Morgunblaðið - 07.10.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.10.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 7. okt. 1937. Minning Símonar Jónssonar, §elfossi. í dag verðar til grafar borinn víðþektur, gamall og góður Ár- nesingur, Símon Jónsson á Sel- fossi, er andaðist þar þann 24. sept. 6.1. Hann var fæddur á Selfossi 7. dag maímánaðar 1864 og voru foreldrar hans hjónin Jón Símon- arson og Þóra Huðmundsdóttir, •n Gunnar Einarsson, bóndi á Selfossi og kona hang, Sesselja Hannesdóttir tóku Símon í son- ar stað og veittu honunt gott upp- •ldi. Nam hann trjesiníði, bók- bandsiðn og einnig nokkra bók- fræði. Við búsforráðum á Selfbssi tók hann af fósturforeldrum sín- um nokkru fyrir aldamót 1900 •g kvæntist um líkt leyti Sigríði Sæmundsdóttur, smiðs á Stokks- •yri Steindórssonar. Varð þeim ijónum 6 barna auðið, dó eitt þeirra í æsku, en 5 eru á lífi: Gunnar bóndi á Selfossi, Sæmund- ur, símritari á Seyðisfirði, Sess- •lja, gift kona á Stokkseyri, Soffía og Áslaug Þórdís, báðar giftar konur í Reykjavík. Auk þess tóku þau hjón í fóstur tvær •túlkur, er þau reyndust góð og ræktarsöm sem sínúm eigin börn- um. Lifir Sigríður mann sinn og dvelur nú hjá Gunnari syni sín- um og tengdadóttur á Selfossi. Á æskuskeiði þótti Símon hinn mannvænlegasti. Hafði fjölhæfar gáfur, var skýr og fróðleiksfús, með áhuga fyrir starfi og fram- kvæmdum og ljet málefni almenn- ings til sín taka. Var hann um •itt skeið áhrifaríkur‘um málefni kjeraðs síns og bera Alþingisrím- urnar honum ótækt vitni, er hann vann að kosningu Hannesar Þor- uteinssonar í Árnessýslu. Þeir hin- ir fyrri fulltrúar Árnesinga, Tryggvi Gunnarsson, er gekst fyr- ir smíði Ölvesárbrúar, og Hann- es, voru miklir vinir Símonar og varð þar ekki breyting á meðan æfi entist. Var Símon tryggur maður og vinfastur, og fylgi hans við menn og málefni bygðist á Þ^í, er hann sjálfur vildi, en gerðist aldrei verslunarvara. mæði. í sambýlinu á Selfossi var ætíð hið besta samlynai með hús- bændum og öðru heimafólki, en fram á búskaparár Símonar voru bændurnir 3, en síðar 2. Á marg- ur þaðan að minnast gestrisni og margs greiða, er oft kom sjer vel, því að þar bar einatt hrakinn ferðamann að garði, áður en breyt ingar urðu um gististaði og sam- gönguhætti. Þegar leið á æfina bilaði þrek Símonar, er hann gerðist um nokkurt skeið ölhneigðari en góðu hófi gegndi. Þessa freistingu sigraði hann þó til fulls á síðustu árum, og lauk hann lífinu með þeirri prúðmensku, sem honum var svo eiginleg, hress í anda og ókvíðinn, þótt liann vissi dauðann fyrir dyrum. Breytingar þessa tíma eru margskonar og hraðfara. Selfoss, þar sem til skamms tíma var ómengaður sveitabær, sogast fyr en varir inn í vaxandi kauptúnið, er teygir sig nú heim undir tún- garð, og aðsópsmikill þulur, gædd ur íslenskri sveitamenningu, vík- ur nú úr þeim stað, alfarinn. Hugsunarháttur og menning breyt ist óðlátlega á þann veg, að ekki er þess að vænta, að annar slíkur komi þar til móts við vegfarend- ur á nálægum tíma, til þess að vekja þá með fróðleik þeim og hnyttilegum tilsvörum, sem hann átti einn yfir að búa. E. Fróðleikur Símonar var mikiil og fjölbreyttur, minni ágætt og •kráði hann sitthvað, er sumt hef- ir birst á prenti. Kom þar í ljós áhugi hans fyrir hinum ólíkustu efnum; ritaði hann um jarð- akjálftana miklu 1896 og ýmsa aðra atburði, kunúi frá mörgu að segja um merka menn og ein- kennilega fyr og síðar, og enn- fremur voru dulræn atvik og draumar honum hugleikin mál. Yar Símon sjálfur draumspabur •g óraði fyrir ýmsu. Frásögn hans yar föst og sjerkennileg, svo að þeir sem á hann hlýddu eða lásu greinar hans, veittu orðtun þaús athygli. Þótt Símoú á SelíoSsi ljeti sig 'þaimig fléira skifta en búskap- inn, varð eigi sagt að Irann van- rækti búandstarf sitt á mann- dómsárunum. Yar hann jarðrækt- arfrömuður. Sljettaði og girti tún sitt, hýsti prýðilega og var góð- ■r bóndi. Sigríður kona hans varð þar hans besti förunautur, jafnt á meðan alt gekk vel og einnig |>egar reyndi á þrek og þolin- Meistaramót Taflfjelags Reykja víkur hefst í kvöld kl. 8 í K. R.- húsinu, uppi. Þátttakendur eru 43, þar á meðal ýmsir bestu skákmenn landsins svo sem þeir Jón Guð- mundsson, handhafi Meistarabik- ars Taflfjelags Reykjavíkur, Ein- ar Þorvaldsson og Baldur Möller, að ógleymdum Eggert Gilfer. Hlutaveltan. Að hlutaveltunni lokinni dregur fulltrúi lögmanns út númer þau, sem vinningar falla á í happdrættinu. Ninön______ Kfólar Blússnr Pils Fallegt úrval. ----Ninon Leiksýning í kvöld: Sa I I tal við Ikvöld hefjast leiksýningar L. R. og hefir það valið sjer þýskan skopleik sem byrjunar- leikrit að þessu sinni. Það má ef- laust deila um, og verður líkiega gert, hverskonar leikrit fjelagið á helst að bjóða leikhúsgestum, en þó eru það eflaust margir, sem eru Leikfjelaginu þakklát- ir fyrir að það reynir að Vekja hlátur og gleði og gefur fólki kost á að gleyma áhyggjum og erli daglega lífsins í Iðnó eina og eina kvöldstund. Að þessu sinni er Haraldi Á. Sigurðssyni falið að fara með að- alhlutverkið, og höfum við þess- vegna snúið okkar til hans til þess að reyna að fá einhverjar upplýsingar viðvíkjandi leiksýn- ingunium. — Hvað er langt síðan að þjer hafið komið hjer upp á leiksvið! — Það eru nú eiginlega 4 ár. Síðasta hlutverkið sem jeg ljek hjá L. R. var í „Karlinum í Harald Á. Siducðsson. kreppunni“. Já, og svo ljek jeg tvö kvöld í hittiðfyrra í „Spanslr- flugunni“. Það var þegar fjelag- ið var að heiðra okkar vinsæla Friðfinn. — Finst yður ekki einkennilegt að hugsa til þess, að þjer skulið íctla að fara að leika aftur? — Jeg veit ekki. í fyrstu fanst mjer það skrítið að eiga að fara að mæta á æfingum, en eftir fyrstu æfingarnar þá var það eins og maður væri fallinn alveg í skorð- urnar aftur. Þetta eru líka flest alt gömul leiksystkini mín, sem jeg hitti aftur, Marta Indriðad., konan mín, Indriði, Brynjólfur, Valur, estur og s. frv. Marta ! leikur konuna mína eins og svo oft áður, en jeg verð að segja, hvort sen'ríienni líkar betur eða ver, að ekki hefir skap hennar breyst til batnaðar þessi 4 ár (það er að segja þegar hún er inni á * leiksviðinu). — Hvað getið þjer sagt okkur um leikritið! — Ekkert, alls ekkert. Þjer verðið að koma sjálfur og sjá það, sjón er sögu ríkari. Ef mað~ ur leggur það í vana sinn að segja fólki brandara úr leikritum þeim,. sem verið er að æfa, þá hefir fólk enga ánægju af að koma í leik- húsið. Það er eins og verið sje a® gefa því gamlar lummiur". — Hvað heitir leikurinn? — Þorlákur þreytti. Já þreyttiy vel á minst. Jeg ætla ekki að reka yður út, en nú er jeg að hugsa um að fara heim og hvíla mig svo- lítið, áður en við byrjum æfing- ar í kvöld. Það er ekki alveg laust við að maður sje kominn það mikið inn í hlutverkið, að mað ur sje orðinn hálf þreyttur, því maður hefir æft undanfarið kvöld eftir kvöld. FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU Ný drengfabók! Sverre S. Amundsen: FORD Bóndasonurinn, sem varð bílakóngur. íslenzk þýðing eftir Freystein Gunnarsson skó.lastjóra. Þegar Henry Ford var 12 ára, kom fyrir hann atvik, sem hann gat ekki gleymt. Hann var á leið til Detroit með föður sínum. Þeir óku í hestvagni. Þá mættu þeir einhverjum galdravagni, sem kom akandi á móti þeim — og enginn hestur fyrir! Vagninn var með kola- vél og lét hátt í honum. Þetta var fyrsti „bíll- inn“, sem Ford sá. Vitanlega hefði hann ekki haft neitt á móti því að aka spottakorn í þess- um vagni, en hann varð að láta sér nægja að skoða hann eins vandlega og honum var unnt. Og meðan hann var að skoða vagninn, datt honum nokkuð í hug: Hann ætlaði sjálfur að smíða vagn, sem haegt væri að aka án þess að beita hestum fyrir! Henry Ford var ekki fyr kominn heim, en hann byrjaði að glíma við þetta. Bókin lýsir þeim tilraunum og fyrstu bíla-ófreskjunum ‘ svo meistarale^a skemmtilega, að allir munu* hafa óblandna ánægju af að lesa hana. Grimms ætintýri 5. heffi er komið út. í þessu hefti eru 12 æfintýri með mörgum myndum. Grímms æfíntýrí eru óvíðjafnanleg barnabók Haustmarkaður K.F.U.M. og K. hefst á morgim kl. 3 í húsi fjelagímna við Amtmannsstíff. — Þar verða seldar með tækifærisverði allskonar vörur og ganffa allar tekjur til styrktar starfi f jelaganna. Yörum er dagíega veitt móttaka í K.F.U.M. og sóttar ef tilkyntar eru í síma 3437.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.