT^ .cl l a d v : n S. 'jjorm a ~Ko r ij i/ rÍ O'. Ef LOFTUR getur ba& ekki — þá hver? - I Ný lifur - Svið - Vænf Dilkakjöf - SIRiFWWBí sínai 4911 NILS NILSSON; FÖLKIÐ Á MYRI — Nú byrjar rúguppskeran bráðum, sagði hún og andvarpaði. Ida kom inn með kaffið og þau drukku það þegj- andi. Einkennilegt andrúmsloft var í stofunni. Það var eins og ekkert þeirra hefði neitt vantalað við Fritz, á.ður en hann færi. Svipurinn á Lenu hafði niðurdrep- andi áhrif á þau öll. Loks rauf Ida þögnina. Hún tal- aði um alt það nýja, sem Fritz myndi mæta á leið sinni. Auðvitað var skemtilegt að sjá eitthvað nýtt, en aldrei myndi hún leggja upp í svona langferð. Að eiga að umagngast fólk, sem maður vissi engin deili á, — neí, það vildi hún ekki. Fritz hló. Ameríka var þó að minsta kosti siðað land. Elín sagði, að hann gæti auðveldlega komið heim aftur, ef honum fjelli ekki að vera þar. Og Anton sagði, að í Ameríku gæti hann kynst mörgu gagnlegu á sviði jarðræktar. Hjer, á þessum slóðum þekti fólk alls ekki öll þau nýju tæki og vjelar, sem þar væru notaðar. Jú, það yrði mjög skemtilegt, ef Fritz kæmi aftur og kendi þeim, sem ekki hefðu tækifærí, til þess að sjá sjálfir með eigin augum — nýja siði, nýjar vinjniaðferðir o. s. frv. Hugo, sem vildi ekki vera eftirbátur í lífsspeki, hjelt langa tölu um það, hve heimskulegt það væri að fara að heiman og yfirgefa ættjörð sína. Maðnr hafði sínar skyldur við ættland sitt, fólkið sitt og jörðina. Ef Fritz hefði verið að fara í stríð, til þess að berjast fyrir ættjörðina, þá befði verið nokkuð öðru máli að gegna. Eu að fara út í heim eingöngu af æfintýra- löngun, og lenda kannske á þjóðveginum, eins og hver annar umrenningur, það gerðu aðeins menn, sem enga ábyrgðartilfinningu hefðn. Augu hans tindruðu af áhuga, og hann leit með fyrirlitningu á Fritz. — Þú ert vitur, Hugo. Það er undarlegt, að þjer skuli ekki hafa orðið meira ágengt með alla þessa visku, sagði Ida háðslega. — Vonandi getur Svante lokað á þjer munninum, þegar þið eruð gift, sagði Hugo fokvondur. — Sko hermanninn, sagði Ida hlæjandi. — Við skulum lialda frið í kvöld, skaut Fritz inn í og brosti til Ilugo. Lena sat stöðugt þegjandi og braut heilann um það, hvernig hún gæti fengið Fritz, til þess að liætta við að fara. Henni hafði dottið nýtt ráð í hug. Ef hún neitaði honum nú um ferðapeninga, þá gat hann ekki farið. Hún titraði við tilhugsunina. Hún sá, að með því móti myndi hún ganga á bak orða sinna. En hvað um það — hún gat ekki látið hann fara. Hún gat ekki afborið söknuðinn. Ilann varð að vera kyr lieima. Hvernig átti liún að geta mist hann alla leið til Ameríku? Hún stóð skyndilega á fætur og fór inn í herbergið, þar sem Knútur hafði dáið. Þar sat hún um stund í þungum hugsunum. Nei, hún gat ekki sjeð af Fritz. Hún fól and litið í höndum sjer og tautaði fyrir munni sjer. Systkinin sátu í baðstofunni og töluðu rólega saman. Þau voru að rif ja upp liðna tíma, þegar þau voru börn og gengu í skóla og voru til spurninga hjá prestinum. Þau gleymdu áhyggjum sínum og áhugamálum yfir endurminningunum um þær mörg ánægjustundir, sem þau höfðu átt saman. Tíminn leið. Fritz var ánægður yfir þessari friðsælu kvöldstund — síðustu endurminningunni, sem hann liafði af systkinum sínum að heiman. En hann saknaði móður sinnar, sem Ijet ekki sjá sig, og hlu.staði á- byggjufnlliii' á fótatak hennar, er hún gekk fram og aftur um gólf inni hjá sjer. Hann vissi, að hiin var hrygg yfir því að hann fór. En hann varð að fara. Utþrá hans var miklu sterkari en kærleikuriun tií móður hans, systkina og heimilisins. Og þannig hafði það verið, frá því að hann var lítill drengur. — Hvers vegna kemur mamma ekki ? sagði Ida alt* í einu gremjulega. Hún var ekki búinn að fyrirgefa. móður sinni, að hún hafði látið hana verða fyrir von- brigðum. — Mömmn leiðist, aÖ Fritz er að fara, svaraði Hugo. — Það er algengt, að hörn fari að heiman frá for- eldrum sínum, sagði Elín hæglátlega. Varla hafði hún slept síðasta orðinu, er Lena kom í dyragættina. Hún gekk hægt að borðinu og settist: þunglamalega. I rökkrinu, sem var í stofunni, sýndist hún mjög þreytuleg. Systkinin horfðu hálf óttaslegin á hana. Hið rólega samtal þeirra á milli fell niður þegar í stað. — Mamma ætti að fara að hátta. Fritz kveður elcki fyr en á morgun, sagði Ida og geispaði. — Viltu ekki vera heima, þangað til uppskerunni; er lokið, Fritz, ef jég bið þig nú um það, sagði Lena í bænarrómi. — Jeg get það ekki, mamma, þú mátt ekki leggja* svona hart að mjer, sagði Fritz óþreygjufullnr. Það mátti glögglega sjá á svipbrigðum Lenu, að hún varð fyrir miklum vonbrigðum. Alt í einu hróp- aði hún; — Jæja! Ekki það! Og jeg get sagt þjer það, að þú getur ekki fengið þessar fjögur hundruð krón- ur. Jeg get ekki látið þig fara. Jeg get ekki afborið það! Að svo mæltu fell hún saman í örvæntingu. — En — en mamma, þú varst búin að lofa mjer peningunum, stamaði Fritz. Systkinin voru öll hissa á því að heyra til móður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.