Morgunblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. okt. 1987. Stórpólitísk ræða breska forsætis- ráðherrans. Italir sviku Frakka. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. PA Ð getur farið svo, að Frakkar ,,opni“ suður-landamæri sm til Spanar a morgun, en þau hafa verið lokuð síð- an hlutleysissáttmálinn gekk í gildi. Um leið og Frakkar opna landamærin hryn- ur öll hin mikla spilaborg, sem bygð hefir verið utan um hið svonefnda hlutleysi gagnvart styrj- öldinni á Spáni. Er þá hætt við að Spánn verði alþjóðavígvöllur, þar sem barist verður um lýð- ræði og fascisma með þátttöku flestra Evrópu- þjóða. Windsor Fransk-spönsku lanðamærin opnirö á morgun. Mussolini eykur stuðning sinn við Franco. hertoginn snýr aldrei aftur til Englands. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Randolph Churchill (sonur Winstons Churchills) trú»- aðarmaður hertogans af Windsor, skrifar í breskt blað a8 hertoginn hafi ákveðið að fullu að hverfa ekki aftur til Eng- lands. Hertoginn og hertogafrúin koma til Berlínar á mánudag og dvelja þar í 10—11 daga. Þau verða gestir þýsku rerk- lýðsfylkingarinnar og tekur dr. Ley á móti þeim. Stockholmstidningen skýrir frá því, að hertoginn af Windsor og frú hans komi til Norðurlanda að afiokimn Þýsklandsför þeirra. (NRP—FB). Mussolini heitir Japönum (hernað arlegri?) aðstoð. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. Hversvegna landamærin verða opnuð. Ef Frakkar ákveða að ,,opna“ landamærin og hrinda Evrópu þannig út í nýjar hættur, stafar þaðaf: 11.. 1) auknum stuðningi ítala við Franco (að því er full- yrt.er, m. a. af breska blaðinu „Daily Telegraph“), þrátt fyrir 2) að sjerstakur fulltrúi Itala, sem sendur var til Genf í september, hafi gefið Delbos loforð um að ítalir skyldu ekki auka stuðning sinn við Franco, og 3) af því að Frakkar telji svar ítala við boði Frakka og Breta til þríveldaráðstefnu um brottflutning útlend- inga frá Spáni, ófullnægjandi. Þetta svar hefir ekki verið birt ennþá, en fullyrt er að svarið sje samhljóða grein Mussolinis í II Popolo d’Italia í gær, þar sem hann krefst þess, að Þjóðverjar taki þátt í ráðstefnunni. 110—120 þúsund Italir á Spáni. Nýjar sannanir fyrir auknum stuðningi ítala við Franco eru þessar: „Evening News“, breskt stórblað, sem talið hefir verið vin- veitt ítölum segir, að sannanlegt sje að 15.000 ítalskir hermenn hafi verið settir á land í Cadiz á Suður-Spáni í síðustu viku. Reuterfrjettastofan skýrir frá því, að fimm þúsund her- menn, sem ókunnugt sje hvaða þjóðar hafi verið, hafi verið settir á land í Algeeiras í gær. Tundurspillar með fána Francos við hún, fylgdu hersmannaflutningaskipunum í höfn. (Alls munu nú vera á Spáni 110—120 þúsund ítalskir her- menn, skv. Manschester Guardian (FÚ). PRÍR merkir atburðir hafa gerst í gær og í dag í sambandi við alþjóðaviðhorf úts af styrjöld Kínverja og Japana í Aust- ur-Aísu. Neville Chamberlain, forsætisráðherra Breta, fordæmdi innrásarstyrjöld Japana á þingi íhaldsmanna í gær. Benito Mussolini ljet í gær sendiherra sinn í Tokio, flytja japönsku stjórninni þann boðskap, að ítaliy styddw «3- gerðir Japana í Kína og litu á þmr s*m sjálfsvöm (Ekkr ert hefir þó heyrst um það á bnrtra hátt ftalir ætla a'ð styðja Japani, en því er neitað í Rónrt, að þeir ætli aS raito þeim hernaðarlegan stuðning). Japanska utanríkismálaráðuneytið hefir gefið út yfir- lýsingu þar sem svarað er ályktun Þjóðabandalagsins og ræðu Roosevelts. Yfirlýsing Japana. I þessari yfirlýsingu er því haldið fram, að aðfarir Japa»a í Kína hafi verið gerðar í sjálfsvarnarskyni gegn hinni and- jap- önsku stjórnmálastefnu sem Nankingstjórnin hafi rekið. Bruno Mussolini, sonur Mussolinis, er sagður vera kominn t|l Spánar í flug- lið Francos (annar sonur Mussolinis, Vittorio er ný- kominn til Hollywood til að kynna sjer filmtækni). Bresk blöð ^kýra frá því að 12 Savoia-sprengjuflugvjelar þ. á. m. flugvjel Brunos, hafi ver- ið sendar frá Ítalíu þ. 25. sept. síðastl. Voru þær fluttar til Mallorca. Bruno er sagður hafa tekið þátt í loftárásinni á Barcelona í byrjun október. EITURGAS ... London í gær. FÚ. Spánska sendisveitin í Lon- don hefir snúið sjer til bresku stjórnarinnar, með sönnunar- gögn sem hún segist hafa feng- ið í hendur fyrir því, að ítalir hafi nú í undirbúningi víðtæka áróðursstarfsemi á Spáni. Meðal annars undirbúi í- talska stjórnin árásir með eit- urgasi, sem hún ætlast til að spánska stjórnin verði sökuð um. T. d. segist sendisveitin hafa sannanir fyrir því, að eit- urgasárás á Palma sje fyrir- huguð. Ennfremur ráðgeri ítal- ir kafbátaárásir með ítölskum kafbátum, er sigla eigi undir stjórnarfána Spánar. ítalska stjórnin kallar þetta kátbroslegar bábiljur. Neville Chamberlain forsætisráðherra Breta. Norður- heimsskautsflug. Oslo, 9. október. Rússnesk flugvjel lagði af stað s.l. fimtudag frá Rudolfseyju norð- ur yfir haf til þess að leita að Levansky. Flogið var yfir norður- heimskaut í heiðskíru veðri. Leitin bar engan árangur. Flug- vjelin kom aftur heilu og höldnu. (NRP. — FB.). SUNDMEISTARA- MÓT ÍSLANDS heldur áfram í dag kl. 4Vjt og verður þá kept í 400 m. bríngu- sundi karla; 200 metra bringu- sundi kvenna; 100 metra bringusundi drengja, innap 16 ára og loks í 1500 metra sundi (frjáls aðferð). Verður 1500 metra sundið afar spennandi og taka m. a. þátt í því sundkapparnir Jónas Halldórsson og þolsundsmaður- inn Pjetur Eiríksson. Á þjóð- hátíðinni í Vestmannaeyjum 1 sumar náði Pjetur sjerstaklega góðum tíma á þessari vega- lengd. Þetta er síðasti dagur móts- ins. í kvöld verða verðlaun af- hent á dansleik, sem Sundfje- lagið Ægir heldur í Oddfellow húsinu. Skemtifund heldur Glímufjelag- ið Ármann í Iðnó (niðri) mánu- daginn 11. okt. kl. 9 síðd. Þar verða afhent verðláun frá kapp- róðrarmótunum bg képninni um farandbikar Osíb-Turnforening o. fl. Fundurinn er aðeins fyrir fje- lagsmenn. Vesturálfu þjóðir mis- skilja fyrirætlanir Japana. Japanir vilja bæla niður hina and-japönsku pólitík Kínverja og setja síðan frið í Austur-Asíu. Japanir hafa engar fyrirætl- anir um landvinninga (segir í yfirlýsingunni) og hafa þar af leiðandi hvorki rofið níu-velda sáttmálann nje Kellogg-Briand sáttmálann. Aftur á móti sje heimsfriðn- um hætta búin af hálfu Kín- verja, sem rofið hafa „sáttmál- ann gegn stríði“. REFSIAÐGERÐIR London í gær. FÚ. Önnur skoðun ríkir þó í þessu efni í London og Washington, þar sem þegar er farið að ræða um undirbúning 9-velda ráð- stefnunnar, vegna brots þess, sem Japanir eru taldir hafa framið á 9-velda sáttmálanum, samkvæmt yfirlýsingu þjóða- bandalagsins. Pittmann öldungaráðsmað- ur 1 Bandaríkjunum, sem einnig er formaður uta*- ríkismálanefndar deildar- innar, sagði í viðtali við blaðamenn í gær að búist væri við, að samþykt yrði viðskiftabann gegn Jap- önum og þeir sviftir allri fjárhagslegri aðstoð. (Aftur á móti skýrir Tokio- blaðið „Nichinichi“ frá því a8 Hirota utanríkismálaráðherra hafi látið svo um mælt á ráðu- neytisfundi í gær, að hin vænt- anlega 9-velda ráðstefna muni verða hættulaus og muni ekki samþykkja að beita refsiað- gerðum gegn Japönum, þar eð „auðvaldslöndin“ hafa við- skiftalegan hag af því, að styrjöldin í Kína haldi áfram) • Barnaheimilið Vorboðinn selnr í dag happdrættismiða á skrif- stofu verkakvennafjelagsins Fram sókn í Alþýðuhúsinu. Barnaheim- ilið starfaði í tvo mánuði í sumar, og voru þar um 70 börn í alt. T&r óskandi að bæjarbúar taki því vel, að styðja barnalieimilið með því að kaupa happdrættismiða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.