Morgunblaðið - 07.10.1937, Page 2

Morgunblaðið - 07.10.1937, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur T. okt. 1937, Roosevelt varar viö vfirvofanöi heimsstvrjölö. Heirasathygli vakin á stór- pólitískri ræðu Bandaríkj af orseta FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Bandaríkin hafa boðað þátttöku sína í starfi Vestur-Evrópuþjóða, til þess að leysa vandræði þau, sem steðja að friðinum í heiminum. Með ræðu, sem Franklin D. Roosevelt, forseti Banda- ríkjanna flutti í Chicago í gærkvöldi og líkt er við ræðu þá sem Wilson forseti flutti skömmu áður en Bandaríkin lýstu yfir þátttöku sinni í heimsstyrjöldinni, er talið að Bandaríkin hafi sagt skilið við hlutleysisstefnu þá, sem hver Bandaríkjastjórn fram af annari hefir rekið síðan eftir heimsstyrjöldina. Roosevelt er nú kominn til Washington og gaf í skyn í samtali við blaðamenn í dag að hann myndi kalla full- trúaþing Bandaríkjanna til aukasetu í byrjun nóvember næstkomandi. Til Japana og fascistaríkjanna. Roosevélt beindi skeytum sínum fyrst og fremst til Japana og til annara þjóða, sem farið hafa með ofbeldi og að engu haft alþjóðarjett. „Heimurinn á nú við að búa ógnaröld og vaxandi fyrirlitningu fyrir alþjóðalögum", sagði Roosevelt. „Með þvi hefir undirstöðu sið- menningarinnar verið stofnað í voða“. „Ffiðsamir borgarar, þ. á. m. konur og börn, eru myrt misk- unnarlaust með flugvjelasprengjum og kafbátar tortýma kaup- förum, sem fara með friði, og þetta skeður á svokölluðum friðar- tímum !‘c Um faseistaríkin sagði Roosevelt, „að þjóðir sem krefjast frelsis fyrir sjálfa sig,’ neíta öðrum um frelsi“ (og mun hann eiga við frelsis- skerðingu þá sem á sjer stað innan fascistaríkjanna). „Jeg sje í anda ---“ Hann mun hafa haft í huga innrásarstríðin í Abyssiníu, á Spáni og í Japan, er hann sagði, „að saklausum þjóðum væri fórnað á altari taumlausrar valdagræðgi“. Og hvert léiðir þetta ástaad: „Jeg _sje j anda þá tíma renna upp“, hjelt forsetinn áfram, „er drápstæknin fer æðandi um heiminn, eyðileggjandi dýrmæt verðmæti, sem engir geta gefið heiminum aftur og sem mennirnir hafa í árþús- undir verið að safna“. („Ef að þannig heldur áfram“, sagði forsetinn, „þá vofir ekki annað yfir en styrjöld, og menn spá ýmsa vegu um það hvernig þeirri styrjöld Ijúki, en hitt minnist enginn á, að að þeirri styrjöld lokinni verður ekkert til sem heitir vestræn siðmenning“. Skv. FÚ.). Einangrun þýðingarlaus. „Þessi styrjöld mun einnig koma niður á Vestur-álfu. Engir geta sneitt hjá lagaleysum þeim sem nú ríkja í alþjóðamálum, með því að einangra sig eða með því að lýsa yfir hlutleysi". „Það er nauðsynlegt að allar þjóðir, sem vilja frið, vinni saman til þess að bera merki friðarins til sigurs og vekja að nýju. virðingu fyrir helgi samninga“. „Þær verða að koma sjer upp sóttkví fyrir þjóðir, sem breiða út sjúkdóm stjómleysisins í alþjóðamálum“. Þótt Roosevelt hafi þannig tekið skýlaust afstöðu gegn einangrun Bandaríkjanna í utanríkismálum, þá er þó tal- ið að ætlan Roosevelts hafi dcki verið að halda líkræðu yfir hinni hefðbundnu hlut- leysisstefnu þeirra. Markmið Roosevelts. Skeyti frá Washington í dag Markmið Roosevelts. FRAMH. AF FYRRA DÁLKI. herma að marjpjlið Roosevelts liafi verið 1) að ýta undir að Þjóða- bandalagið í Q%nf gerði öflugar ráðstafanir gegn Japönum vegna styrjaldarinuar í, Klna ogs2þ4að styrkja a$st'þðu| Bi'öta og Frakka við samninganá* Isem nú fara í hönd um Spámarmálin. Er talið að,sý;,sje aðalmunurinn á ræðu Wilsons og ræðu Roose- velts, að Roosevelt virðist aðgins hafa í huga að beita viðskiftaleg- um þvingunarráðstöfunum og veita siðferðislegan .jstuðjiing, en ekki ætla að gripá til vopnaðrar íhlutunar. En um allan héim telja- stjórn- málamenn að ræða þessi hljóti að hafa mikilvægar pólitískar afleið- ingar, því að jafn mikill stjórn1 málamaður" og Iioosevelt muni ekki geta látið sitja við orðin tóm, eftir að hafa dregið upp jafn svarta mynd af ástandinu í heim- inum eins og hann gerði í Chicago, Ánægja í Genf. London í gasr. FU. .i í Genf hefir ræða Bandairíkja- forsetans haft mjög mikil áhrif. Hefir hún vakið hjá mönnum þær vonir, að Bandaríkin mundu nú standa algerlega með Þjóðabanda- laginu í ályktu.num þeim sem það tekur um helstu aðkallandi vanda- mál, eins og styrjaldirnar á Spáni og Kína. „Rússagildi“ stúdenta verður haldið á laugardaginn á Stúdenfa- garðinum. Fjelag ísl. kvenstúdenta og Stúdentafjelag Háskólans standa að mannfágnaði þessum. Fer það í vöxt, að eldri stúdentar hjer í bæ taki þátt í þessum haust- fagnaði háskólastúdenta. Munið hlutaveltu Sjálfstæðis- manna í K. R.-húsinu í dag. Ummæli heims- blaOanna. London í gær. FÚ. eimsblöðin ræða mikið í dag um ræðui Roosevelts. Bresk blöð gera að henni góðan róm og telja, að hún geti haft hina mestu þýðingn. Með þessari ræðu telja þau, að bundinn sje endi á ein- angrunarstefnú þá, er rekin hefir verið í Bandaríkjunum. Þýsk blöð segja fátt um ræðu Roosevelts. Á Italíu er sagt frá henni í 5 línum á öftustu síðu í einu blaði Rómaborgar. Gagnrýni amerískra blaða á ræðu Roosevelts vekur mikla at- hygli. „New York Times“ segir, að þótt Roosevelt hafi talað til Bandaríkjanna muni ræða hans lesin í öðrum löndum með engu minni athygli en á hana var hlust- að í Bandaríkjunum. Tíminn mun leiða í ljós, segir „NeAv York Times“, við hvað for- setinn átti er hann talaði um „sam eiginleg átök“, til þess að kveða niður þau öfl, sem eru á vegi með að granda vestrænni menningu. „Herald Tribune“, sem einnig er gefið út í New York, finst að það gæti nokburs ósamræmis í ræðu forsetans og hafi hann í ræðu sinni algerlega látið stjórn- ast af tilfinningum sínum. Banda- ríkjunum her ekki að beita sjer fyrir ueinum aðgerðum vegna styrjaldarinnar í Kína, segir þetta blað, en ef Bretar vilja beita sjer fyrir því að aðilar 9-velda sátt- málans ræði um sameiginlegar að- gerðir vegna þess brots, sem fram- ið hefir yerið á sáttmálanum, munu Bandaríkin að sjálfsögðui taka þátt í þeim umræðum, og þeim aðgerðum er samþyktar kunna að verða. Sundmeistaramótið heldur á- fram í Sundhöllinni í kvöld kl. 8i/2. Képt verður í 400 metra ‘sundi fyrir karla (frjáls aðferð) og eru keppendur 91, hver öðrum betri. Má þar nefna þá Ilafliða, Loga, Jónas, G'uðbrand, Stefán, Pjetur Eiríksson og Magnús frá Akureyri. Verður áreiðanlega af- ar spennandi að horfa á þessa menn þreyta sundið. Þá keppa stúlkur innan 14 ára í 50 metra sundi, sumar mjög efnilegar. Þá er 25 metra sund fyrir drengi innan 12 ára, frjáls aðferð, og eru keppendur þrír. Þá er kept í 50 metra sundi, drengir innan 16 ára, frjáls aðferð, keppendur 6. Seinast er 100 metra baksumd fyrir karl- menn og keppir þar methafinn Jón D. Jónsson. Til útlanda á 1. farrými með Eimskipafjelagsskipunum kemst sá, sem hlýtur 1. vinning í happ- drættinu á hlutaveltu Sjálfstæðis manna í dag. I gtnftn itiáMg. 50 þjóðir fordæma lapani. London í gær. FÚ. Þjóðabandalagsþingi var í dag samþykt með öllum greiddum at- , kvœðum ályktunartillaga Austurlandamála-neíndar innar um ástandið í Kína. Pólland og Síam sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. . Agha Khan, forseti Þjóða bandalagsins, hefir boðið fulltrúum hinna níu ríkja sem standa að 9-veIda sátt- málanum að koma saman við fyrsta tækifæri. Leitinni hætt. Enska blaðið „Evehirig Stand- ard“ telur líkur á því, að breski tundurspillinn, „Basilik" hafi sökt kafbátnum, sem skaut á hann á mánudagskvöldið. Leit- inni að kafbátnum hefir verið hætt. Leitinni haldið áfram. rá Moskva voru í dag send- ar fjórar fjögra hreyfla flugvjelar til svo nefndrar Rudolfs-eyju, og eiga þær áð aðstoða í leitinni að Levanev- sky og fjelögum hans. (FÚ).- Tekjuafgangur. ekjuafgangur hefir orðið 27,4 miljónir króna á ríkisreikningi Dana 1936—3T. Skattar og tollar höfðu farið 9 miljónir króna fram úr áætl- un og sömuleiðis aðrir tekju- stofnar nokkuð. (FÚ.). Fluffslys í Hollandi. London í gær. FÚ. in af flugvjelum konung- lega hollenska flugfje- lagsins fórst í dag á flugvellin- um í Batavíu í Java, nra leið og hún var að hefja sig til flugs, áleiðis til Hollands. Þrír menn af áhöfn flugvjelarinn- ar fórust og einn hollenskur farþegi. Sex komust lífs af, meðal þeirra var hinn frægi fiðluleik- ari, Branislev Huberman. Hvarf hers- höfðingjanna. ögreglan í París hefir fyrir- skipað að Skobline, annar hinna rússnesku hershöfðingja, sem hvarf nýl. í París, skuli tekinn fastur, hvar sem hans verði vart. Skobline er grun- aður um að hafa átt þátt í hvarfi Millers hershöfðingja. Kona Skoblines, sem „hvarf“ um líkt leyti og Skobline og Miller, gaf sig fram skömmu síðar, en þar sem framburður hennar fyrir rjetti þótti grun- samlegur, var hún sett í varð- hald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.