Morgunblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. okt. 1937. ...... ................ , Á morgun og þriðjudag verður síátrað hjá oss’úrvals fje úr Biskupstungum. Dragið ekki að gera innkaup yðar á kjöti og slátri, þar til það besta er búið. Siáturfjelag Suðurlands. Sími 1240. Vetrarkápuefnin komin Domudeildin, Laugaveg 3. Andrjes Andrfesson. r Norðlensk saitsíld , , . ,, , — hausskonn — slogdregin — — prýðilega verkuð — Nokkrar liálftunnur til sölu. IshúsiO Herðubreið. k. Sími 2678. Á \ MUNIÐ % I að tilkynna bústaðaskifti um leið og þjer greiðið • i gjöld yðar til Sjúkrasamlags Reykjavíkur- Leikhúgið: Þorlðkur þreytti eftir Neal og Ferner, í staðfæringu Emils Thoroddsen. — Leik- stjóri Indriði Waage. Undanfarin leikár hafa Reyk- víkingar ekki fengið að sjá, hið glaða og sællega andlit Har- aldar Á. Sigurðssonar á leiksvið- inu. Hans hefir verið saknað. Leikhúsgestir minná'st „Hurra krakka‘ „Karlsins í kassanum“ o. í'l., þar sem hann hleypti lífi og kátínu í allskonar öfgafult þunnmeti, og þurfti ekki annað en sýna sig til þess að fólk yeltist um af hlátri. ■,r<*v.i8 * Þegar hann kom inn á sviðið á fimtudagskvöldið var, í fyrsti sinn sem „Þorlákur þreytti“ í nýj- ustu 'uppsuðu Emils Thoroddsens, ætlaði fagnaðarlátunum aldréi að linna. Klappað var og klappað, svo Haraldur komst ekki að með það sem hann hafði að segja, fyr en seint og síðar meir. Um efni leikritsins verður ekki fjölyrt. Það er samið til þess að koma mörmum til að hlægja. Og frumsýningargestirnir hlógu al- veg óspart, en einkum þó að Har- aldi, hæði þegar hann tálaði, þeg- ar hann þagði, þegar hann syaf og þegar hann vakti, þegar hann var kyr eða þegar hann hreyfði sig. I öllu er hann hinn sami og hann áður var. Og því mimu menn eiga eftir að hlægja að honum mörgum sinnum í gerfi Þorláks þreytta. Marta Indriðadóttir Ijek konu hans. Hún Ijet ekki sitt eftir liggja að skemta fólkinu, enda tókst; henni upp hvað eftir ann- að, t. d. í símtali einu, sem hún ljek sannfærandi vel. Dóttir henn- ar, Hildur Kalman, leikur þarna í vj n milíonuhlutve]• Jfi,, og eru til- þrif í leik hennar með J^öj^pm, sem benda til að hún geti orðið liðtæk á leiksviði. 1 ílyll' Indriða Waage hefir tekist setja þann hraða í leikinn, sem nauðsynlegur er til að fleyta öfg- unum yfir leiksviðið, án þess að áhorfendur staldri of mikið, yið hvert atriði. Staðhæfing Emils Thoroddsen er naumast annað en smávegis ívaf hjer og þar, en hnyttið stund- um og hæfir vel í mark, ein$ og t. d. þegar Þorlákur finnpr jja,ð, út, að járnsmiðirnir muni óðára „stræka“, ef fulltrúarnir í Stjórn- arráðinu fara fram á launahækk- un, eða þegar grammófónplata, sem á að vera með söng Sigurðar Skagfield, hefir fengið annarleg- an hlæ, þá finnur Þorlákur það út til afsökunar, að nú kunni Sig- urður að vera kominn í bassa. Svona smávegis tilvitnanir í Reykjavíkurlífið vöktu hlátra- sköll mikil. Og jafnvel líka það, er Brynjólfur Jóhannesson kom fram og hermdi eftir áUveðnum alþektum Reykjavíkurþorgara. En því verður ekki neitað, að mönn- um getur fundist Brynjólfur ha.fa farið þar feti framar en svo vin- sælum og viðurkendum leikara sæmir. Leikritið er eklci flntt sem „revýa“. Og þessvegna er það ó- Haraldur í hlutverki Þorláks. viðkunjianlegt mjög að ,,copiera“ alveg ákveðinn mann, eins og 'hann gerði að þessu sinni. • ® * GAMLA BÍÓ: Stórborgin freistar. Robert Taylor, sem nú er tal- inn einn vinsælasti leikari Ameríku, leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Stórborgin freist- ar“, sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld. Aðalkvenhlutverkið hefir Janet Gaynor með höndum og er nú orðið æði langt síðan þessi vinsæla leikkona hefir sjest hjer. Kvikmynd þessi er bæði skemti- leg og- vel leikin. Robert Taylor var nýlega á ferðalagi í Englandi. ,Þar ætlaði alt um koll að keyra er liann stje á land og fór svo að ensku blöðunum þótti nóg um alt dálætið. NÝJA BlÓ: „Við þrjúu. Við þrjú“ heitir einstaklega merkileg kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir í kvöld. Kvikmyndin tekur íyrir efm sem algengt er í daglega lífinxi um allan heim, þó ekki hafi þaö oft verið notað í kvikmyndum, en það er hvernig rógurinn og bakmælgin getur eyðilagt líf og framtíð alsaklausra manna. Aðalhlutverkin „þau þrjú“ leika Merle Oberon, Joel MeCrea og Miriam Hopkins. En þó þetta sjeu. alt óvenjngóðir og viðurkendir leikarar munu kvikmyndahúsgest- ir taka mest eftir Bonitti Grarn- ville, 13 ára gamalli telpu, sem leikur eitt aðalhlutverkið.* Það er í rauninni undravert hv«* þessu barni tekst vel að leika freka, óprúttna og illa uppalda stelpu. Hvernig sjálfselskan skín út úr svo að segja hverri hreyfingu stelpunnar og látbragði. Kvikmyndahúsgestir munu hríf- ast af leiklistinni í þessari kvik- mynd og m annlýsin gunum sem eru svo óvenjugóðar. Jeg þori hiklaust að setja þessa kvikmynd á bekk með allra bestu kvikmyndum sem hjer hafa verið sýndar. K. F. U. M. og K. í Hafnarfirði í dag kl. 10 árd. sunnudagaskól- inn. Ö'll hörn velkomin. Kl. 1^4 Y.—D. fundur; allir drengir vel- komnir. Athugið tímann kl. 1^2!' Kl. 5 Ú. D. fundur; cand. theol. Gunnar SigurjóUsson tálar. Allir piltar 14—17 ára vellcomnir. Kl. 8% almenn samkoma; Steinn Sig- urðsson talar; allir veLkomnir. PALMEMO L inniheldur hreinar PÁLMA- OG OLÍVENOLÍUR og er því mýkjandi og nærandi fyrir húðina- PALMEMOL Matur, sem og önnur veitingasala, er fyrsta flokks á • Stefáns-Kaffi, Laugaveg 44. j Gjörið svo vel og reynið viðskiftin þar, áður en þjer • fastráðið yður annars staðar. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.