Morgunblaðið - 17.10.1937, Side 2

Morgunblaðið - 17.10.1937, Side 2
2 MORÖUNBLAÐIÐ Sunnudagrnr 17. okt. 1917. Reynir Mussolini að ögna Bretum? FSÁ FEJETTAEITAJR.A VOKUIC. KHÖFN í GÆR. Pað er opinberlega ▼iour- kent í Ítalíu, að her- sendingarnar til Libyu fari fram með tilliti til ástands- ins í alþjóðamálum. Hefir þetta orðið til að auka kvíða manna. Sumir telja að Mussolins, sje að reyna að skjóta Bretum skelk í bringu með því, að safna miklu liði við landa- mæri Egyptalands. Leika ftalir þar sama leikinn og þeir Ijeku er Abyssiníustyrj- öldin stóð sem hæst. Ástandið í Palestínu hefir og orðið til þess að gera horfurnar ískyggilegri. — Mönnum er Ijóst að óeirðirnar þar hljóta að vera Mussolini kærkomnar. f því sambandi er vakin athygli á því, að í- talskt blað sagði nýlega að „Mussolini væri verndari Araba“. Ekki hefir dregið úr kvíða manna við það að fregnir ber ast nú af því að Wahabit- kynflokkurinn dregur saman lið á landamærum Palestínu og Trans-Jordaniu. Sigurför Japana í Norður-Kína FRÁ FRJETTARITAKA VORUM. KHÖFN f GÆR. Fyrsta þættinum í innrásar- styrjöld Japana í Kína er nú lokið með algerum ósigri Kínverja A öllnm vígstöðvum í Norður- Kína elta Japanir flótta kiias gjörsígraða kers Kínverja. Norð-vestur herdeild Japanakeld ur áfram sókn sinni í Suiynaa- hjaraðinn. Markmiðið með þessari sókn er að aðakilj’a Kína og Ytri- Mongolíu, í Ytri-Mongolíu er sovjet-stjórn og gætir þar mjög áhrifa Rússa. Þrjár aðrar herdeildir Japama sækja hratt fram suður á bógian og nálgast nú óðum Gula-fljótið. Japanir hafa þegar lagt und- ir sig að fnllu tvö fylki í Norðnr- Kína og tvö fylki að nokkru leyti. Br búist við að þeir muni inn- an skamms hafa á valdi sínu fimm fylki í Norður-Kína. Sjálfboöaliöar: Frestur til þriöjuöags Sðlnlegnr flóttl Stér-muftanfi Omar-musterið í Jerúsalem, þar sem Hussein hafðist við.' Vsxandi úkyrð I Palestinu Hussein. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Astandið í Palestínu getur enn versnað eftir að aðalleiðtoga Araba, sem skipulagði óeirðir þeirra í fyrra, hefir tekist að flýja á sögulegan hátt frá Jerúsalem til Damaskus. Þessi maður er Hussein forseti aðalráðs Múhameðstrúar- manna. Hann ber tignarheitið hinn æðsti Mufti. í dag hjeldu hryðjuverk í Palestínu áfram. Illræð- ismennn kveiktu í tollbúð, útvarpsstöð og fleiri bygging- um flugvallarins í Lydda. Sjötugnr er á morgun (18. okt.) Gísli Jóhannesson, Grettisgötu ‘2,1. Eldsvarnarrit. Blað Ungmenna- deildar Slysavarnafjelagsins Sæ- björg (2.—3. tbl., 4. árg.| kemur út í dag. í þetta skifti er blaðið helgað eldsvörnum í framhaldi af eldsvarnavíku Slysavarnafjelags- ins. Eru fjölda margar fræðandi greinar og myndir í blaðinu og ætti því fólk að kaupa það og lesa. Unglingar, sem selja vilja hlaðið, komi í Varðarhúsið (uppi) kl. 2 í dag. FLÓTTI HUSSEINS. Londoa í gær. FÚ. Þegar bresku yfirvöldin f Palestínu hófu herferð sín gegn leiðtogum Araba fyrir hálfum mánuði, leitaði hinn æðsti Mufti sjer hælis í Omar- musterinu í Jerúsalem, til þess að forðast h^idtöku. Sat hann þar sem fangi, og hafði um sig 200 manna lífvörð. Það hefir nú komið í ljós, að hryðjuverk þau, sem framin voru í Palestínu á fimtudags- kvöldið voru gerð í þeim tilgangi, að leiða athygli lög- reglunnar frá Jerúsalem. Á meðan lögreglan veitti eftirför óaldarflokkunum, sem skutu á lögreglubif- reiðarnar, fór Múftinn, dulbúinn sem Beduini í bifreið frá Jerúsalem til strandarinnar, og þaðan með bát, er þar beið hans. í HÖNDUM FRAKKA. Var ferðinni heitið til stað- ar eins á strönd Libanon, þar sem beðið var eftir honum með bifreið. En þegar kom norður u dir Libanonströnd, bar þar að franskan strandgæslubát, og var maður settnr um borð í bát Muftans, og hann tekinn til Beirut- Yfirvöldin í Libanon vildu ekki taka við honum, og var hann fluttur til landamæra Sýrlands og Palestínu og það- an lagði hann leið sína til Dam- askus. Lúðrasveit Reykjavíkur ætlar að hafa merkjasölu í dag til 4- góða fyrir starfsemi síha. Mun sveitin ganga með hljóðfæraslætti um götur haijarins. Lagt verður af stað frá Leifsstyttunni kl. 2 e. h., staðnæmst á Austurvelli, og þar verða leikin nokkur lög, Skát- ar selja merkin. K. F. U. M. og K. Almenn sam koma í hinum stóra sal fjelaganna kl. 8V2 í kvökl. Allir velkomnir. Endurskoðun lögreglusamþykt- arinnar. Lögreglustjóri hefir skrif að bæjarráði og farið fram á, að það tilnefni tvo menn til þess að vinna með sjer að tillögum til breytinga á lögreglusamþyktinni. Bæjarráð fól þeim Bjarna Bene- diktssyni og Stefáni Jóh. Stefáns- syni að vinna með lögreglustjóra að þessu. Einbeitt framkoma > ' . ■! JNÍ ■' & p ,t. '• Frakka og Breta. FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. Mr. Anthony Eden utanríkismálaráð- herra Breta ætlar sjálfur að sitja í Forsætí í 9 manna undirnefnd hlut- leysisnefndarinnar, þegar nefndin kemur saman á annan fund sinn á þriðjudagsmorgun. Á fyrsta fundi nefndarinnar, sem haldinn var í morgun og stóð í hálfa aðra klukkustund, lagði fulltrúi Frakka M. Corbin fram tillögu, til þess að ráða fram úr þeim ógöngum, sem hlutleysis- starfið gagnvart Spáni er komið í, þar sem erlend- ir sjálfboðaliðar berjast ennþá á Spáni. SLÆMAR HORFUR. Eftir fundinn í dag virðast horfur litlar á því, að samkomulag náist í nefndinni, þar eð fulltrúar Þjóðverja (von Ribbentrop) og ítala (Grandi greifi) virðast enn ætla að gera það að kröfu sinni, að báðum aðilum á Spáni verði veitt hernaðarrjettindi áður en sjálfboðaliðarnir á Spáni verði kallaðir heim. En Bretar og Frakkar standa fastar saman en nokkru sinni áður. Á þessa samvinnu festa hinir bjartsýnustu menn traust sitt, því að þeir telja að Hitler og Mussolini muni láta undan síga fyrir einbeittri framkomu Breta og Frakka. RÆÐA EDENS. Mr. Eden flutti ræðu í gærkvöldi, sem vakið hefir geysi mikla athygli fyrir það, hve ákveðih og óvénju hvássýrt hun var. Eden kvað bresku stjórn- ina staðráðna í því, að leiða sjálfboðaliðamálið til farsællegra lykta. í þessu máli stæðu Bretar og Frakkar hlið við hlið. Það er og talið að M. Córbin hafi borið fram tillögur þær sem hann lagði fyrir hlutleysis- nefndina í dag með vitund og samþykki bresku stjórnarinnar. TILLÖGUR FRAKKA London í gær. FÚ. Tillögurnar eru 5 og á. þessa leið: 1. Brottflutningur útlendinga sem berjast á Spáni verður að hefjast tafarlaust. 2. Eftir að alþjóðleg; nefnd, til þess skipuð að hafa eftirlit með framkvæmd málsins, hefir lýst því yfir, að brottflutningi útlendinga úr liði beggja stríðs aðila á Spáni miði vel áfram, há verði ákveðin hernaðarrjett- indi veitt báðum stríðsaðilum. 3. Stjórnir þeirra ríkja, sem hlut eiga að máli, skuli biðja fulltrúa sína í Valencia og Sala manca að feeita áhrifum sínum til þess, að burtu verði flutt ákveðin höfðatala sjálfboðaliða tafarlaust, enda sje miðað við tölu þeirra útlendinga, er berj- ast í liði hvors um sig. 4. Ráðstafanir skulu gerðar til þess að tryggja, að nýjar sendingar sjálfboðaliða til Spánar eigi sjer ekki stað á meðan verið er að flytja það- an fyrri sjálfboðaliða. 5. Stofna skal til eftirlits með brottflutningi sjálfboðaliða, á vegum hlutleysisnefndarinnar. Ef ekki er gengið að þess- um tillögum, sagði M. Cör- bin, áskilur franska stjórnin sjer rjett til þess að jgera hverjar þær ráð- stafanir sem henni sýnist. Plymouth lávarður, fulltrúi Breta, kvað Frakka hafa full- kominn stuðning Breta um þessar tillögur. Grandi greifi, fulítrúi ítölsku stjórnarinnar, sagði að ítalska stjórnin myndi ganga að því, að nokkur hluti útlendra sjálf- boðaliða á Spáni yrði fluttur burtu, með því skilyrði, að sama höfðatala væri flutt úr liði hvors stríðsáðila. Grandi sagði, að ítalska stjórnin áliti þó, að ekki væri rjett að byrja á brott flutningi erlendra sjálf- boðaliða frá Spáni, áður en málið hefði verið rætt við stjórnirnar í Valencia og Salamanca. Ribbentrop, fulltrúi þýsku stjórnarinnar, studdi mál ítalska fulltrúans, og krafðist þess sjerstaklega, að aðilum væri veitt bern- aðarrjettindi. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Regína Hansen, dóttir Jörgens J. Hansen framkvæmdastj. og Sigurgeir Sig- urjónsson lögfræðingur. Síra Bjarni Jónsson gifti. Heimili ungu hjónanna verður í Tjarnar- götu 10. K. F. U. M. Sunnudagaskólinn byrjar í dag kl. 10 f. h. Almenn samkoma kl. 8^/2- Þar talar Jó- hannes Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.