Morgunblaðið - 13.10.1937, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1937, Blaðsíða 5
Mlðvikudagur 13. okt. 1937, M zizi jP&orgtmMaftld _ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: Jön Kjartansson og Valtýr Stefánsson CábyrgOarmaOur). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjörn, auglýsingar og afgreiBsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Áskriftargjald: kr. 3,00 A mAnuBI. í lausasölu: 15 aura eintaklB — 25 aura meB Lesbök. í _____________________________________________ HVAR ER GRUHDVÖLLURIMN? PAÐ er undarleg náttúra í Alþýðuflokknum. Annan ■daginn malar hann eins og gæl- inn húsköttur, hinn daginn livæsir hann og klórar. í| alt .sumar hefir hann verið að nugga sjer upp við Kommún- ista. Nú veltir hann yfir þá skömmunum. Og samtímis því, :sem setið er að samningum við Pramsókn, eru smávægilegustu átyllur notaðar til fúkyrða. Það »er ekki ’trúlegt, að Alþýðuflokk urinn elski óvini sína. Hitt er ,-alveg sýnilegt, að hann hatar „vini“ sína. Alþýðublaðið fyllist mikilli reiði í gær yfir því, að Sjálf- stæðisflokknum var gefinn kost ur á að ráða vali varaforset- -anna á Alþingi. Telur það, að þetta „hægri bros“ g.eti haft mjög alvarlegar afleiðingar, því ekki gje hægt að treysta „íhald- inu“ „sem heiðarlegum og á- byrgum stjórnmálaflokki". En jafnframt birtir blaðið viðtal við formann Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, þar sem hann lýsir því yfir, að þetta hættu- lega ,,hægribros“sjeupphaflega frá sjer runnið. Þess vegna bitn- ar öll vonska blaðsins fyrst og fremst á Jóni Baldvinssyni. Það sem hjer var um að ræða, var eftir því sem J. Bald. segir, ekki annað en það, „að breyta for- setakosningum Alþingis í svip- aða átt og tíðkast hjá Norður- iandaþjóðunum, en forsetar eru þar kosnir úr öllum höfuðflokk- um þinganna“. Þegar ekki stærra atriði en þetta er gert að slíku fjand- skaparmáli, að samstarfsflokkn um er úthúðað, og jafnvel ekki skirst við, að setja sinn eigin flokksformann í gapastokk, virð ist það ekki spá góðu um samn- ingalipurðina, þegar farið verð- ur að gera upp ágreininginn um ihin stærri mál. Framsóknarflokkurinn telur sig berjast fyrir hinni „friðsam- legu þróun“ í þjóðlífinu. Al- þýðuflokkurinn eyddi öllum kröftum sínum í það undan- farið sumar, að sameinast yf- irlýstum ofbeldisflokki. Þótt Al- Jjýðublaðið sje nú farið að senda Kommúnistum tóninn, hafa all- ir læsir menn á íslandi daglega liaft fyrir augum gyllingar blaðsins á ágæti Kommúnista, smjaður þess og undirlægjuhátt. Mestu ráðamenn Alþýðuflokks- jns hafa lýst því yfir, að þeir yæru fúsir til að leggja flokk- inn niður, ef Kommúnistar vildu láta svo lítið, að ganga til sam- fjelags við þá. Meðan verið er í þessu makki hjer heima fyrir, -er formaður Kommúnistaflokks- ins austur í Moskva, að sækja fyrirskipanir um hvað gera skuli. Heldur Alþýðuflokkur- inn, að menn sjeu búnir að ;gleyma því, að hann vildi fórna sinni eigin tilveru til þess að fá að renna saman við flokk, sem öllum er vitanlegt, að stjórn- að er frá Moskva? Halda Fram- sóknarmennirnir, að Kommún- ista-daður Alþýðuflokksins full- nægi kröfum Framsóknarkjós- enda um þá „friðsamlegu þró- un“, sem gerð var að aðalvíg- orði flokksins í kosningunum? f samræmi við hina „friðsam- legu þróun“ hefir Framsókn nú tekið ákveðna afstöðu gegn ó- löglegum vinnudeilum. Hvernig hefir samstarfsflokkurinn kom- ið fram í þessum efnum? Þegar í hinni fyrri vinnudeilu vítti Tímadagblaðið harðlega aðfar- ir Alþýðuflokksbroddanna. En um kyndaradeiluna er það að segja, að jafnvel Alþýðuflokks- menn viðurkenna, að hún hafi verið það vitlausasta uppátæki í vinnudeilum, sem sögur fari af nokkurs staðar í heiminum. Formaður Framsóknar hefir bent á hið „gamla góða ráð“ — að spara. Hvernig á að fram- kvæma sparnaðinn í samstarfi við sósíalista? Það er alveg sama hvort litið er á áhrif þeirra á löggjafarstarfið, eða verk þeirra í þeim bæjarfje- lögum, sem komist hafa undir stjórn þeirra. Alsstaðar sama sagan: fyrirhyggjuleysi, fjár- bruðl, vandræði! Og svo er þjóðnýtingin. — Hvernig ætlar Framsókn að sporna gegn þjóðnýtingu í sam- starfi við flokk, sem hefir sett þjóðnýtingu efst á starfsskrá sína, og lifir í eilífum ótta við atkvæðatap, ef þessari starfs- skrá er ekki fylgt? Hvar er yfirleitt grundvöll- urinn fyrir hinu áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna? Og hvernig líst Framsókn á samkomulagið, þegar jafnvel hin smávægilegustu atriði eru gerð að fjandskaparmálum af samstarfsf lokknum ? Valur 1. og 2. flokkur. Æfing í kvöld kl. 9 í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Glímufjelagið Ármann hjelt í fyrrakvöld samkomu fyrir alla flokka fjelagsins og sátu, hana um 200 manns. Veitt voru verð- laun frá mótum í sumar og vor: Flokkakepni í fimleikum, sem unnin var af fimleikaflokki fje- lagsins, Róðrarmóti Ármanns og Róðrarmóti Islands, og ennfrem- ur frá innanfjelagsmótum í frjálsum íþróttum og sundi og kappglímu, um drengjahornið. Súndflokkur Ármanns færði Þór- arni Magnússyni að gjöf vandað- an bikar, gerðan af Marteini Guð- mundssyni trjeskurðarmeistara. Hefir Þórarinn starfað í 10 ár með sundflokknum af mikilli elju, og fylgdu bikarnum þakkir fyrir það starf hans. Eftir að staðið var upp frá borðuin var stiginn dans af miklu, fjöri fram eftir nóttu. MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna Reykvíkingar fylgja S j álfstæðisflokknum O igur Sjálfstæðismanna ^ við Alþingiskosningarn- ar 20. júní s.l. hjer í Reykja- vík, er þeir fengu h. u. b. 10140 atkvæði 0£ þar með h. u. b. 2000 atkvæðum fleira en allir hinir flokkarnir til samans, var svo ^læsilegur, að ýmsum hefir virst hann þurfa skýringar við. Sjerstaklega er það kunn- ugt, að þessi úrslit komu forustumönnum rauðu flokk anna mjög á óvart. Hafa þeir síðan lagt sig mjö.e: fram um að finna á ósigri sínum einhverjar þær skýr- ingar, sem sýndu, að hann væri ekki að kenna óhæfni þeirra sjálfra og stjórnmála- stefnu þeirra til að ráða fram úr vandamálum þjóð- fjelagsins. Meðal þeirra, sem látið hafa uppi álit sitt um þetta, er rithöf- undurinn Halldór Kiljan Laxness, sem víkur að þessu í 5. liefti þessa árgangs tímaritsins Rjettar í grein, er hann nefnir Kosninga- lærdómar. Ritsmíð þessi er að ýmsu leyti eftirtektarverð, en einkanlega þó ummælin um kosn- ingarnar hjer í Reykjavík. Því að ætla má, að Halldór hafi látið þar uppi einmitt þá skoðun, sem inni fyrir býr hjá helstu forustumönn- um rauðu flokltanna, þó að hann með bersögli skáldsins segi hana með skýrari orðum en æfðari stjórnmálamenn mundu hafa gert. Ummælin eru; á þessa leið: „Hjer í Reykjavík lokkar íhaldið með ölmusum og allra handa mútum eða hótunum einkum það fólk sem sefur andlegum fastasvefni, fólk sem, er neðan við normal-skyn- semi, vitfirringa, fábjána, sjúklinga og allskonar aum- ingja, bónbjargafólk af öllum tegundum, skoðunarlaust kvenfólk, sljó gamalmenni; með svo blygðunarlausum ruddaskap, að sæmilegum mönnum hrýs hugur við, er öllum þessum aumingjum á kjördegi sópað út úr skúma- skotum, sínum, og dregnir eins og varnarlausar skepnur upp að kjörborðinu og látnir kjósa þar umboðsmenn heildsölu- kaupmanna og gjaldþrota- braskara". Skáldið gerir að vísu ekki grein fyrir, hversu; margir sjeu í hvor- um hópnum, heildsölukaupmann- anna og gjaldþrotabraskaranna, sem öllu stjórna, annarsvegar og hinna margvíslegu tegunda aum- ingja hinsvegar. En væntanlega eru heildsölukaupmennirnir og gjaldþrotabraskararnir ekki fleiri en 130, og eru þá skepnurnar varnarlausu ekki færri en 10.000. Því fer vitanlega fjarri, að í alvöru sje eyðandi orðum til and- svara þessum fullyrðingum skálds ins um andlegan hag yfirgnæf- andi meirihluta reykvískra kjós- enda. En engu að síður eru; þessi um- mæli mjög eftirtektarverð. í þeim kemur sem sje óvenjulega skýrt fram sá hugsunarþáttur, sem er einn meginþátturinn í allri stjórn- málabaráttu rauðu flokkanna. Eitt helsta áhugamál þeirra er lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Eftir Bjarna iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii að hneppa alt í stjórnarfjötra, „skipule,ggja“ allar gerðir borg- aranna, svo að hvergi verði rúm fyrir frjálsa framkvæmd nje frjálsa hugsun. Þessi vilji til að hafa forsjá fyrir öðrum og láta ekkert vera komið undir dugnaði þeirra og manndómi á einmitt ræt- ur sínar að rekja til hugsunar- háttar slíks, sem lýsir sjer í hin- um tilvitnuðu ummæium. Það er ósköp eðlilegt, að þeir, sem telja allan þorra manna sofa andlegum fastasvefni, vera neðan við normalskynsemi og láta fara með sig sem varnarlausar skepn- ur, vilji bjarga þessum aumingj- 'um. Og björgunin hlýtur fyrst og fremst að vera í því fóigin, að vesalingarnir fari eliki sjálfir með sín eigin mál, heldur einhverjir aðrir. En hverjir eru hæfir til þess að ráða svo vel fari ? Yitan- lega ekki aðrir en þeir, sem eru þeirn mun skynsamari en fjöldinn, að þeir hafa sjeð hvílíkir dauðans aumingjar allur fjöldi manna er. Rauðu herrarnir sýnast að vísu ganga út frá, að í þessum skyn- samari flokki sjeu ekki einungis þeir sjálfir, heldur einnig nokkrir heildsölukaupmenn og gjaldþrota- braskarar. Slíkt veldur þeim samt engum vanda, því að þar sem þeir sjálfir eru óeigingjarnir hng- sjónamenn, þá sýna nöfnin, sem hinum eru valin, að þar er nm að ræða eigingjarna braskara, sem vilja öllum öðrum illa. Að öllu þessu athuguðu virðist hinum rauðu mannvinum ekki vafasamt, hverjir það sjeu, sem eigi að fara með ráðin yfir þeim alskonar aumingjum, sem fjöld- ann mynda. En svo skeður það furðulega, að skepnurnar vilja ekki viður- kenna, að þær sjeu skepnur og aumingjarnir ekki láta mannvin- ina fá yfirráðin. Við þetta verða mannvinirnir eðlilega svo hissa, að þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð og kunna sjer til huggunar það eitt að útmála nú sem rækilegast, hví- líkur munur sje á sjálfum þeim og vesalingunum, er höfnuðu forsjá þeirra. Trúiu á eigið ágæti og hin al- gera fyrirlitning á fjöldanum og hæfileikum hans til sjálfsbjargar hefir gert þessa menn svo bliiida, að þeir sjá ekki, að það hefir sín- ar eðlilegu sögulegu ástægur, hversu erfitt þeim hefir orðið að ná yfirráðum hjer í Reykjavík. Þeir gleyma því, að hugsunar- háttur þeirra er engan veginn nýr. Hann var engu síður ein- kenni og höfuðröksemdin fyrir lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Benediktsson einveldinu og einokuninni gömlu, en þeirra eigin stjórnarstefnu. Orðtak einvaldskonungsins gamla: „Vjer einir vitum“, lýsti, að vísu með færri orðum og á tiginmann- legri hátt, alveg sömu hugsuninni, sem kemur fram í hinum tilvitn- uðu ummælum skáldsins frá Lax- nesi. Hjá báðum er allsráðandi fyrirlitningin fyrir skoðunum ann- ara og hæfileikum þeii’ra til að sjá sjálfum sjer farborða. En þótt þessum Iiugsunarhætti væri samfara góðvild og vilji til vellíðunar almennings ekki síður hjá einvaldskonungunum gömlu en rauðu herrunum nú á dögum, þá varð stjórn þeirra til niður- dreps andlegri o,g efnalegri menn- ingu. Menn höfðu þá þau ráð til bjargar að taka völdin af ein- völdunum og láta þau í liendur borgaranna sjálfra, ]). e. láta þá sjálfa ráða sínum málefnum. Eitt fyrsta merki þessa vaxandi frelsis borgaranna hjer á landi voru kaupstaðarrjettindi Reykja- víkur, sem henni voru veitt fyrir rúmum 150 árum. Reykjavík varð þannig til í beinni baráttu við þenna forsjónar-hugsunarhátt. — Enda hefir hann aldrei átt vin- sældum að fagna hjer í bæ. Stjórn bæjarins liefir ætíð verið í hönd- um þeirra, sem liafa talið sjer skylt að stuðla að frelsi borgar- anna og möguleikum þeirra til sjálfsbjargar. Þetta liefir orðið til þess, að Reykjavík hefir verið oddviti í öllum gagnlegum fram- kvæmdum hjer á landi um ára- tuga ef ekki aldar skeið. Reykvíkingum sjálfum er það ljóst, að tilvist bæjarfjelags þeirra, vöxtur þess og viðgangur, hefir frá öndverðu livílt á þessu trausti til hins einstaka borgara, manndóms hans og sjálfsbjargar- hæfileika. Þess vegna er Reykja- vík enn í dag sterkasta vígi þeirra manna, sem trúa á dug o.g dáð einstaklingsins og þar með fjöld- ans, og um leið öruggasta varnar- virkið gegn algerum yfirráðum þeirra, sem líta á allan þorra samborgara sinna sem fábjána og varnarlausar skepnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.