Morgunblaðið - 13.10.1937, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1937, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. okt. 1937. Matjessíldarhneykslið: Frásögn Haraldar Böðvarssonar. FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. útvegsnefnd, en samtímis fæ jeg daglega símskeyti frá væntanleg- um kaupanda, sem biður mig að útvega sjer norðansíld ef Faxa- síld fáist ekki og síma jeg nefnd- inni 11. ágúst og bið hana að bjóða fast 15.000 tunnur norðan- síld fob. og fæ nú svar sama dag svohljóðandi: „Verðtilboð yðar norðanmatjes 30 shillingar kemur ekki til greina altof lágt“. Þetta símaði jeg kaupandanum í Glasgow og fekk svar aft'ur frá honum að hann mundi koma strax hingað með e.s. „Esju“, sem átti að fara þaðan 13. ágúst, en hann tók það skýrt fram að hann kæmi ekki nema hann fengi tryggingu fyrir því að fá- síld hjer, en þá tryggingu gat jeg ekki fengið honum til handa. Síma jeg því nefndinni 12. ágúst svohljóðandi: „Svar yðar við brejfi mínu 6. ágúst mjög aðkallandi í dag, til- boð yðar um 15.000 tunnur norð- anmatjes nauðsynlegt í dag, um- boðsmaður kaupanda staddur Bretlandi mundi sennilega fara frá Glasgow morgun með Esju hingað, til að skoða síldina ef kaup tækjust“. Þessu svarar nefndin þannig: „Brjef yðar 6. ágúst ókomið stop. {.Jeg sendi brjefið í pósti með hraðferð til Akureyrar 7. ágúst). Yður tjáð gærskeyti tilboð Ame- ríkusíld altof lágt, sendum ekki gagntilboð, en munum taka málið til athugunar ef þjer sendið fast tilboð með viðunanlega háu verði“. Þegar jeg liafði lesið þetta skeyti sá jeg að nefndin vildi ekkert í þessu gera. En þar sem mikil nauðsyn var til þess að fá að salta markaðshæfa síld hjer við Faxaflóa, eins og jeg tjáði nefnd- ínni í brejfi mínu 6. ágúst, þá símaði jeg henni ennþá 17. ágúst svohljóðandi: „Síldveiði að byrja hjer, sækjum hjer með um leyfi til þess að sjerverka og selja 5000 tunnur síld Akranesi og Sand- gerði símsvar mjög áríðandi morg- un“. Nú færði jeg magnið niður í 5000 tunn'ur og bauðst til að salta síldina bæði á Akranesi og í Sandgerði, til þess að blíðka nefndina og fekk svar hennar svohljóðandi: „Svörum yður föstudag laugardag". Játninff Finns. Nú vill svo vel til að Finnur var í Reykjavík og ætlaði yfir Akranes með bifreiða-hraðferðun- um kl. 7 fimtudagsmorgun 19. ágúst og nota jeg nú tækifærið og næ tali af honum hjer á bryggj unni kl. rúmlega 8 f. h. Finnur segir mjer, að ef jeg vilji fá matjessíld handa Ameríku, þá verði jeg að snúa mjer til um- boðsmanns nefndarinnar í Ame- ríku, því hann hafi einkarjett til að selja þar síld fyrir nefndina. Þarna á bryggjunni þ. 19. ágúst fekk jeg fyrst að vita að jeg gæti ekki fengið leyfi til að selja síld til Ameríku vegna þess að nefnd- in hafði gefið einum manni einka- leyfi, til að versla með íslands- srld í þeirri miklu heimsálfu Ame- ríku. Þá barst talið að söltun hjer við Faxaflóa og skildist mjer á Finni að hann væri ekki ófáan- legur til að leyfa takmarkað magn saltað hjer, en um það ætlaði hann að tala við samnefndarménn sína þegar norður kæmi. Nri líður og bíður og ekkert svar kemur 'frá nefndinni og sendi jeg henni því skeyti á ný þ. 28. ágúst svohljóðandi: „Skoð- um samtal okkar Finns Jónssonar 19. ágúst sem samþykki nefndar- iunar á símskeyti okkar 17. ágúst símsvar“. Þessu skeyti svaraði nefndin næsta dag' þannig: „Út af beiðni yðar um að mega selja til Ameríku 5000 tunnur ljettverk- aða síld, þá hefir Síldarútvegs- nefnd samþykt eftirfarandi: Öll sala, og útflutningur ljettverkaðr- ar síldar er í höndum nefndarinn- ar og þar sem þegar er búið að stöðva söltun Ijettverkaðrar síld- ar á Norðurlandi vegna sölu- tregðu er stafar af geysimiklu framboði Norðmanna, sjer nefnd- in sjer ekki fært að veita yður söltunarleyfi að svo komnu“. I millitíðinni fóru næstum dag- lega skeyti milli mín og ameríska umboðsmannsins og var hann á- kveðinn í að koma hingað með Goðafossi, ef liann ætti von á að fá síld keypta, en jeg gat; ekki gefið neinar vonir um slíkt, hætti hann því við ferð hingað í bili og fór í staðinn til Noregs og hefir verið þar um 3ja vikna tíma, til að kaupa íslenska síld af Norð- mönnum, í Bergen, Álasundi og Haugasundi og hefi jeg altaf ver- ið í símasambandi við hann þar síðan. Hert á. Hinn 2. sept. sendi jeg enn skeyti til nefndarinnar þannig: „Áttum kost á að selja 20000 tunnur fyrir 30 shillings fob. Faxa- eða norðansíld, en vegna tregðu yðar með söluleyfi er kaupandinn byrjaður að kaupa af Norðmönnum, býst þó við að geta selt honum eitthvað ennþá fyrir sama verð ef söluleyfi yðar kem- ur strax, borgun trygg, símsvar“. 'Sama dag sendi jeg nefndinni skeyti svohljóðandi: „Biðjum um leyfi til að salta aðeins 2000 tunn- ur úrvalda Ijettverkaða síld, sala getur farið fram fyrir milligöngu nefndarinnar, en kaupanda hefi jeg dagsvar“. Þessu svaraði nefnd in með símtali og sagðist senni- lega geta selt þessar 2000 tunnur og bað mig um tilboð og svaraði jeg því með símskeyti 3. sept. þannig: „Samkv. beiðni yðar bjóð- um vjer yður alt að 2500 tunnur Ijettverkaða síld ef veiðist Faxa- flóa á báta okkar í haust alt að 1500 nýjar norskar tunnur 30 shillings og alt að 1000 nýjar skoskar 32 shillings fob. Akranesi alt valin síld, afskipist og greið- ist um miðjan október, sem þá verður tilbúið, afgangur fyrir miðjan nóvember, byrjum ljett- verka á mórgun. Export“. Næsta dag, 4. sept., talar við mig í síma Jakob Frímannsson frá Akureyri fyrir hönd nefndar- innar og gerði hann ráð fyrir að þetta sölutilboð mitt yrði tekið til umræðu í nefndinni fljótlega. Jeg símaði syni mínurn til Glasgow 5. sept. að Síldarútvegsnefnd mundi sennilega kaupa sjálf síld okkar sem söltuð yrði hjer. Þann 8. sept. kemur svo skeyti frá Síldarút- vegsnefnd svohljóðandi: „Erum reyna sölu 2000 tunnum Faxa- síld. Búumst við ef yður leyft salta, komi fram almennar kröfur 'um að skifta söltuninni milli margra skipa, en almenn söltun Faxaflóa varhugaverð meðan mik- ið liggur óselt norðanlandsmatjes og veiði skki hætt, símum nánar fljótlega“. Ekki einu sinni sýnishorn! Þann 10. sept. fæ jeg enn skeyti frá Ameríkumanninum sem þá var staddur í Bergen og segir hann ennþá vilja kaupa mikið magn síldar ef fáanleg og segist, koma með Lyru 16. sept. til að semja nánar um kaupin, og er altaf öðru hvoru að biðja mig að senda sný-. ishorn (nokkrar tunnur) til Ame- ríku. Þann 28. sept. sendi jeg Síld- arútvegsnefnd skeyti svohljóð- andi: „Leyfi óskast senda 25 Faxa sýnishornatunnur ljettverkaða síld Dettifossi til New York“ og fekk jeg svar nefndarinnar sama dag þannig: „Útflutningur ljettverk- aðrar síldar veitist eigi, þar sem hann er eingöngu í höndum nefnd- arinnar* ‘. Þetta tilkynti jeg Ame- ríkumanninum, en það var alveg ómögulegt að láta hann skilja það, að ekki fengist að senda þessi sýnishorn til Ameríku. Kemur svo í millitíðinni nýr kaupandi fram — eða Mr. A. Ldelson umboðsmaður Oxenberg Brothers í Ameríku, sá er selur matjessíld fyrir nefndina þar, og biður mig með símskeyti 22. sept. að bjóða sjer 2000 tn. Faxasíld. Jeg svara honum sama dag og býð honum 2000 tunnur á sarna grund- velli og nefndinni 3. sept. Þessu svarar hann næsta ,dag á þessa leið: „Ekki fær um að samþykkja boðið, liefi afskipað mörg þúsund tunnur án erfiðleika, Edelson“. 2. október símar Ameríkumað- 'arinn (hinn fyrri) mjer frá Berg- en á þessa leið: „Okkur vantar ennþá mikið magn af matjessíld og erum fúsir til að greiða mikið hærra verð heldur en keppinaut- arnir, tala við yður símleiðis á mánudag, bíð yður á meðan að athuga möguleika um hvort við getum fengið matjessíld nefndar- innar“. Sama dag símar hann líka syni mínum í Glasgow á þessa leið: „Ef við getum fengið síldina, erum við reiðubúnir til að greiða hvaða verð sem er“. Enn hert á. Þann 4. okt. talaði Ameríku- maðurinn við mig í síma frá Bergen og staðfesti símskeyti sín og lagði fast að mjer að fá síld- ina sem eftir væri óseld hjá nefnd- inni. Jeg sendi nefndinni skeyti sama dag svohljóðandi: „Höfum ennþá kaupanda að miklu magni matjessíldar fyrir talsvert hærra verð en aðrir bjóða, nauðsynlegt að fá tilboð frá yður sem fyrst, dagsvar. Export“. Þessu svaraði nefndin þannig: „Dagskeyti yðar góðfúslega snúið yður til Finns Jónssonar Reykjavík“. Sama dag fekk jeg enn skeyti frá Ameríkumanninum, frá Berg- en, þar sem hann tilkvnti mjer að hann væri að leggja á stað til Gautaborgar í Svíþjóð, til að kaupa síld og ennfremur segir í skeytinu: „Er reiðubúinn að greiða hvaða verð sem er og jafn- vel meira“. Nú áttum við Finnur langt tal saman í síma , sem bar að lokum þann árangur, að hann lofaði að senda Erl. Þorsteinssyni (skrif- stofustjóra nefndarinnar), sem staddur var í Kanpmannahöfn, skeyti, um að fara til íundar við Ameríkumanninn til Gautaborgar, ef Erl. væri ekki kominn á stað til Póllands í síldarsöluerindum. I samtali okkar Finns kom það í ljós að nefndin hafði selt til Þýskalands 10.000 tunnur af mat- jessíld og af því magni var nefnd- in búin að senda þangað 4000 tn„ en Þjóðverjar neituðu að taka á móti síldinni og leiddi þetta til nýrra samninga og píndu Þjóð- verjar nefndina til að færa verðið niður að miklum mun. Þessi síld var seld cif. = þ. e. komin til Hamborgar. Hefði Ameríkufirm- að, sem jeg stóð í sambandi við, keypt síldina, þá hefði salan verið frítt um borð og' greidd lijer, áður en síldin fór af stað og engin eftirköst, en mikið hærra verð. I samtalj okkar Finns 4. okt. gat hann þess að nú yrði senni- lega leyft að salta 2—3000 tunn- ur af Faxasíld og verðið yrði lík- lega 28 shillingar fob. Þetta var mikið vel sagt, eða hitt þó heldur. Verkfall stóð hjer yfir óg því engir möguleikar til þess að salta síld og verðið talsvert lægra held- l^' en hægt var að fá á frjálsum markaði. Bátar okkar allir hættir veiðum og búnir að taka veiðar- færi sín á land, enda orðið svo áliðið og allra veðra von og því litlar líkur til að síldveiði gæti borið vjðunanlegan árangur. $ Silkisnúrur o oj^ kö&fur X nýkomið í fjölbreyttu úrvali. Allar bjargir bannaðar. Jeg seldi nokkur hundruð tunn- ur af síld í fyrra til annars Ame- ríkufirma enn þess, sem að fram- an getur. Þetta firma skrifaði mjer í ágúst langt mál um síldar- viðskifti og gat þess að síld sú, sem það fekk frá mjer, hafi líkað mjög vel og auðveldlega gæti það selt 5—10.000 tunnur af Faxa- matjessíld fyrir hátt verð, það fóru skeyti á milli mín og þessa firma í september út af þessu, en það endaði alt á sömu leið, þ. e. ómögulegt, að senda síld til Ame- ríku, hvað hátt verð sem boðið er, þrátt fyrir það þó að sjórinn við strendur landsins sje morandi full- ur af síld, bátar og fólk atvinnu- laust í landinu, tunnur og salt liggjandi í þúsundatali sem geyma verður til næsta árs, í von um að þetta fræga skipulag verði bann- fært og' annað betra komið í stað- inn. Nú á jeg ekki við það, að sleppa beri alveg tökum á síldar- sölunni, nei, það má gjarnan vera einhver nefnd sem ákveður lág- marksverð á síld og jafnvel tak- markar söltun ef þörf gerist. En að gefa einu firma einkaleyfi til að selja síld í heimsálfu eins og Ameríku, og það firma sem ekki er einu sinni síldarfirma (verslar með reyktan fisk), það er vægast sagt óheillaráð. Mjer er kunnugt um, að síldar kaupendur í Ameríku hafa sem mest þeir gátu, sneitt hjá inn- kaupum af þessu firma og kaupa sína síld frekar af Skotum., Norð- mönnum og Svíum. En þessu; má kippa í lag ef rjett er á haldið, en síldarsalan verður að vera frjáls, þ. e.- að hver og einn hafi leyfi til að selja sína síld, ef full- nægt er kröfum væntanlegrar nefndar um verðið. Að sjálfsögðu verður að leyfa söltun á Faxaflóasíld, ef saltend- ur liafa skilyrði til að verka hana eins vel og nauðsyn krefur, því það er sannanlegt að vel verkuð Faxasíld er auðseljanleg í Ame- ríku og víðar. Akranesi, 10. okt. 1937. Haraldur Böðvarsson. Lampaskermar | úr pergamenti og silki. Marg- Y ar gerðir fyrirliggjandi. — ö Einnig saumað eftir pöntun. ^ r SKERMA KUÐIN Laugaveg 15. oc>ooooooooooo<c>oooooooooooooooooooooo< Saltkjöt. Seljum eins og undanfarin ár spaðsaltað dilka- kjöt í 1/1 & 1/2 tunnum. Eggeit Krisljánsson & Co. Beslar eru Bæjarbilreiðar Sími 1680 OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.