Morgunblaðið - 07.10.1937, Side 5

Morgunblaðið - 07.10.1937, Side 5
jFlmtudagur 7. okt. 1937. MORGUNBLAÐIÐ _________ JPIorgtmMaðtð Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk. Ritstjórar: J6n Kjartansson og Valtýr Stefánsson (ábyrgBarmaCur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstræt! 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 á mánuBi. í lausasölu: 15 aura elntaklB — 25 aura meB Lesbök. LEIÐIN SEM EKKI MÁ NEFNA. Ragnar Ásgeirsson, ráðunaufur hafði ásamf fleirum, umsjón með liinni íslensku deild garðyrkjusýningarinnar í Kliöfn. Hann hefir sent Mbl. eftirfarandi grein frá Khöfn: 20 bús. fermetra g^rö- vrkjusvning í Khöfn: Þátttaka íslendinga. Mestu snillingarnir í stjórn- arflokkunum sitja nú með sveittan skallann myrkr- .anna á milli, við að draga mpp línurnar fyrir hinu .„áframhaldandi samstarfi“. Formaður Framsóknarflokks- ins skaut máli sínu í vor undir úrskurð síldarinnar. Og það yar eins og við manninn mælt. Síldin óð uppi og ánetjaðist greiðlegar en nokkru sinni fyr. Á þennan hátt lýstu máttarvöld undirdjúpanna fyrir sitt leyti íullri velþóknun á framhaldi þeirrar yfirdrottnunar, sem ís- lenska þjóðin hefir átt við að búa, nálega óslitið, síðastliðinn ■áratug. Eftir svo augljósa bend- ingu er lítil hætta á, að stjórn- arflokkarnir fari að setja fyrir sig svo smávægilegt atriði sem það, að þeir eru í yfirlýstri and- stöðu um þau mál, sem annars skifta flokkum víðast hvar í heiminum. Of snemt er að spá neinu um það, .hvernig hinn væntan- ..legi ,,málefnagrundvöllur“ verð ur í einstökum atriðum. En hafi einhver maður verið svo bjartsýnn að ætla, að einhverr- ar tilslökunar væri von í skatt- álögunum, þá er þeim hinum sama fyrir bestu, að gera sjer ljóst, að sú von er þegar að engu orðin. Það getur verið holt fyrir fátæklinga eins og Frakka, ,,að klifra niður stig- ann“ eins og Jónas Jónsson komst að orði á dögunum. Þeir mega taka upp hið ,,gamla góða ráð,“ að spara. Við íslend- ingar eigum að halda áfram að klifra upp stigann. Og stjórn- an mun áreiðanlega ekki gleyma sínu „gamla, góða ráði,“ að eyða! Stjórnarblöðin hafa í sum- :ar verið að búa þjóðina undir hækkaðar álögur. Af hálfu Al- þýðuflokksins var þessa auð- vitað að vænta. En menn hefðu getað búist við því, þegar for- maður Framsóknarflokksins, að afstöðnum kosningum, lýsti þeim skilningi sínum á úrslit- um þeirra, að kjósendur hefðu krafist „hófsamrar“ stjórnmálastefnu, að einhver afljetting skattbyrðanna gæti vel komið undir þá skilgrein- inguna. En sú von, sem kann að hafa vaknað hjá aðþrengdum skatt- þegnum um ,,hófsemi“ Fram- sóknar í skattamálum, fjekk ekki að lifa lengi. Jón Árna- son, bankaráðsformaður og for- stjóri í S.I.S., sá fyrir því. I grein, sem hann skrifaði um tekjuöflun ríkissjóðs og sveit- arfjelaga, lýsir Jón Árnason, hvernig búskapur ríkis- og sveitafjelaga sje rekinn með sífeldum tekjuhalla. Hann tel- ur að ríkið muni vanta eina miljón króna til þess að út- gjöld og tekjur standist á. Til þess að ráða bót á þessu, nefn- ir Jón þrjár hugsanlegar leið- ir: nýja lántöku, sparnað, öflun nýrra tekna. Hann kemst að þeirri niður- stöðu, að ekki sje nema um eina leið að ræða: öflun nýrra tekna. Það er sjerstök ástæða til, að vitna einmitt í Jón Árna- son. Hann er alment talinn einhver gætnasti maðurinn af þeim, sem með völd fara í Framsóknarflokknum. Jón er alinn upp í sveit og hefir stöðu sinnar vegna mjög náin kynni af bændum landsins. Ef rjett er munað, hefir Jón einhvern- tíma haft orð á því, hvað sveita- fólkið hafi lagt hart að sjer á undanförnum krepputímum. Það hafi tekið upp hið „gamla, góða ráð“ — að spara. En Jóni Árnasyni finst ó- hugsandi, að ríkið geti fylgt því fordæmi einstaklinganna, sem hann sjálfur hefir rjetti- lega talið mjög lofsvert. Hann segir um sparnað ríkisins: — „yfirleit hefi jeg ekki trú á því, að sparnaðurinn einn dragi langt á leið, og læt því útrætt um hann.“ Þegar svo er um hið græna trjeð, hvað mun þá vera um hið visna? Úr því Jón Árna- son, hefir enga trú á sparnaði, er ekki að búast við hvatningu í þá átt frá hin- um Ijettúðugri flokksbræðrum hans. Annars má minna á það, að á þinginu 1935 höfðu Fram- sóknarmenn í samvinnu við Sjálfstæðismenn, bent á leiðir til að lækka útgjöld ríkisins um yfir miljón króna. En þeg- ar til stykkisins kom, neyddu sósíalistarnir Framsókn fyrst til að yfirgefa þessa sparnað- arviðleitni og síðan til að hækka útgjöldin um miljón frá því sem áður var. En sje það rjett af Frökkum, að taka upp hig „gamla, góða ráð,“ mundi þá vera vanþörf á því fyrir okkur? Er yfirleitt hugsanlegt, að nokkur einstakl- ingur eða nokkur þjóð geti komist úr fjárhagsvandræðum, ef ekki má nefna sparnað á nafn? Er leyfilegt að leggja nýjar álögur á þjóðina, fyr en gengið hefir verið úr skugga um, hvað megi spara? Hitt er annað mál, að sparnaðarleiðin verður ekki farin í samstarfi við sósíalista. Þessvegna er fyrsti boðskapur stjórnarinnar sá, að þjóðin eigi ekki einungis að axla þá byrði, sem á henni hvílir, heldur og að bæta á sig dávænum pinkl-j um í viðbót. 23. sept. arðyrkjusýningin, hin 6. norræna var opnuð í da£, með mikilli viðhöfn. Hún er haldin í hinni miklu glerhöll „Forum“, þar sem hjólreiðakepnin fer fram að vetrarlagi. Að flat- armáli er hún um 6 húsund fermetrar, en hað húsrúm nægði engan veginn og varð hví að byg'ttja við nýjar gler- hallir, sem eru 3 hús. fer- metrar að stærð, en auk hess er sýnd garðyrkjufram- leiðsla á 11 húsund fermetr- um undir berum himni. Garðyrkjumannafjelagið danska hefir efnt til þessarar sýningar í tilefni af 50 ára afmæli sínu og ar talið, að fjelagið hafi kostað 200 þúsund krónum til sýningar- innar. Undirbúningurinn hefir staðið yfir nú um, tveggja ára skeið og árangurinn virðist fullnægja öll- um þeim vonum, sem menn hafa gert sjer um sýninguna. I henni taka þátt öll norrænu löndin — að Færeyingum og Grænlendingum meðtöldnm, svo þetta er hin yfirgripsmesta garð- yrkjusýning, sem haldin hefir verið á Norðurlöndum — og jafn- vel þó víðar sje leitað, segja fróð- ir menn. ¥ Jeg hefi gengið þarna um, úti í „Forum“ á degi hverjum, síð- an Gullfoss kom hingað til Hafn- ar. Fyrsta daginn var lítið ann- að að sjá en hinar hrikalegu gler- hallir auðar og tómar, en svo er eins og þetta grói fram dag frá degi, uns alt er komið í lag í dag á hádegi. Þeir kunna þetta, Dan- irnir, að setja slíkar sýningar upp, þeir hafa æfinguna. — Á garðyrkjumanninn, sem kemur norðan frá heimskautsbaugi, verk ar Danmörkin eins og einn ein- asti stór garður, þar sem mat- jurtir, blóm og ávextir keppast við að vaxa. Nú er haustað heima, en hjer göngum við í sól og sumri. Daga jafnheita þessum síð- ustu septemberdögum hjer hefi jeg ekki lifað jafnheita heima á íslandi í alt sumar. í „Forum“ er margt um mann- inn þessa undirbúningsdaga. Þar mátti heyra öll Norðurlandamál- in og hina einkennilegu finsku, sem maður skilur ekki orð af. Finnarnir, garðyrkjumennirnir, leigðu sjer sjerstakt skip til far- arinnar. Hinir koma og ýmist sjó- eða landveginn, og einstakir koma fljúgandi, með blómin sín nýskor- in af plöntunum, eins og einn af helstu garðyrkjumönnum Finna, sem jeg talaði við í gær. Og alt safnast saman í „Forum“ — og lengi tekur „Forum“ við. * Þarna er unnið hvíldarllítið fyrst, en síðasta sólarhringinn er unnið hvíldarlaust. En á hádegi í dag er „Forum“ líka orðin æfin- týraheimur útaf fyrir sig, ann- að eins blómaskraut hafa menn ekki áður sjeð á sama stað og fjölbreytni er svo mikil, að þarna eru saman komnar jurtir frá flest- um eða öllum lieimsálfum og heim- skautanna milli. Þarna eru nor- rænar lágvaxnar jurtir frá Græn- landi og Islandi, suðrænir pálm- ar himinháir, þarna er vatnajurt- in Yictoria regiæ frá fljótum Suð- ur-Ameríku, með blöð svo stór, að börn geta notað þau til að fleyta sjer á eins og bát, brönu- grös úr frumskógum heitu land- anna í fullum skrúða, hið heilaga Lótusblóm Egypta og ekki má gleyma trjerunnanum og blessuðu kaffitrjenu, með 10 kílóum af baunum á. En þarna eru ekki ein- ungis friðsælar jurtir og fagrar, þarna eru líka skaðræðis plöntur eins og eiturnetla — í sjerstöku búri, til þess að menn komi ekki of nálæg't, og þar er ennfremur könnuberinn, ránplantan, sem veið ir lifandi skorkvikindi og skellir lokinu á þegar þau eru dottin nið- ur í könnuna. Svo þarna er sann- arlega nóg „fyrir fólkið“. * Sýningin var opnuð með mikilli viðhöfn kl. 15 í dag. Formaður Garðyrkjumannafjelagsins danska og landbúnaðarráðherrann danski lijeldu langar ræður — sem eng- inn hlustaði á — blómin og gróð- urinn drógu að sjer athyglina. Svo voru leiknir viðeigandi þjóð- söngvar fyrir fjölda boðsgesta, og þar næst var sýningin opnuð fyrir sauðsvörtum almúganum og sem búist er við í svo stórum hópum, að hann á að bera allan kostnað- inn. Þess er vænst, að um 200— 250 þúsund manns sæki sýning- una. Bregðist aðsóknin fær fjelag- ið mikinn skell, fjárhagslega. En aðsókn hefir ekki brugðist hingað til að sýningum á blómum og grænmeti, og síðast þegar sýnt var hafði fjelagið 50 þús. krónur í hreinan ágóða eftir sýninguna. Öllu er þarna fyrir komið með hinni mestu prýði og snyrti- mensku. Vandvirkni er fyrsta boð- orð garðyrkjumannsins og í Dan- mörku er garðyrkjan alda gömul atvinnugrein alt frá dögum Vil- hjálms ábóta og Hinriks Hörpu- strengs, sem eru fyrstu mennirn- ir sem sagan bendlar við þessa iðju þar. Landið er frjósamt pg veðráttan mild og blíð. Skógarn- ir veita skjól, svo að garðjurtir*- ar hrekjast ekki í veðrum, eins og heima á íslandi. Aftakaveðrin sem leika garðjurtir okkar harðast, þau þekkjast ekki hjer á þeim tímum árs, þegar jurtir og grös- in gróa. Sýningarjurtir Dana þarna í „Forum“ bera vitni um þetta góða land, og enda þótt garðyrkja sje á háu stigi í Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi, þá viðurkenna íbúar þeirra landa, að þar standi Danmörk feti framar, eða hafi staðið þar hingað til. Og það er holl kepni sem á sjer stað milli hinna norrænu landa á þess- um sýningum og virðingarverð met sem þar eru sett. Og garð- yrkjan er list eða íþrótt, sem al- menningi er holt að keppa í og allir ættu að kunna eitthvað í. Og einnig í garðyrkjunni getur ein þjóðin lært af annari. Mun jeg því segja dálítið nán- ara frá ýmsn því, sem fyrir augu ber í „Forum“ þessa dagana. * 26. sept. Sýningar hinna einstöku landa. 1 glerhöllinni miklu í Forum er nú mikið um dýrðir og margt um manninn. í dag er sunnudag- ur og búist við 25 þúsund sýning- argestum. Undir eins í morgun var alt að fyllast, fólkið flykkist að í stórhópum utan af landinu, komið til borgarinnar með morg- un-járnbrautarlestunum. í höllinni miðri er svæði með .fögrum gosbrunni, og þar utan um eru gróðursettar allskonar suðrænar og austrænar jurtir og gullfiskar synda í pollinum kring um gosbrunninn. I hinum hornum salsins hafa verið útbúin fjögur hringmynduð svæði, og var eitt þeirra ætlað hverju landi, Finnlandi, Svíþjóð. Noregi og íslandi, og voru þessir hringir miðdeplar sýninganna frá þessum löndum. Viðskiftahöftin urðu þess vald- andi, að minna var sent frá ná- grannalöndunum en stundum áð- ur af sýningarvörum. Því þær máttu nú ekki seljast hjer í landi eins og stundum áður. Undruð- ust þó margir, hve þátttakan norð- an frá var mikil undir þessum kringumstæðum. Margt var þarna tilkomumikið, sjeð frá sjónarmiði fagmannsins, og stórfurðulegt. (Síðari kafli á morgun).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.